Sóknaráætlun landshluta og sjálfbær þróun Inga Sigrún Atladóttir skrifar 24. apríl 2013 06:00 Það er mikilvægt að byggja upp öflugt atvinnulíf. En það er ekki sama hvernig það er gert. Atvinnulíf þarf að byggja á vilja og hæfileikum fólksins í landinu og ríkið á að eiga í stöðugu og kröftugu samtali við það og veita orku sinni og fjármagni í sjóði til að efla nýsköpun og fjölbreytni. Núverandi ríkisstjórn hefur sett fram nýja stefnu í byggðamálum undir yfirskriftinni Sóknaráætlun landshluta, þar sem áhersla er lögð á að landið er ein heild og höfuðborg og landsbyggðir eiga sameiginlega hagsmuni í að um land allt sé öflugt samfélag og atvinnulíf. Síðasti landsfundur VG sló því föstu að hugmyndafræði sjálfbærrar þróunar sé þar lykilatriði, þar sem miklu skiptir að byggja atvinnulíf á fjölbreyttum stoðum, nýta nærumhverfið, draga úr flutningskostnaði og treysta grunnstoðir samfélagsins.Lykilatriði og forgangsmál Annað lykilatriði er að fjárveitingar eru í auknum mæli fluttar heim í hérað þannig að heimamenn koma sjálfir að forgangsröðun fjármuna. Þessi hugmyndafræði byggir á lýðræðislegu samráðsferli um land allt. Miklu skiptir að byggja áfram á henni og styrkja þannig byggðir landsins. Þar mun Byggðastofnun einnig skipta máli sem stuðningsaðili við byggðir sem á þurfa að halda. Þá er jöfnun flutningskostnaðar, sem loksins komst á í tíð núverandi ríkisstjórnar, mikið byggðamál. Eitt af forgangsverkefnum byggðamála á komandi árum þarf að vera ljósleiðaravæðing í dreifbýli og full jöfnun húshitunarkostnaðar. Treysta þarf byggð í landinu með sanngjarnari skiptingu tekjustofna milli ríkis og sveitarfélaga og eflingu sveitarstjórnarstigsins til ákvarðana um grunnþjónustu. Í stefnuyfirlýsingu Vinstri hreyfingarinnar – græns framboðs segir m.a.: „Stöðu landsbyggðarinnar verður að styrkja með róttækum kerfisbreytingum og valddreifingu til að treysta byggð. Afar brýnt er að bregðast við fólksflótta frá landsbyggðinni, fyrst af öllu með því að leiðrétta þá fjárhagslegu mismunun sem landsbyggðarfólk býr við í námskostnaði, húshitun og vöruverði. Fjölbreytt atvinnulíf og öflug menningarstarfsemi ásamt traustri samfélagsþjónustu og góðum skólum er undirstaða lífvænlegrar byggðar.“ Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kosningar 2013 Skoðun Mest lesið Við erum búin að missa tökin Ása Berglind Hjálmarsdóttir Skoðun Hálfrar aldar svívirða Stefán Pálsson Skoðun Hrekkjavaka á Landakoti Kristófer Ingi Svavarsson Skoðun Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn Gestur Þór Kristjánsson,Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir,Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir Skoðun Rýr húsnæðispakki Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Óvenjulegt fólk Helgi Brynjarsson Skoðun Um Liverpool, Diogo Jota, áföll og sorgina – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson Skoðun Stöndum vörð um Héraðsvötnin! Rakel Hinriksdóttir Skoðun Stöðug uppbygging orkuinnviða Adrian Pike,Bjarni Þórður Bjarnason,Tómas Már Sigurðsson Skoðun $€tjum í$lensku á (mat) $€ðilinn! Ólafur Guðsteinn Kristjánsson Skoðun Skoðun Skoðun Stytta þarf veiðitíma svartfugla strax Hólmfríður Arnardóttir,Helga Ögmundardóttir skrifar Skoðun Hver greiðir fyrir breytingarnar? Svanfríður G. Bergvinsdóttir skrifar Skoðun Um Liverpool, Diogo Jota, áföll og sorgina – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson skrifar Skoðun Stöndum vörð um Héraðsvötnin! Rakel Hinriksdóttir skrifar Skoðun Við erum búin að missa tökin Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn Gestur Þór Kristjánsson,Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir,Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir skrifar Skoðun Stöðug uppbygging orkuinnviða Adrian Pike,Bjarni Þórður Bjarnason,Tómas Már Sigurðsson skrifar Skoðun Rýr húsnæðispakki Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hrekkjavaka á Landakoti Kristófer Ingi Svavarsson skrifar Skoðun Óvenjulegt fólk Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Hálfrar aldar svívirða Stefán Pálsson skrifar Skoðun $€tjum í$lensku á (mat) $€ðilinn! Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Minna tal, meiri uppbygging Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Tvöföld mismunun kvenna í hópi innflytjenda Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Ný nálgun – sama markmið: Heimili fyrir fólkið í borginni Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Geymt en ekki gleymt Ástþór Ólafsson skrifar Skoðun Tækni og ungmenni: Hvar liggur ábyrgðin og hvað getum við gert? Stefán Þorri Helgason skrifar Skoðun Hvað gerir brjóstakrabbamein að ólæknandi brjóstakrabbameini? Helga Tryggvadóttir,Ólöf Kristjana Bjarnadóttir skrifar Skoðun „Lánin hækka – framtíðin minnkar“ Sveinn Óskar Sigurðsson skrifar Skoðun Hey Pawels í harðindunum Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Land rutt fyrir þúsundir íbúða í Úlfarsárdal Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Dýrmæt þjóðfélagsgerð Eva Björk Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Hver er þessi Davíð Oddsson? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Hugsanlega löglegt, en siðlaust og grimmt — af hundsráni í GOGG Kristinn Ka. Nína Sigríðarson skrifar Skoðun Þjóðkirkjan engu svarar – hylur sig í fræðilegri þoku Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Borgarstefna kallar á aðgerðir og fjármagn Ásthildur Sturludóttir skrifar Skoðun Skjáheimsókn getur dimmu í dagsljós breytt Auður Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Eru álverin á Íslandi útlensk? Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Öryggisgæslu í Mjódd, núna, takk fyrir! Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Erum við ennþá hrædd við Davíð Oddsson? Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Sjá meira
Það er mikilvægt að byggja upp öflugt atvinnulíf. En það er ekki sama hvernig það er gert. Atvinnulíf þarf að byggja á vilja og hæfileikum fólksins í landinu og ríkið á að eiga í stöðugu og kröftugu samtali við það og veita orku sinni og fjármagni í sjóði til að efla nýsköpun og fjölbreytni. Núverandi ríkisstjórn hefur sett fram nýja stefnu í byggðamálum undir yfirskriftinni Sóknaráætlun landshluta, þar sem áhersla er lögð á að landið er ein heild og höfuðborg og landsbyggðir eiga sameiginlega hagsmuni í að um land allt sé öflugt samfélag og atvinnulíf. Síðasti landsfundur VG sló því föstu að hugmyndafræði sjálfbærrar þróunar sé þar lykilatriði, þar sem miklu skiptir að byggja atvinnulíf á fjölbreyttum stoðum, nýta nærumhverfið, draga úr flutningskostnaði og treysta grunnstoðir samfélagsins.Lykilatriði og forgangsmál Annað lykilatriði er að fjárveitingar eru í auknum mæli fluttar heim í hérað þannig að heimamenn koma sjálfir að forgangsröðun fjármuna. Þessi hugmyndafræði byggir á lýðræðislegu samráðsferli um land allt. Miklu skiptir að byggja áfram á henni og styrkja þannig byggðir landsins. Þar mun Byggðastofnun einnig skipta máli sem stuðningsaðili við byggðir sem á þurfa að halda. Þá er jöfnun flutningskostnaðar, sem loksins komst á í tíð núverandi ríkisstjórnar, mikið byggðamál. Eitt af forgangsverkefnum byggðamála á komandi árum þarf að vera ljósleiðaravæðing í dreifbýli og full jöfnun húshitunarkostnaðar. Treysta þarf byggð í landinu með sanngjarnari skiptingu tekjustofna milli ríkis og sveitarfélaga og eflingu sveitarstjórnarstigsins til ákvarðana um grunnþjónustu. Í stefnuyfirlýsingu Vinstri hreyfingarinnar – græns framboðs segir m.a.: „Stöðu landsbyggðarinnar verður að styrkja með róttækum kerfisbreytingum og valddreifingu til að treysta byggð. Afar brýnt er að bregðast við fólksflótta frá landsbyggðinni, fyrst af öllu með því að leiðrétta þá fjárhagslegu mismunun sem landsbyggðarfólk býr við í námskostnaði, húshitun og vöruverði. Fjölbreytt atvinnulíf og öflug menningarstarfsemi ásamt traustri samfélagsþjónustu og góðum skólum er undirstaða lífvænlegrar byggðar.“
Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn Gestur Þór Kristjánsson,Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir,Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir Skoðun
Um Liverpool, Diogo Jota, áföll og sorgina – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson Skoðun
Skoðun Um Liverpool, Diogo Jota, áföll og sorgina – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson skrifar
Skoðun Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn Gestur Þór Kristjánsson,Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir,Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir skrifar
Skoðun Stöðug uppbygging orkuinnviða Adrian Pike,Bjarni Þórður Bjarnason,Tómas Már Sigurðsson skrifar
Skoðun Tvöföld mismunun kvenna í hópi innflytjenda Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar
Skoðun Tækni og ungmenni: Hvar liggur ábyrgðin og hvað getum við gert? Stefán Þorri Helgason skrifar
Skoðun Hvað gerir brjóstakrabbamein að ólæknandi brjóstakrabbameini? Helga Tryggvadóttir,Ólöf Kristjana Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Hugsanlega löglegt, en siðlaust og grimmt — af hundsráni í GOGG Kristinn Ka. Nína Sigríðarson skrifar
Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn Gestur Þór Kristjánsson,Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir,Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir Skoðun
Um Liverpool, Diogo Jota, áföll og sorgina – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson Skoðun