Biðin langa? Einar Kristinn Guðfinnsson skrifar 19. apríl 2013 06:00 Þrátt fyrir fögur fyrirheit hefur fátt eitt gerst í skuldamálum heimilanna í landinu á þessu kjörtímabili. Milljarða stofnunum hefur að vísu verið komið á fót til þess að vinna að þessum málum. Árangurinn hefur hins vegar verið afskaplega rýr, þó kostnaður stofnananna hafi vaxið. Þær skuldir sem lækkað hafa hjá almenningi má að langmestu leyti rekja til dómanna um ólöglegu gengislánin og hafði ekkert með stjórnvaldsaðgerðir að gera. Það harðnar því stöðugt á dalnum hjá sívaxandi hópi. Það fólk þolir ekki neina bið. Það er langt síðan að fullreynt var að ríkisstjórnarflokkarnir myndu ekkert gera. Úr þeirri átt er einskis frekar að vænta. Það hefur legið fyrir lengi. Nú er það boðað að þennan vanda megi leysa með fjármunum sem ef til vill fáist með samningum við útlenda kröfuhafa í eignir gömlu bankanna. Það er gott og blessað. En hvenær? Hve mikið? Hvernig? Þessum spurningum getur enginn svarað. Er þá svarið að skuldug heimilin í landinu eigi enn þá að bíða, eftir úrræðum? Kannski í eitt ár, ef til vill tvö ár, allt eftir því hvernig samningaumleitanir gangi. Já. Það er einmitt hættan ef þetta á að verða úrræðið fyrir skuldug heimili í landinu. Skuldug heimili hafa beðið í fjögur ár eftir úrræðum frá úrræðalausri ríkisstjórn. Það er bágt til þess að vita að enn sé boðuð bið eftir því að vandi heimilanna verði leystur.Hægt að framkvæma strax Það er þess vegna svo gríðarlega nauðsynlegt að til staðar verði úrræði sem virka strax. Undir eins frá fyrsta degi eftir að lög hafa verið samþykkt á Alþingi. Sjálfstæðisflokkurinn hefur lagt fram slíkar tillögur sem munu lækka skuldir um 20% miðað við 20 milljóna lán og hóflegar fjölskyldutekjur. Þetta færi talsvert langt með að vinna niður forsendubrestinn sem varð með hruni fjármálakerfisins og hækkun verðbótanna. Þetta er ekki ávísun á óljósar hugmyndir sem enginn getur fullyrt um hvenær geti orðið að veruleika. Þetta er vel ígrunduð stefna, útreiknað plagg, sem hægt verður að framkvæma tafarlaust. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Einar K. Guðfinnsson Kosningar 2013 Skoðun Mest lesið Skósveinar í Samfylkingunni? Teitur Atlason Skoðun Lausnin við öllum vandamálum menntakerfisins Stein Olav Romslo Skoðun Börnin í Laugardal eiga betra skilið Róbert Ragnarsson Skoðun Eru fjáröflunarherferðir KÍ, Mottumars og Bleika slaufan, siðferðilega réttlætanlegar? Einar Páll Svavarsson Skoðun Einn deilibíll kemur í stað 16 einkabíla Kristín Hrefna Halldórsdóttir Skoðun Borgarstjóri sem dreifir valdi Bjarni Karlsson Skoðun Aðalsteinn, finnst þér þetta vera í lagi? Ingólfur Ásgeirsson Skoðun Að framleiða 5200 málsverði á dag - er ekki á allra færi... Margrét Sigrún Björnsdóttir Skoðun Ísland–Kanada Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir Skoðun Af bambus í Vesturbugt og 14 mínútna leikriti Páll Jakob Líndal Skoðun Skoðun Skoðun Borgin sem við byggjum er fjölbreytt borg Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Hversdagurinn er ævintýri Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Lærdómur frá Grænlandi um fæðuöryggi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Staðan á húsnæðismarkaði orsök fátæktar einstaklinga og fjölskyldna – Hugmynd að lausn við bráðavanda Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Ísland–Kanada Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Jákvæð þróun í leikskólamálum Skúli Helgason skrifar Skoðun Eru fjáröflunarherferðir KÍ, Mottumars og Bleika slaufan, siðferðilega réttlætanlegar? Einar Páll Svavarsson skrifar Skoðun Einn deilibíll kemur í stað 16 einkabíla Kristín Hrefna Halldórsdóttir skrifar Skoðun Að framleiða 5200 málsverði á dag - er ekki á allra færi... Margrét Sigrún Björnsdóttir skrifar Skoðun Lestrarkennsla íslenskra barna Ingibjörg Kristín Jónsdóttir skrifar Skoðun Er Kópavogsmódelið fullkomið ? Gunnar Gylfason skrifar Skoðun Orðum fylgir ábyrgð – líka þegar rætt er um loftslagsbreytingar Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Uppbygging félagslegs húsnæðis – með fólkið í forgrunni Ellen Calmon skrifar Skoðun Guðmundur til