Menntastefna Framsóknar Fanný Gunnarsdóttir skrifar 17. apríl 2013 06:30 Eitt af því sem við eigum öll sameiginlegt er að hafa gengið í skóla og flestir hafa fjölbreytta reynslu af íslensku menntakerfi. Skólar í síbreytilegu samfélagi verða á öllum tímum að vera vel í stakk búnir til að sinna fræðsluhlutverki sínu og mæta ólíkum þörfum nemenda og fjölskyldna. Hver og einn nemandi verður að fá tækifæri til að velja nám sem byggir á færni hans, áhuga og þekkingu. Allt frá leikskólum eiga skólar að þróa með nemendum sínum jákvæða sjálfsmynd og sjálfstæði, samkennd, samfélagsvitund og samvinnu. Því er mikilvægt að foreldrar og nemendur hafi fjölbreytt val um skóla út frá stefnum, áherslum og ólíkum rekstrarformum. Í fjölbreyttu skólaumhverfi verða yfirvöld menntamála að tryggja eftirlit með gæðum skólastarfs og veita faglega ráðgjöf. Nemendur eiga að geta stundað nám á eigin hraða og gera þarf ráð fyrir að þeir geti verið lengur eða skemur á hverju skólastigi. Þannig mætum við enn betur þörfum hvers og eins í skóla margbreytileikans. Það verða að vera til skýrir verkferlar ef upp kemur ósk um að nemandi víki á einhvern hátt frá frá hefðbundnu 10 ára skyldunámi eða viðmiðunarstundaskrá. Á sama hátt þarf að setja skýrar reglur fyrir þá nemendur sem vilja stunda nám á tveimur skólastigum samtímis.Samstarf og samvinna Framsóknarflokkurinn hefur mótað sérstaka menntastefnu sem nær til allra skólastiga, aukinnar samvinnu, samstarfs og skörunar skólastiga. Jafnframt er fjallað um tengsl menntakerfis og atvinnulífs ásamt því hvernig unnt er að nýta enn betur jákvæða möguleika internetsins. Við viljum nýta netið til að bjóða nemendum upp á aukið námsframboð og fjölbreyttara námsefni. Í öllu skólastarfi, á öllum skólastigum í þéttbýli og dreifbýli er rétt að horfa til nýrrar tækni og þeirra möguleika sem netið býður upp á. Skólabragur hvers skóla verður að einkennast af jafnrétti og þeirri grundvallarhugsun að traust og vellíðan er undirstaða þess að nám geti átt sér stað. Við viljum bæta aðgengi að stuðningi og ráðgjöf - samvinnu ríkis og sveitarfélaga. Einnig þarf að virða ákvörðunarrétt nemenda og fjölskyldna þeirra sem vilja frekar nýta sér skóla sem vinna markvisst með nemendum með sértækar þarfir. Til þess að mæta ólíkum þörfum nemenda viljum við að nemendur taki samræmd könnunarpróf á næstsíðasta ári grunnskólans. Með því er hægt að skipuleggja enn betur síðasta árið með tilliti til þarfa nemenda. Einnig viljum við láta skoða þann möguleika að nemendur á síðasta ári grunnskóla geti valið að taka stöðupróf í grunngreinum og látið þau fylgja við innritun í framhaldsskóla. Hver og einn framhaldsskóli á að hafa heimild til að byggja á styrkleikum sínum og séreinkennum og haga námsframboði og starfsháttum í samræmi við það. Við viljum að fram fari faglegt mat á vegum menntamálayfirvalda á mismunandi leiðum að því markmiði að stytta um eitt ár nám að háskólastigi. Mikilvægt er að í því mati verði tryggt að menntun nemenda skerðist ekki og tekið verði tillit til félagslegra þátta og skólamenningar leik-, grunn- og framhaldsskóla. Eins og áður hefur komið fram verði lögð áhersla á samvinnu og samþættingu skólastiga. Það þarf að fara fram könnun á möguleikum á frekari samþættingu og samstarfi milli háskóla og á sama tíma styrkja dreifða starfsemi þeirra, fjarnám á háskólastigi og sérstöðu starfsstöðva vítt og breitt um