Hefði nú Alþýðufylkingin verið til haustið 2008 Örn Ólafsson skrifar 25. apríl 2013 06:00 - hefði það einhverju breytt? Já, ég held það. Auðvitað hefði það ekki komið í veg fyrir hrunið, en það hefði getað breytt viðbrögðum fólks við því. Gamall félagi minn sagði: Þarna gerðist það sem við höfðum alltaf spáð. En við höfðum ekki samtök til að skýra það fyrir almenningi. Íslenska auðvaldið hrundi, og nokkrir bófar stálu milljörðum frá íslenskum almenningi. Hver urðu viðbrögðin? Alger glundroði og fólk var ráðvillt. Hefði marxískur flokkur þá verið til, hefði hann getað bent á samhengið, og margir hefðu skilið það. Auðvitað hefði ekki orðið bylting, en fjöldi manns hefði áttað sig og getað brugðist við á þann hátt að beita sér fyrir hagsmunum sínum, alþýðuhag. Komandi kosningar sýna nú enn einu sinni að fólk leitar í allar áttir, varla er fyrir nokkurn mann að átta sig á muninum á öllum þessum framboðum. Ég studdi Vinstrigræna meðan ekki bauðst betra. Sáróánægður var ég samt, því þótt núverandi ríkisstjórn sé sú besta sem ég man eftir, þá hafði hún ekki styrk né stefnufestu til að gera betur en hún gerði. Auðvitað gat hún ekki annað en endurreist auðvaldskerfið. Það er ekki hægt að gera byltingu frá Alþingishúsinu við Austurvöll, því bylting er að alþýðan taki sjálf völdin.Valkostur við auðvaldið Og þegar VG var stofnað, réði varkárnin og löngun til að hafa sem flesta með, svo ekki var einu sinni minnst á sósíalisma í stefnuskránni. Hvað þá að á nokkurn hátt væri unnið í þá átt. Í staðinn vildi flokkurinn efla smáfyrirtæki! Eins og mögulegt væri að festa auðvaldið á tilteknu, frumstæðu þróunarstigi. Nei, frjáls samkeppni leiðir auðvitað til þess að sumir sigra, og aðrir tapa. Þeir sem sigra þenjast út og gleypa taparana. Auðvaldskerfinu fylgir að sífellt skiptast á þensluskeið þar sem náttúruauðlindum er sóað til að framleiða fleiri vörur en hægt er að selja, eða verra, vopnaframleiðslu og mútur til herforingja smáríkja til að kaupa þau. Síðan koma kreppur með miklu atvinnuleysi og skorti. Kratar þykjast geta bætt úr þessu með umbótum á auðvaldskerfinu, en það hefur margsýnt sig, t.d. nú í Danmörku, að í kreppu verða þeir fyrstir allra til að skera niður alla sigurvinningar alþýðu undir þensluskeiði. Í staðinn hygla þeir fyrirtækjum með skattaívilnunum og öðru þvílíku. Það vantaði flokk sem gat bent á valkost við þetta kerfi, þar sem þeir fá völd sem kunna að græða peninga, en ekki þeir sem kunna að leika á hljóðfæri, semja skáldverk, mála myndir, og á annan hátt gera lífið auðugra og fegurra fyrir alþjóð. Nú höfum við loksins fengið flokk sem bendir á valkost við auðvaldið. Alþýðufylkingunni er ekki spáð að fá þingmann kjörinn nú, svo skömmu eftir stofnun hennar. En það skiptir minnstu máli. Meginatriðið er hitt, að bera fram stefnuna og safna liði um hana. Styðjum Alþýðfylkinguna! Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kosningar 2013 Skoðun Mest lesið Heimskasta þjóð í heimi? Sverrir Björnsson Skoðun Ráðherrann Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Hugsjónir ójafnaðarmanns - svar við bréfi Kára Snorri Másson Skoðun Það er allt í lagi að vera þú sjálfur - Opið bréf til Snorra Mássonar Kári Stefánsson Skoðun „Ég hefði nú ekkert á móti því að taka aðeins í tæjuna“ Eva Pandora Baldursdóttir Skoðun Gleymdu leikskólabörnin Jóhanna Dröfn Stefánsdóttir Skoðun Viðreisn er Samfylkingin Júlíus Viggó Ólafsson Skoðun Samfylkingin hafnar einkavæðingu í skólakerfinu Arnór Heiðar Benónýsson,Anna María Jónsdóttir Skoðun Geðveikir frasar – en það þarf að vera plan! Ragna Sigurðardóttir,Sigurþóra Bergsdóttir Skoðun Borgum rétta vexti - Landsbankinn verði banki allra landsmanna Baldur Borgþórsson Skoðun Skoðun Skoðun Skólaforðun: Rangnefni sem þarfnast nýrrar nálgunar Rakel Norðfjörð Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Viska bendir á ójöfnuð kynslóðanna Yngvi Sighvatsson skrifar Skoðun Frjálsar handfæraveiðar - Opið svar til Strandveiðifélags Íslands Álfheiður Eymarsdóttir skrifar Skoðun Ofbeldisvarnir og alhliða kynfræðsla alla skólagönguna! Sigrún Birna Björnsdóttir Kaaber skrifar Skoðun Að kjósa í roki, hríð og nístingskulda Jón Ferdínand Estherarson skrifar Skoðun Hvernig gerðist þetta? Tryggvi Hjaltason skrifar Skoðun Borgum rétta vexti - Landsbankinn verði banki allra landsmanna Baldur Borgþórsson skrifar Skoðun Gleymdu leikskólabörnin Jóhanna Dröfn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Tími fyrir breytingar – Nú er tækifærið Anna Sofía Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Ölvunarakstur á Arnarnesbrú Anna Linda Bjarnadóttir skrifar Skoðun Flokknum er sama um þig Valgerður Árnadóttir skrifar Skoðun Þéttingarstefnan í Reykjavík er efnahagslegt vandamál Guðlaugur Þór Þórðarson skrifar Skoðun Virði en ekki byrði Hulda Bjarnadóttir skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn – svarið fyrir fjölskyldur og ungt fólk Guðbjörg Oddný Jónasdóttir skrifar Skoðun Vanrækt barn er besti ráðherrann Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Fjárfestum í vellíðan – því hver króna skilar sér margfalt til baka Theodór Ingi Ólafsson skrifar Skoðun Úr öskunni í eldinn á laugardaginn? Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Skuggaspil valdsins Anna Kristín Jensdóttir skrifar Skoðun Viltu að barnabörnin þín verði fátækir leiguliðar? Hildur Þórðardóttir skrifar Skoðun Nýtt upphaf – í þjónustu við þjóðina Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Hlustum á hvert annað og breytum þessu Aðalsteinn Leifsson skrifar Skoðun Kæru landsmenn – þetta er ekki lengur boðlegt Ágústa Árnadóttir skrifar Skoðun XL niðurskurður – hugsum stórt! Arnar Þór Jónsson,Kári Allansson skrifar Skoðun Blórabögglar og gylliboð frá vinstri Njáll Trausti Friðbertsson skrifar Skoðun Hvað kjósa foreldrar ósýnilegra barna? Vigdís Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Heimskasta þjóð í heimi? Sverrir Björnsson skrifar Skoðun Jöfnum leikinn á laugardaginn Björgvin G. Sigurðsson skrifar Skoðun ADHD, fjórir stafir og hvað svo? Jóna Kristín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Skattagleði á kostnað ferðaþjónustunnar Hildur Sverrisdóttir skrifar Skoðun Börnin heim Hanna Katrín Friðriksson skrifar Sjá meira
- hefði það einhverju breytt? Já, ég held það. Auðvitað hefði það ekki komið í veg fyrir hrunið, en það hefði getað breytt viðbrögðum fólks við því. Gamall félagi minn sagði: Þarna gerðist það sem við höfðum alltaf spáð. En við höfðum ekki samtök til að skýra það fyrir almenningi. Íslenska auðvaldið hrundi, og nokkrir bófar stálu milljörðum frá íslenskum almenningi. Hver urðu viðbrögðin? Alger glundroði og fólk var ráðvillt. Hefði marxískur flokkur þá verið til, hefði hann getað bent á samhengið, og margir hefðu skilið það. Auðvitað hefði ekki orðið bylting, en fjöldi manns hefði áttað sig og getað brugðist við á þann hátt að beita sér fyrir hagsmunum sínum, alþýðuhag. Komandi kosningar sýna nú enn einu sinni að fólk leitar í allar áttir, varla er fyrir nokkurn mann að átta sig á muninum á öllum þessum framboðum. Ég studdi Vinstrigræna meðan ekki bauðst betra. Sáróánægður var ég samt, því þótt núverandi ríkisstjórn sé sú besta sem ég man eftir, þá hafði hún ekki styrk né stefnufestu til að gera betur en hún gerði. Auðvitað gat hún ekki annað en endurreist auðvaldskerfið. Það er ekki hægt að gera byltingu frá Alþingishúsinu við Austurvöll, því bylting er að alþýðan taki sjálf völdin.Valkostur við auðvaldið Og þegar VG var stofnað, réði varkárnin og löngun til að hafa sem flesta með, svo ekki var einu sinni minnst á sósíalisma í stefnuskránni. Hvað þá að á nokkurn hátt væri unnið í þá átt. Í staðinn vildi flokkurinn efla smáfyrirtæki! Eins og mögulegt væri að festa auðvaldið á tilteknu, frumstæðu þróunarstigi. Nei, frjáls samkeppni leiðir auðvitað til þess að sumir sigra, og aðrir tapa. Þeir sem sigra þenjast út og gleypa taparana. Auðvaldskerfinu fylgir að sífellt skiptast á þensluskeið þar sem náttúruauðlindum er sóað til að framleiða fleiri vörur en hægt er að selja, eða verra, vopnaframleiðslu og mútur til herforingja smáríkja til að kaupa þau. Síðan koma kreppur með miklu atvinnuleysi og skorti. Kratar þykjast geta bætt úr þessu með umbótum á auðvaldskerfinu, en það hefur margsýnt sig, t.d. nú í Danmörku, að í kreppu verða þeir fyrstir allra til að skera niður alla sigurvinningar alþýðu undir þensluskeiði. Í staðinn hygla þeir fyrirtækjum með skattaívilnunum og öðru þvílíku. Það vantaði flokk sem gat bent á valkost við þetta kerfi, þar sem þeir fá völd sem kunna að græða peninga, en ekki þeir sem kunna að leika á hljóðfæri, semja skáldverk, mála myndir, og á annan hátt gera lífið auðugra og fegurra fyrir alþjóð. Nú höfum við loksins fengið flokk sem bendir á valkost við auðvaldið. Alþýðufylkingunni er ekki spáð að fá þingmann kjörinn nú, svo skömmu eftir stofnun hennar. En það skiptir minnstu máli. Meginatriðið er hitt, að bera fram stefnuna og safna liði um hana. Styðjum Alþýðfylkinguna!
Samfylkingin hafnar einkavæðingu í skólakerfinu Arnór Heiðar Benónýsson,Anna María Jónsdóttir Skoðun
Skoðun Frjálsar handfæraveiðar - Opið svar til Strandveiðifélags Íslands Álfheiður Eymarsdóttir skrifar
Skoðun Ofbeldisvarnir og alhliða kynfræðsla alla skólagönguna! Sigrún Birna Björnsdóttir Kaaber skrifar
Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn – svarið fyrir fjölskyldur og ungt fólk Guðbjörg Oddný Jónasdóttir skrifar
Skoðun Fjárfestum í vellíðan – því hver króna skilar sér margfalt til baka Theodór Ingi Ólafsson skrifar
Samfylkingin hafnar einkavæðingu í skólakerfinu Arnór Heiðar Benónýsson,Anna María Jónsdóttir Skoðun