Velferð á umbrotatímum Árni Páll Árnason skrifar 16. apríl 2013 07:00 Á síðasta kjörtímabili tók Samfylkingin við erfiðasta velferðarverkefni síðustu áratuga á Íslandi: Atvinnuleysi jókst um þúsund manns á mánuði og engin úrræði voru til. Fyrir lá að draga þyrfti gríðarlega saman í ríkisútgjöldum og að velferðarmál og menntamál næmu saman um 75% ríkisútgjalda. Það var því engrar undankomu auðið að skerða þau útgjöld. Við horfum nú til baka og sjáum að okkur hefur tekist svo vel til að undrum sætir. Við skertum ekki lágmarksbætur og stóðum vörð um hækkanir okkar á þeim frá því fyrir hrun – við skertum bara bætur þeirra sem meira höfðu milli handanna. Við skertum einungis hámarksgreiðslur í fæðingarorlofi en skertum ekki um eina krónu þá sem höfðu tekjur undir 250 þúsund krónum. Við skertum ekki atvinnuleysisbætur. Í félagsmálaráðherratíð minni og Jóhönnu var uppsafnaður sparnaður í almennri stjórnsýslu ríkisins 17-19%, en 2,6% í þjónustu við fatlaða. Fátt sýnir betur forgangsröðun Samfylkingarinnar. Stórátak Og þrátt fyrir þrengri fjárráð en nokkru sinni tókst okkur að bæta í á mörgum sviðum. Við hófum stórátak í byggingu hjúkrunarheimila, sem rísa nú um allt land. Á nýju kjörtímabili munum við halda áfram þessu góða verki og byggja 350 ný hjúkrunarrými. Það fannst ekki eyrir til þess í stjórnartíð Framsóknar og Sjálfstæðisflokks, þótt smjör drypi þá af hverju strái og þeim stjórnarherrum þótti sér sæma að búa öldruðum tví- og þríbýli á hjúkrunarheimilum og flytja aldrað fólk hreppaflutningum landshorna á milli. Mosfellingar voru fluttir á Kirkjubæjarklaustur og Garðbæingar til Dalvíkur árið 2007. Við bjuggum líka til stórátak í menntun ungs atvinnulauss fólks. Þúsundir atvinnulausra ungmenna hafa fengið ný tækifæri og nýtt þau, sjálfum sér og samfélaginu til góðs. Á nýju kjörtímabili bíða okkar enn fleiri verkefni. Við munum bæta kjör lífeyrisþega í samræmi við þau loforð sem ég veitti í upphafi kjörtímabilsins. Nýtt almannatryggingakerfi, sem bætir mjög hag lífeyrisþega, hefur verið kynnt og við munum setja fjármögnun þess í forgang. Við höfum þegar breytt vaxtabótakerfi til að mæta betur fólki á lágum og meðaltekjum og við höfum aukið við barnabætur. Við munum afnema tekjutengingu þeirra og draga úr álögum á brýnustu nauðsynjar, matvæli og barnaföt. Það skiptir máli hverjir stjórna. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Árni Páll Árnason Kosningar 2013 Skoðun Mest lesið Örvæntingarfullur maður sker út grasker Þórður Snær Júlíusson Skoðun Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum Fida Abu Libdeh Skoðun Bob Marley og íslenskar kosningar Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Sjálfstæðisflokkur hækkar kostnað heimilanna Kristrún Frostadóttir Skoðun Gerum þetta að kosningamáli Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun Ölmusuhagkerfið Unnur Rán Reynisdóttir Skoðun Stóri grænþvotturinn Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Fyrirmyndarstjórn Viðreisnar og Samfylkingar á Reykjavíkurborg? Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Hvar er mannúðin? Davíð Sól Pálsson Skoðun Þöggun Guðbjörg Ása Jóns Huldudóttir,Margrét Kristín Blöndal,Margrét Rut Eddudóttir,Lukka Sigurðardóttir,Sigtryggur Ari Jóhannsson,Halldóra Jóhanna Hafsteins Âû Skoðun Skoðun Skoðun Erum við tilbúin til að bæta menntakerfið okkar? Jónína Einarsdóttir skrifar Skoðun Eru vaxtarmörkin vandinn? Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Búum til „vandamál“ – leysum það með samræmdum prófum Árelía Eydís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Þöggun Guðbjörg Ása Jóns Huldudóttir,Margrét Kristín Blöndal,Margrét Rut Eddudóttir,Lukka Sigurðardóttir,Sigtryggur Ari Jóhannsson,Halldóra Jóhanna Hafsteins Âû skrifar Skoðun Ölmusuhagkerfið Unnur Rán Reynisdóttir skrifar Skoðun Fyrirmyndarstjórn Viðreisnar og Samfylkingar á Reykjavíkurborg? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkur hækkar kostnað heimilanna Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Hvar er mannúðin? Davíð Sól Pálsson skrifar Skoðun Gerum þetta að kosningamáli Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Stóri grænþvotturinn Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Örvæntingarfullur maður sker út grasker Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Vill íslenska þjóðin halda í einmenninguna? Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Inngilding eða „aðskilnaður“? Jasmina Vajzović Crnac skrifar Skoðun Vonin má aldrei deyja Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum Fida Abu Libdeh skrifar Skoðun Um áhrif niðurskurðar á fjárlögum 2025 til kvikmyndagerðar og lista Steingrímur Dúi Másson skrifar Skoðun Bob Marley og íslenskar kosningar Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar Skoðun Fólk eða fífl? Anna Gunndís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Eru til lausnir við mönnunarvanda heilsugæslunnar? Gunnlaugur Már Briem skrifar Skoðun Er eitthvað mál að handtaka börn? Elsa Bára Traustadóttir skrifar Skoðun Er ferðaþjónusta útlendingavandamál? Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Íslenska kerfið framleiðir afbrotamenn Ágústa Ágústsdóttir skrifar Skoðun Ekki fokka þessu upp! Gunnar Dan Wiium skrifar Skoðun Kosningaloforð og hvað svo? Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Fólk, fjárfestingar og framfarir Baldur Thorlacius skrifar Skoðun Húsnæðis- og skipulagsmál Anna Sofía Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Falleinkunn fyrrum forseta Vilhjálmur Þorsteinsson,Viktor Orri Valgarðsson skrifar Skoðun Séreignarsparnaður nauðsynlegur valkostur til að létta greiðslubyrði Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Skattlögð þegar við þénum, eigum og eyðum Aron H. Steinsson skrifar Skoðun Kjaftæði Elliði Vignisson skrifar Sjá meira
Á síðasta kjörtímabili tók Samfylkingin við erfiðasta velferðarverkefni síðustu áratuga á Íslandi: Atvinnuleysi jókst um þúsund manns á mánuði og engin úrræði voru til. Fyrir lá að draga þyrfti gríðarlega saman í ríkisútgjöldum og að velferðarmál og menntamál næmu saman um 75% ríkisútgjalda. Það var því engrar undankomu auðið að skerða þau útgjöld. Við horfum nú til baka og sjáum að okkur hefur tekist svo vel til að undrum sætir. Við skertum ekki lágmarksbætur og stóðum vörð um hækkanir okkar á þeim frá því fyrir hrun – við skertum bara bætur þeirra sem meira höfðu milli handanna. Við skertum einungis hámarksgreiðslur í fæðingarorlofi en skertum ekki um eina krónu þá sem höfðu tekjur undir 250 þúsund krónum. Við skertum ekki atvinnuleysisbætur. Í félagsmálaráðherratíð minni og Jóhönnu var uppsafnaður sparnaður í almennri stjórnsýslu ríkisins 17-19%, en 2,6% í þjónustu við fatlaða. Fátt sýnir betur forgangsröðun Samfylkingarinnar. Stórátak Og þrátt fyrir þrengri fjárráð en nokkru sinni tókst okkur að bæta í á mörgum sviðum. Við hófum stórátak í byggingu hjúkrunarheimila, sem rísa nú um allt land. Á nýju kjörtímabili munum við halda áfram þessu góða verki og byggja 350 ný hjúkrunarrými. Það fannst ekki eyrir til þess í stjórnartíð Framsóknar og Sjálfstæðisflokks, þótt smjör drypi þá af hverju strái og þeim stjórnarherrum þótti sér sæma að búa öldruðum tví- og þríbýli á hjúkrunarheimilum og flytja aldrað fólk hreppaflutningum landshorna á milli. Mosfellingar voru fluttir á Kirkjubæjarklaustur og Garðbæingar til Dalvíkur árið 2007. Við bjuggum líka til stórátak í menntun ungs atvinnulauss fólks. Þúsundir atvinnulausra ungmenna hafa fengið ný tækifæri og nýtt þau, sjálfum sér og samfélaginu til góðs. Á nýju kjörtímabili bíða okkar enn fleiri verkefni. Við munum bæta kjör lífeyrisþega í samræmi við þau loforð sem ég veitti í upphafi kjörtímabilsins. Nýtt almannatryggingakerfi, sem bætir mjög hag lífeyrisþega, hefur verið kynnt og við munum setja fjármögnun þess í forgang. Við höfum þegar breytt vaxtabótakerfi til að mæta betur fólki á lágum og meðaltekjum og við höfum aukið við barnabætur. Við munum afnema tekjutengingu þeirra og draga úr álögum á brýnustu nauðsynjar, matvæli og barnaföt. Það skiptir máli hverjir stjórna.
Þöggun Guðbjörg Ása Jóns Huldudóttir,Margrét Kristín Blöndal,Margrét Rut Eddudóttir,Lukka Sigurðardóttir,Sigtryggur Ari Jóhannsson,Halldóra Jóhanna Hafsteins Âû Skoðun
Skoðun Þöggun Guðbjörg Ása Jóns Huldudóttir,Margrét Kristín Blöndal,Margrét Rut Eddudóttir,Lukka Sigurðardóttir,Sigtryggur Ari Jóhannsson,Halldóra Jóhanna Hafsteins Âû skrifar
Skoðun Fyrirmyndarstjórn Viðreisnar og Samfylkingar á Reykjavíkurborg? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar
Skoðun Um áhrif niðurskurðar á fjárlögum 2025 til kvikmyndagerðar og lista Steingrímur Dúi Másson skrifar
Skoðun Séreignarsparnaður nauðsynlegur valkostur til að létta greiðslubyrði Kolbrún Halldórsdóttir skrifar
Þöggun Guðbjörg Ása Jóns Huldudóttir,Margrét Kristín Blöndal,Margrét Rut Eddudóttir,Lukka Sigurðardóttir,Sigtryggur Ari Jóhannsson,Halldóra Jóhanna Hafsteins Âû Skoðun