Stundakennarar – Hinir stéttlausu kennarar? Eiríkur Valdimarsson skrifar 20. apríl 2013 06:00 Háskóli Íslands er góð og gild stofnun sem hefur sett sér glæst markmið sem miðast meðal annars að því að koma skólanum til hæstu metorða í alþjóðlegum samanburði. Þannig má segja að stofnunin setji markið hátt, enda metnaður hans öðrum til fyrirmyndar og eftirbreytni ef út í það er farið. Nemendum við skólann hefur fjölgað mikið á undanförnum misserum og á árunum eftir efnahagshrunið 2008. Fjölmargir hafa því tekið slaginn og drifið sig í háskólanám og gert skólann að iðandi vinnustað nemenda, kennara og annarra starfsmanna skólans. Það er heiður að fá að vera hluti af þessu samfélagi enda mikill mannauður við skólann. Lífið gæti verið fullkomið. En, ég er stundakennari. Laun mín eru lág, en ábyrgðin er mikil. Sem stundakennari nýt ég ekki réttinda, er t.a.m. ekki í stéttarfélagi. Veikindaréttur þekkist ekki. Starfsöryggið er ekkert, þar sem ég fæ borgað fyrir hvern tíma sem ég kenni og auk þess veit maður aldrei hvort það verði í mínum höndum að kenna námskeiðið næst þegar það verður kennt. Það segir sig sjálft að slíkt vinnuumhverfi heldur aftur af allri kennsluþróun og áætlunum um framtíð námskeiðanna yfirleitt. Það er nefnilega þannig að þrátt fyrir hina miklu aukningu nemenda, hefur kennurum ekki verið fjölgað svo nokkru nemur.Áhuginn drabbast niður Stundakennarar hafa aftur á móti fengið aukið vægi og um leið ábyrgð. Sá sem byrjar sem stundakennari er yfirleitt upp með sér og stoltur. Það er heiður að finna fyrir traustinu sem manni er veitt og um leið er allt lagt í sölurnar og maður sinnir kennslunni af heilum hug, áhuga og metnaði. Ferskur stundakennari er sennilega metnaðarfyllsti kennari Háskóla Íslands hverju sinni. En síðan koma mánaðamót og launin fara að „streyma“ inn. Með sinn fyrsta launaseðil í hendinni heldur maður að eitthvað hafi gleymst. Að það hafi kannski gleymst að reikna helminginn af kennslunni. En iðulega eru kjörin þarna rétt út reiknuð, svört á hvítu. Og um leið verður útlitið sömuleiðis svart. Það skal engan undra þó að með tímanum drabbist niður áhuginn og kennarinn leggur ekki eins mikið á sig við kennsluna. Það er vitaskuld slæmt fyrir stofnunina. En verst er það þó fyrir nemendann. Nú líður senn að kosningum. (Nú byrjar hann, hugsa eflaust einhverjir!). En jú víst, nú líður að kosningum! Flokkarnir keppast nú við að lofa og lofa sig sjálfa í hástert. Við í Hagstund, hagsmunafélagi stundakennara við Háskóla Íslands, höfum áhuga á að heyra hvað flokkarnir vilja gera fyrir okkur nú í aðdraganda kosninga og höfum við sent öllum flokkum eftirfarandi spurningu: Hvað ætlið þið að gera í kjarabaráttu stundakennara við Háskóla Íslands ef þið komist til valda í kosningunum í vor 2013? Áhugavert verður að heyra svörin og munum við miðla þeim til áhugasamra um leið og þau liggja fyrir. Kröfur okkar eru nefnilega ekki flóknar: Við viljum réttlátt vinnuumhverfi, öryggi og að við getum stolt sinnt kennslu við Háskóla Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kosningar 2013 Skoðun Mest lesið Land rutt fyrir þúsundir íbúða í Úlfarsárdal Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Hver er þessi Davíð Oddsson? Daði Freyr Ólafsson Skoðun Hvað gerir brjóstakrabbamein að ólæknandi brjóstakrabbameini? Helga Tryggvadóttir,Ólöf Kristjana Bjarnadóttir Skoðun Hugsanlega löglegt, en siðlaust og grimmt — af hundsráni í GOGG Kristinn Ka. Nína Sigríðarson Skoðun „Lánin hækka – framtíðin minnkar“ Sveinn Óskar Sigurðsson Skoðun Dýrmæt þjóðfélagsgerð Eva Björk Valdimarsdóttir Skoðun Tvöföld mismunun kvenna í hópi innflytjenda Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir Skoðun Geymt en ekki gleymt Ástþór Ólafsson Skoðun Tækni og ungmenni: Hvar liggur ábyrgðin og hvað getum við gert? Stefán Þorri Helgason Skoðun Hey Pawels í harðindunum Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun $€tjum í$lensku á (mat) $€ðilinn! Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Minna tal, meiri uppbygging Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Tvöföld mismunun kvenna í hópi innflytjenda Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Ný nálgun – sama markmið: Heimili fyrir fólkið í borginni Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Geymt en ekki gleymt Ástþór Ólafsson skrifar Skoðun Tækni og ungmenni: Hvar liggur ábyrgðin og hvað getum við gert? Stefán Þorri Helgason skrifar Skoðun Hvað gerir brjóstakrabbamein að ólæknandi brjóstakrabbameini? Helga Tryggvadóttir,Ólöf Kristjana Bjarnadóttir skrifar Skoðun „Lánin hækka – framtíðin minnkar“ Sveinn Óskar Sigurðsson skrifar Skoðun Hey Pawels í harðindunum Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Land rutt fyrir þúsundir íbúða í Úlfarsárdal Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Dýrmæt þjóðfélagsgerð Eva Björk Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Hver er þessi Davíð Oddsson? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Hugsanlega löglegt, en siðlaust og grimmt — af hundsráni í GOGG Kristinn Ka. Nína Sigríðarson skrifar Skoðun Þjóðkirkjan engu svarar – hylur sig í fræðilegri þoku Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Borgarstefna kallar á aðgerðir og fjármagn Ásthildur Sturludóttir skrifar Skoðun Skjáheimsókn getur dimmu í dagsljós breytt Auður Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Eru álverin á Íslandi útlensk? Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Öryggisgæslu í Mjódd, núna, takk fyrir! Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Erum við ennþá hrædd við Davíð Oddsson? Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Saman getum við komið í veg fyrir slag Alma D. Möller skrifar Skoðun Lýðræði eða hópeinelti? Margrét Pétursdóttir,Þórarinn Haraldsson,Þórdís Guðjónsdóttir,Sigurveig Benediktsdóttir skrifar Skoðun Blóðtaka er ekki landbúnaður Guðrún Scheving Thorsteinsson,Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Svar til stjórnunarlegs ábyrgðarmanns frá Keflavík Soffía Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin ræðst gegn launafólki og atvinnulausum Finnbjörn A. Hermannson skrifar Skoðun 764/O9A: Kannt þú að vernda barnið á netinu? Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Opinberir starfsmenn kjósa síður áminningarskyldu Ísak Einar Rúnarsson skrifar Skoðun Einkavæðing orkunnar, skattasniðganga og lífeyrissjóðir Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Er gervigreindarprestur trúlaus eða trúaður? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Skattaferðalandið Ísland Björn Ragnarsson skrifar Skoðun Til hamingju Víkingur Heiðar! Halla Hrund Logadóttir skrifar Sjá meira
Háskóli Íslands er góð og gild stofnun sem hefur sett sér glæst markmið sem miðast meðal annars að því að koma skólanum til hæstu metorða í alþjóðlegum samanburði. Þannig má segja að stofnunin setji markið hátt, enda metnaður hans öðrum til fyrirmyndar og eftirbreytni ef út í það er farið. Nemendum við skólann hefur fjölgað mikið á undanförnum misserum og á árunum eftir efnahagshrunið 2008. Fjölmargir hafa því tekið slaginn og drifið sig í háskólanám og gert skólann að iðandi vinnustað nemenda, kennara og annarra starfsmanna skólans. Það er heiður