"Fjórflokkurinn“ er ekki til Þorvaldur Örn Árnason skrifar 24. apríl 2013 06:00 Allt tal um „fjórflokk“ er á misskilningi byggt. Hugtakið fjórflokkur gefur í skyn að fjórir flokkar, Framsóknarflokkur, Sjálfstæðisflokkur, Samfylking og Vinstri græn, eigi svo margt sameiginlegt umfram aðra flokka að hægt sé að tala um þá sem einn flokk. Stöku sinnum verða þessir fjórir flokkar sammála um eitthvað, en það eru undantekningar. Vilmundur Gylfason fann upp á því að spyrða andstæðinga sína saman með hugtakinu „Fjórflokkur“. Það var árið 1982 þegar hann klauf sig út úr Alþýðuflokknum og stofnaði Bandalag jafnaðarmanna og þurfti að réttlæta þá aðgerð. Allar götur síðan étur hver þetta upp eftir öðrum, hugsunarlaust. Hafi Fjórflokkurinn, sem Vilmundur talaði um, einhvern tíma verið til þá er hann það ekki til lengur. Hann riðlaðist rúmum áratug síðar. Samfylkingin varð til við sameiningu Alþýðuflokks, Þjóðvaka, Kvennalista og Alþýðubandalags laust fyrir aldamótin 2000 og þar með varð „fjórflokkurinn“ þríflokkur. Um svipað leyti varð VG til sem nýr flokkur, aðallega myndaður úr tveimur straumum: Annars vegar róttækum Alþýðubandalagsmönnum sem sögðu sig úr Alþýðubandalaginu, m.a. þrír alþingismenn. Þeir töldu sig ekki eiga heima með krötunum og gátu ekki unað þjónkun þeirra við Bandaríkjaher og NATO og daður við Evrópubandalagið. Hinn straumurinn var óflokksbundið fólk, fyrst og fremst umhverfisverndarsinnar, sem höfðu fram að því skort pólitískan vettvang, (ég var í þeim stóra hópi og gekk aldrei í Alþýðubandalagið) og einnig feministum. Það tók nokkur ár að samlaga þessa tvo strauma innan hreyfingarinnar. Vinstrihreyfingin – grænt framboð var þannig alveg ný blanda og býsna ólík himum þremur flokkunum. Hún var nýsköpun í íslenskri pólitík. Vinstri græn skáru sig mjög úr öðrum á þingi (enda sögð á móti öllu), allar götu þar til flokkurinn samdi við Samfylkinguna um að mynda ríkisstjórn 2008. Því má bæta við að eignir Alþýðubandalagsins gengu (eðlilega) til Samfylkingarinnar, m.a. húseignir víða um land. VG var í byrjun blásnauður flokkur af veraldlegum eigum og á enn í dag miklu minni eignir en hinir þrír flokkarnir. Eitt nýmæli Vinstri grænna var að hafa bókhaldið opið, alveg frá byrjun, og beita sér síðar fyrir löggjöf sem skyldaði aðra flokka til að opna bókhaldið og takmarka einstaka styrki. Við áðurnefnda sameiningu Alþýðuflokks og Alþýðubandalags varð “Fjórflokkur” Vilmundar að þríflokki og hefur verið svo síðan. Í stað „Þríflokks“ er hægt að tala um „Hrunflokkana þrjá“. Þesir þrír flokkar lögðu allir sinn skerf að hruninu mikla með einkavæðingu, veikingu eftirlits (m.a. leyfa veðsetningu alfaheimilda) og taumlausri frjálshyggju. Lengi vel naut Sjálfstæðisflokkurinn aðstoðar Framsóknarflokksins við hrunsmíðina, en 2007 tók Samfylkingin við af Framsókn og fullkomnaði verkið með Sjálfstæðisflokknum. Vinstri græn börðust allan tíman kröftuglega á móti öllu því sem leiddi til hrunsins, voru rödd hrópandans í eyðimörkinni. Fjórflokkur er bara vinsæl merkingarlaus tugga. Bara froða. Leitt að margir mætir menn skuli í hugsunarleysi taka það sér í munn og láta það renna úr sínum penna. Nú er mál að láta af þeim ósið. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kosningar 2013 Skoðun Mest lesið Örvæntingarfullur maður sker út grasker Þórður Snær Júlíusson Skoðun Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum Fida Abu Libdeh Skoðun Sjálfstæðisflokkur hækkar kostnað heimilanna Kristrún Frostadóttir Skoðun Bob Marley og íslenskar kosningar Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Gerum þetta að kosningamáli Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun Ölmusuhagkerfið Unnur Rán Reynisdóttir Skoðun Eru vaxtarmörkin vandinn? Dóra Björt Guðjónsdóttir Skoðun Stóri grænþvotturinn Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Fyrirmyndarstjórn Viðreisnar og Samfylkingar á Reykjavíkurborg? Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Búum til „vandamál“ – leysum það með samræmdum prófum Árelía Eydís Guðmundsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hjartsláttur sjávarbyggðanna Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Erum við tilbúin til að bæta menntakerfið okkar? Jónína Einarsdóttir skrifar Skoðun Eru vaxtarmörkin vandinn? Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Búum til „vandamál“ – leysum það með samræmdum prófum Árelía Eydís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Þöggun Guðbjörg Ása Jóns Huldudóttir,Margrét Kristín Blöndal,Margrét Rut Eddudóttir,Lukka Sigurðardóttir,Sigtryggur Ari Jóhannsson,Halldóra Jóhanna Hafsteins Âû skrifar Skoðun Ölmusuhagkerfið Unnur Rán Reynisdóttir skrifar Skoðun Fyrirmyndarstjórn Viðreisnar og Samfylkingar á Reykjavíkurborg? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkur hækkar kostnað heimilanna Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Hvar er mannúðin? Davíð Sól Pálsson skrifar Skoðun Gerum þetta að kosningamáli Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Stóri grænþvotturinn Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Örvæntingarfullur maður sker út grasker Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Vill íslenska þjóðin halda í einmenninguna? Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Inngilding eða „aðskilnaður“? Jasmina Vajzović Crnac skrifar Skoðun Vonin má aldrei deyja Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum Fida Abu Libdeh skrifar Skoðun Um áhrif niðurskurðar á fjárlögum 2025 til kvikmyndagerðar og lista Steingrímur Dúi Másson skrifar Skoðun Bob Marley og íslenskar kosningar Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar Skoðun Fólk eða fífl? Anna Gunndís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Eru til lausnir við mönnunarvanda heilsugæslunnar? Gunnlaugur Már Briem skrifar Skoðun Er eitthvað mál að handtaka börn? Elsa Bára Traustadóttir skrifar Skoðun Er ferðaþjónusta útlendingavandamál? Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Íslenska kerfið framleiðir afbrotamenn Ágústa Ágústsdóttir skrifar Skoðun Ekki fokka þessu upp! Gunnar Dan Wiium skrifar Skoðun Kosningaloforð og hvað svo? Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Fólk, fjárfestingar og framfarir Baldur Thorlacius skrifar Skoðun Húsnæðis- og skipulagsmál Anna Sofía Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Falleinkunn fyrrum forseta Vilhjálmur Þorsteinsson,Viktor Orri Valgarðsson skrifar Skoðun Séreignarsparnaður nauðsynlegur valkostur til að létta greiðslubyrði Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Skattlögð þegar við þénum, eigum og eyðum Aron H. Steinsson skrifar Sjá meira
Allt tal um „fjórflokk“ er á misskilningi byggt. Hugtakið fjórflokkur gefur í skyn að fjórir flokkar, Framsóknarflokkur, Sjálfstæðisflokkur, Samfylking og Vinstri græn, eigi svo margt sameiginlegt umfram aðra flokka að hægt sé að tala um þá sem einn flokk. Stöku sinnum verða þessir fjórir flokkar sammála um eitthvað, en það eru undantekningar. Vilmundur Gylfason fann upp á því að spyrða andstæðinga sína saman með hugtakinu „Fjórflokkur“. Það var árið 1982 þegar hann klauf sig út úr Alþýðuflokknum og stofnaði Bandalag jafnaðarmanna og þurfti að réttlæta þá aðgerð. Allar götur síðan étur hver þetta upp eftir öðrum, hugsunarlaust. Hafi Fjórflokkurinn, sem Vilmundur talaði um, einhvern tíma verið til þá er hann það ekki til lengur. Hann riðlaðist rúmum áratug síðar. Samfylkingin varð til við sameiningu Alþýðuflokks, Þjóðvaka, Kvennalista og Alþýðubandalags laust fyrir aldamótin 2000 og þar með varð „fjórflokkurinn“ þríflokkur. Um svipað leyti varð VG til sem nýr flokkur, aðallega myndaður úr tveimur straumum: Annars vegar róttækum Alþýðubandalagsmönnum sem sögðu sig úr Alþýðubandalaginu, m.a. þrír alþingismenn. Þeir töldu sig ekki eiga heima með krötunum og gátu ekki unað þjónkun þeirra við Bandaríkjaher og NATO og daður við Evrópubandalagið. Hinn straumurinn var óflokksbundið fólk, fyrst og fremst umhverfisverndarsinnar, sem höfðu fram að því skort pólitískan vettvang, (ég var í þeim stóra hópi og gekk aldrei í Alþýðubandalagið) og einnig feministum. Það tók nokkur ár að samlaga þessa tvo strauma innan hreyfingarinnar. Vinstrihreyfingin – grænt framboð var þannig alveg ný blanda og býsna ólík himum þremur flokkunum. Hún var nýsköpun í íslenskri pólitík. Vinstri græn skáru sig mjög úr öðrum á þingi (enda sögð á móti öllu), allar götu þar til flokkurinn samdi við Samfylkinguna um að mynda ríkisstjórn 2008. Því má bæta við að eignir Alþýðubandalagsins gengu (eðlilega) til Samfylkingarinnar, m.a. húseignir víða um land. VG var í byrjun blásnauður flokkur af veraldlegum eigum og á enn í dag miklu minni eignir en hinir þrír flokkarnir. Eitt nýmæli Vinstri grænna var að hafa bókhaldið opið, alveg frá byrjun, og beita sér síðar fyrir löggjöf sem skyldaði aðra flokka til að opna bókhaldið og takmarka einstaka styrki. Við áðurnefnda sameiningu Alþýðuflokks og Alþýðubandalags varð “Fjórflokkur” Vilmundar að þríflokki og hefur verið svo síðan. Í stað „Þríflokks“ er hægt að tala um „Hrunflokkana þrjá“. Þesir þrír flokkar lögðu allir sinn skerf að hruninu mikla með einkavæðingu, veikingu eftirlits (m.a. leyfa veðsetningu alfaheimilda) og taumlausri frjálshyggju. Lengi vel naut Sjálfstæðisflokkurinn aðstoðar Framsóknarflokksins við hrunsmíðina, en 2007 tók Samfylkingin við af Framsókn og fullkomnaði verkið með Sjálfstæðisflokknum. Vinstri græn börðust allan tíman kröftuglega á móti öllu því sem leiddi til hrunsins, voru rödd hrópandans í eyðimörkinni. Fjórflokkur er bara vinsæl merkingarlaus tugga. Bara froða. Leitt að margir mætir menn skuli í hugsunarleysi taka það sér í munn og láta það renna úr sínum penna. Nú er mál að láta af þeim ósið.
Skoðun Þöggun Guðbjörg Ása Jóns Huldudóttir,Margrét Kristín Blöndal,Margrét Rut Eddudóttir,Lukka Sigurðardóttir,Sigtryggur Ari Jóhannsson,Halldóra Jóhanna Hafsteins Âû skrifar
Skoðun Fyrirmyndarstjórn Viðreisnar og Samfylkingar á Reykjavíkurborg? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar
Skoðun Um áhrif niðurskurðar á fjárlögum 2025 til kvikmyndagerðar og lista Steingrímur Dúi Másson skrifar
Skoðun Séreignarsparnaður nauðsynlegur valkostur til að létta greiðslubyrði Kolbrún Halldórsdóttir skrifar