Erlendi risinn á bak við íslenska nafnið Viðar Þorkelsson skrifar 18. apríl 2013 06:00 Ágreiningur er milli Valitor og Samkeppniseftirlitsins um túlkun samkeppnislaga varðandi starfsemi fyrirtækisins á árunum 2007-2008. Þar hefur m.a. verið litið framhjá þeirri staðreynd að Valitor var ekki í beinni í samkeppni við Kortaþjónustuna í færsluhirðingu* á þessum tíma, heldur við erlenda risann á bak við íslenska nafnið. Það vekur undrun að hér skuli kosið að láta sem eftirfarandi samhengi skipti engu máli. Skandinavíska færsluhirðingarfyrirtækið Teller (áður PBS) er eitt af stærstu fyrirtækjum sinnar tegundar í Evrópu og er velta Teller um 15 sinnum meiri en velta Valitor. Teller dafnar vel í skjóli yfirgnæfandi markaðshlutdeildar í Danmörku með fulltingi yfirvalda þar í landi og er að auki með yfirburðastöðu á mörkuðunum í Noregi og Finnlandi. Árið 2002 hélt þetta erlenda risafyrirtæki innreið sína á íslenska markaðinn, ekki þó undir eigin nafni heldur undir nafninu Kortaþjónustan, sem var í raun söluskrifstofa fyrir Teller hér á landi. Allar færslur voru að sjálfsögðu sendar úr landi til Danmerkur enda var Teller hinn raunverulegi færsluhirðir en ekki Kortaþjónustan. Munurinn á íslenskum færsluhirðingarfyrirtækjum og erlendum kom svo vel í ljós þegar mest á reyndi í kjölfar hrunsins 2008 og flestar dyr lokuðust á Íslendinga. Þá tókst Valitor og Borgun með erfiðismunum að halda uppi eðlilegri þjónustu og gera reglulega upp við sína viðskiptavini. Teller lét sig hins vegar ekki varða meira um íslenska hagsmuni en svo að röskun, jafnvel upp á margar vikur, varð á greiðslum til hérlendra fyrirtækja með tilheyrandi afleiðingum fyrir sum þeirra.Holur hljómur Það hefur því holan hljóm þegar Kortaþjónustan kvartar sáran undan samkeppninni við Valitor eins og kom fram nýverið í fréttatilkynningu Kortaþjónustunnar. Sannleikurinn er nefnilega sá að Valitor keppti ekki við Kortaþjónustuna í færsluhirðingu 2007-2008 heldur við erlenda risann, Teller, á bak við íslenska nafnið. Hinn raunverulegi keppinautur, Teller, hefur á hinn bóginn aldrei kvartað undan samkeppninni við Valitor enda ekki undan neinu að kvarta í samkeppni við 15 sinnum minna fyrirtæki. Samkeppniseftirlitið virðist hins vegar enn ekki hafa áttað sig á þessu sjónarspili og hefur gengið langt í að vernda hagsmuni erlenda risans á kostnað Valitor. Þó að skýrt liggi fyrir að Valitor, Teller og Borgun voru einu fyrirtækin sem kepptu á íslenska færsluhirðingarmarkaðnum á umræddum tíma, kýs Samkeppniseftirlitið einatt að stilla söluskrifstofunni, Kortaþjónustunni, upp sem keppinaut Valitor en ekki hinum raunverulega keppinaut, risanum Teller. Í Danmörku eru öfgarnar í hina áttina. Þar slá yfirvöld skjaldborg um yfirgnæfandi markaðshlutdeild óskabarnsins Teller á danska markaðnum og kannski táknrænt að sjálfur Seðlabankinn danski á hlut í fyrirtækinu. Erlendum fyrirtækjum, hverju nafni sem þau nefnast, er gert nær ómögulegt að taka þátt í samkeppni á heimamarkaði Teller, enda telja dönsk yfirvöld þjóðhagslega afar mikilvægt að hafa mjög öflugan innlendan færsluhirði í landinu. Í Danmörku hefur Teller um 85% markaðshlutdeild í færsluhirðingu en til samanburðar hefur Valitor rúmlega 40% markaðshlutdeild í færsluhirðingu á sínum heimamarkaði á Íslandi. Því er við að bæta að Valitor hefur kært Teller fyrir ólöglegar viðskiptahindranir á danska markaðnum en félagið hefur rekið þar eigin skrifstofu frá árinu 2008. Valitor fagnar allri samkeppni sem er á jafnréttisgrunni. Það hlýtur að vera sanngjörn krafa að sömu reglur gildi um alþjóðlega samkeppni í öllum löndum evrópska efnahagssvæðisins þ.m.t. á Íslandi og í Danmörku. * Færsluhirðing er þjónusta sem felst í því að miðla færslum milli korthafa og söluaðila (t.d. verslana). Færsluhirðirinn veitir söluaðilum heimild til að taka við greiðslum með greiðslukortum, tekur við færslum þeirra og greiðir þær út til söluaðila á uppgjörsdegi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kosningar 2013 Skoðun Mest lesið Mjúki penninn Berglind Pétursdóttir Bakþankar Áminntur um sannsögli Jón Ármann Steinsson Skoðun Takk fyrir vikuna Laufey María Jóhannsdóttir og Benedikt Traustason Skoðun Á að banna notkun gervigreindar í háskólum? Guðmundur Björnsson Skoðun Tímamót í örorku- og endurhæfingarmálum - takk VG, takk ríkisstjórn Steingrímur J. Sigfússon Skoðun 30 milljarðar í útsvar en engin rödd í kosningum Róbert Ragnarsson Skoðun Umferðarslys eða umhverfisslys Baldur Sigurðsson Skoðun 27-faldur hagnaður!? Ásthildur Lóa Þórsdóttir Skoðun Er aukin atvinnuþátttaka kostnaður fyrir samfélagið? Gunnlaugur Már Briem Skoðun Jólakötturinn, ert það þú? Aldís Amah Hamilton,Hulda Jónsdóttir Tölgyes,Klara Ósk Elíasdóttir,Ragnheiður Gröndal,Rósa Líf Darradóttir,Valgerður Árnadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Áminntur um sannsögli Jón Ármann Steinsson skrifar Skoðun Nvidia, Bitcoin og gamla varnarliðið: Hvað bíður Íslands? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Ekki hluti af OKKAR Evrópu! Margrét Kristmannsdóttir skrifar Skoðun Mikil aukning í unglingadrykkju – eða hvað? Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Kílómetragjald – Mun lækkun á bensíni og dísel skila sér til neytenda? Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Er aukin atvinnuþátttaka kostnaður fyrir samfélagið? Gunnlaugur Már Briem skrifar Skoðun Stjórnmálaflokkar á öruggu framfæri ríkis og sveitarfélaga Jóhannes Bjarni Guðmundsson skrifar Skoðun 30 milljarðar í útsvar en engin rödd í kosningum Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Jólakötturinn, ert það þú? Aldís Amah Hamilton,Hulda Jónsdóttir Tölgyes,Klara Ósk Elíasdóttir,Ragnheiður Gröndal,Rósa Líf Darradóttir,Valgerður Árnadóttir skrifar Skoðun Vaxtaokrið Jónas Yngvi Ásgrímsson skrifar Skoðun Er Ísland enn fullvalda? Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Ó, Reykjavík Ari Allansson skrifar Skoðun Mun húsnæðispakkinn hækka leigu og þar með verðbólguna? Sigrún Brynjarsdóttir skrifar Skoðun Leggðu íslenskunni lið Hópur stjórnarmanna Almannaróms skrifar Skoðun Þegar framtíðin hverfur Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Upplýsingar, afþreying og ógnir á Netinu Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Samráð óskast: fjölmenningarstefna Reykjavíkurborgar Oktavía Hrund Guðrúnar Jóns skrifar Skoðun Kjarninn í vörninni fyrir hagsmunum Íslands Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Til hamingju Ísland Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Vestfirðir til þjónustu reiðubúnir Þorsteinn Másson skrifar Skoðun Enn hækka fasteignaskattar í Reykjanesbæ Margrét Sanders skrifar Skoðun Áskorun til Þjóðkirkjunnar Skírnir Garðarsson skrifar Skoðun Samkennd án landamæra Guðrún Helga Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Réttindalaus rafmagnsvinna ógnar öryggi og dregur úr trausti Pétur H. Halldórsson skrifar Skoðun Fjölmenning er ekki áskorun, hún er fjárfesting Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Ytra mat á ís Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jenný Árnadóttir skrifar Skoðun Starfslok vegna kennitölu: tímaskekkja sem flýtir öldrun Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Aukinn stuðningur við leigjendur í Reykjavík Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Frelsi frá kynhlutverkum: innsýn sem breytir samböndum Þórdís Filipsdóttir skrifar Skoðun Brýtur innviðaráðherra lög? Örvar Marteinsson skrifar Sjá meira
Ágreiningur er milli Valitor og Samkeppniseftirlitsins um túlkun samkeppnislaga varðandi starfsemi fyrirtækisins á árunum 2007-2008. Þar hefur m.a. verið litið framhjá þeirri staðreynd að Valitor var ekki í beinni í samkeppni við Kortaþjónustuna í færsluhirðingu* á þessum tíma, heldur við erlenda risann á bak við íslenska nafnið. Það vekur undrun að hér skuli kosið að láta sem eftirfarandi samhengi skipti engu máli. Skandinavíska færsluhirðingarfyrirtækið Teller (áður PBS) er eitt af stærstu fyrirtækjum sinnar tegundar í Evrópu og er velta Teller um 15 sinnum meiri en velta Valitor. Teller dafnar vel í skjóli yfirgnæfandi markaðshlutdeildar í Danmörku með fulltingi