Auðlindaákvæði Framsóknar Jóhann Ársælsson skrifar 25. apríl 2013 06:00 Ein aðalástæðan fyrir harkalegum átökum um stjórnarskrármálið er ákvæðið sem stjórnlagaráð lagði til að yrði sett í stjórnarskrána um auðlindir í þjóðareigu. Allir flokkar hafa lýst því yfir að ákvæði um þjóðareign á auðlindum skuli setja í stjórnarskrá. Hvers vegna er þá ekki pólitísk samstaða um að gera það?Umbúðir og innihald Ástæða átakanna um málið er að grundvallarmunur er á því hvert skuli vera innihald ákvæðisins. Sitt hvað eru umbúðir og innihald. Afstaða Framsóknarflokksins og Sjálfstæðisflokksins reyndar líka til þess hvert innihald ákvæðisins skuli vera kom skýrt fram árið 2006 þegar formenn þessara flokka lögðu fram tillögu um auðlindaákvæði í stjórnarskrána. Í því ákvæði var einungis gert ráð fyrir endurgjaldi fyrir nýtingu sem væri ætlað að greiða kostnað af rannsóknum, viðhaldi og verndun auðlindanna. Ekkert endurgjald skyldi vera fyrir verðmæti nýtingarinnar annað en það óverulega veiðigjald sem þá var í gildi. Framsóknarflokkurinn hefur ítrekað flutt frumvarp með nákvæmlega sama innihaldi og boðað var árið 2006 og í greinargerð með því stendur: „Rétt er að leggja áherslu á það, til þess að fyrirbyggja misskilning, að með samþykkt þessa frumvarps yrði ekki hróflað við stjórnarskrárvörðum eignarrétti eða atvinnuréttindum þeirra sem öðlast hafa slík réttindi nú þegar á grundvelli 1. mgr. 72. gr. og 1. mgr. 75. gr. stjórnarskrárinnar. Þvert á móti yrði því slegið föstu, svo sem fram kemur í 3. málsl. 2. mgr. 1. gr. frumvarpsins, að þegar fengin heimild til afnota eða nýtingar á náttúruauðlindum og landsréttindum í þjóðareign teldist til óbeinna eignarréttinda sem njóta verndar 1. mgr. 72. gr. stjórnarskrárinnar eins og hver önnur eignarréttindi.“ Í vetur dró Framsóknarflokkurinn upp þetta sama ákvæði án þess að boða breytingar á því hvert flokkurinn teldi vera innihald þess. Ekkert bendir til að grundvallarafstaða Framsóknarflokksins eða Sjálfstæðisflokksins hafi breyst til þess hvert skuli vera innihald ákvæðis í stjórnarskrá. Handhafar kvótans, en ekki almenningur, skulu vera hinir raunverulegu eigendur og hirða arðinn. Þjóðareignarákvæðinu er fyrst og fremst ætlað að vernda forréttindi hinna útvöldu fyrir ásælni útlendinga.Afstaða Samfylkingar Samfylkingin hefur mótað stefnu sem byggir á alvöru þjóðareign og lagt til að útgerðin fái rýmilegan tíma til að aðlagast aðgangi að kvótanum á markaði þar sem hinn raunverulegi eigandi, þjóðin, tæki fullan þátt sem eigandi. Þá grundvallarafstöðu að þjóðin skuli eiga auðlindina í raun má sjá í stefnu flestra framboða og flokka sem bjóða fram til Alþingis annarra en Framsóknar og Sjálfstæðisflokks. Tillaga stjórnlagaráðs Í stjórnlagaráði gerðu menn sér fulla grein fyrir mismunandi afstöðu til þessa ákvæðis og að mikil gjá er milli þings og þjóðar um hvernig nýtingarrétti á kvótanum skuli vera fyrir komið. Eftir mikla yfirvegun var innihald orðanna jafnræði og fullt verð notað til að girða fyrir allan „misskilning“ sem gæti vaknað um hvað ákvæðið fæli í sér. Tillaga stjórnlagaráðs varð því eftirfarandi: „Stjórnvöld geta á grundvelli laga veitt leyfi til afnota eða hagnýtingar auðlinda eða annarra takmarkaðra almannagæða gegn fullu gjaldi og til tiltekins hóflegs tíma í senn. Slík leyfi skal veita á jafnræðisgrundvelli og þau leiða aldrei til eignarréttar eða óafturkallanlegs forræðis yfir auðlindunum.“ Nú stefnir í að þeir tveir flokkar sem vilja að núverandi handhafar kvótans hafi ígildi eignarhalds á nýtingu verðmætustu auðlindar þjóðarinnar fái aftur meirihluta á Alþingi. Vilt þú það? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kosningar 2013 Skoðun Mest lesið „Rússland hefur hins vegar ráðist inn í 19 ríki“ Einar Ólafsson Skoðun Jólahugvekja trans konu Arna Magnea Danks Skoðun Stóra myndin í fjárlögum Daði Már Kristófersson Skoðun Erum við sérstökust í heimi? Jean-Rémi Chareyre Skoðun Blessuð jólin, bókhaldið og börnin Kristín Lúðvíksdóttir Skoðun Gerum betur í borgarstjórn. Endurheimtum traust og bætum þjónustu við borgarbúa á öllum aldri Magnea Marinósdóttir Skoðun Er pláss fyrir unga karlmenn í kvennaheimi? Hnikarr Bjarmi Franklínsson Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Börnin fyrst – er framtíðarsýn Vestmannaeyja að fjara út? Jóhann Ingi Óskarsson Skoðun Nokkur orð um Fjarðarheiðargöng Þórhallur Borgarsson Skoðun Skoðun Skoðun Framkvæmdir við gatnamót Höfðabakka Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Á krossgötum í Atlantshafi Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Börnin fyrst – er framtíðarsýn Vestmannaeyja að fjara út? Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun Jólahugvekja trans konu Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Erum við sérstökust í heimi? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Gerum betur í borgarstjórn. Endurheimtum traust og bætum þjónustu við borgarbúa á öllum aldri Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Stóra myndin í fjárlögum Daði Már Kristófersson skrifar Skoðun „Rússland hefur hins vegar ráðist inn í 19 ríki“ Einar Ólafsson skrifar Skoðun Blessuð jólin, bókhaldið og börnin Kristín Lúðvíksdóttir skrifar Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson skrifar Skoðun Er pláss fyrir unga karlmenn í kvennaheimi? Hnikarr Bjarmi Franklínsson skrifar Skoðun Bréfið sem aldrei var skrifað Grímur Atlason skrifar Skoðun Hugleiðingar úr Dölum um framkomin drög að Samgönguáætlun 2026-2040 Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar Skoðun Íslensk ferðaþjónusta í nýju landslagi Ólína Laxdal skrifar Skoðun Sköpum öflugt, hafsækið atvinnulíf á viðskiptalegum forsendum! Gunnar Tryggvason skrifar Skoðun Hefurðu heyrt söguna? Ísak Hilmarsson skrifar Skoðun Teygjum okkur aðeins lengra Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Þingmenn raða sólstólum á Titanic Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hamarsvirkjun: Þegar horft er framhjá staðreyndum og lýðræði Ásrún Mjöll Stefánsdóttir skrifar Skoðun Réttlæti án sannleika er ekki réttlæti Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Spilakassar í skjóli mannúðar og björgunar Alma Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Traustur grunnur, ný tækifæri Svana Helen Björnsdóttir skrifar Skoðun Sanna sundrar vinstrinu Guðbergur Egill Eyjólfsson skrifar Skoðun Myndu ekki þurfa að flytja heim aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar áfengið rænir jólunum Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Skatta-Grýlan ógurlega Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Nokkur orð um Fjarðarheiðargöng Þórhallur Borgarsson skrifar Skoðun Réttlæti án sannleika er ekki réttlæti Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Hvað hafa sjómenn gert Samfylkingunni? Sigfús Karlsson skrifar Skoðun Framtíð Suðurlandsbrautar Birkir Ingibjartsson skrifar Sjá meira
Ein aðalástæðan fyrir harkalegum átökum um stjórnarskrármálið er ákvæðið sem stjórnlagaráð lagði til að yrði sett í stjórnarskrána um auðlindir í þjóðareigu. Allir flokkar hafa lýst því yfir að ákvæði um þjóðareign á auðlindum skuli setja í stjórnarskrá. Hvers vegna er þá ekki pólitísk samstaða um að gera það?Umbúðir og innihald Ástæða átakanna um málið er að grundvallarmunur er á því hvert skuli vera innihald ákvæðisins. Sitt hvað eru umbúðir og innihald. Afstaða Framsóknarflokksins og Sjálfstæðisflokksins reyndar líka til þess hvert innihald ákvæðisins skuli vera kom skýrt fram árið 2006 þegar formenn þessara flokka lögðu fram tillögu um auðlindaákvæði í stjórnarskrána. Í því ákvæði var einungis gert ráð fyrir endurgjaldi fyrir nýtingu sem væri ætlað að greiða kostnað af rannsóknum, viðhaldi og verndun auðlindanna. Ekkert endurgjald skyldi vera fyrir verðmæti nýtingarinnar annað en það óverulega veiðigjald sem þá var í gildi. Framsóknarflokkurinn hefur ítrekað flutt frumvarp með nákvæmlega sama innihaldi og boðað var árið 2006 og í greinargerð með því stendur: „Rétt er að leggja áherslu á það, til þess að fyrirbyggja misskilning, að með samþykkt þessa frumvarps yrði ekki hróflað við stjórnarskrárvörðum eignarrétti eða atvinnuréttindum þeirra sem öðlast hafa slík réttindi nú þegar á grundvelli 1. mgr. 72. gr. og 1. mgr. 75. gr. stjórnarskrárinnar. Þvert á móti yrði því slegið föstu, svo sem fram kemur í 3. málsl. 2. mgr. 1. gr. frumvarpsins, að þegar fengin heimild til afnota eða nýtingar á náttúruauðlindum og landsréttindum í þjóðareign teldist til óbeinna eignarréttinda sem njóta verndar 1. mgr. 72. gr. stjórnarskrárinnar eins og hver önnur eignarréttindi.“ Í vetur dró Framsóknarflokkurinn upp þetta sama ákvæði án þess að boða breytingar á því hvert flokkurinn teldi vera innihald þess. Ekkert bendir til að grundvallarafstaða Framsóknarflokksins eða Sjálfstæðisflokksins hafi breyst til þess hvert skuli vera innihald ákvæðis í stjórnarskrá. Handhafar kvótans, en ekki almenningur, skulu vera hinir raunverulegu eigendur og hirða arðinn. Þjóðareignarákvæðinu er fyrst og fremst ætlað að vernda forréttindi hinna útvöldu fyrir ásælni útlendinga.Afstaða Samfylkingar Samfylkingin hefur mótað stefnu sem byggir á alvöru þjóðareign og lagt til að útgerðin fái rýmilegan tíma til að aðlagast aðgangi að kvótanum á markaði þar sem hinn raunverulegi eigandi, þjóðin, tæki fullan þátt sem eigandi. Þá grundvallarafstöðu að þjóðin skuli eiga auðlindina í raun má sjá í stefnu flestra framboða og flokka sem bjóða fram til Alþingis annarra en Framsóknar og Sjálfstæðisflokks. Tillaga stjórnlagaráðs Í stjórnlagaráði gerðu menn sér fulla grein fyrir mismunandi afstöðu til þessa ákvæðis og að mikil gjá er milli þings og þjóðar um hvernig nýtingarrétti á kvótanum skuli vera fyrir komið. Eftir mikla yfirvegun var innihald orðanna jafnræði og fullt verð notað til að girða fyrir allan „misskilning“ sem gæti vaknað um hvað ákvæðið fæli í sér. Tillaga stjórnlagaráðs varð því eftirfarandi: „Stjórnvöld geta á grundvelli laga veitt leyfi til afnota eða hagnýtingar auðlinda eða annarra takmarkaðra almannagæða gegn fullu gjaldi og til tiltekins hóflegs tíma í senn. Slík leyfi skal veita á jafnræðisgrundvelli og þau leiða aldrei til eignarréttar eða óafturkallanlegs forræðis yfir auðlindunum.“ Nú stefnir í að þeir tveir flokkar sem vilja að núverandi handhafar kvótans hafi ígildi eignarhalds á nýtingu verðmætustu auðlindar þjóðarinnar fái aftur meirihluta á Alþingi. Vilt þú það?
Gerum betur í borgarstjórn. Endurheimtum traust og bætum þjónustu við borgarbúa á öllum aldri Magnea Marinósdóttir Skoðun
Skoðun Gerum betur í borgarstjórn. Endurheimtum traust og bætum þjónustu við borgarbúa á öllum aldri Magnea Marinósdóttir skrifar
Skoðun Hugleiðingar úr Dölum um framkomin drög að Samgönguáætlun 2026-2040 Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar
Skoðun Þingmenn raða sólstólum á Titanic Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Hamarsvirkjun: Þegar horft er framhjá staðreyndum og lýðræði Ásrún Mjöll Stefánsdóttir skrifar
Gerum betur í borgarstjórn. Endurheimtum traust og bætum þjónustu við borgarbúa á öllum aldri Magnea Marinósdóttir Skoðun