Eigum við að bæta lífskjör? Magnús Orri Schram skrifar 25. apríl 2013 06:00 Undanfarin ár hafa landsmenn búið við niðurskurð og auknar álögur til að greiða kostnað hrunsins. Sameiginlegur sjóður landsmanna var rekinn með 216 milljarða halla en er nú kominn í jafnvægi þrátt fyrir 90 milljarða vaxtagreiðslur. Á grunni þessarar vinnu birtast nú himinháir kosningavíxlar. Hvað á að gera? Sumir vilja lækka skatta á þá ríkustu. Hækka skatta á tekjulága og lækka skatta á tekjuháa í gegnum afnám þrepaskiptingu tekjuskatts. Aðrir vilja lækka skuldir allra um 20%. Það yrði vissulega gaman í smá stund en svo ekki meir. Þremur til fjórum árum síðar yrðum við á sama stað með skuldir heimilanna enda myndi verðbólgan æða áfram. En ríkissjóður yrði 300 milljörðum fátækari. Við jafnaðarmenn teljum skynsamlegra að greiða niður skuldir, lækka 90 milljarða reikninginn og forgangsraða í þágu velferðar. En best væri að breyta kerfinu.Hvernig á að gera það? Við jafnaðarmenn teljum að besta leiðin til að bæta lífskjörin sé að taka upp nýja gjaldgenga mynt. Mynt sem heldur verðgildi sínu. Núna greiða heimilin, fyrirtækin og hið opinbera 150 milljarða á ári fyrir að hafa krónuna. Verðbólga á Íslandi er þrisvar sinnum hærri en innan evrulanda. Vextir á Íslandi eru ríflega tvisvar sinnum hærri en í Evrópu. Ný mynt á Íslandi myndi gera verðtryggingu óþarfa og lækka matarverð. Um leið yrði auðveldara fyrir fyrirtækin að ráðast í fjárfestingar og fjölga störfum. Þannig gætu hið opinbera, heimilin og fyrirtækin notað 150 milljarða krónuskatt í annað. Og hvenær á að gera það? Stöðugleikinn er ekki fjarlæg draumsýn. Ný ríkisstjórn gæti lokið viðræðum og efnt til þjóðaratkvæðagreiðslu á næsta kjörtímabili. Segi þjóðin já, væri nokkrum mánuðum síðar hægt að tengja krónu við evru með svipuðum hætti og Danir gera. Það er því raunsætt að komast í gjaldmiðlasamstarf eftir tvö ár, einhendi flokkarnir sér að ljúka viðræðum. Þá leið vilja jafnaðarmenn fara til að bæta lífskjör á Íslandi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kosningar 2013 Skoðun Mest lesið Sjö staðreyndir í útlendingamálum Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir Skoðun Sjálfstæðisstefnan og frelsið Helgi Áss Grétarsson Skoðun Svargrein: Ísland á víst að íhuga aðild að ESB Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun Sumarfríinu aflýst Sigurður Helgi Pálmason Skoðun Um mýkt, menntun og von Sigurður Árni Reynisson Skoðun „Er allt í lagi?“ Olga Björt Þórðardóttir Skoðun Einmanaleiki: Skortir þig tengsl við þig eða aðra? Sigrún Þóra Sveinsdóttir Skoðun Gerir háskólanám þig að grunnskólakennara? Davíð Már Sigurðsson Skoðun Úr skotgröfum í netkerfin: Netárásir á innviði Vesturlanda Ýmir Vigfússon Skoðun Fordómar gagnvart hinsegin fólki – Reynslusaga Geir Gunnar Markússon Skoðun Skoðun Skoðun Sjálfstæðisstefnan og frelsið Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Sjö staðreyndir í útlendingamálum Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þegar fjölbreytileikinn verður ógn: Afneitun, andstaða og ótti við hið mannlega Haukur Logi Jóhannsson skrifar Skoðun Einmanaleiki: Skortir þig tengsl við þig eða aðra? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Svargrein: Ísland á víst að íhuga aðild að ESB Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Fjölbreytni í endurhæfingu skiptir máli Hólmfríður Einarsdóttir skrifar Skoðun Sumarfríinu aflýst Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Úr skotgröfum í netkerfin: Netárásir á innviði Vesturlanda Ýmir Vigfússon skrifar Skoðun Fordómar gagnvart hinsegin fólki – Reynslusaga Geir Gunnar Markússon skrifar Skoðun „Er allt í lagi?“ Olga Björt Þórðardóttir skrifar Skoðun Göngum í Haag hópinn Þórhildur Sunna Ævarsdóttir skrifar Skoðun Kirkjuklukkur hringja Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Gerir háskólanám þig að grunnskólakennara? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Stríð skapar ekki frið Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Íslenska stóðhryssan og Evrópa Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Hvammsvirkjun – Skyldur ráðherra og réttur samfélagsins Eggert Valur Guðmundsson skrifar Skoðun Norska leiðin er fasismi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Um mýkt, menntun og von Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Höfum alla burði til þess Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Tímabær rannsókn dómsmálaráðuneytisins Sigmundur Davíð Gunnlaugsson skrifar Skoðun Umsókn krefst ákvörðunar – ekki ákalls Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hjálp, barnið mitt spilar Roblox! Kristín Magnúsdóttir skrifar Skoðun Líkindi með guðstrú og djöflatrú Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Ævinlega þakkláti flóttamaðurinn Zeljka Kristín Klobucar skrifar Skoðun Vér vesalingar Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Leikrit Landsvirkjunar Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Svona eða hinsegin, hvert okkar verður næst? Unnar Geir Unnarsson skrifar Skoðun Reynisfjara og mannréttindasáttmáli Evrópu Róbert R. Spanó skrifar Skoðun Að hlúa að foreldrum: Forvörn sem skiptir máli Áróra Huld Bjarnadóttir skrifar Sjá meira
Undanfarin ár hafa landsmenn búið við niðurskurð og auknar álögur til að greiða kostnað hrunsins. Sameiginlegur sjóður landsmanna var rekinn með 216 milljarða halla en er nú kominn í jafnvægi þrátt fyrir 90 milljarða vaxtagreiðslur. Á grunni þessarar vinnu birtast nú himinháir kosningavíxlar. Hvað á að gera? Sumir vilja lækka skatta á þá ríkustu. Hækka skatta á tekjulága og lækka skatta á tekjuháa í gegnum afnám þrepaskiptingu tekjuskatts. Aðrir vilja lækka skuldir allra um 20%. Það yrði vissulega gaman í smá stund en svo ekki meir. Þremur til fjórum árum síðar yrðum við á sama stað með skuldir heimilanna enda myndi verðbólgan æða áfram. En ríkissjóður yrði 300 milljörðum fátækari. Við jafnaðarmenn teljum skynsamlegra að greiða niður skuldir, lækka 90 milljarða reikninginn og forgangsraða í þágu velferðar. En best væri að breyta kerfinu.Hvernig á að gera það? Við jafnaðarmenn teljum að besta leiðin til að bæta lífskjörin sé að taka upp nýja gjaldgenga mynt. Mynt sem heldur verðgildi sínu. Núna greiða heimilin, fyrirtækin og hið opinbera 150 milljarða á ári fyrir að hafa krónuna. Verðbólga á Íslandi er þrisvar sinnum hærri en innan evrulanda. Vextir á Íslandi eru ríflega tvisvar sinnum hærri en í Evrópu. Ný mynt á Íslandi myndi gera verðtryggingu óþarfa og lækka matarverð. Um leið yrði auðveldara fyrir fyrirtækin að ráðast í fjárfestingar og fjölga störfum. Þannig gætu hið opinbera, heimilin og fyrirtækin notað 150 milljarða krónuskatt í annað. Og hvenær á að gera það? Stöðugleikinn er ekki fjarlæg draumsýn. Ný ríkisstjórn gæti lokið viðræðum og efnt til þjóðaratkvæðagreiðslu á næsta kjörtímabili. Segi þjóðin já, væri nokkrum mánuðum síðar hægt að tengja krónu við evru með svipuðum hætti og Danir gera. Það er því raunsætt að komast í gjaldmiðlasamstarf eftir tvö ár, einhendi flokkarnir sér að ljúka viðræðum. Þá leið vilja jafnaðarmenn fara til að bæta lífskjör á Íslandi.
Skoðun Þegar fjölbreytileikinn verður ógn: Afneitun, andstaða og ótti við hið mannlega Haukur Logi Jóhannsson skrifar
Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar