Eva Joly sagði það Ögmundur Jónasson skrifar 23. apríl 2013 06:00 Mér er minnisstætt hvað Eva Joly sagði þegar hún kom hingað til lands stjórnvöldum til ráðgjafar um rannsókn á þeim þáttum bankahrunsins sem gætu varðað við lög. Það var á þá leið að þegar liði á yrði margt gert til að torvelda rannsókn mála; gera rannsakendur tortryggilega, aðferðir þeirra og framgangsmáta, jafnvel þá sem persónur. Það er mikið inngrip í líf manna þegar gjörðir þeirra eru settar undir rannsókn lögreglu, viðskipti þeirra og bankafærslur skoðaðar, símar jafnvel hleraðir og tölvupóstur haldlagður. Einmitt þess vegna hef ég viljað setja strangar reglur um hvenær heimilt er að beita rannsóknaraðferðum sem ganga svo nærri friðhelgi manna. Hef ég þar viljað ganga lengra til verndar friðhelgi einstaklingsins en flestir forverar mínir og meirihluti Alþingi hefur fallist á. En þegar rökstuddur grunur er á stórfelldum brotum sem valdið hafa einstaklingum, hópum eða jafnvel samfélaginu öllu miklum skaða eins og óneitanlega gerðist með sviksamlegum aðgerðum í fjármálakerfi okkar þá geta rannsóknahagsmunir réttlætt inngrip, alltaf þó með skýrri skírskotun til laga og reglna og samkvæmt dómsúrskurði. Rannsóknum lögreglu á framangreindum forsendum hefur nokkuð verið andmælt og hafa slík andmæli farið vaxandi eftir því sem liðið hefur á þetta ár. En ekki virðast þeir sem nú andmæla hafa haft áhyggjur af rannsóknar- og eftirlitstörfum lögreglu í tímans rás, reglum sem áður voru mjög óskýrar og rannsóknir gátu jafnvel beinst að stjórnmálasamtökum eða grasrótarhópum. Og ekki virðast áhyggjurnar heldur beinast að þeim sem grunaðir eru um verslun með fíkniefni svo dæmi séu tekin. Nei, það eru hvítflibbamenn sem áhyggjur beinast einvörðungu að. Og eftir því sem líður á rannsókn hugsanlegra hvítflibbabrota þeim mun háværari verða andmælendur. Gott ef ekki er farið að gæta tilhneigingar til að grafa undan trúverðugleika embættis Sérstaks saksóknara og jafnvel persónum sem þar starfa. Kannski þarf þetta ekki að koma neinum á óvart. Ekki þeim sem hlustuðu á Evu Joly á sínum tíma. Því það var nákvæmlega þetta sem hún sagði að myndi gerast. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ögmundur Jónasson Mest lesið Frá lögreglunni yfir á geðdeildina Sigurður Árni Reynisson Skoðun Halldór 11.10.2025 Halldór Rannsókn lögreglunnar í Keflavík á Geirfinnsmálinu Valtýr Sigurðsson Skoðun Er Vegagerðin við völd á Íslandi? Gauti Kristmannsson,Lilja S. Jónsdóttir Skoðun Laxness, Njáll og Egill við góða heilsu í FÁ! Helgi Sæmundur Helgason Skoðun Lukkudagar lífsins er Lóa Björk Ólafsdóttir Skoðun Hvernig vogar þú þér að gera grín að Möggu Stínu? Elliði Vignisson Skoðun Hvað á Selfoss sameiginlegt með Róm, Berlín, Prag og París? Axel Sigurðsson Skoðun Heimsveldið má vera evrópskt Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun „Reykjavíkurleiðin“ – skref að sanngjarnara og stöðugra leikskólastarfi Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Er Vegagerðin við völd á Íslandi? Gauti Kristmannsson,Lilja S. Jónsdóttir skrifar Skoðun Rannsókn lögreglunnar í Keflavík á Geirfinnsmálinu Valtýr Sigurðsson skrifar Skoðun Frá lögreglunni yfir á geðdeildina Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Lukkudagar lífsins er Lóa Björk Ólafsdóttir skrifar Skoðun Framtíðin samkvæmt Geoffrey Hinton: Gervigreindin er að læra að sjá heiminn eins og við Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Heimsveldið má vera evrópskt Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Laxness, Njáll og Egill við góða heilsu í FÁ! Helgi Sæmundur Helgason skrifar Skoðun Hvað á Selfoss sameiginlegt með Róm, Berlín, Prag og París? Axel Sigurðsson skrifar Skoðun „Reykjavíkurleiðin“ – skref að sanngjarnara og stöðugra leikskólastarfi Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Eflum geðheilsu alla daga Guðbjörg Sveinsdóttir skrifar Skoðun Getur fólk með gigt látið drauma sína rætast? Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Réttlæti hins sterka. Hvernig hinn sterki getur unnið nánast öll dómsmál Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Við sem lifum með POTS höfum verið yfirgefin af kerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Drifkraftur bata – Alþjóðlegi geðheilbrigðisdagurinn Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar Skoðun Lordinn lýgur! Andrés Pétursson skrifar Skoðun Það er ekki hægt að þykjast með líf barnanna okkar Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Í örugga höfn! Örlygur Hnefill Örlygsson,Bergur Elías Ágústsson skrifar Skoðun Reykjavíkurmódelið er skref í rétta átt – fyrir börnin og starfsfólkið Bozena Raczkowska skrifar Skoðun Varasjóður eða hefðbundið styrkjakerfi? Birgitta Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Geðheilsa á tímum óvissu og áskorana María Heimisdóttir skrifar Skoðun Kópavogsmódelið Ragnheiður Ósk Jensdóttir skrifar Skoðun Villta vestur ólöglegra veðmálaauglýsinga á Íslandi Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Sterkari saman – geðheilsa er mannréttindi allra Halldóra Jónsdóttir,Halldóra Víðisdóttir,Júlíana Guðrún Þórðardóttir skrifar Skoðun Ísland þarf engan sérdíl Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Er edrúlífið æðislegt? Jakob Smári Magnússon skrifar Skoðun Rúmfatalagerinn, ekki fyrir alla! Ragnar Gunnarsson skrifar Skoðun Að gera ráð fyrir frelsi Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Að þekkja sín takmörk Heiðar Guðjónsson skrifar Skoðun Gervigreind og dómgreind Henry Alexander Henrysson skrifar Skoðun Fjárfesting í réttindum barna bætir fjárhag sveitarfélaga Marín Rós Eyjólfsdóttir skrifar Sjá meira
Mér er minnisstætt hvað Eva Joly sagði þegar hún kom hingað til lands stjórnvöldum til ráðgjafar um rannsókn á þeim þáttum bankahrunsins sem gætu varðað við lög. Það var á þá leið að þegar liði á yrði margt gert til að torvelda rannsókn mála; gera rannsakendur tortryggilega, aðferðir þeirra og framgangsmáta, jafnvel þá sem persónur. Það er mikið inngrip í líf manna þegar gjörðir þeirra eru settar undir rannsókn lögreglu, viðskipti þeirra og bankafærslur skoðaðar, símar jafnvel hleraðir og tölvupóstur haldlagður. Einmitt þess vegna hef ég viljað setja strangar reglur um hvenær heimilt er að beita rannsóknaraðferðum sem ganga svo nærri friðhelgi manna. Hef ég þar viljað ganga lengra til verndar friðhelgi einstaklingsins en flestir forverar mínir og meirihluti Alþingi hefur fallist á. En þegar rökstuddur grunur er á stórfelldum brotum sem valdið hafa einstaklingum, hópum eða jafnvel samfélaginu öllu miklum skaða eins og óneitanlega gerðist með sviksamlegum aðgerðum í fjármálakerfi okkar þá geta rannsóknahagsmunir réttlætt inngrip, alltaf þó með skýrri skírskotun til laga og reglna og samkvæmt dómsúrskurði. Rannsóknum lögreglu á framangreindum forsendum hefur nokkuð verið andmælt og hafa slík andmæli farið vaxandi eftir því sem liðið hefur á þetta ár. En ekki virðast þeir sem nú andmæla hafa haft áhyggjur af rannsóknar- og eftirlitstörfum lögreglu í tímans rás, reglum sem áður voru mjög óskýrar og rannsóknir gátu jafnvel beinst að stjórnmálasamtökum eða grasrótarhópum. Og ekki virðast áhyggjurnar heldur beinast að þeim sem grunaðir eru um verslun með fíkniefni svo dæmi séu tekin. Nei, það eru hvítflibbamenn sem áhyggjur beinast einvörðungu að. Og eftir því sem líður á rannsókn hugsanlegra hvítflibbabrota þeim mun háværari verða andmælendur. Gott ef ekki er farið að gæta tilhneigingar til að grafa undan trúverðugleika embættis Sérstaks saksóknara og jafnvel persónum sem þar starfa. Kannski þarf þetta ekki að koma neinum á óvart. Ekki þeim sem hlustuðu á Evu Joly á sínum tíma. Því það var nákvæmlega þetta sem hún sagði að myndi gerast.
„Reykjavíkurleiðin“ – skref að sanngjarnara og stöðugra leikskólastarfi Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun
Skoðun Framtíðin samkvæmt Geoffrey Hinton: Gervigreindin er að læra að sjá heiminn eins og við Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun „Reykjavíkurleiðin“ – skref að sanngjarnara og stöðugra leikskólastarfi Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Réttlæti hins sterka. Hvernig hinn sterki getur unnið nánast öll dómsmál Jörgen Ingimar Hansson skrifar
Skoðun Við sem lifum með POTS höfum verið yfirgefin af kerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun Reykjavíkurmódelið er skref í rétta átt – fyrir börnin og starfsfólkið Bozena Raczkowska skrifar
Skoðun Sterkari saman – geðheilsa er mannréttindi allra Halldóra Jónsdóttir,Halldóra Víðisdóttir,Júlíana Guðrún Þórðardóttir skrifar
„Reykjavíkurleiðin“ – skref að sanngjarnara og stöðugra leikskólastarfi Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun