Kjósum stöðugleika, ábyrgð og jöfnuð Katrín Júlíusdóttir skrifar 24. apríl 2013 06:00 Á laugardag kjósum við um hvort heimilum og fyrirtækjum verður tryggður stöðugleiki með ábyrgri efnahagsstjórn til að bæta lífskjör og efla fjárfestingu í nýjum atvinnutækifærum eða hvort blása eigi út nýja bólu. Viljum við halda þeim möguleika opnum að losna við verðtryggingu og vaxtaokur til frambúðar, bæta lífskjör og starfsskilyrði atvinnulífsins með upptöku gjaldgengrar myntar með því að ljúka aðildarsamningi við ESB og leyfa þjóðinni sjálfri að taka upplýsta ákvörðun eða viljum við skella þeim dyrum á heimilin og fyrirtækin strax að loknum kosningum? Verður ævarandi eignarréttur þjóðarinnar á verðmætum auðlindum sínum virtur og tryggt að þjóðin öll njóti auðlindaarðsins eða verður horfið til einkavæðingar bæði auðlinda og þess arðs sem úthlutun sérleyfa til nýtingar skapar? Á tekjuskattskerfið áfram að stuðla að auknum jöfnuði með þrepaskiptingu sem tryggir hinum tekjulægstu og fólki með meðaltekjur lægri skattbyrði eða verður sérstök lækkun á sköttum hinna tekjuhæstu að forgangsverkefni í skattamálum? Verður svigrúmi til að bæta stöðu heimilanna í landinu varið til að bæta stöðu þeirra sem eiga í vanda eða eru að kaupa fyrstu eign, styðja enn frekar við barnafjölskyldur og efla húsnæðisbætur sem renna einnig til ungs fólks á leigumarkaði eða á að nýta bróðurpartinn í þágu efnamestu fjölskyldnanna á höfuðborgarsvæðinu?Treystum stjórnvöldum Treystum við þeim stjórnvöldum sem höfðu kjark og framsýni til að verja íslenska hagsmuni gegn erlendum kröfuhöfum með því að færa erlendar eignir þeirra undir gjaldeyrishöftin eða þeim sem stíga fram í aðdraganda kosninga og segja „nú get ég“ eftir að hafa setið hjá eða greitt atkvæði gegn lagasetningunni sem skapaði þá sterku samningsstöðu sem nú vekur vonir um heildarlausn á losun fjármagnshafta? Munu grunngildi jafnaðarmanna um gagnsæi, markaðslausnir á forsendum samfélagslegrar ábyrgðar og heilbrigðrar samkeppni ráða endurreisn fjármálakerfisins úr höndum erlendra kröfuhafa eða verður framkvæmdin á ábyrgð og forsendum sömu flokka og valdablokka og einkavinavæddu bankana með þeim afleiðingum sem þjóðin er enn að vinna úr? Kjósendur standa frammi fyrir þeim veruleika að aðeins styrkur Samfylkingarinnar, jafnaðarmannaflokks Íslands, að loknum kosningum, ræður svarinu við þessum spurningum. Andspænis því bandalagi sérhagsmunaflokkanna sem við blasir dugar aðeins sameinaður og öflugur flokkur jafnaðarmanna. Jafnaðarmenn, stöndum saman á kjördag, setjum X við S. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Katrín Júlíusdóttir Kosningar 2013 Skoðun Tengdar fréttir Við eigum betra skilið en sirkus Geira ósmart Síðustu ár hafa verið súrrealísk. Hrunið hér varð algert. "Góðærið“ var keyrt áfram af botnlausri græðgi, skammtímasýn og hannað af viðskipta- og fjárglæfratöframönnum sem margir böðuðu sig í frægðarsól. Þar kom þó að því að frægðarsólin brenndi og dagsljósið birti hroðalega mynd siðleysis, hirðuleysis og egóisma. Heimilin í landinu og almenningur ásamt flestum fyrirtækjum líða fyrir þetta. Nú er ljóst hvers konar sirkus var í gangi. Það var sirkus Geira ósmart. 