Framsókn og Landspítalinn Álfheiður Ingadóttir skrifar 25. apríl 2013 06:00 Framsóknarflokkurinn vill nú allt í einu slá byggingu nýs Landspítala á frest í 4-6 ár. Þess í stað ætla Framsóknarmenn að setja 12-13 milljarða í Landspítalann „og umhverfi hans“, gera við gamlar byggingar á lóðinni og „byggja undir ný tæki“, hvað sem það nú þýðir. Hér vitna ég í Vigdísi Hauksdóttur á fundi með tannlæknum sl. miðvikudag. Hvað þýðir það að „gera ekki neitt“ í byggingarmálum spítalans í 4-6 ár? Rekstur LSH á 17 stöðum í borginni kostar aukalega 3 milljarða króna á ári. Frestun Framsóknar mun þannig kosta ríkissjóð 12-18 milljarða króna í óþarfa rekstrarkostnað á þessum tíma – frestunin þýðir í reynd að henda þeim peningum út um gluggann! Í áætlunum um byggingu nýs Landspítala er reiknað með viðhaldi, niðurrifi og endurnýjun eldri bygginga við Hringbraut upp á 11-14 milljarða. Þær áætlanir byggja á því að nýr spítali taki við sjúklingum og starfsemi þannig að hægt sé að rýma þau eldri og endurnýja þau. Framsókn vill setja 12-13 milljarða í umhverfi og viðgerðir á eldri byggingum ÁN þess að til staðar sé ný bygging til að taka á móti sjúklingunum á meðan. Það er ljóst að gömlu byggingarnar við Hringbraut þjóna ekki lengur hlutverki sínu. Ef hætt verður við nýbygginguna og eins ef henni verður slegið á frest í 4-6 ár eins og Framsókn vill, þá þarf einfaldlega að rýma þær til að endurbyggja þær. Svo einfalt er málið. Og hvert eiga sjúklingarnir að fara á meðan? Bygging nýs Landspítala er þjóðhagslega hagkvæm framkvæmd. Hún mun borga sig upp á 25-30 árum með hreinum sparnaði í rekstri. En fjárhagslegur ávinningur er ekki aðalatriðið hér heldur betri þjónusta við sjúklinga og aðstandendur, meira öryggi vegna minni sýkingarhættu, betri vinnuaðstaða og aðbúnaður fyrir starfsfólk og nema á heilbrigðissviði og loks meiri árangur í rannsóknum á sviði heilbrigðisvísinda. Þetta hafa allir flokkar skilið og stutt til þessa – þar til núverandi forysta Framsóknar skarst úr leik á síðustu dögum þingsins í vor. Sem heilbrigðisráðherra beitti ég mér fyrir og studdi dyggilega við nýbyggingu Landspítalans. Það gerðu líka fyrri ráðherrar Framsóknarflokksins. Núverandi forystu þess flokks er hins vegar ekki treystandi í þessum efnum. Á hverju ári koma 100 þúsund sjúklingar alls staðar að af landinu á Landspítalann. Sá hlekkur í heilbrigðisþjónustu okkar má ekki bresta. VG vill forgangsraða í þágu velferðar á næsta kjörtímabili. Við höfum skapað svigrúm í heilbrigðis- og menntamálum. Í því felst m.a. að reisa nýjan Landspítala og gera betur við starfsfólk í aðbúnaði og launum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kosningar 2013 Skoðun Mest lesið Heimskasta þjóð í heimi? Sverrir Björnsson Skoðun Ráðherrann Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Hugsjónir ójafnaðarmanns - svar við bréfi Kára Snorri Másson Skoðun Gleymdu leikskólabörnin Jóhanna Dröfn Stefánsdóttir Skoðun Það er allt í lagi að vera þú sjálfur - Opið bréf til Snorra Mássonar Kári Stefánsson Skoðun „Ég hefði nú ekkert á móti því að taka aðeins í tæjuna“ Eva Pandora Baldursdóttir Skoðun Viðreisn er Samfylkingin Júlíus Viggó Ólafsson Skoðun Samfylkingin hafnar einkavæðingu í skólakerfinu Arnór Heiðar Benónýsson,Anna María Jónsdóttir Skoðun Geðveikir frasar – en það þarf að vera plan! Ragna Sigurðardóttir,Sigurþóra Bergsdóttir Skoðun Skólaforðun: Rangnefni sem þarfnast nýrrar nálgunar Rakel Norðfjörð Vilhjálmsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Skólaforðun: Rangnefni sem þarfnast nýrrar nálgunar Rakel Norðfjörð Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Viska bendir á ójöfnuð kynslóðanna Yngvi Sighvatsson skrifar Skoðun Frjálsar handfæraveiðar - Opið svar til Strandveiðifélags Íslands Álfheiður Eymarsdóttir skrifar Skoðun Ofbeldisvarnir og alhliða kynfræðsla alla skólagönguna! Sigrún Birna Björnsdóttir Kaaber skrifar Skoðun Að kjósa í roki, hríð og nístingskulda Jón Ferdínand Estherarson skrifar Skoðun Hvernig gerðist þetta? Tryggvi Hjaltason skrifar Skoðun Borgum rétta vexti - Landsbankinn verði banki allra landsmanna Baldur Borgþórsson skrifar Skoðun Gleymdu leikskólabörnin Jóhanna Dröfn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Tími fyrir breytingar – Nú er tækifærið Anna Sofía Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Ölvunarakstur á Arnarnesbrú Anna Linda Bjarnadóttir skrifar Skoðun Flokknum er sama um þig Valgerður Árnadóttir skrifar Skoðun Þéttingarstefnan í Reykjavík er efnahagslegt vandamál Guðlaugur Þór Þórðarson skrifar Skoðun Virði en ekki byrði Hulda Bjarnadóttir skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn – svarið fyrir fjölskyldur og ungt fólk Guðbjörg Oddný Jónasdóttir skrifar Skoðun Vanrækt barn er besti ráðherrann Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Fjárfestum í vellíðan – því hver króna skilar sér margfalt til baka Theodór Ingi Ólafsson skrifar Skoðun Úr öskunni í eldinn á laugardaginn? Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Skuggaspil valdsins Anna Kristín Jensdóttir skrifar Skoðun Viltu að barnabörnin þín verði fátækir leiguliðar? Hildur Þórðardóttir skrifar Skoðun Nýtt upphaf – í þjónustu við þjóðina Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Hlustum á hvert annað og breytum þessu Aðalsteinn Leifsson skrifar Skoðun Kæru landsmenn – þetta er ekki lengur boðlegt Ágústa Árnadóttir skrifar Skoðun XL niðurskurður – hugsum stórt! Arnar Þór Jónsson,Kári Allansson skrifar Skoðun Blórabögglar og gylliboð frá vinstri Njáll Trausti Friðbertsson skrifar Skoðun Hvað kjósa foreldrar ósýnilegra barna? Vigdís Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Heimskasta þjóð í heimi? Sverrir Björnsson skrifar Skoðun Jöfnum leikinn á laugardaginn Björgvin G. Sigurðsson skrifar Skoðun ADHD, fjórir stafir og hvað svo? Jóna Kristín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Skattagleði á kostnað ferðaþjónustunnar Hildur Sverrisdóttir skrifar Skoðun Börnin heim Hanna Katrín Friðriksson skrifar Sjá meira
Framsóknarflokkurinn vill nú allt í einu slá byggingu nýs Landspítala á frest í 4-6 ár. Þess í stað ætla Framsóknarmenn að setja 12-13 milljarða í Landspítalann „og umhverfi hans“, gera við gamlar byggingar á lóðinni og „byggja undir ný tæki“, hvað sem það nú þýðir. Hér vitna ég í Vigdísi Hauksdóttur á fundi með tannlæknum sl. miðvikudag. Hvað þýðir það að „gera ekki neitt“ í byggingarmálum spítalans í 4-6 ár? Rekstur LSH á 17 stöðum í borginni kostar aukalega 3 milljarða króna á ári. Frestun Framsóknar mun þannig kosta ríkissjóð 12-18 milljarða króna í óþarfa rekstrarkostnað á þessum tíma – frestunin þýðir í reynd að henda þeim peningum út um gluggann! Í áætlunum um byggingu nýs Landspítala er reiknað með viðhaldi, niðurrifi og endurnýjun eldri bygginga við Hringbraut upp á 11-14 milljarða. Þær áætlanir byggja á því að nýr spítali taki við sjúklingum og starfsemi þannig að hægt sé að rýma þau eldri og endurnýja þau. Framsókn vill setja 12-13 milljarða í umhverfi og viðgerðir á eldri byggingum ÁN þess að til staðar sé ný bygging til að taka á móti sjúklingunum á meðan. Það er ljóst að gömlu byggingarnar við Hringbraut þjóna ekki lengur hlutverki sínu. Ef hætt verður við nýbygginguna og eins ef henni verður slegið á frest í 4-6 ár eins og Framsókn vill, þá þarf einfaldlega að rýma þær til að endurbyggja þær. Svo einfalt er málið. Og hvert eiga sjúklingarnir að fara á meðan? Bygging nýs Landspítala er þjóðhagslega hagkvæm framkvæmd. Hún mun borga sig upp á 25-30 árum með hreinum sparnaði í rekstri. En fjárhagslegur ávinningur er ekki aðalatriðið hér heldur betri þjónusta við sjúklinga og aðstandendur, meira öryggi vegna minni sýkingarhættu, betri vinnuaðstaða og aðbúnaður fyrir starfsfólk og nema á heilbrigðissviði og loks meiri árangur í rannsóknum á sviði heilbrigðisvísinda. Þetta hafa allir flokkar skilið og stutt til þessa – þar til núverandi forysta Framsóknar skarst úr leik á síðustu dögum þingsins í vor. Sem heilbrigðisráðherra beitti ég mér fyrir og studdi dyggilega við nýbyggingu Landspítalans. Það gerðu líka fyrri ráðherrar Framsóknarflokksins. Núverandi forystu þess flokks er hins vegar ekki treystandi í þessum efnum. Á hverju ári koma 100 þúsund sjúklingar alls staðar að af landinu á Landspítalann. Sá hlekkur í heilbrigðisþjónustu okkar má ekki bresta. VG vill forgangsraða í þágu velferðar á næsta kjörtímabili. Við höfum skapað svigrúm í heilbrigðis- og menntamálum. Í því felst m.a. að reisa nýjan Landspítala og gera betur við starfsfólk í aðbúnaði og launum.
Samfylkingin hafnar einkavæðingu í skólakerfinu Arnór Heiðar Benónýsson,Anna María Jónsdóttir Skoðun
Skoðun Frjálsar handfæraveiðar - Opið svar til Strandveiðifélags Íslands Álfheiður Eymarsdóttir skrifar
Skoðun Ofbeldisvarnir og alhliða kynfræðsla alla skólagönguna! Sigrún Birna Björnsdóttir Kaaber skrifar
Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn – svarið fyrir fjölskyldur og ungt fólk Guðbjörg Oddný Jónasdóttir skrifar
Skoðun Fjárfestum í vellíðan – því hver króna skilar sér margfalt til baka Theodór Ingi Ólafsson skrifar
Samfylkingin hafnar einkavæðingu í skólakerfinu Arnór Heiðar Benónýsson,Anna María Jónsdóttir Skoðun