Raunverulegir hagsmunir heimilanna Konráð Guðjónsson skrifar 19. apríl 2013 07:00 Á dögunum skrifaði ég grein á vísir.is sem vakti mikil viðbrögð. Það var svo sem ekki að ástæðulausu, umfjöllunarefnið var eldfimt kosningamál sem hefur gjörsamlega tröllriðið umræðunni. Samkvæmt könnun Félagsvísindastofnunar er það mikilvægasta kosningamálið í hugum flestra – skuldamál heimilanna. Þessi gríðarlegu viðbrögð vekja mann til umhugsunar: Af hverju fá greinar um skuldir ríkissjóðs ekki svona mikil viðbrögð? Eða greinar um peningamálastjórn og framtíðargjaldmiðil? Hvað þá kosti og galla þess að ganga í ESB? Eða menntamál? Í raun er það sorglegt að skuldamál heimilanna séu efst í hugum svona margra og þykja skipta svona miklu máli. Ekki er það af því að skuldarar eiga að éta það sem úti frýs – þvert á móti. Það má kannski breyta lögum, draga úr notkun verðtryggingar og skoða einhver frekari úrræði en núverandi ríkisstjórn hefur boðið. Vandinn er samt einfaldlega sá, fyrir utan mikla skuldsetningu, að fólk hefur minni kaupmátt til að greiða af húsnæðislánum sínum. Enn fremur hafa margir misst vinnuna, skattar hafa hækkað og svo framvegis. Það hafa svo sannarlega komið verðbólguskot síðan verðtryggingunni var komið á árið 1979, án þess að það hafi valdið skuldurum vanda til lengri tíma, þar sem lífskjör og kaupmáttur hafa yfirleitt batnað á sama tíma. Ástæðan fyrir því að fólk finnur fyrir þessu nú er að neysla og fjárfesting á Íslandi er ekki lengur fjármögnuð með miklum viðskiptahalla (lánum frá útlöndum) og við framleiðum minna af vörum og þjónustu. Það er reyndar heillaspor að búið sé að snúa viðskiptahallanum við, en til þess að neyta og fjárfesta þarf að framleiða. Við erum enn þá í kreppu og fleiri en skuldarar finna fyrir því. Þegar upp er staðið er forsenda hærri kaupmáttar, hagsældar og öflugs velferðarkerfis, geta hagkerfisins til að framleiða vörur og þjónustu á hagkvæman hátt. Þetta er getan til að skapa verðmæti úr fjármagni, auðlindum og mannauði, getan til að flytja út verðmæti til annarra landa, getan til að skapa eitthvað og versla við hvert annað. Eitt er á kristaltæru – 300 milljarða eignatilfærslan sem fær alla athyglina er ekki forsenda hagsældar. Það er nákvæmlega þetta sem er sorglegt. Slík aðgerð er líklegri til að hafa neikvæð áhrif á hagkerfið í heild sinni því þá væri búið að gefa fordæmi fyrir skuldaniðurfellingum, sem getur bara verið hvatning til frekari skuldsetningar og áhættu í framtíðinni. Einnig gæti slík aðgerð verið verðbólguhvetjandi ef ekki er rétt að farið. En hvað er þá hægt að gera til að skapa raunverulega hagsæld og bæta lífskjör? Þar spilar margt inn í. Til dæmis er nauðsynlegt að fyrirtæki búi við stöðugt og gott viðskiptaumhverfi sem hvetur til verðmætasköpunar. Hvernig ætla flokkarnir að stuðla að því? Einnig er mikilvægt að þjóðin sé vel menntuð – menntamál hafa verið gjörsamlega týnd í umræðunni. Reynslan frá góðærinu og hruninu kennir okkur líka að það hlýtur að vera hægt að bæta peningamálastjórn, hvort sem það er með öðrum gjaldmiðli eða ekki. Þessi málefni eiga það sameiginlegt ásamt öðrum að vera gríðarleg hagsmunamál fyrir alla Íslendinga, ekki bara þá sem skulda mikið verðtryggt. Í ljósi þessa væri óskandi að íslenskir kjósendur og stjórnmálamenn myndu setja önnur mál í forgang. Helst málefni sem raunverulega hafa áhrif á hagsæld til lengri tíma, auk alls annars sem hefur áhrif á samfélagið. Það er stuttur tími til stefnu, en vonandi nægur til að hífa umræðuna á hærra plan heldur en að láta hana snúast um eignatilfærslu og draumóra um fjármuni sem eru ekki í hendi. Málefni eins og viðskiptaumhverfi fyrirtækja, menntamál, peningamálastefna framtíðarinnar og afnám hafta eru miklu mikilvægari. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kosningar 2013 Skoðun Mest lesið Sögufölsun í heimildarþætti RÚV — Svör óskast Jóna Benediktsdóttir,Hjörtur Hjartarson,Katrín Oddsdóttir,Kjartan Jónsson,Kristín Erna Arnardóttir,Sigríður Ólafsdóttir,Þórir Baldursson Skoðun Óframseljanlegt DAGA-kerfi Kári Jónsson Skoðun Halldór 23.11.2024 Halldór Fellur helsti stuðningsmaður menningarmála af þingi? Magnús Logi Kristinsson Skoðun „Við andlát manns lýkur skattskyldu hans“ Þórður Gunnarsson Skoðun Eru aðventan og jólin kvíða- eða tilhlökkunarefni? Guðlaug Helga Ásgeirsdóttir Skoðun Sjálfstæðismenn boða víst skattalækkanir á þá efnamestu Haukur V. Alfreðsson Skoðun Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun Viltu borga 200 þús á mánuði eða 600 þús á mánuði af íbúðinni? Hildur Þórðardóttir Skoðun Dýrkeyptur aðgangur Stella Guðmundsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Eru aðventan og jólin kvíða- eða tilhlökkunarefni? Guðlaug Helga Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Óframseljanlegt DAGA-kerfi Kári Jónsson skrifar Skoðun Nýtanleg verðmætasköpun um allt land Jóhann Frímann Arinbjarnarson skrifar Skoðun Geðrænn vandi barna og ungmenna Eldur S. Kristinsson skrifar Skoðun Það er kominn verðmiði á fangelsið en hvað má ungmenni í alvarlegum vanda kosta? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Hinn opni tékki samgöngusáttmálans – ljósastýring og Sundabraut Eiríkur S. Svavarsson skrifar Skoðun Eru sumir heppnari en aðrir? Anna Kristín Jensdóttir skrifar Skoðun Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Kallað eftir fyrirsjáanleika í opinberum framkvæmdum Þorsteinn Víglundsson ,Jónína Guðmundsdóttir,Karl Andreassen skrifar Skoðun Sjálfstætt fólk Kristín Linda Jónsdóttir skrifar Skoðun Óstjórn í húsnæðismálum Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Arfur stjórnmálanna 2024 Elvar Eyvindsson skrifar Skoðun Kjósum rétt(indi) fyrir fatlað fólk! Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Frelsi er allra, ekki fárra útvaldra Jón Óskar Sólnes skrifar Skoðun Menntun og tækifæri: Hvað veljum við fyrir Ísland? Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Eyðimerkurganga kosningabaráttunnar? Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Krónan eða evran? Kostir og gallar Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Kjóstu meiri árangur Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hvaða hlekkur ert þú í keðjunni? Ellý Tómasdóttir skrifar Skoðun Laxeldið verður ekki stöðvað Kristinn H. Gunnarsson skrifar Skoðun Þroskamerki þjóðar Tómas Torfason skrifar Skoðun Afvegaleidd umræða um áskoranir heilbrigðiskerfisins Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Var stytting náms til stúdentsprófs í þágu ungmenna? Sigurður E. Sigurjónsson skrifar Skoðun Það sem ekki má fjalla um fyrir kosningar til Alþingis Árni Jensson skrifar Skoðun Launafólk sýndi ábyrgð – Hvað með bankana og fjármagnseigendur? Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun Sjálfstæðar konur? Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Fullveldinu er fórnað með aðild að Evrópusambandinu Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Endurhugsum dæmið, endurnýtum textíl Guðbjörg Rut Pálmadóttir skrifar Skoðun Betri Strætó 2025 og (svo) Borgarlína Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Um kosningar, gulrætur og verðbólgu Jean-Rémi Chareyre skrifar Sjá meira
Á dögunum skrifaði ég grein á vísir.is sem vakti mikil viðbrögð. Það var svo sem ekki að ástæðulausu, umfjöllunarefnið var eldfimt kosningamál sem hefur gjörsamlega tröllriðið umræðunni. Samkvæmt könnun Félagsvísindastofnunar er það mikilvægasta kosningamálið í hugum flestra – skuldamál heimilanna. Þessi gríðarlegu viðbrögð vekja mann til umhugsunar: Af hverju fá greinar um skuldir ríkissjóðs ekki svona mikil viðbrögð? Eða greinar um peningamálastjórn og framtíðargjaldmiðil? Hvað þá kosti og galla þess að ganga í ESB? Eða menntamál? Í raun er það sorglegt að skuldamál heimilanna séu efst í hugum svona margra og þykja skipta svona miklu máli. Ekki er það af því að skuldarar eiga að éta það sem úti frýs – þvert á móti. Það má kannski breyta lögum, draga úr notkun verðtryggingar og skoða