Framsókn spillir samningsstöðu Íslands 19. apríl 2013 06:00 Allir Íslendingar eru að sjálfsögðu sammála um að við útgreiðslur úr þrotabúum bankanna verði hagsmuna Íslands gætt í hvívetna. Um þetta var til að mynda alger pólitísk samstaða á Alþingi við breytingar á lögum um gjaldeyrishöft fyrr í vetur. Því miður hefur Framsóknarflokkurinn hins vegar tekið sig til og lofað að verja hugsanlegum ávinningi íslenska ríkisins með ákveðnum hætti, einkum til að greiða niður skuldir manna sem þurfa ekki endilega á því að halda. Þetta þýðir að komist Framsóknarflokkurinn til valda eftir kosningar vita núverandi eigendur föllnu bankanna (ýmist kallaðir „vogunarsjóðir“ eða „hrægammar“) að Framsóknarflokknum liggur á að semja. Að öðrum kosti á hann enga möguleika á að fjármagna kosningaloforð sín. Þeir vita líka að aðeins þarf að henda ákveðið mörgum íslenskum krónum í Framsóknarflokkinn til að hann telji sig geta efnt kosningaloforðin.Sárgrætileg staða En er ekki mikilvægt fyrir Ísland að fá einnig erlendan gjaldeyri úr samningum við eigendur gömlu bankana? Við þurfum að greiða gríðarlegar erlendar skuldir ríkissjóðs. Nú fer nær allur tekjuskattur, sem við launþegar greiðum um hver mánaðamót, í vaxtakostnað ríkissjóðs. Það er sárgrætileg staða þegar svo margt þarf að gera hér heima fyrir, sérstaklega í heilbrigðismálum. Framsókn telur mikilvægara að eyða stórum fjárhæðum, sem reyndar eru ekki enn einu sinni komnar í ausuna, hvað þá sopnar, í að hjálpa fólki sem margt hvert getur vel hjálpað sér sjálft, en að t.d. byggja upp Landspítalann úr þeim rústum sem hann er í eftir harkalegan niðurskurð síðustu ára. Framsóknarflokkurinn hefur með þessari framkomu í kosningabaráttunni spillt samningsstöðu Íslands erlendis. Ef ég væri „hrægammur“ myndi ég kjósa Framsóknarflokkinn. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kosningar 2013 Skoðun Mest lesið Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Að klifra upp í tunnurnar var bara byrjunin Anahita Sahar Babaei Skoðun Tómstundafræðingar gegn varðhaldsbúðum Andrea Rói Sigurbjörns,Ása Kristín Einarsdóttir,Elí Hörpu- og Önundarbur,Maríanna Wathne Kristjánsdóttir,Valgeir Þór Jakobsson,Þórhildur Elínardóttir Magnúsdóttir Skoðun Eingreiðsla til öryrkja í desember bundin við lögheimili á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Kosningin í stjórn RÚV á morgun mun aldrei gleymast Björn B. Björnsson Skoðun Jöfn tækifæri fyrir börn í borginni Stein Olav Romslo Skoðun Stöndum vörð um mannréttindi Margrét María Sigurðardóttir Skoðun „Enginn öruggur staður á netinu“ Unnur Ágústsdóttir,Halldóra R. Guðmundsdóttir Skoðun Halldór 06.12.25 Halldór Baldursson Halldór Konur sem þögðu, kynslóð sem aldrei fékk sviðið Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Passaðu púlsinn í desember Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Að klifra upp í tunnurnar var bara byrjunin Anahita Sahar Babaei skrifar Skoðun Jöfn tækifæri fyrir börn í borginni Stein Olav Romslo skrifar Skoðun Stöndum vörð um mannréttindi Margrét María Sigurðardóttir skrifar Skoðun Reynsla úr heimi endurhæfingar nýtist víðar Svana Helen Björnsdóttir skrifar Skoðun Tómstundafræðingar gegn varðhaldsbúðum Andrea Rói Sigurbjörns,Ása Kristín Einarsdóttir,Elí Hörpu- og Önundarbur,Maríanna Wathne Kristjánsdóttir,Valgeir Þór Jakobsson,Þórhildur Elínardóttir Magnúsdóttir skrifar Skoðun „Enginn öruggur staður á netinu“ Unnur Ágústsdóttir,Halldóra R. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson skrifar Skoðun Er þín fasteign útsett fyrir loftslagsbreytingum og náttúruvá? Kristján Andrésson skrifar Skoðun Kosningin í stjórn RÚV á morgun mun aldrei gleymast Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Um lifandi tónlist í leikhúsi Þórdís Gerður Jónsdóttir skrifar Skoðun Mikilvæg innspýting fyrir þekkingarsamfélagið Logi Einarsson skrifar Skoðun Hafa þjófar meiri rétt? Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar Skoðun Hafnarfjarðarbær: þjónustustofnun eða valdakerfi? Óskar Steinn Ómarsson skrifar Skoðun Breytt forgangsröðun jarðganga Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Gerendur fá frípassa í ofbeldismálum Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ferðasjóður íþróttafélaga hækkaður um 100 milljónir Hannes S. Jónsson skrifar Skoðun Alvöru árangur áfram og ekkert stopp Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Göfug orkuskipti í orði - öfug orkuskipti í verki Þrándur Sigurjón Ólafsson skrifar Skoðun Hver á að kenna börnunum í Kópavogi í framtíðinni? Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Konur sem þögðu, kynslóð sem aldrei fékk sviðið Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Skinka og sígarettur Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Skamm! (-sýni) Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Fatlað fólk er miklu meira en tölur í excel skjali Ágústa Arna Sigurdórsdóttir skrifar Skoðun Hvað er að marka ríkisstjórn sem segir eitt en gerir annað? Jóhannes Þór Skúlason skrifar Skoðun Þegar fjárlögin vinna gegn markmiðinu Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin svíkur öryrkja sem eru búsettir erlendis Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Getur heilbrigðisþjónusta verið á heimsmælikvarða án nýrra krabbameinslyfja? Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Ísland hafnar mótorhjólum Arnar Þór Hafsteinsson skrifar Skoðun Skýrslufargan: mikið skrifað, lítið lesið og lítið gert Gunnar Salvarsson skrifar Sjá meira
Allir Íslendingar eru að sjálfsögðu sammála um að við útgreiðslur úr þrotabúum bankanna verði hagsmuna Íslands gætt í hvívetna. Um þetta var til að mynda alger pólitísk samstaða á Alþingi við breytingar á lögum um gjaldeyrishöft fyrr í vetur. Því miður hefur Framsóknarflokkurinn hins vegar tekið sig til og lofað að verja hugsanlegum ávinningi íslenska ríkisins með ákveðnum hætti, einkum til að greiða niður skuldir manna sem þurfa ekki endilega á því að halda. Þetta þýðir að komist Framsóknarflokkurinn til valda eftir kosningar vita núverandi eigendur föllnu bankanna (ýmist kallaðir „vogunarsjóðir“ eða „hrægammar“) að Framsóknarflokknum liggur á að semja. Að öðrum kosti á hann enga möguleika á að fjármagna kosningaloforð sín. Þeir vita líka að aðeins þarf að henda ákveðið mörgum íslenskum krónum í Framsóknarflokkinn til að hann telji sig geta efnt kosningaloforðin.Sárgrætileg staða En er ekki mikilvægt fyrir Ísland að fá einnig erlendan gjaldeyri úr samningum við eigendur gömlu bankana? Við þurfum að greiða gríðarlegar erlendar skuldir ríkissjóðs. Nú fer nær allur tekjuskattur, sem við launþegar greiðum um hver mánaðamót, í vaxtakostnað ríkissjóðs. Það er sárgrætileg staða þegar svo margt þarf að gera hér heima fyrir, sérstaklega í heilbrigðismálum. Framsókn telur mikilvægara að eyða stórum fjárhæðum, sem reyndar eru ekki enn einu sinni komnar í ausuna, hvað þá sopnar, í að hjálpa fólki sem margt hvert getur vel hjálpað sér sjálft, en að t.d. byggja upp Landspítalann úr þeim rústum sem hann er í eftir harkalegan niðurskurð síðustu ára. Framsóknarflokkurinn hefur með þessari framkomu í kosningabaráttunni spillt samningsstöðu Íslands erlendis. Ef ég væri „hrægammur“ myndi ég kjósa Framsóknarflokkinn.
Tómstundafræðingar gegn varðhaldsbúðum Andrea Rói Sigurbjörns,Ása Kristín Einarsdóttir,Elí Hörpu- og Önundarbur,Maríanna Wathne Kristjánsdóttir,Valgeir Þór Jakobsson,Þórhildur Elínardóttir Magnúsdóttir Skoðun
Skoðun Tómstundafræðingar gegn varðhaldsbúðum Andrea Rói Sigurbjörns,Ása Kristín Einarsdóttir,Elí Hörpu- og Önundarbur,Maríanna Wathne Kristjánsdóttir,Valgeir Þór Jakobsson,Þórhildur Elínardóttir Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Getur heilbrigðisþjónusta verið á heimsmælikvarða án nýrra krabbameinslyfja? Halla Þorvaldsdóttir skrifar
Tómstundafræðingar gegn varðhaldsbúðum Andrea Rói Sigurbjörns,Ása Kristín Einarsdóttir,Elí Hörpu- og Önundarbur,Maríanna Wathne Kristjánsdóttir,Valgeir Þór Jakobsson,Þórhildur Elínardóttir Magnúsdóttir Skoðun