"Hvað ætla Píratar að gera fyrir landsbyggðina?“ Herbert Snorrason skrifar 25. apríl 2013 06:00 Þetta er spurning sem við heyrum nokkuð oft. Hún byggist, að ég tel, á tvíþættum misskilningi. Annars vegar er það ranghugmynd um Pírata: Að við séum upp til hópa latte-lepjandi hippar úr miðbæ Reykjavíkur sem enga reynslu hafa af því hvernig það er að búa úti á landi. Hins vegar er það ranghugmynd um þann vanda sem steðjar að íslensku samfélagi: Að landsbyggðin þurfi á sérstakri aðstoð og sértækum aðgerðum að halda, svo hinar „dreifðu byggðir“ geti áfram haldist í byggð. Þetta er hvort tveggja rangt. Ég hef til dæmis enn ekki lært þá kúnst að lepja latte – eða kaffi yfirhöfuð. Ég er líka Ísfirðingur, fæddur og uppalinn í faðmi fjalla blárra. Ég er aðskotahlutur í Reykjavík, og nota hvert einasta tækifæri sem býðst til að koma aftur heim. Ég er ekki einn á meðal Pírata. Jafnvel í hópnum sem kom starfinu af stað á höfuðborgarsvæðinu eru ófáir sem hafa reynslu af því að búa úti á landi. Sjálfsákvörðunarréttur Þetta er samt ekki lykilatriðið. Lykilatriðið er að ein af grundvallarforsendum stefnu Pírata er hugmyndin um sjálfsákvörðunarrétt: Þeir sem verða fyrir áhrifum af ákvörðun þurfa að hafa rétt til að hafa áhrif á ákvörðunina. Píratar vilja af þessum sökum draga úr miðstýringu og auka upplýsingagjöf til almennings. Jafnvel þó við værum eintómir latte-lepjandi hippar sem aldrei yfirgæfu 101 Reykjavík, þá ætti stefna Pírata að falla vel að þörfum landsbyggðarinnar.Leggja áherslu á nærþjónustu Tilfellið er nefnilega það að landsbyggðin þarf ekki á því að halda að ríkið ráðist í að dæla peningum frá Reykjavík til að niðurgreiða landsbyggðina. Hún þarf á því að halda að ríkið hætti að „spara“ með því að byggja stórar þjónustumiðstöðvar í Reykjavík og leggja niður aðra þjónustu af sama tagi. Íbúar Reykjavíkur þurfa á því sama að halda. Hvaða vit er í því að byggja hátæknisjúkrahús þegar heilsugæslan er að því komin að hrynja niður? Er ekki eðlilegt að leggja áherslu á nærþjónustu og eiga sérhæfðari stofnanirnar sem bakstopp í alvarlegri tilvikum? Hvers vegna er Háskóli Íslands allur á einum stað? Mætti ekki fara að fordæmi Kaliforníuháskóla, sem rekur kennslustöðvar á nokkrum stöðum í fylkinu? Vissulega fylgir þessu kostnaður á þeim stöðum þar sem nærþjónustan er veitt, en það er ekki þar með sagt að það feli í sér niðurgreiðslu frá Reykjavík. Hvernig væri t.d. að miða við að útgjöld ríkissjóðs í hverju sveitarfélagi séu svipaðar tekjum hans í því sveitarfélagi?Gerum hlutina sjálf Píratar vilja ekki lofa því að eitthvað sé gert fyrir fólk; við viljum gera fólki kleift að gera hlutina sjálft. Þetta er hægt með ýmsum hætti: Píratar vilja auka aðkomu almennings að ákvarðanatöku, á öllum stigum og í öllum kerfum. Beint lýðræði, ekki aðeins þegar kemur að löggjöf heldur einnig í fjárlagagerð, framkvæmdum, og innan reksturs. Valddreifing, tilfærsla ákvörðunarréttar til þeirra sem verða fyrir beinum áhrifum, þýðir að hagsmunir utanaðkomandi aðila hafa minni áhrif á ákvörðunina sem tekin er. Það ætla Píratar að gera fyrir landsbyggðina – og höfuðborgarsvæðið líka. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kosningar 2013 Skoðun Mest lesið Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Að klifra upp í tunnurnar var bara byrjunin Anahita Sahar Babaei Skoðun Tómstundafræðingar gegn varðhaldsbúðum Andrea Rói Sigurbjörns,Ása Kristín Einarsdóttir,Elí Hörpu- og Önundarbur,Maríanna Wathne Kristjánsdóttir,Valgeir Þór Jakobsson,Þórhildur Elínardóttir Magnúsdóttir Skoðun Eingreiðsla til öryrkja í desember bundin við lögheimili á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Kosningin í stjórn RÚV á morgun mun aldrei gleymast Björn B. Björnsson Skoðun Jöfn tækifæri fyrir börn í borginni Stein Olav Romslo Skoðun Stöndum vörð um mannréttindi Margrét María Sigurðardóttir Skoðun „Enginn öruggur staður á netinu“ Unnur Ágústsdóttir,Halldóra R. Guðmundsdóttir Skoðun Konur sem þögðu, kynslóð sem aldrei fékk sviðið Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Halldór 06.12.25 Halldór Baldursson Halldór Skoðun Skoðun Að klifra upp í tunnurnar var bara byrjunin Anahita Sahar Babaei skrifar Skoðun Jöfn tækifæri fyrir börn í borginni Stein Olav Romslo skrifar Skoðun Stöndum vörð um mannréttindi Margrét María Sigurðardóttir skrifar Skoðun Reynsla úr heimi endurhæfingar nýtist víðar Svana Helen Björnsdóttir skrifar Skoðun Tómstundafræðingar gegn varðhaldsbúðum Andrea Rói Sigurbjörns,Ása Kristín Einarsdóttir,Elí Hörpu- og Önundarbur,Maríanna Wathne Kristjánsdóttir,Valgeir Þór Jakobsson,Þórhildur Elínardóttir Magnúsdóttir skrifar Skoðun „Enginn öruggur staður á netinu“ Unnur Ágústsdóttir,Halldóra R. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson skrifar Skoðun Er þín fasteign útsett fyrir loftslagsbreytingum og náttúruvá? Kristján Andrésson skrifar Skoðun Kosningin í stjórn RÚV á morgun mun aldrei gleymast Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Um lifandi tónlist í leikhúsi Þórdís Gerður Jónsdóttir skrifar Skoðun Mikilvæg innspýting fyrir þekkingarsamfélagið Logi Einarsson skrifar Skoðun Hafa þjófar meiri rétt? Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar Skoðun Hafnarfjarðarbær: þjónustustofnun eða valdakerfi? Óskar Steinn Ómarsson skrifar Skoðun Breytt forgangsröðun jarðganga Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Gerendur fá frípassa í ofbeldismálum Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ferðasjóður íþróttafélaga hækkaður um 100 milljónir Hannes S. Jónsson skrifar Skoðun Alvöru árangur áfram og ekkert stopp Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Göfug orkuskipti í orði - öfug orkuskipti í verki Þrándur Sigurjón Ólafsson skrifar Skoðun Hver á að kenna börnunum í Kópavogi í framtíðinni? Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Konur sem þögðu, kynslóð sem aldrei fékk sviðið Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Skinka og sígarettur Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Skamm! (-sýni) Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Fatlað fólk er miklu meira en tölur í excel skjali Ágústa Arna Sigurdórsdóttir skrifar Skoðun Hvað er að marka ríkisstjórn sem segir eitt en gerir annað? Jóhannes Þór Skúlason skrifar Skoðun Þegar fjárlögin vinna gegn markmiðinu Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin svíkur öryrkja sem eru búsettir erlendis Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Getur heilbrigðisþjónusta verið á heimsmælikvarða án nýrra krabbameinslyfja? Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Ísland hafnar mótorhjólum Arnar Þór Hafsteinsson skrifar Skoðun Skýrslufargan: mikið skrifað, lítið lesið og lítið gert Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Brýn þörf á heildstæðum lausnum fyrir heilbrigðisþjónustu á Norðurlandi Sunna Hlín Jóhannesdóttir skrifar Sjá meira
Þetta er spurning sem við heyrum nokkuð oft. Hún byggist, að ég tel, á tvíþættum misskilningi. Annars vegar er það ranghugmynd um Pírata: Að við séum upp til hópa latte-lepjandi hippar úr miðbæ Reykjavíkur sem enga reynslu hafa af því hvernig það er að búa úti á landi. Hins vegar er það ranghugmynd um þann vanda sem steðjar að íslensku samfélagi: Að landsbyggðin þurfi á sérstakri aðstoð og sértækum aðgerðum að halda, svo hinar „dreifðu byggðir“ geti áfram haldist í byggð. Þetta er hvort tveggja rangt. Ég hef til dæmis enn ekki lært þá kúnst að lepja latte – eða kaffi yfirhöfuð. Ég er líka Ísfirðingur, fæddur og uppalinn í faðmi fjalla blárra. Ég er aðskotahlutur í Reykjavík, og nota hvert einasta tækifæri sem býðst til að koma aftur heim. Ég er ekki einn á meðal Pírata. Jafnvel í hópnum sem kom starfinu af stað á höfuðborgarsvæðinu eru ófáir sem hafa reynslu af því að búa úti á landi. Sjálfsákvörðunarréttur Þetta er samt ekki lykilatriðið. Lykilatriðið er að ein af grundvallarforsendum stefnu Pírata er hugmyndin um sjálfsákvörðunarrétt: Þeir sem verða fyrir áhrifum af ákvörðun þurfa að hafa rétt til að hafa áhrif á ákvörðunina. Píratar vilja af þessum sökum draga úr miðstýringu og auka upplýsingagjöf til almennings. Jafnvel þó við værum eintómir latte-lepjandi hippar sem aldrei yfirgæfu 101 Reykjavík, þá ætti stefna Pírata að falla vel að þörfum landsbyggðarinnar.Leggja áherslu á nærþjónustu Tilfellið er nefnilega það að landsbyggðin þarf ekki á því að halda að ríkið ráðist í að dæla peningum frá Reykjavík til að niðurgreiða landsbyggðina. Hún þarf á því að halda að ríkið hætti að „spara“ með því að byggja stórar þjónustumiðstöðvar í Reykjavík og leggja niður aðra þjónustu af sama tagi. Íbúar Reykjavíkur þurfa á því sama að halda. Hvaða vit er í því að byggja hátæknisjúkrahús þegar heilsugæslan er að því komin að hrynja niður? Er ekki eðlilegt að leggja áherslu á nærþjónustu og eiga sérhæfðari stofnanirnar sem bakstopp í alvarlegri tilvikum? Hvers vegna er Háskóli Íslands allur á einum stað? Mætti ekki fara að fordæmi Kaliforníuháskóla, sem rekur kennslustöðvar á nokkrum stöðum í fylkinu? Vissulega fylgir þessu kostnaður á þeim stöðum þar sem nærþjónustan er veitt, en það er ekki þar með sagt að það feli í sér niðurgreiðslu frá Reykjavík. Hvernig væri t.d. að miða við að útgjöld ríkissjóðs í hverju sveitarfélagi séu svipaðar tekjum hans í því sveitarfélagi?Gerum hlutina sjálf Píratar vilja ekki lofa því að eitthvað sé gert fyrir fólk; við viljum gera fólki kleift að gera hlutina sjálft. Þetta er hægt með ýmsum hætti: Píratar vilja auka aðkomu almennings að ákvarðanatöku, á öllum stigum og í öllum kerfum. Beint lýðræði, ekki aðeins þegar kemur að löggjöf heldur einnig í fjárlagagerð, framkvæmdum, og innan reksturs. Valddreifing, tilfærsla ákvörðunarréttar til þeirra sem verða fyrir beinum áhrifum, þýðir að hagsmunir utanaðkomandi aðila hafa minni áhrif á ákvörðunina sem tekin er. Það ætla Píratar að gera fyrir landsbyggðina – og höfuðborgarsvæðið líka.
Tómstundafræðingar gegn varðhaldsbúðum Andrea Rói Sigurbjörns,Ása Kristín Einarsdóttir,Elí Hörpu- og Önundarbur,Maríanna Wathne Kristjánsdóttir,Valgeir Þór Jakobsson,Þórhildur Elínardóttir Magnúsdóttir Skoðun
Skoðun Tómstundafræðingar gegn varðhaldsbúðum Andrea Rói Sigurbjörns,Ása Kristín Einarsdóttir,Elí Hörpu- og Önundarbur,Maríanna Wathne Kristjánsdóttir,Valgeir Þór Jakobsson,Þórhildur Elínardóttir Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Getur heilbrigðisþjónusta verið á heimsmælikvarða án nýrra krabbameinslyfja? Halla Þorvaldsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Brýn þörf á heildstæðum lausnum fyrir heilbrigðisþjónustu á Norðurlandi Sunna Hlín Jóhannesdóttir skrifar
Tómstundafræðingar gegn varðhaldsbúðum Andrea Rói Sigurbjörns,Ása Kristín Einarsdóttir,Elí Hörpu- og Önundarbur,Maríanna Wathne Kristjánsdóttir,Valgeir Þór Jakobsson,Þórhildur Elínardóttir Magnúsdóttir Skoðun