Köllum hlutina réttum nöfnum Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar 18. apríl 2013 06:00 Í grein í Fréttablaðinu 28. febrúar sl. gerir forstjóri Landsnets að umræðuefni gagnrýni Landverndar á fyrirtækið. Hér verður grein hans svarað og rangfærslur leiðréttar. Í grein sinni skrifar forstjóri Landsnets: „…hvað sem stóriðju líður er brýnt að styrkja flutningskerfið og auka öryggi þess í þágu íbúa og fyrirtækja á Reykjanesi.“ Samkvæmt matsskýrslu Landsnets um Suðvesturlínur verður flutningsgeta 220 kV Suðurnesjalínu 2 u.þ.b. 600 MW (690 MVA). Á Suðurnesjum eru í rekstri 75 MW virkjun í Svartsengi og 100 MW Reykjanesvirkjun, þar af eru um 125 MW flutt út af svæðinu til Norðuráls í Hvalfirði. Samkvæmt tölum frá Orkuspárnefnd 2012 var raforkunotkun á Suðurnesjum um 205 GWh árið 2011, sem er vel undir 50 MW. Það er því með engu móti hægt að réttlæta jafn stórt flutningsmannvirki og 220 kV Suðurnesjalínu 2 með tilvísun til eflingar öryggis flutningskerfisins fyrir almenna orkunotendur eina (íbúa og fyrirtæki) líkt og forstjóri Landsnets gerir í grein sinni. Ljóst má vera að minni raflína myndi hæglega geta gegnt því hlutverki að tryggja afhendingaröryggi íbúa og núverandi fyrirtækja svæðisins, jafnvel þó svo að notkun ykist umtalsvert. Raunveruleg ástæða hinnar 220 kV Suðurnesjalínu 2 er því fyrst og fremst til þess að mæta ýmsum stóriðjuáformum á Reykjanesi. Köllum því hlutina réttum nöfnum. Sýnum skynsemi Alvarlegast er kannski að það gleymist í þessari umræðu að stóriðjuáform á svæðinu ákvarðast fyrst og fremst af framboði á orku og enn hefur ekki verið tryggð nægileg orka til allra þessara áforma. Hvers vegna ekki? Jú, það hefur ekki verið sýnt fram á að orkan sé til staðar á Reykjanesskaga, eða hún tryggð annars staðar frá. Af þeirri ástæðu er óskynsamlegt að ráðast í umrædda milljarðaframkvæmd að svo stöddu, hvað þá að ráðast í dýrt og sársaukafullt eignarnám eins og Landsnet hefur farið fram á. Þau rök forstjóra Landsnets að byggja þurfi upp flutningskerfið á Reykjanesskaga til að mæta flutningi á raforku frá fyrirhuguðum virkjunum í nýtingarflokki rammaáætlunar á svæðinu eru einnig haldrýr. Óvissa ríkir um getu flestra jarðhitasvæða á þessu landsvæði til orkuvinnslu, og því ekkert fast í hendi með virkjun margra þeirra. Það er því fjárhagslega og umhverfislega skynsamlegt að Landsnet fari sér hér hægar. Auk þess gæti afstaða almennings og ráðamanna breyst til nýtingar jarðvarma á svæðinu í nánustu framtíð. Þetta er ekki síst vegna heilsufarslegra áhrifa af mengun jarðvarmavirkjana og neikvæðra áhrifa á tæringu málma. Auk þessa hafa möguleikar til útivistar og ferðamennsku í jafn stuttri fjarlægð frá höfuðborgarsvæðinu verið vanmetnir, líkt og fram kemur í skýrslu rammaáætlunar frá 2011. Samkomulag um viðmið Undirritaður vísar fullyrðingu forstjóra Landsnets á bug þar sem hann sakar Landvernd um að fara með rangt mál í grein frá 22. febrúar sl. Forstjóri Landsnets heldur því fram að mér hafi þótt „undarlegt að Landsnet kannist ekki við [að samkomulag hafi náðst um nokkur mikilvæg atriði í jarðstrengsnefndinni]“. Þetta sagði hvergi í greininni enda efast fulltrúar Landverndar ekki um skilning forstjóra Landsnets á eigin samþykki. Því mætti halda að forstjóri Landsnets hafi lesið einhverja aðra grein en eftir undirritaðan. Í greininni benti ég á að ein sameiginleg tillaga nefndarinnar geri ráð fyrir að nú þegar verði ákveðin viðmið og grundvallarreglur höfð til hliðsjónar við ákvarðanatöku vegna framkvæmda í flutningskerfinu. Eitt viðmiðið er t.d. að bera ávallt saman áhrif þess að leggja loftlínu eða jarðstreng á ákveðnum svæðum þrátt fyrir að við samanburð á kostnaði komi í ljós að jarðstrengur sé umtalsvert dýrari en loftlína. Slík svæði eru m.a. náttúruverndarsvæði, svæði við flugvelli og svæði þar sem veðurálag er mikið og jarðstrengur gæti aukið afhendingaröryggi. Landsneti er nú í lófa lagið að taka til endurskoðunar afstöðu sína gagnvart jarðstrengslögn á ofangreindum viðmiðunarsvæðum á línuleiðum Suðurnesjalínu 2 og Blöndulínu 3, sem báðar bíða leyfisveitinga. Það væri Landsneti til sóma að rétta út slíka sáttahönd til handa landeigendum og sveitarfélögum, sem ítrekað hafa farið fram á að mat á umhverfisáhrifum jarðstrengja fari fram á þessum svæðum til samanburðar við loftlínur. Hvað með Kröflulínu 3? Að lokum er áhugavert að rýna í matsáætlun Landsnets vegna fyrirhugaðrar Kröflulínu 3, sem birt var 26. febrúar sl. Þar segir á bls. 1: „…en jarðstrengskostur verður ekki lagður fram til mats á umhverfisáhrifum“. Það er því ekki að sjá að Landsnet hyggist fylgja þeim grundarvallarviðmiðum sem forstjóri fyrirtækisins skrifaði upp á í jarðstrengsnefndinni. Það er því eðlilegt að spyrja: Mun Landsnet fara að eigin tillögum? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Guðmundur Ingi Guðbrandsson Suðurnesjalína 2 Mest lesið Hvers vegna var Úlfar rekinn? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Að apa eða skapa Rósa Dögg Ægisdóttir Skoðun Ríkisstjórnin ræðst gegn ferðaþjónustu bænda Lilja Rannveig Sigurgeirsdóttir Skoðun Um styttingu vinnuvikunnar í leikskólum Reykjavíkurborgar, ákall um leiðréttingu Anna Margrét Ólafsdóttir,Hafdís Svansdóttir,Jónína Einarsdóttir Skoðun Eru forsætisráðherra og ríkisstjórn hrædd við vilja fólksins; lýðræðið? Ole Anton Bieltvedt Skoðun Að reyna að „tímasetja“ markaðinn - er það góð strategía? Baldvin Ingi Sigurðsson Skoðun Lífsnauðsynlegt aðgengi Bryndís Haraldsdóttir Skoðun Gangast við mistökum Júlíus Birgir Jóhannsson Skoðun Þegar við ætluðum að hitta Farage - Á Ísland að ganga í ESB? Sveinn Ólafsson Skoðun Sama steypan Ingólfur Sverrisson Skoðun Skoðun Skoðun Gangast við mistökum Júlíus Birgir Jóhannsson skrifar Skoðun Um styttingu vinnuvikunnar í leikskólum Reykjavíkurborgar, ákall um leiðréttingu Anna Margrét Ólafsdóttir,Hafdís Svansdóttir,Jónína Einarsdóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin ræðst gegn ferðaþjónustu bænda Lilja Rannveig Sigurgeirsdóttir skrifar Skoðun Að apa eða skapa Rósa Dögg Ægisdóttir skrifar Skoðun Að reyna að „tímasetja“ markaðinn - er það góð strategía? Baldvin Ingi Sigurðsson skrifar Skoðun Lífsnauðsynlegt aðgengi Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hvers vegna var Úlfar rekinn? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Eru forsætisráðherra og ríkisstjórn hrædd við vilja fólksins; lýðræðið? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Þegar við ætluðum að hitta Farage - Á Ísland að ganga í ESB? Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun Sama steypan Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Ofbeldi gagnvart eldra fólki Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Að taka ekki mark á sjálfum sér Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Betri borg Alexandra Briem skrifar Skoðun Að eiga sæti við borðið Grímur Grímsson skrifar Skoðun Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Íþróttir eru lykilinn Willum Þór Þórsson skrifar Skoðun Framtíð safna í ferðaþjónustu Guðrún D. Whitehead skrifar Skoðun Munu Ísraelsmenn sprengja bifreið páfa í loft upp? Einar Baldvin Árnason skrifar Skoðun Að skapa framtíð úr fortíð Anna Hildur Hildibrandsdóttir skrifar Skoðun Tími til umbóta í byggingareftirliti Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Stærð er ekki mæld í sentimetrum Sigmar Guðmundsson skrifar Skoðun Áður en íslenskan leysist upp Gamithra Marga skrifar Skoðun Lögfræðingurinn sem gleymdi tilgangi laga Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Þétting byggðar – nokkur mistök gjaldfella ekki stefnuna Samúel Torfi Pétursson skrifar Skoðun Breyta lífum til hins betra eða dvelja áfram í hýðum síns vetra? Tómas Ellert Tómasson skrifar Skoðun Hverjum þjónar nýsköpunin? Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Heilbrigðisráðherra og stjórn VIRK hafa brugðist okkur Eden Frost Kjartansbur skrifar Skoðun Þegar ríkið fer á sjóinn Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Íbúðarhúsnæði sem heimili fólks Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Íslenskumælandi hjúkrunarfræðingar Guðbjörg Pálsdóttir skrifar Sjá meira
Í grein í Fréttablaðinu 28. febrúar sl. gerir forstjóri Landsnets að umræðuefni gagnrýni Landverndar á fyrirtækið. Hér verður grein hans svarað og rangfærslur leiðréttar. Í grein sinni skrifar forstjóri Landsnets: „…hvað sem stóriðju líður er brýnt að styrkja flutningskerfið og auka öryggi þess í þágu íbúa og fyrirtækja á Reykjanesi.“ Samkvæmt matsskýrslu Landsnets um Suðvesturlínur verður flutningsgeta 220 kV Suðurnesjalínu 2 u.þ.b. 600 MW (690 MVA). Á Suðurnesjum eru í rekstri 75 MW virkjun í Svartsengi og 100 MW Reykjanesvirkjun, þar af eru um 125 MW flutt út af svæðinu til Norðuráls í Hvalfirði. Samkvæmt tölum frá Orkuspárnefnd 2012 var raforkunotkun á Suðurnesjum um 205 GWh árið 2011, sem er vel undir 50 MW. Það er því með engu móti hægt að réttlæta jafn stórt flutningsmannvirki og 220 kV Suðurnesjalínu 2 með tilvísun til eflingar öryggis flutningskerfisins fyrir almenna orkunotendur eina (íbúa og fyrirtæki) líkt og forstjóri Landsnets gerir í grein sinni. Ljóst má vera að minni raflína myndi hæglega geta gegnt því hlutverki að tryggja afhendingaröryggi íbúa og núverandi fyrirtækja svæðisins, jafnvel þó svo að notkun ykist umtalsvert. Raunveruleg ástæða hinnar 220 kV Suðurnesjalínu 2 er því fyrst og fremst til þess að mæta ýmsum stóriðjuáformum á Reykjanesi. Köllum því hlutina réttum nöfnum. Sýnum skynsemi Alvarlegast er kannski að það gleymist í þessari umræðu að stóriðjuáform á svæðinu ákvarðast fyrst og fremst af framboði á orku og enn hefur ekki verið tryggð nægileg orka til allra þessara áforma. Hvers vegna ekki? Jú, það hefur ekki verið sýnt fram á að orkan sé til staðar á Reykjanesskaga, eða hún tryggð annars staðar frá. Af þeirri ástæðu er óskynsamlegt að ráðast í umrædda milljarðaframkvæmd að svo stöddu, hvað þá að ráðast í dýrt og sársaukafullt eignarnám eins og Landsnet hefur farið fram á. Þau rök forstjóra Landsnets að byggja þurfi upp flutningskerfið á Reykjanesskaga til að mæta flutningi á raforku frá fyrirhuguðum virkjunum í nýtingarflokki rammaáætlunar á svæðinu eru einnig haldrýr. Óvissa ríkir um getu flestra jarðhitasvæða á þessu landsvæði til orkuvinnslu, og því ekkert fast í hendi með virkjun margra þeirra. Það er því fjárhagslega og umhverfislega skynsamlegt að Landsnet fari sér hér hægar. Auk þess gæti afstaða almennings og ráðamanna breyst til nýtingar jarðvarma á svæðinu í nánustu framtíð. Þetta er ekki síst vegna heilsufarslegra áhrifa af mengun jarðvarmavirkjana og neikvæðra áhrifa á tæringu málma. Auk þessa hafa möguleikar til útivistar og ferðamennsku í jafn stuttri fjarlægð frá höfuðborgarsvæðinu verið vanmetnir, líkt og fram kemur í skýrslu rammaáætlunar frá 2011. Samkomulag um viðmið Undirritaður vísar fullyrðingu forstjóra Landsnets á bug þar sem hann sakar Landvernd um að fara með rangt mál í grein frá 22. febrúar sl. Forstjóri Landsnets heldur því fram að mér hafi þótt „undarlegt að Landsnet kannist ekki við [að samkomulag hafi náðst um nokkur mikilvæg atriði í jarðstrengsnefndinni]“. Þetta sagði hvergi í greininni enda efast fulltrúar Landverndar ekki um skilning forstjóra Landsnets á eigin samþykki. Því mætti halda að forstjóri Landsnets hafi lesið einhverja aðra grein en eftir undirritaðan. Í greininni benti ég á að ein sameiginleg tillaga nefndarinnar geri ráð fyrir að nú þegar verði ákveðin viðmið og grundvallarreglur höfð til hliðsjónar við ákvarðanatöku vegna framkvæmda í flutningskerfinu. Eitt viðmiðið er t.d. að bera ávallt saman áhrif þess að leggja loftlínu eða jarðstreng á ákveðnum svæðum þrátt fyrir að við samanburð á kostnaði komi í ljós að jarðstrengur sé umtalsvert dýrari en loftlína. Slík svæði eru m.a. náttúruverndarsvæði, svæði við flugvelli og svæði þar sem veðurálag er mikið og jarðstrengur gæti aukið afhendingaröryggi. Landsneti er nú í lófa lagið að taka til endurskoðunar afstöðu sína gagnvart jarðstrengslögn á ofangreindum viðmiðunarsvæðum á línuleiðum Suðurnesjalínu 2 og Blöndulínu 3, sem báðar bíða leyfisveitinga. Það væri Landsneti til sóma að rétta út slíka sáttahönd til handa landeigendum og sveitarfélögum, sem ítrekað hafa farið fram á að mat á umhverfisáhrifum jarðstrengja fari fram á þessum svæðum til samanburðar við loftlínur. Hvað með Kröflulínu 3? Að lokum er áhugavert að rýna í matsáætlun Landsnets vegna fyrirhugaðrar Kröflulínu 3, sem birt var 26. febrúar sl. Þar segir á bls. 1: „…en jarðstrengskostur verður ekki lagður fram til mats á umhverfisáhrifum“. Það er því ekki að sjá að Landsnet hyggist fylgja þeim grundarvallarviðmiðum sem forstjóri fyrirtækisins skrifaði upp á í jarðstrengsnefndinni. Það er því eðlilegt að spyrja: Mun Landsnet fara að eigin tillögum?
Um styttingu vinnuvikunnar í leikskólum Reykjavíkurborgar, ákall um leiðréttingu Anna Margrét Ólafsdóttir,Hafdís Svansdóttir,Jónína Einarsdóttir Skoðun
Eru forsætisráðherra og ríkisstjórn hrædd við vilja fólksins; lýðræðið? Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Skoðun Um styttingu vinnuvikunnar í leikskólum Reykjavíkurborgar, ákall um leiðréttingu Anna Margrét Ólafsdóttir,Hafdís Svansdóttir,Jónína Einarsdóttir skrifar
Skoðun Eru forsætisráðherra og ríkisstjórn hrædd við vilja fólksins; lýðræðið? Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Breyta lífum til hins betra eða dvelja áfram í hýðum síns vetra? Tómas Ellert Tómasson skrifar
Um styttingu vinnuvikunnar í leikskólum Reykjavíkurborgar, ákall um leiðréttingu Anna Margrét Ólafsdóttir,Hafdís Svansdóttir,Jónína Einarsdóttir Skoðun
Eru forsætisráðherra og ríkisstjórn hrædd við vilja fólksins; lýðræðið? Ole Anton Bieltvedt Skoðun