24. apríl 2013 06:00 Mest lesið Fellur helsti stuðningsmaður menningarmála af þingi? Magnús Logi Kristinsson Skoðun „Við andlát manns lýkur skattskyldu hans“ Þórður Gunnarsson Skoðun Sjálfstæðismenn boða víst skattalækkanir á þá efnamestu Haukur V. Alfreðsson Skoðun Viltu borga 200 þús á mánuði eða 600 þús á mánuði af íbúðinni? Hildur Þórðardóttir Skoðun Gerum betur Hilmar Björnsson Skoðun Nýtanleg verðmætasköpun um allt land Jóhann Frímann Arinbjarnarson Skoðun Dýrkeyptur aðgangur Stella Guðmundsdóttir Skoðun ESB kærir sig ekkert um Ísland í jólagjöf Ole Anton Bieltvedt Skoðun Íslenskufræðingurinn Sigmundur Davíð Hákon Darri Egilsson Skoðun Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Nýtanleg verðmætasköpun um allt land Jóhann Frímann Arinbjarnarson skrifar Skoðun Geðrænn vandi barna og ungmenna Eldur S. Kristinsson skrifar Skoðun Það er kominn verðmiði á fangelsið en hvað má ungmenni í alvarlegum vanda kosta? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Hinn opni tékki samgöngusáttmálans – ljósastýring og Sundabraut Eiríkur S. Svavarsson skrifar Skoðun Eru sumir heppnari en aðrir? Anna Kristín Jensdóttir skrifar Skoðun Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Kallað eftir fyrirsjáanleika í opinberum framkvæmdum Þorsteinn Víglundsson ,Jónína Guðmundsdóttir,Karl Andreassen skrifar Skoðun Sjálfstætt fólk Kristín Linda Jónsdóttir skrifar Skoðun Óstjórn í húsnæðismálum Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Arfur stjórnmálanna 2024 Elvar Eyvindsson skrifar Skoðun Kjósum rétt(indi) fyrir fatlað fólk! Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Frelsi er allra, ekki fárra útvaldra Jón Óskar Sólnes skrifar Skoðun Menntun og tækifæri: Hvað veljum við fyrir Ísland? Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Eyðimerkurganga kosningabaráttunnar? Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Krónan eða evran? Kostir og gallar Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Kjóstu meiri árangur Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hvaða hlekkur ert þú í keðjunni? Ellý Tómasdóttir skrifar Skoðun Laxeldið verður ekki stöðvað Kristinn H. Gunnarsson skrifar Skoðun Þroskamerki þjóðar Tómas Torfason skrifar Skoðun Afvegaleidd umræða um áskoranir heilbrigðiskerfisins Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Var stytting náms til stúdentsprófs í þágu ungmenna? Sigurður E. Sigurjónsson skrifar Skoðun Það sem ekki má fjalla um fyrir kosningar til Alþingis Árni Jensson skrifar Skoðun Launafólk sýndi ábyrgð – Hvað með bankana og fjármagnseigendur? Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun Sjálfstæðar konur? Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Fullveldinu er fórnað með aðild að Evrópusambandinu Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Endurhugsum dæmið, endurnýtum textíl Guðbjörg Rut Pálmadóttir skrifar Skoðun Betri Strætó 2025 og (svo) Borgarlína Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Um kosningar, gulrætur og verðbólgu Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon skrifar Skoðun Fellur helsti stuðningsmaður menningarmála af þingi? Magnús Logi Kristinsson skrifar Sjá meira