að fá að vera hluti af þessu samfélagi enda mikill mannauður við skólann. Lífið gæti verið fullkomið. En, ég er stundakennari. Laun mín eru lág, en ábyrgðin er mikil. Sem stundakennari nýt ég ekki réttinda, er t.a.m. ekki í stéttarfélagi. Veikindaréttur þekkist ekki. Starfsöryggið er ekkert, þar sem ég fæ borgað fyrir hvern tíma sem ég kenni og auk þess veit maður aldrei hvort það verði í mínum höndum að kenna námskeiðið næst þegar það verður kennt. Það segir sig sjálft að slíkt vinnuumhverfi heldur aftur af allri kennsluþróun og áætlunum um framtíð námskeiðanna yfirleitt. Það er nefnilega þannig að þrátt fyrir hina miklu aukningu nemenda, hefur kennurum ekki verið fjölgað svo nokkru nemur.Áhuginn drabbast niður Stundakennarar hafa aftur á móti fengið aukið vægi og um leið ábyrgð. Sá sem byrjar sem stundakennari er yfirleitt upp með sér og stoltur. Það er heiður að finna fyrir traustinu sem manni er veitt og um leið er allt lagt í sölurnar og maður sinnir kennslunni af heilum hug, áhuga og metnaði. Ferskur stundakennari er sennilega metnaðarfyllsti kennari Háskóla Íslands hverju sinni. En síðan koma mánaðamót og launin fara að „streyma“ inn. Með sinn fyrsta launaseðil í hendinni heldur maður að eitthvað hafi gleymst. Að það hafi kannski gleymst að reikna helminginn af kennslunni. En iðulega eru kjörin þarna rétt út reiknuð, svört á hvítu. Og um leið verður útlitið sömuleiðis svart. Það skal engan undra þó að með tímanum drabbist niður áhuginn og kennarinn leggur ekki eins mikið á sig við kennsluna. Það er vitaskuld slæmt fyrir stofnunina. En verst er það þó fyrir nemendann. Nú líður senn að kosningum. (Nú byrjar hann, hugsa eflaust einhverjir!). En jú víst, nú líður að kosningum! Flokkarnir keppast nú við að lofa og lofa sig sjálfa í hástert. Við í Hagstund, hagsmunafélagi stundakennara við Háskóla Íslands, höfum áhuga á að heyra hvað flokkarnir vilja gera fyrir okkur nú í aðdraganda kosninga og höfum við sent öllum flokkum eftirfarandi spurningu: Hvað ætlið þið að gera í kjarabaráttu stundakennara við Háskóla Íslands ef þið komist til valda í kosningunum í vor 2013? Áhugavert verður að heyra svörin og munum við miðla þeim til áhugasamra um leið og þau liggja fyrir. Kröfur okkar eru nefnilega ekki flóknar: Við viljum réttlátt vinnuumhverfi, öryggi og að við getum stolt sinnt kennslu við Háskóla Íslands.
Hvað gerir brjóstakrabbamein að ólæknandi brjóstakrabbameini? Helga Tryggvadóttir,Ólöf Kristjana Bjarnadóttir Skoðun
Hugsanlega löglegt, en siðlaust og grimmt — af hundsráni í GOGG Kristinn Ka. Nína Sigríðarson Skoðun
Tvöföld mismunun kvenna í hópi innflytjenda Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir Skoðun
Skoðun Tvöföld mismunun kvenna í hópi innflytjenda Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar
Skoðun Tækni og ungmenni: Hvar liggur ábyrgðin og hvað getum við gert? Stefán Þorri Helgason skrifar
Skoðun Hvað gerir brjóstakrabbamein að ólæknandi brjóstakrabbameini? Helga Tryggvadóttir,Ólöf Kristjana Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Hugsanlega löglegt, en siðlaust og grimmt — af hundsráni í GOGG Kristinn Ka. Nína Sigríðarson skrifar
Skoðun Lýðræði eða hópeinelti? Margrét Pétursdóttir,Þórarinn Haraldsson,Þórdís Guðjónsdóttir,Sigurveig Benediktsdóttir skrifar
Hvað gerir brjóstakrabbamein að ólæknandi brjóstakrabbameini? Helga Tryggvadóttir,Ólöf Kristjana Bjarnadóttir Skoðun
Hugsanlega löglegt, en siðlaust og grimmt — af hundsráni í GOGG Kristinn Ka. Nína Sigríðarson Skoðun
Tvöföld mismunun kvenna í hópi innflytjenda Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir Skoðun