Brettum upp ermar í umgengni við náttúruna! Ingunn St. Svavarsdóttir skrifar 19. apríl 2013 06:00 Það þarf enginn að segja mér að við séum ekki allir Íslendingar slegnir yfir því hvernig komið er fyrir Lagarfljótinu! Látum það verða okkur lexía til að læra af. Ákvæði nýrrar stjórnarskrár kveða m.a. á um að fyrri spjöll skuli bætt eftir föngum. Almenningi og hagsmunaaðilum verður með nýrri stjórnarskrá gert kleift að leita til dómstóla um ákvarðanir stjórnvalda, sem áhrif hafa á umhverfi og náttúru – og jafnframt verður komið í veg fyrir að slíkum málum verði vísað frá vegna skorts á lögmætum hagsmunum. Lýðræðisvaktin vill virkja okkur, fólkið sjálft, til ábyrgðar og ákvörðunar um eigin mál! Stoltið okkar, Vatnajökulsþjóðgarður, með öllum sínum náttúruperlum, auðnum og fágætri fegurð er dýrmæti sem okkur ber að standa vörð um. Við gætum a.m.k. til jafns við utanlandsreisurnar farið í vettvangskannanir um landið okkar þvert og endilangt með skólabörnin okkar – frætt þau og kennt þeim að meta, njóta, ganga vel um og þykja vænt um íslenska náttúru. Lýðræðisvaktin vill standa vörð um rétt okkar og komandi kynslóða til óspilltrar náttúru. Óspillt náttúra og hreint óspillt umhverfi heyra til lífsgæða og mannréttinda eins og kveðið er á um í nýrri stjórnarskrá. Okkur hefur borið af leið, en ef við tökum höndum saman nú þegar þá getum við 1) kennt börnunum okkar frá leikskólaaldri og upp úr að umgangast íslensku viðkvæmu náttúruna okkar af virðingu og þakklæti, 2) krafist þess að ánauð ferðamanna á viðkvæma staði sé stjórnað með ítölu og/eða með hæfilegu gjaldi til að grípa til varúðar- og verndarráðstafana í tæka tíð á þeim stöðum sem nauðsyn krefur, 3) aukið umhverfisvöktun. Lýðræðisvaktin vill að lög um land og nýtingu þess séu í samræmi við nýja stjórnarskrá með almannahag að leiðarljósi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kosningar 2013 Skoðun Mest lesið Ríkissjóður snuðaður um stórar fjárhæðir Sigurjón Þórðarson Skoðun Áfengi og íþróttir eiga enga samleið – áskorun til þingfulltrúa UMFÍ Árni Guðmundsson Skoðun Lágkúrulegur hversdagsleiki illskunnar Guðný Gústafsdóttir Skoðun Lífsskoðunarfélagið Farsæld tekur upp slitinn þráð siðmenntunar Svanur Sigurbjörnsson Skoðun Fögur fyrirheit sem urðu að engu Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson Skoðun Eru Bændasamtökin á móti valdeflingu bænda? Ólafur Stephensen Skoðun Landbúnaðarrúnk Hlédís Sveinsdóttir Skoðun Glerþakið brotið á alþjóðlega sjónverndardaginn Sigþór U. Hallfreðsson Skoðun Hefur þú skoðanir? Jóhannes Óli Sveinsson Skoðun Ruben Amorim og sveigjanleiki – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson Skoðun Skoðun Skoðun Aðskilnaðurinn hlær Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Lágkúrulegur hversdagsleiki illskunnar Guðný Gústafsdóttir skrifar Skoðun Glerþakið brotið á alþjóðlega sjónverndardaginn Sigþór U. Hallfreðsson skrifar Skoðun Fögur fyrirheit sem urðu að engu Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson skrifar Skoðun Ríkissjóður snuðaður um stórar fjárhæðir Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Áfengi og íþróttir eiga enga samleið – áskorun til þingfulltrúa UMFÍ Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Lífsskoðunarfélagið Farsæld tekur upp slitinn þráð siðmenntunar Svanur Sigurbjörnsson skrifar Skoðun Ruben Amorim og sveigjanleiki – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson skrifar Skoðun Framtíðarsýn í samgöngumálum er mosavaxin Sigurður Páll Jónsson skrifar Skoðun Fimmta iðnbyltingin krefst svara – strax Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hefur þú skoðanir? Jóhannes Óli Sveinsson skrifar Skoðun Er hurð bara hurð? Sölvi Breiðfjörð skrifar Skoðun Reykjavíkurmódel á kvennaári Sóley Tómasdóttir skrifar Skoðun Ekki er allt sem sýnist Valerio Gargiulo skrifar Skoðun Sýndu þér umhyggju – Komdu í skimun Ágúst Ingi Ágústsson skrifar Skoðun Eru Bændasamtökin á móti valdeflingu bænda? Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Er lægsta verðið alltaf hagstæðast? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Skoðun Landbúnaðarrúnk Hlédís Sveinsdóttir skrifar Skoðun Jesús who? Atli Þórðarson skrifar Skoðun Opið bréf til Miðflokksmanna Snorri Másson skrifar Skoðun Lesskilningur eða lesblinda??? Jóhannes Jóhannesson skrifar Skoðun Henti Íslandi undir strætisvagninn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Forvarnateymi grunnskóla – góð hugmynd sem má ekki sofna Eydís Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Opnum Tröllaskagann Helgi Jóhannsson skrifar Skoðun Ávinningur af endurhæfingu – aukum lífsgæðin Ólafur H. Jóhannsson skrifar Skoðun Hefur þú heyrt þetta áður? Stefnir Húni Kristjánsson skrifar Skoðun Hringekja verðtryggingar og hárra vaxta Benedikt Gíslason skrifar Skoðun Áfram gakk – með kerfisgalla í bakpokanum Harpa Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Til þeirra sem fagna Doktornum! Kristján Freyr Halldórsson skrifar Skoðun Skuldin við úthverfin Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir skrifar Sjá meira
Það þarf enginn að segja mér að við séum ekki allir Íslendingar slegnir yfir því hvernig komið er fyrir Lagarfljótinu! Látum það verða okkur lexía til að læra af. Ákvæði nýrrar stjórnarskrár kveða m.a. á um að fyrri spjöll skuli bætt eftir föngum. Almenningi og hagsmunaaðilum verður með nýrri stjórnarskrá gert kleift að leita til dómstóla um ákvarðanir stjórnvalda, sem áhrif hafa á umhverfi og náttúru – og jafnframt verður komið í veg fyrir að slíkum málum verði vísað frá vegna skorts á lögmætum hagsmunum. Lýðræðisvaktin vill virkja okkur, fólkið sjálft, til ábyrgðar og ákvörðunar um eigin mál! Stoltið okkar, Vatnajökulsþjóðgarður, með öllum sínum náttúruperlum, auðnum og fágætri fegurð er dýrmæti sem okkur ber að standa vörð um. Við gætum a.m.k. til jafns við utanlandsreisurnar farið í vettvangskannanir um landið okkar þvert og endilangt með skólabörnin okkar – frætt þau og kennt þeim að meta, njóta, ganga vel um og þykja vænt um íslenska náttúru. Lýðræðisvaktin vill standa vörð um rétt okkar og komandi kynslóða til óspilltrar náttúru. Óspillt náttúra og hreint óspillt umhverfi heyra til lífsgæða og mannréttinda eins og kveðið er á um í nýrri stjórnarskrá. Okkur hefur borið af leið, en ef við tökum höndum saman nú þegar þá getum við 1) kennt börnunum okkar frá leikskólaaldri og upp úr að umgangast íslensku viðkvæmu náttúruna okkar af virðingu og þakklæti, 2) krafist þess að ánauð ferðamanna á viðkvæma staði sé stjórnað með ítölu og/eða með hæfilegu gjaldi til að grípa til varúðar- og verndarráðstafana í tæka tíð á þeim stöðum sem nauðsyn krefur, 3) aukið umhverfisvöktun. Lýðræðisvaktin vill að lög um land og nýtingu þess séu í samræmi við nýja stjórnarskrá með almannahag að leiðarljósi.
Skoðun Áfengi og íþróttir eiga enga samleið – áskorun til þingfulltrúa UMFÍ Árni Guðmundsson skrifar
Skoðun Lífsskoðunarfélagið Farsæld tekur upp slitinn þráð siðmenntunar Svanur Sigurbjörnsson skrifar