yfirvalda þar í landi og er að auki með yfirburðastöðu á mörkuðunum í Noregi og Finnlandi. Árið 2002 hélt þetta erlenda risafyrirtæki innreið sína á íslenska markaðinn, ekki þó undir eigin nafni heldur undir nafninu Kortaþjónustan, sem var í raun söluskrifstofa fyrir Teller hér á landi. Allar færslur voru að sjálfsögðu sendar úr landi til Danmerkur enda var Teller hinn raunverulegi færsluhirðir en ekki Kortaþjónustan. Munurinn á íslenskum færsluhirðingarfyrirtækjum og erlendum kom svo vel í ljós þegar mest á reyndi í kjölfar hrunsins 2008 og flestar dyr lokuðust á Íslendinga. Þá tókst Valitor og Borgun með erfiðismunum að halda uppi eðlilegri þjónustu og gera reglulega upp við sína viðskiptavini. Teller lét sig hins vegar ekki varða meira um íslenska hagsmuni en svo að röskun, jafnvel upp á margar vikur, varð á greiðslum til hérlendra fyrirtækja með tilheyrandi afleiðingum fyrir sum þeirra.Holur hljómur Það hefur því holan hljóm þegar Kortaþjónustan kvartar sáran undan samkeppninni við Valitor eins og kom fram nýverið í fréttatilkynningu Kortaþjónustunnar. Sannleikurinn er nefnilega sá að Valitor keppti ekki við Kortaþjónustuna í færsluhirðingu 2007-2008 heldur við erlenda risann, Teller, á bak við íslenska nafnið. Hinn raunverulegi keppinautur, Teller, hefur á hinn bóginn aldrei kvartað undan samkeppninni við Valitor enda ekki undan neinu að kvarta í samkeppni við 15 sinnum minna fyrirtæki. Samkeppniseftirlitið virðist hins vegar enn ekki hafa áttað sig á þessu sjónarspili og hefur gengið langt í að vernda hagsmuni erlenda risans á kostnað Valitor. Þó að skýrt liggi fyrir að Valitor, Teller og Borgun voru einu fyrirtækin sem kepptu á íslenska færsluhirðingarmarkaðnum á umræddum tíma, kýs Samkeppniseftirlitið einatt að stilla söluskrifstofunni, Kortaþjónustunni, upp sem keppinaut Valitor en ekki hinum raunverulega keppinaut, risanum Teller. Í Danmörku eru öfgarnar í hina áttina. Þar slá yfirvöld skjaldborg um yfirgnæfandi markaðshlutdeild óskabarnsins Teller á danska markaðnum og kannski táknrænt að sjálfur Seðlabankinn danski á hlut í fyrirtækinu. Erlendum fyrirtækjum, hverju nafni sem þau nefnast, er gert nær ómögulegt að taka þátt í samkeppni á heimamarkaði Teller, enda telja dönsk yfirvöld þjóðhagslega afar mikilvægt að hafa mjög öflugan innlendan færsluhirði í landinu. Í Danmörku hefur Teller um 85% markaðshlutdeild í færsluhirðingu en til samanburðar hefur Valitor rúmlega 40% markaðshlutdeild í færsluhirðingu á sínum heimamarkaði á Íslandi. Því er við að bæta að Valitor hefur kært Teller fyrir ólöglegar viðskiptahindranir á danska markaðnum en félagið hefur rekið þar eigin skrifstofu frá árinu 2008. Valitor fagnar allri samkeppni sem er á jafnréttisgrunni. Það hlýtur að vera sanngjörn krafa að sömu reglur gildi um alþjóðlega samkeppni í öllum löndum evrópska efnahagssvæðisins þ.m.t. á Íslandi og í Danmörku. * Færsluhirðing er þjónusta sem felst í því að miðla færslum milli korthafa og söluaðila (t.d. verslana). Færsluhirðirinn veitir söluaðilum heimild til að taka við greiðslum með greiðslukortum, tekur við færslum þeirra og greiðir þær út til söluaðila á uppgjörsdegi.
Tímamót í örorku- og endurhæfingarmálum - takk VG, takk ríkisstjórn Steingrímur J. Sigfússon Skoðun
Jólakötturinn, ert það þú? Aldís Amah Hamilton,Hulda Jónsdóttir Tölgyes,Klara Ósk Elíasdóttir,Ragnheiður Gröndal,Rósa Líf Darradóttir,Valgerður Árnadóttir Skoðun
Skoðun Kílómetragjald – Mun lækkun á bensíni og dísel skila sér til neytenda? Gunnar Alexander Ólafsson skrifar
Skoðun Stjórnmálaflokkar á öruggu framfæri ríkis og sveitarfélaga Jóhannes Bjarni Guðmundsson skrifar
Skoðun Jólakötturinn, ert það þú? Aldís Amah Hamilton,Hulda Jónsdóttir Tölgyes,Klara Ósk Elíasdóttir,Ragnheiður Gröndal,Rósa Líf Darradóttir,Valgerður Árnadóttir skrifar
Tímamót í örorku- og endurhæfingarmálum - takk VG, takk ríkisstjórn Steingrímur J. Sigfússon Skoðun
Jólakötturinn, ert það þú? Aldís Amah Hamilton,Hulda Jónsdóttir Tölgyes,Klara Ósk Elíasdóttir,Ragnheiður Gröndal,Rósa Líf Darradóttir,Valgerður Árnadóttir Skoðun