landið. Hér á landi er eðlilegt að auka samstarf við erlenda háskóla því með því tryggjum við að þekking og nýjar hugmyndir berist hingað jafnt og þétt. Við viljum skoða rækilega þann möguleika að breyta hluta námslána í styrk til nemenda ef grunnnámi er lokið á tilsettum tíma. Styrkur sem þessi virkar vonandi hvetjandi á nemendur og styttir námstíma. Til þess að ná fram þessum markmiðum verða allir þeir sem koma að menntun og nemendum að vinna saman. Aðlaga þarf starfsumhverfi og starfsréttindi til að auðvelda samvinnu og skörun skólastiga. Í því sambandi er mikilvægt að skoða flutning framhaldsskóla til sveitarfélaga. Lykillinn að því að ná árangri er að skólarnir hafi á að skipa öflugum og hæfum kennurum. En til þess að svo megi verða þurfa kjör og starfsumhverfi að endurspegla mikilvægt hlutverk þeirra. Við mótun menntastefnunnar var víða leitað fanga. Stefnan byggir eðlilega á grunngildum Framsóknar, eldri áherslur í menntamálum og áherslum flokksmanna en auk þess var leitað eftir áliti fjölmargra einstaklinga sem tengjast menntamálum og skólastarfi á einn eða annan hátt. Í stuttri blaðagrein er ekki hægt að fjalla ítarlega um stefnuna. Því vil ég hvet alla þá sem hafa áhuga á skólamálum til að kynna sér enn betur menntastefnu Framsóknarflokksins en hana er að finna á heimasíðu flokksins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kosningar 2013 Skoðun Mest lesið Lausnin við öllum vandamálum menntakerfisins Stein Olav Romslo Skoðun Skósveinar í Samfylkingunni? Teitur Atlason Skoðun Börnin í Laugardal eiga betra skilið Róbert Ragnarsson Skoðun Eru fjáröflunarherferðir KÍ, Mottumars og Bleika slaufan, siðferðilega réttlætanlegar? Einar Páll Svavarsson Skoðun Einn deilibíll kemur í stað 16 einkabíla Kristín Hrefna Halldórsdóttir Skoðun Aðalsteinn, finnst þér þetta vera í lagi? Ingólfur Ásgeirsson Skoðun Borgarstjóri sem dreifir valdi Bjarni Karlsson Skoðun Að framleiða 5200 málsverði á dag - er ekki á allra færi... Margrét Sigrún Björnsdóttir Skoðun Ísland–Kanada Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir Skoðun Er Kópavogsmódelið fullkomið ? Gunnar Gylfason Skoðun Skoðun Skoðun Borgin sem við byggjum er fjölbreytt borg Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Hversdagurinn er ævintýri Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Lærdómur frá Grænlandi um fæðuöryggi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Staðan á húsnæðismarkaði orsök fátæktar einstaklinga og fjölskyldna – Hugmynd að lausn við bráðavanda Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Ísland–Kanada Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Jákvæð þróun í leikskólamálum Skúli Helgason skrifar Skoðun Eru fjáröflunarherferðir KÍ, Mottumars og Bleika slaufan, siðferðilega réttlætanlegar? Einar Páll Svavarsson skrifar Skoðun Einn deilibíll kemur í stað 16 einkabíla Kristín Hrefna Halldórsdóttir skrifar Skoðun Að framleiða 5200 málsverði á dag - er ekki á allra færi... Margrét Sigrún Björnsdóttir skrifar Skoðun Lestrarkennsla íslenskra barna Ingibjörg Kristín Jónsdóttir skrifar Skoðun Er Kópavogsmódelið fullkomið ? Gunnar Gylfason skrifar Skoðun Orðum fylgir ábyrgð – líka þegar rætt er um loftslagsbreytingar Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Uppbygging félagslegs húsnæðis – með fólkið í forgrunni Ellen Calmon skrifar Skoðun Guðmundur til þjónustu í velferðarmálum