einhver frekari úrræði en núverandi ríkisstjórn hefur boðið. Vandinn er samt einfaldlega sá, fyrir utan mikla skuldsetningu, að fólk hefur minni kaupmátt til að greiða af húsnæðislánum sínum. Enn fremur hafa margir misst vinnuna, skattar hafa hækkað og svo framvegis. Það hafa svo sannarlega komið verðbólguskot síðan verðtryggingunni var komið á árið 1979, án þess að það hafi valdið skuldurum vanda til lengri tíma, þar sem lífskjör og kaupmáttur hafa yfirleitt batnað á sama tíma. Ástæðan fyrir því að fólk finnur fyrir þessu nú er að neysla og fjárfesting á Íslandi er ekki lengur fjármögnuð með miklum viðskiptahalla (lánum frá útlöndum) og við framleiðum minna af vörum og þjónustu. Það er reyndar heillaspor að búið sé að snúa viðskiptahallanum við, en til þess að neyta og fjárfesta þarf að framleiða. Við erum enn þá í kreppu og fleiri en skuldarar finna fyrir því. Þegar upp er staðið er forsenda hærri kaupmáttar, hagsældar og öflugs velferðarkerfis, geta hagkerfisins til að framleiða vörur og þjónustu á hagkvæman hátt. Þetta er getan til að skapa verðmæti úr fjármagni, auðlindum og mannauði, getan til að flytja út verðmæti til annarra landa, getan til að skapa eitthvað og versla við hvert annað. Eitt er á kristaltæru – 300 milljarða eignatilfærslan sem fær alla athyglina er ekki forsenda hagsældar. Það er nákvæmlega þetta sem er sorglegt. Slík aðgerð er líklegri til að hafa neikvæð áhrif á hagkerfið í heild sinni því þá væri búið að gefa fordæmi fyrir skuldaniðurfellingum, sem getur bara verið hvatning til frekari skuldsetningar og áhættu í framtíðinni. Einnig gæti slík aðgerð verið verðbólguhvetjandi ef ekki er rétt að farið. En hvað er þá hægt að gera til að skapa raunverulega hagsæld og bæta lífskjör? Þar spilar margt inn í. Til dæmis er nauðsynlegt að fyrirtæki búi við stöðugt og gott viðskiptaumhverfi sem hvetur til verðmætasköpunar. Hvernig ætla flokkarnir að stuðla að því? Einnig er mikilvægt að þjóðin sé vel menntuð – menntamál hafa verið gjörsamlega týnd í umræðunni. Reynslan frá góðærinu og hruninu kennir okkur líka að það hlýtur að vera hægt að bæta peningamálastjórn, hvort sem það er með öðrum gjaldmiðli eða ekki. Þessi málefni eiga það sameiginlegt ásamt öðrum að vera gríðarleg hagsmunamál fyrir alla Íslendinga, ekki bara þá sem skulda mikið verðtryggt. Í ljósi þessa væri óskandi að íslenskir kjósendur og stjórnmálamenn myndu setja önnur mál í forgang. Helst málefni sem raunverulega hafa áhrif á hagsæld til lengri tíma, auk alls annars sem hefur áhrif á samfélagið. Það er stuttur tími til stefnu, en vonandi nægur til að hífa umræðuna á hærra plan heldur en að láta hana snúast um eignatilfærslu og draumóra um fjármuni sem eru ekki í hendi. Málefni eins og viðskiptaumhverfi fyrirtækja, menntamál, peningamálastefna framtíðarinnar og afnám hafta eru miklu mikilvægari.
Sögufölsun í heimildarþætti RÚV — Svör óskast Jóna Benediktsdóttir,Hjörtur Hjartarson,Katrín Oddsdóttir,Kjartan Jónsson,Kristín Erna Arnardóttir,Sigríður Ólafsdóttir,Þórir Baldursson Skoðun
Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun
Skoðun Það er kominn verðmiði á fangelsið en hvað má ungmenni í alvarlegum vanda kosta? Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Hinn opni tékki samgöngusáttmálans – ljósastýring og Sundabraut Eiríkur S. Svavarsson skrifar
Skoðun Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Kallað eftir fyrirsjáanleika í opinberum framkvæmdum Þorsteinn Víglundsson ,Jónína Guðmundsdóttir,Karl Andreassen skrifar
Skoðun Afvegaleidd umræða um áskoranir heilbrigðiskerfisins Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar
Skoðun Launafólk sýndi ábyrgð – Hvað með bankana og fjármagnseigendur? Finnbjörn A. Hermannsson skrifar
Sögufölsun í heimildarþætti RÚV — Svör óskast Jóna Benediktsdóttir,Hjörtur Hjartarson,Katrín Oddsdóttir,Kjartan Jónsson,Kristín Erna Arnardóttir,Sigríður Ólafsdóttir,Þórir Baldursson Skoðun
Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun