Í aðdraganda Alþingiskosninga Sveinn Aðalsteinsson skrifar 25. apríl 2013 06:00 Það hefur mikið sótt að mér síðustu daga, hvernig á því stendur að stjórnmálaumræða og reyndar umræða almennt um framkvæmda og efnahagsmál á Íslandi, er oftar en ekki byggð á staðleysum í stað staðreynda. Ég hélt í fáfræði minni fyrir 40 árum að samfara sívaxandi menntun þjóðarinnar myndi ástand þessara mála taka miklum framförum á komandi áratugum. Augljóst er að menn mun ævinlega greina á um leiðir til lausna aðsteðjandi vandamálum. Þar fléttast inn mörg atriði, er skilja einstaklinga að, s.s. uppruni, umhverfismótun, menntun, reynsla og hagsmunir. Staða Valdaflokksins Hvað veldur að áróðursmeistarar Valdaflokksins frá lýðveldisstofnun að hruni gera að höfuðmáli kröfu um skattalækkun, sem nýtast eigi skuldsettum heimilum, sem líflína úr skuldafeninu? Fullyrðing um að Ísland eigi heimsmet í skattaáþján (um eða yfir 60% staðgr.sk.) byggir á hreinum blekkingum. Ef eitthvað er „fugl í skógi“ varðandi ábendingar um leiðir til skuldalækkunar stökkbreyttra lána, hafa sjálfstæðismenn greinilega forskot á alla aðra í tillögugerð! En getur verið að kjósendur, sem telja verður sæmilega upplýsta, falli fyrir staðleysuáróðri, sem auðvelt er að sýna fram á að fái ekki staðist? Hvað veldur að stjórnmálamenn annarra flokka svari ekki slíkum staðleysum? Við höfum verið haldin þeirri firru, nánast heilaþvegin, að á Íslandi sé svo til engin stéttaskipting. Hvað fær okkur til að halda slíku fram? Staðreyndir um annað blasa víða við og ef eitthvað er í vaxandi mæli. Skipting í stjórnmálum Menn staðsetja stjórnmálamenn til vinstri, í miðju og til hægri. Þeir sem taldir eru vinstrimenn aðhyllast frekar félagslegar lausnir til hagsbóta fyrir almenning. Þeir sem hallast til hægri telja að hagkvæmast sé að leita markaðslausna og verja oftar en ekki sérhagsmuni þeirra sem þá hafa. Til sérhagsmunaaflanna telst einungis örlítið brot kjósenda. Hvað veldur að þeim sem aðhyllast félagslegar lausnir gengur svona illa að fylkja kjósendum um þær? Nefna má sem skýringu skort á persónulegu sambandi og þar með upplýsingum og trausti. Ekki er að sjá að þeir miklu möguleikar sem opnast hafa með tilkomu internetsins hafi breytt miklu í að ná á einhvern persónulegan hátt til kjósenda. Einlægnina og mannlega nálgun, sem ekki fæst með orðsendingum gegnum blöð, útvarp og sjónvarp, vantar.Helsu atriði kosningabaráttunnar Fjögur atriði einkenna yfirstandandi kosningabaráttu. Í fyrsta lagi tillögur Framsóknar til lausnar skuldavanda heimilanna, sem fært hefur þeim ótrúlegt forskot á aðra flokka. Í annan stað fjöldi örframboða, sem 90% teljast til vinstri og leggja öll áherslu á nauðasvipuð mál. Í þriðja lagi alger uppgjöf og ráðaleysi beggja stjórnarflokkanna, sem að meirihluta til vilja láta kalla sig til vinstri hvað sem það svo merkir í einstökum atriðum. Algert hugmyndaleysi um hvað eigi að taka við að kosningum afstöðnum. Tankurinn sem sagt tómur og sprungið á öllum! Í fjórða lagi örvænting gamla Valdaflokksins,sem greinilega á við mikil innanmein að stríða og á sér nú það háleita markmið að þokast örlítið yfir Framsókn í fylgi! Það hefði einhvern tíma þótt frétt til næsta bæjar! Gamla ráðaflokksins, sem taldi brautina breiða og beina að stjórnarkötlunum að afloknu hreinsunarstarfi vinstri stjórnarinnar. Stjórnar sem ekki einungis hefur mokað flórinn, eftir viðskilnað hrunflokkanna, heldur „teppaleggur“ nú í blálokin endurkomuleið þeirra, sem við taka með því að stórauka lyfjakostnað þeirra er síst skyldi, þ.e. þeirra sem nauðsynlega verða að nota lyf um ókomin tíma og jafnvel allt sitt líf. Er ekki löngu tímabært að miðjumenn í pólitíska litrófinu stilli saman strengi? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kosningar 2013 Skoðun Mest lesið Veiðum hval - virðum lög Þorsteinn Sæmundsson Skoðun Kjósum á næsta kjörtímabili Jón Steindór Valdimarsson Skoðun Mjúki penninn Berglind Pétursdóttir Bakþankar Kæra vinkona Margrét Pála María Ösp Ómarsdóttir,Tinna Björg Kristinsdóttir Skoðun Áminntur um sannsögli Jón Ármann Steinsson Skoðun Umferðarslys eða umhverfisslys Baldur Sigurðsson Skoðun Takk fyrir vikuna Laufey María Jóhannsdóttir og Benedikt Traustason Skoðun Er aukin atvinnuþátttaka kostnaður fyrir samfélagið? Gunnlaugur Már Briem Skoðun Tímamót í örorku- og endurhæfingarmálum - takk VG, takk ríkisstjórn Steingrímur J. Sigfússon Skoðun Á að banna notkun gervigreindar í háskólum? Guðmundur Björnsson Skoðun Skoðun Skoðun Áminntur um sannsögli Jón Ármann Steinsson skrifar Skoðun Nvidia, Bitcoin og gamla varnarliðið: Hvað bíður Íslands? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Ekki hluti af OKKAR Evrópu! Margrét Kristmannsdóttir skrifar Skoðun Mikil aukning í unglingadrykkju – eða hvað? Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Kílómetragjald – Mun lækkun á bensíni og dísel skila sér til neytenda? Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Er aukin atvinnuþátttaka kostnaður fyrir samfélagið? Gunnlaugur Már Briem skrifar Skoðun Stjórnmálaflokkar á öruggu framfæri ríkis og sveitarfélaga Jóhannes Bjarni Guðmundsson skrifar Skoðun 30 milljarðar í útsvar en engin rödd í kosningum Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Jólakötturinn, ert það þú? Aldís Amah Hamilton,Hulda Jónsdóttir Tölgyes,Klara Ósk Elíasdóttir,Ragnheiður Gröndal,Rósa Líf Darradóttir,Valgerður Árnadóttir skrifar Skoðun Vaxtaokrið Jónas Yngvi Ásgrímsson skrifar Skoðun Er Ísland enn fullvalda? Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Ó, Reykjavík Ari Allansson skrifar Skoðun Mun húsnæðispakkinn hækka leigu og þar með verðbólguna? Sigrún Brynjarsdóttir skrifar Skoðun Leggðu íslenskunni lið Hópur stjórnarmanna Almannaróms skrifar Skoðun Þegar framtíðin hverfur Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Upplýsingar, afþreying og ógnir á Netinu Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Samráð óskast: fjölmenningarstefna Reykjavíkurborgar Oktavía Hrund Guðrúnar Jóns skrifar Skoðun Kjarninn í vörninni fyrir hagsmunum Íslands Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Til hamingju Ísland Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Vestfirðir til þjónustu reiðubúnir Þorsteinn Másson skrifar Skoðun Enn hækka fasteignaskattar í Reykjanesbæ Margrét Sanders skrifar Skoðun Áskorun til Þjóðkirkjunnar Skírnir Garðarsson skrifar Skoðun Samkennd án landamæra Guðrún Helga Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Réttindalaus rafmagnsvinna ógnar öryggi og dregur úr trausti Pétur H. Halldórsson skrifar Skoðun Fjölmenning er ekki áskorun, hún er fjárfesting Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Ytra mat á ís Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jenný Árnadóttir skrifar Skoðun Starfslok vegna kennitölu: tímaskekkja sem flýtir öldrun Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Aukinn stuðningur við leigjendur í Reykjavík Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Frelsi frá kynhlutverkum: innsýn sem breytir samböndum Þórdís Filipsdóttir skrifar Skoðun Brýtur innviðaráðherra lög? Örvar Marteinsson skrifar Sjá meira
Það hefur mikið sótt að mér síðustu daga, hvernig á því stendur að stjórnmálaumræða og reyndar umræða almennt um framkvæmda og efnahagsmál á Íslandi, er oftar en ekki byggð á staðleysum í stað staðreynda. Ég hélt í fáfræði minni fyrir 40 árum að samfara sívaxandi menntun þjóðarinnar myndi ástand þessara mála taka miklum framförum á komandi áratugum. Augljóst er að menn mun ævinlega greina á um leiðir til lausna aðsteðjandi vandamálum. Þar fléttast inn mörg atriði, er skilja einstaklinga að, s.s. uppruni, umhverfismótun, menntun, reynsla og hagsmunir. Staða Valdaflokksins Hvað veldur að áróðursmeistarar Valdaflokksins frá lýðveldisstofnun að hruni gera að höfuðmáli kröfu um skattalækkun, sem nýtast eigi skuldsettum heimilum, sem líflína úr skuldafeninu? Fullyrðing um að Ísland eigi heimsmet í skattaáþján (um eða yfir 60% staðgr.sk.) byggir á hreinum blekkingum. Ef eitthvað er „fugl í skógi“ varðandi ábendingar um leiðir til skuldalækkunar stökkbreyttra lána, hafa sjálfstæðismenn greinilega forskot á alla aðra í tillögugerð! En getur verið að kjósendur, sem telja verður sæmilega upplýsta, falli fyrir staðleysuáróðri, sem auðvelt er að sýna fram á að fái ekki staðist? Hvað veldur að stjórnmálamenn annarra flokka svari ekki slíkum staðleysum? Við höfum verið haldin þeirri firru, nánast heilaþvegin, að á Íslandi sé svo til engin stéttaskipting. Hvað fær okkur til að halda slíku fram? Staðreyndir um annað blasa víða við og ef eitthvað er í vaxandi mæli. Skipting í stjórnmálum Menn staðsetja stjórnmálamenn til vinstri, í miðju og til hægri. Þeir sem taldir eru vinstrimenn aðhyllast frekar félagslegar lausnir til hagsbóta fyrir almenning. Þeir sem hallast til hægri telja að hagkvæmast sé að leita markaðslausna og verja oftar en ekki sérhagsmuni þeirra sem þá hafa. Til sérhagsmunaaflanna telst einungis örlítið brot kjósenda. Hvað veldur að þeim sem aðhyllast félagslegar lausnir gengur svona illa að fylkja kjósendum um þær? Nefna má sem skýringu skort á persónulegu sambandi og þar með upplýsingum og trausti. Ekki er að sjá að þeir miklu möguleikar sem opnast hafa með tilkomu internetsins hafi breytt miklu í að ná á einhvern persónulegan hátt til kjósenda. Einlægnina og mannlega nálgun, sem ekki fæst með orðsendingum gegnum blöð, útvarp og sjónvarp, vantar.Helsu atriði kosningabaráttunnar Fjögur atriði einkenna yfirstandandi kosningabaráttu. Í fyrsta lagi tillögur Framsóknar til lausnar skuldavanda heimilanna, sem fært hefur þeim ótrúlegt forskot á aðra flokka. Í annan stað fjöldi örframboða, sem 90% teljast til vinstri og leggja öll áherslu á nauðasvipuð mál. Í þriðja lagi alger uppgjöf og ráðaleysi beggja stjórnarflokkanna, sem að meirihluta til vilja láta kalla sig til vinstri hvað sem það svo merkir í einstökum atriðum. Algert hugmyndaleysi um hvað eigi að taka við að kosningum afstöðnum. Tankurinn sem sagt tómur og sprungið á öllum! Í fjórða lagi örvænting gamla Valdaflokksins,sem greinilega á við mikil innanmein að stríða og á sér nú það háleita markmið að þokast örlítið yfir Framsókn í fylgi! Það hefði einhvern tíma þótt frétt til næsta bæjar! Gamla ráðaflokksins, sem taldi brautina breiða og beina að stjórnarkötlunum að afloknu hreinsunarstarfi vinstri stjórnarinnar. Stjórnar sem ekki einungis hefur mokað flórinn, eftir viðskilnað hrunflokkanna, heldur „teppaleggur“ nú í blálokin endurkomuleið þeirra, sem við taka með því að stórauka lyfjakostnað þeirra er síst skyldi, þ.e. þeirra sem nauðsynlega verða að nota lyf um ókomin tíma og jafnvel allt sitt líf. Er ekki löngu tímabært að miðjumenn í pólitíska litrófinu stilli saman strengi?
Tímamót í örorku- og endurhæfingarmálum - takk VG, takk ríkisstjórn Steingrímur J. Sigfússon Skoðun
Skoðun Kílómetragjald – Mun lækkun á bensíni og dísel skila sér til neytenda? Gunnar Alexander Ólafsson skrifar
Skoðun Stjórnmálaflokkar á öruggu framfæri ríkis og sveitarfélaga Jóhannes Bjarni Guðmundsson skrifar
Skoðun Jólakötturinn, ert það þú? Aldís Amah Hamilton,Hulda Jónsdóttir Tölgyes,Klara Ósk Elíasdóttir,Ragnheiður Gröndal,Rósa Líf Darradóttir,Valgerður Árnadóttir skrifar
Tímamót í örorku- og endurhæfingarmálum - takk VG, takk ríkisstjórn Steingrímur J. Sigfússon Skoðun