Guðbjörg Sveinsdóttir,Arndís Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Orðræða sem sameinar – ekki sundrar Sandra Sigurðardóttir skrifar Skoðun Af bambus í Vesturbugt og 14 mínútna leikriti Páll Jakob Líndal skrifar Skoðun Skál fyrir betri heilsu! Lára G. Sigurðardóttir,Valgerður Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Guðmund Inga í 3. sætið Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Skósveinar í Samfylkingunni? Teitur Atlason skrifar Skoðun Ákærandi, dómari og böðull Þorgrímur Sigmundsson skrifar Skoðun Lausnin við öllum vandamálum menntakerfisins Stein Olav Romslo skrifar Skoðun Borgarstjóri sem dreifir valdi Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Áætlun um öryggi og fjárfestingu í innviðum Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Það er ekki hægt að jafna dánaraðstoð við sjálfsvíg Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hreint ekki eins og atvinnuviðtal Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Aðalsteinn, finnst þér þetta vera í lagi? Ingólfur Ásgeirsson skrifar Skoðun Börnin í Laugardal eiga betra skilið Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Stjórnmálamaður metinn að verðleikum Þórarinn Snorri Sigurgeirsson skrifar Skoðun Magnea Marinósdóttir á brýnt erindi í borgarstjórn Hörður Filippusson skrifar Skoðun Borgin sem við byggjum er borg allra Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Sjá meira
Eitt af því sem við eigum öll sameiginlegt er að hafa gengið í skóla og flestir hafa fjölbreytta reynslu af íslensku menntakerfi. Skólar í síbreytilegu samfélagi verða á öllum tímum að vera vel í stakk búnir til að sinna fræðsluhlutverki sínu og mæta ólíkum þörfum nemenda og fjölskyldna. Hver og einn nemandi verður að fá tækifæri til að velja nám sem byggir á færni hans, áhuga og þekkingu. Allt frá leikskólum eiga skólar að þróa með nemendum sínum jákvæða sjálfsmynd og sjálfstæði, samkennd, samfélagsvitund og samvinnu. Því er mikilvægt að foreldrar og nemendur hafi fjölbreytt val um skóla út frá stefnum, áherslum og ólíkum rekstrarformum. Í fjölbreyttu skólaumhverfi verða yfirvöld menntamála að tryggja eftirlit með gæðum skólastarfs og veita faglega ráðgjöf. Nemendur eiga að geta stundað nám á eigin hraða og gera þarf ráð fyrir að þeir geti verið lengur eða skemur á hverju skólastigi. Þannig mætum við enn betur þörfum hvers og eins í skóla margbreytileikans. Það verða að vera til skýrir verkferlar ef upp kemur ósk um að nemandi víki á einhvern hátt frá frá hefðbundnu 10 ára skyldunámi eða viðmiðunarstundaskrá. Á sama hátt þarf að setja skýrar reglur fyrir þá nemendur sem vilja stunda nám á tveimur skólastigum samtímis.Samstarf og samvinna Framsóknarflokkurinn hefur mótað sérstaka menntastefnu sem nær til allra skólastiga, aukinnar samvinnu, samstarfs og skörunar skólastiga. Jafnframt er fjallað um tengsl menntakerfis og atvinnulífs ásamt því hvernig unnt er að nýta enn betur jákvæða möguleika internetsins. Við viljum nýta netið til að bjóða nemendum upp á aukið námsframboð og fjölbreyttara námsefni. Í öllu skólastarfi, á öllum skólastigum í þéttbýli og dreifbýli er rétt að horfa til nýrrar tækni og þeirra möguleika sem netið býður upp á. Skólabragur hvers skóla verður að einkennast af jafnrétti og þeirri grundvallarhugsun að traust og vellíðan er undirstaða þess að nám geti átt sér stað. Við viljum bæta