þjónustu í velferðarmálum Guðbjörg Sveinsdóttir,Arndís Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Orðræða sem sameinar – ekki sundrar Sandra Sigurðardóttir skrifar Skoðun Af bambus í Vesturbugt og 14 mínútna leikriti Páll Jakob Líndal skrifar Skoðun Skál fyrir betri heilsu! Lára G. Sigurðardóttir,Valgerður Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Guðmund Inga í 3. sætið Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Skósveinar í Samfylkingunni? Teitur Atlason skrifar Skoðun Ákærandi, dómari og böðull Þorgrímur Sigmundsson skrifar Skoðun Lausnin við öllum vandamálum menntakerfisins Stein Olav Romslo skrifar Skoðun Borgarstjóri sem dreifir valdi Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Áætlun um öryggi og fjárfestingu í innviðum Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Það er ekki hægt að jafna dánaraðstoð við sjálfsvíg Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hreint ekki eins og atvinnuviðtal Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Aðalsteinn, finnst þér þetta vera í lagi? Ingólfur Ásgeirsson skrifar Skoðun Börnin í Laugardal eiga betra skilið Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Stjórnmálamaður metinn að verðleikum Þórarinn Snorri Sigurgeirsson skrifar Skoðun Magnea Marinósdóttir á brýnt erindi í borgarstjórn Hörður Filippusson skrifar Skoðun Borgin sem við byggjum er borg allra Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Sjá meira
Þrátt fyrir fögur fyrirheit hefur fátt eitt gerst í skuldamálum heimilanna í landinu á þessu kjörtímabili. Milljarða stofnunum hefur að vísu verið komið á fót til þess að vinna að þessum málum. Árangurinn hefur hins vegar verið afskaplega rýr, þó kostnaður stofnananna hafi vaxið. Þær skuldir sem lækkað hafa hjá almenningi má að langmestu leyti rekja til dómanna um ólöglegu gengislánin og hafði ekkert með stjórnvaldsaðgerðir að gera. Það harðnar því stöðugt á dalnum hjá sívaxandi hópi. Það fólk þolir ekki neina bið. Það er langt síðan að fullreynt var að ríkisstjórnarflokkarnir myndu ekkert gera. Úr þeirri átt er einskis frekar að vænta. Það hefur legið fyrir lengi. Nú er það boðað að þennan vanda megi leysa með fjármunum sem ef til vill fáist með samningum við útlenda kröfuhafa í eignir gömlu bankanna. Það er gott og blessað. En hvenær? Hve mikið? Hvernig? Þessum spurningum getur enginn svarað. Er þá svarið að skuldug heimilin í landinu eigi enn þá að bíða, eftir úrræðum? Kannski í eitt ár, ef til vill tvö ár, allt eftir því hvernig samningaumleitanir gangi. Já. Það er einmitt hættan ef þetta á að verða úrræðið fyrir skuldug heimili í landinu. Skuldug heimili hafa beðið í fjögur ár eftir úrræðum frá úrræðalausri ríkisstjórn. Það er bágt til þess að vita að enn sé boðuð bið eftir því að vandi heimilanna verði leystur.Hægt að framkvæma strax Það er þess vegna svo gríðarlega nauðsynlegt að til staðar verði úrræði sem virka strax. Undir eins frá fyrsta degi eftir að lög hafa verið samþykkt á Alþingi. Sjálfstæðisflokkurinn hefur lagt fram slíkar tillögur sem munu lækka skuldir um 20% miðað við 20 milljóna lán og hóflegar fjölskyldutekjur. Þetta færi talsvert langt með að vinna niður forsendubrestinn sem varð með hruni fjármálakerfisins og hækkun verðbótanna. Þetta er ekki ávísun á óljósar hugmyndir sem enginn getur fullyrt um hvenær geti orðið að veruleika. Þetta er vel ígrunduð stefna, útreiknað plagg, sem hægt verður að framkvæma tafarlaust.
Eru fjáröflunarherferðir KÍ, Mottumars og Bleika slaufan, siðferðilega réttlætanlegar? Einar Páll Svavarsson Skoðun
Skoðun Staðan á húsnæðismarkaði orsök fátæktar einstaklinga og fjölskyldna – Hugmynd að lausn við bráðavanda Magnea Marinósdóttir skrifar
Skoðun Eru fjáröflunarherferðir KÍ, Mottumars og Bleika slaufan, siðferðilega réttlætanlegar? Einar Páll Svavarsson skrifar
Skoðun Að framleiða 5200 málsverði á dag - er ekki á allra færi... Margrét Sigrún Björnsdóttir skrifar
Skoðun Guðmundur til þjónustu í velferðarmálum Guðbjörg Sveinsdóttir,Arndís Vilhjálmsdóttir skrifar
Eru fjáröflunarherferðir KÍ, Mottumars og Bleika slaufan, siðferðilega réttlætanlegar? Einar Páll Svavarsson Skoðun