Á laugardag kjósum við um hvort heimilum og fyrirtækjum verður tryggður stöðugleiki með ábyrgri efnahagsstjórn til að bæta lífskjör og efla fjárfestingu í nýjum atvinnutækifærum eða hvort blása eigi út nýja bólu. Viljum við halda þeim möguleika opnum að losna við verðtryggingu og vaxtaokur til frambúðar, bæta lífskjör og starfsskilyrði atvinnulífsins með upptöku gjaldgengrar myntar með því að ljúka aðildarsamningi við ESB og leyfa þjóðinni sjálfri að taka upplýsta ákvörðun eða viljum við skella þeim dyrum á heimilin og fyrirtækin strax að loknum kosningum? Verður ævarandi eignarréttur þjóðarinnar á verðmætum auðlindum sínum virtur og tryggt að þjóðin öll njóti auðlindaarðsins eða verður horfið til einkavæðingar bæði auðlinda og þess arðs sem úthlutun sérleyfa til nýtingar skapar? Á tekjuskattskerfið áfram að stuðla að auknum jöfnuði með þrepaskiptingu sem tryggir hinum tekjulægstu og fólki með meðaltekjur lægri skattbyrði eða verður sérstök lækkun á sköttum hinna tekjuhæstu að forgangsverkefni í skattamálum? Verður svigrúmi til að bæta stöðu heimilanna í landinu varið til að bæta stöðu þeirra sem eiga í vanda eða eru að kaupa fyrstu eign, styðja enn frekar við barnafjölskyldur og efla húsnæðisbætur sem renna einnig til ungs fólks á leigumarkaði eða á að nýta bróðurpartinn í þágu efnamestu fjölskyldnanna á höfuðborgarsvæðinu?Treystum stjórnvöldum Treystum við þeim stjórnvöldum sem höfðu kjark og framsýni til að verja íslenska hagsmuni gegn erlendum kröfuhöfum með því að færa erlendar eignir þeirra undir gjaldeyrishöftin eða þeim sem stíga fram í aðdraganda kosninga og segja „nú get ég“ eftir að hafa setið hjá eða greitt atkvæði gegn lagasetningunni sem skapaði þá sterku samningsstöðu sem nú vekur vonir um heildarlausn á losun fjármagnshafta? Munu grunngildi jafnaðarmanna um gagnsæi, markaðslausnir á forsendum samfélagslegrar ábyrgðar og heilbrigðrar samkeppni ráða endurreisn fjármálakerfisins úr höndum erlendra kröfuhafa eða verður framkvæmdin á ábyrgð og forsendum sömu flokka og valdablokka og einkavinavæddu bankana með þeim afleiðingum sem þjóðin er enn að vinna úr? Kjósendur standa frammi fyrir þeim veruleika að aðeins styrkur Samfylkingarinnar, jafnaðarmannaflokks Íslands, að loknum kosningum, ræður svarinu við þessum spurningum. Andspænis því bandalagi sérhagsmunaflokkanna sem við blasir dugar aðeins sameinaður og öflugur flokkur jafnaðarmanna. Jafnaðarmenn, stöndum saman á kjördag, setjum X við S.
Við eigum betra skilið en sirkus Geira ósmart Síðustu ár hafa verið súrrealísk. Hrunið hér varð algert. "Góðærið“ var keyrt áfram af botnlausri græðgi, skammtímasýn og hannað af viðskipta- og fjárglæfratöframönnum sem margir böðuðu sig í frægðarsól. Þar kom þó að því að frægðarsólin brenndi og dagsljósið birti hroðalega mynd siðleysis, hirðuleysis og egóisma. Heimilin í landinu og almenningur ásamt flestum fyrirtækjum líða fyrir þetta. Nú er ljóst hvers konar sirkus var í gangi. Það var sirkus Geira ósmart. 24. apríl 2013 06:00
Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir Skoðun
Skoðun Það er kominn verðmiði á fangelsið en hvað má ungmenni í alvarlegum vanda kosta? Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Hinn opni tékki samgöngusáttmálans – ljósastýring og Sundabraut Eiríkur S. Svavarsson skrifar
Skoðun Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Kallað eftir fyrirsjáanleika í opinberum framkvæmdum Þorsteinn Víglundsson ,Jónína Guðmundsdóttir,Karl Andreassen skrifar
Skoðun Afvegaleidd umræða um áskoranir heilbrigðiskerfisins Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar
Skoðun Launafólk sýndi ábyrgð – Hvað með bankana og fjármagnseigendur? Finnbjörn A. Hermannsson skrifar
Skoðun Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon skrifar
Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir Skoðun