aðgengi að stuðningi og ráðgjöf - samvinnu ríkis og sveitarfélaga. Einnig þarf að virða ákvörðunarrétt nemenda og fjölskyldna þeirra sem vilja frekar nýta sér skóla sem vinna markvisst með nemendum með sértækar þarfir. Til þess að mæta ólíkum þörfum nemenda viljum við að nemendur taki samræmd könnunarpróf á næstsíðasta ári grunnskólans. Með því er hægt að skipuleggja enn betur síðasta árið með tilliti til þarfa nemenda. Einnig viljum við láta skoða þann möguleika að nemendur á síðasta ári grunnskóla geti valið að taka stöðupróf í grunngreinum og látið þau fylgja við innritun í framhaldsskóla. Hver og einn framhaldsskóli á að hafa heimild til að byggja á styrkleikum sínum og séreinkennum og haga námsframboði og starfsháttum í samræmi við það. Við viljum að fram fari faglegt mat á vegum menntamálayfirvalda á mismunandi leiðum að því markmiði að stytta um eitt ár nám að háskólastigi. Mikilvægt er að í því mati verði tryggt að menntun nemenda skerðist ekki og tekið verði tillit til félagslegra þátta og skólamenningar leik-, grunn- og framhaldsskóla. Eins og áður hefur komið fram verði lögð áhersla á samvinnu og samþættingu skólastiga. Það þarf að fara fram könnun á möguleikum á frekari samþættingu og samstarfi milli háskóla og á sama tíma styrkja dreifða starfsemi þeirra, fjarnám á háskólastigi og sérstöðu starfsstöðva vítt og breitt um landið. Hér á landi er eðlilegt að auka samstarf við erlenda háskóla því með því tryggjum við að þekking og nýjar hugmyndir berist hingað jafnt og þétt. Við viljum skoða rækilega þann möguleika að breyta hluta námslána í styrk til nemenda ef grunnnámi er lokið á tilsettum tíma. Styrkur sem þessi virkar vonandi hvetjandi á nemendur og styttir námstíma. Til þess að ná fram þessum markmiðum verða allir þeir sem koma að menntun og nemendum að vinna saman. Aðlaga þarf starfsumhverfi og starfsréttindi til að auðvelda samvinnu og skörun skólastiga. Í því sambandi er mikilvægt að skoða flutning framhaldsskóla til sveitarfélaga. Lykillinn að því að ná árangri er að skólarnir hafi á að skipa öflugum og hæfum kennurum. En til þess að svo megi verða þurfa kjör og starfsumhverfi að endurspegla mikilvægt hlutverk þeirra. Við mótun menntastefnunnar var víða leitað fanga. Stefnan byggir eðlilega á grunngildum Framsóknar, eldri áherslur í menntamálum og áherslum flokksmanna en auk þess var leitað eftir áliti fjölmargra einstaklinga sem tengjast menntamálum og skólastarfi á einn eða annan hátt. Í stuttri blaðagrein er ekki hægt að fjalla ítarlega um stefnuna. Því vil ég hvet alla þá sem hafa áhuga á skólamálum til að kynna sér enn betur menntastefnu Framsóknarflokksins en hana er að finna á heimasíðu flokksins.
Eru fjáröflunarherferðir KÍ, Mottumars og Bleika slaufan, siðferðilega réttlætanlegar? Einar Páll Svavarsson Skoðun
Skoðun Staðan á húsnæðismarkaði orsök fátæktar einstaklinga og fjölskyldna – Hugmynd að lausn við bráðavanda Magnea Marinósdóttir skrifar
Skoðun Eru fjáröflunarherferðir KÍ, Mottumars og Bleika slaufan, siðferðilega réttlætanlegar? Einar Páll Svavarsson skrifar
Skoðun Að framleiða 5200 málsverði á dag - er ekki á allra færi... Margrét Sigrún Björnsdóttir skrifar
Skoðun Guðmundur til þjónustu í velferðarmálum Guðbjörg Sveinsdóttir,Arndís Vilhjálmsdóttir skrifar
Eru fjáröflunarherferðir KÍ, Mottumars og Bleika slaufan, siðferðilega réttlætanlegar? Einar Páll Svavarsson Skoðun