Oddný á skautum Kristín Guðmundsdóttir skrifar 19. apríl 2013 06:00 Oddný reynir enn að réttlæta þá ákvörðun að útiloka hóp þroskahamlaðra barna frá Klettaskóla og nú með því að dásama hversu vel borgin hefur staðið sig í fjárveitingum til málefna fatlaðra. Ekkert í grein hennar þann 17.04. útskýrir hvers vegna þroskahömluð börn mega ekki ganga í sérskóla. Hún skrifar að nú eigi að verja tveimur milljörðum í uppbyggingu Klettaskóla og þar eigi m.a. að byggja nýtt íþróttahús og sundlaug. Hún gleymir að geta þess að það var vegna þrýstings frá foreldrum að sú ákvörðun var tekin. Það hefur hvorki verið sundlaug né íþróttahús við skólann frá stofnun hans árið 1975. Það er því mikið ánægjuefni að nemendur þurfa þá ekki lengur að sækja sína íþróttatíma í nærliggjandi kirkjugarð og að sama skapi sorglegt að þessi nýja aðstaða standi ekki öllum þroskahömluðum börnum til boða þar sem mörg þeirra fá ekki að stunda nám í Klettaskóla. Oddný gleymir að geta þess að þær kostnaðarsömu breytingar sem gerðar voru á skólanum voru nauðsynlegur þáttur í því að opna skólann fyrir nemendum úr Safamýrarskóla þegar skólarnir voru sameinaðir svo það er til lítils að vænta hróss fyrir það. Oddný segir að „meirihluti hagsmunaaðila“ hafi verið sammála um stefnuna um skóla án aðgreiningar. Eru þessir hagsmunaaðilar andvígir því að foreldrar hafi val um það hvert þeir senda þroskahömluð börn sín í skóla? Ætli Oddný sé tilbúin til að kanna viðhorf foreldra fatlaðra barna til þessa máls, þ.e. hvort þeir vilji fá að velja fyrir börn sín eða láta yfirvöldum það eftir. Þátttökubekkir eru engin lausn fyrir þau börn sem ekki fá að ganga í sérskóla. Inntökuskilyrði í þátttökubekki eru þau sömu og í Klettaskóla og það ætti Oddný að vita. Oddný ætti líka að vita að það var fyrir þrýsting frá foreldrum að yfirvöld veittu fjármagn til áframhaldandi starfsemi frístundar fyrir fötluð börn í Hinu húsinu á þessu ári. Það þýðir lítið að hreykja sér af því að veita nauðsynlega þjónustu en skauta fram hjá spurningunni: Hvers vegna mega þroskahömluð börn og foreldrar þeirra ekki hafa val? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kosningar 2013 Skoðun Mest lesið Hvað tengir typpi og gullregn? Kristján Friðbertsson Skoðun Hvar eiga krakkarnir að vera á nýju ári? Davíð Már Sigurðsson Skoðun Þögnin í áramótaávarpi forsætisráðherra Daði Freyr Ólafsson Skoðun Loftgæði mæld í Breiðholti - í fyrsta sinn í 12 ár Sara Björg Sigurðardóttir Skoðun Er áramótaheitið árið 2026 betri skjávenjur? Anna Laufey Stefánsdóttir Skoðun Veiðiráðgjöf byggð á ágiskunum Sigurjón Þórðarson Skoðun Borg á heimsmælikvarða! Skúli Helgason Skoðun Jólapartýi aflýst Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Guðbjörg verður áfram gul Reynir Traustason Skoðun Hinir „hræðilegu“ popúlistaflokkar Einar G. Harðarson Skoðun Skoðun Skoðun Á krossgötum Alexandra Briem skrifar Skoðun Þögnin í áramótaávarpi forsætisráðherra Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Borg á heimsmælikvarða! Skúli Helgason skrifar Skoðun Veiðiráðgjöf byggð á ágiskunum Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Loftgæði mæld í Breiðholti - í fyrsta sinn í 12 ár Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hvað tengir typpi og gullregn? Kristján Friðbertsson skrifar Skoðun Er áramótaheitið árið 2026 betri skjávenjur? Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Skoðun Hvar eiga krakkarnir að vera á nýju ári? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Hinsegin Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Leiðtogi Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Sögulegt ár í borginni Skúli Helgason skrifar Skoðun Fimmtán algengar rangfærslur um loftslagsbreytingar – og hvað er rétt Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Öryggið á nefinu um áramótin Eyrún Jónsdóttir,Ágúst Mogensen skrifar Skoðun Þegar höggbylgjan skellur á Gísli Rafn Ólafsson skrifar Skoðun Hefur þú rétt fyrir þér? Svarið er já Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Markmiðin sem skipta máli Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Netverslun með áfengi og velferð barna okkar Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Við gerum það sem við sögðumst ætla að gera Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Stingum af Einar Guðnason skrifar Skoðun Guðbjörg verður áfram gul Reynir Traustason skrifar Skoðun Kvennaár og hvað svo? Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Hinir „hræðilegu“ popúlistaflokkar Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Hafnarfjörður í mikilli sókn Orri Björnsson skrifar Skoðun Jólapartýi aflýst Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Umbúðir, innihald og hægfara tilfærsla kirkjunnar Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Hættuleg þöggunarpólitík: Hvernig hræðsla og sundrung skaða framtíð Íslands Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson skrifar Skoðun Verðmæti dýra fyrir jörðina er ekki mælanlegt í krónum Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Þegar kerfið grípur of seint inn: Um börn og unglinga í vanda, úrræðaleysi og mikilvægi snemmtækrar íhlutunar Kristín Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Staða eldri borgara á Íslandi í árslok 2025 Björn Snæbjörnsson skrifar Sjá meira
Oddný reynir enn að réttlæta þá ákvörðun að útiloka hóp þroskahamlaðra barna frá Klettaskóla og nú með því að dásama hversu vel borgin hefur staðið sig í fjárveitingum til málefna fatlaðra. Ekkert í grein hennar þann 17.04. útskýrir hvers vegna þroskahömluð börn mega ekki ganga í sérskóla. Hún skrifar að nú eigi að verja tveimur milljörðum í uppbyggingu Klettaskóla og þar eigi m.a. að byggja nýtt íþróttahús og sundlaug. Hún gleymir að geta þess að það var vegna þrýstings frá foreldrum að sú ákvörðun var tekin. Það hefur hvorki verið sundlaug né íþróttahús við skólann frá stofnun hans árið 1975. Það er því mikið ánægjuefni að nemendur þurfa þá ekki lengur að sækja sína íþróttatíma í nærliggjandi kirkjugarð og að sama skapi sorglegt að þessi nýja aðstaða standi ekki öllum þroskahömluðum börnum til boða þar sem mörg þeirra fá ekki að stunda nám í Klettaskóla. Oddný gleymir að geta þess að þær kostnaðarsömu breytingar sem gerðar voru á skólanum voru nauðsynlegur þáttur í því að opna skólann fyrir nemendum úr Safamýrarskóla þegar skólarnir voru sameinaðir svo það er til lítils að vænta hróss fyrir það. Oddný segir að „meirihluti hagsmunaaðila“ hafi verið sammála um stefnuna um skóla án aðgreiningar. Eru þessir hagsmunaaðilar andvígir því að foreldrar hafi val um það hvert þeir senda þroskahömluð börn sín í skóla? Ætli Oddný sé tilbúin til að kanna viðhorf foreldra fatlaðra barna til þessa máls, þ.e. hvort þeir vilji fá að velja fyrir börn sín eða láta yfirvöldum það eftir. Þátttökubekkir eru engin lausn fyrir þau börn sem ekki fá að ganga í sérskóla. Inntökuskilyrði í þátttökubekki eru þau sömu og í Klettaskóla og það ætti Oddný að vita. Oddný ætti líka að vita að það var fyrir þrýsting frá foreldrum að yfirvöld veittu fjármagn til áframhaldandi starfsemi frístundar fyrir fötluð börn í Hinu húsinu á þessu ári. Það þýðir lítið að hreykja sér af því að veita nauðsynlega þjónustu en skauta fram hjá spurningunni: Hvers vegna mega þroskahömluð börn og foreldrar þeirra ekki hafa val?
Skoðun Fimmtán algengar rangfærslur um loftslagsbreytingar – og hvað er rétt Eyþór Eðvarðsson skrifar
Skoðun Hættuleg þöggunarpólitík: Hvernig hræðsla og sundrung skaða framtíð Íslands Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson skrifar
Skoðun Þegar kerfið grípur of seint inn: Um börn og unglinga í vanda, úrræðaleysi og mikilvægi snemmtækrar íhlutunar Kristín Kolbeinsdóttir skrifar