Kosið verður um efnahagslegt sjálfstæði þjóðarinnar Kristinn H. Gunnarsson skrifar 25. apríl 2013 06:00 Í yfirstandandi kosningabaráttu er að verulegu leyti siglt framhjá þeirri staðreynd að það varð fjárhagslegt hrun í bankakreppunni. Of margir stjórnmálaflokkar bjóða óraunhæfa framtíðarsýn og vekja vonir og væntingar sem engin innistæða er fyrir. Afleiðingin af þessu ábyrgðarleysi verður eingöngu slæm, óstöðugleiki, verðbólga, kjaraskerðing og ennfrekari skuldasöfnun hins opinbera og einstaklinga. Veruleikinn er sá, að þjóðin hefur aldrei verið eins nálægt því að missa úr höndunum á sér efnahagslegt sjálfstæði sitt. Óstöðugleiki og verðbólga á næstu árum gætu leitt til þess að stjórnvöld misstu algerlega tökin og landið yrði komið upp á náð og miskunn erlendra lánardrottna. Þetta hefur áður gerst í sögunni og er nærtækast að minna á Nýfundnaland, sem réði ekki við skuldir sínar og varð hluti af Kanada um miðja síðustu öld. Þrátt fyrir harðar aðgerðir í ríkisfjármálum á síðustu 4 árum er enn nokkuð langt í land. Skuldir hins opinbera eru mjög háar og vaxtagreiðslur eru einn allra stærsti útgjaldaliður fjárlaga. Á hverji ári er greitt tvöfalt meira í vexti af skuldum en varið er til reksturs Landsspítalans. Vaxtakostnaður eins árs eru svipaðar og fjárveitingar til nýframkvæmda í vegamálum í heilan áratug. Ríkið er háð Alþjóða gjaldeyrissjóðnum um aðgang að nægilegum erlendum gjaldeyri og það þarf að hafa ströng gjaldeyrishöft til þess að koma í veg fyrir stórfellda almenna kjaraskerðingu sem annars yrði. Brýnasta verkefnið er að greiða niður skuldir ríkisins, endurskipuleggja rekstur þess, losa um gjaldeyrishöft og koma á efnahagslegum stöðugleika með lágri verðbólgu. Takist þetta mun verða hægt að standa við framtíðarskuldbindingar innanlands sem erlendis og auka á næstu árum hægt og bítandi framlög til velferðarmála. Þetta er verkefnið framundan, sem verður að horfast í augu við. Það er flótti frá veruleikanum að halda öðru fram. Það eru engin töfraráð til sem breyta myndinni og verði hlaupið eftir lýðskruminu að þessu sinni mun það seinka því að farið verði í nauðsynlegar efnahagslegar aðgerðir og þær munu þurfa að verða enn harðari þegar að þeim loks mun koma. Ríkisstjórnarflokkarnir hafa skorið sig að verulegu leyti úr í kosningabaráttunni að þessu leyti. Forystumönnum flokkanna er greinilega ljós alvara málsins eftir eitt allra erfiðasta kjörtímabil á lýðveldistímanum. Jafnaðarmannaflokkarnir eru þess vegna öðrum flokkum líklegri til þess að haga stjórn efnahagsmála þannig að farsælt verði fyrir þjóðina. Ríkisstjórn annarra flokka er líkleg til þess að eyða tíma og takmörkuðum fjárráðum til þess að efna stórkarlaleg kosningaloforð. Það mun tefja efnahagslega endurreisn og setja í alvarlega tvísýnu efnahagslegt sjálfstæði þjóðarinnar. Það er fjöregg sem stjórnmálaflokkarnir eiga ekki að leika sér að. Þá verður það verkefni næsta kjörtímabils að ákveða hvernig arðinum af auðlindum til lands og sjávar verður skipt og hvernig framtíðareignarhald verður mikilvægum fyrirtækjum eins og Landsvirkjun og Landsbankanum. Reynslan af einkavæðingunni í upphafi aldarinnar gefur ekki tilefni til þess að setja sömu flokkana aftur að þeim verkum. Samfylkingin hefur gefið út ítarlegan bækling um efnahagsmál, sem staðfestir að flokkurinn lítur á efnahagslegt sjálfstæði þjóðarinnar sem helsta viðfangsefnið með mörgum skynsamlegum tillögum og Vinstri grænir hafa farið mjög gætilega í útgjaldaloforðum. Þrátt fyrir margvísleg mistök á kjörtímabilinu og alvarlegar vanefndir á mikilsverðum loforðum, sem sitja í mörgum þeirra sem studdu flokkana til valda fyrir fjórum árum eru jafnaðarmannaflokkarnir líklegri en gömlu stjórnarflokkarnir til þess að vinna úr fjárhagsvanda þjóðarinnar með ábyrgum hætti. Þeir eru fjárhagslega ábyrgari og munu fyrr geta lagt grunn að nauðsynlegri þjóðarsátt um langtímaaðgerðir í efnahagsmálum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kosningar 2013 Skoðun Kristinn H. Gunnarsson Mest lesið Ráðherrann Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Það er allt í lagi að vera þú sjálfur - Opið bréf til Snorra Mássonar Kári Stefánsson Skoðun Hugsjónir ójafnaðarmanns - svar við bréfi Kára Snorri Másson Skoðun Viðreisn er Samfylkingin Júlíus Viggó Ólafsson Skoðun „Ég hefði nú ekkert á móti því að taka aðeins í tæjuna“ Eva Pandora Baldursdóttir Skoðun Samfylkingin hafnar einkavæðingu í skólakerfinu Arnór Heiðar Benónýsson,Anna María Jónsdóttir Skoðun Heimskasta þjóð í heimi? Sverrir Björnsson Skoðun Mun forseti Íslands fremja landráð? Ástþór Magnússon Skoðun Er skynsemi Sigmundar Davíðs o.fl. skynsamleg? Ole Anton Bieltvedt Skoðun Sjálfskaparvíti Samfylkingar og Viðreisnar Birta Karen Tryggvadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Virði en ekki byrði Hulda Bjarnadóttir skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn – svarið fyrir fjölskyldur og ungt fólk Guðbjörg Oddný Jónasdóttir skrifar Skoðun Vanrækt barn er besti ráðherrann Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Fjárfestum í vellíðan – því hver króna skilar sér margfalt til baka Theodór Ingi Ólafsson skrifar Skoðun Úr öskunni í eldinn á laugardaginn? Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Skuggaspil valdsins Anna Kristín Jensdóttir skrifar Skoðun Viltu að barnabörnin þín verði fátækir leiguliðar? Hildur Þórðardóttir skrifar Skoðun Nýtt upphaf – í þjónustu við þjóðina Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Hlustum á hvert annað og breytum þessu Aðalsteinn Leifsson skrifar Skoðun Kæru landsmenn – þetta er ekki lengur boðlegt Ágústa Árnadóttir skrifar Skoðun XL niðurskurður – hugsum stórt! Arnar Þór Jónsson,Kári Allansson skrifar Skoðun Blórabögglar og gylliboð frá vinstri Njáll Trausti Friðbertsson skrifar Skoðun Hvað kjósa foreldrar ósýnilegra barna? Vigdís Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Heimskasta þjóð í heimi? Sverrir Björnsson skrifar Skoðun Jöfnum leikinn á laugardaginn Björgvin G. Sigurðsson skrifar Skoðun ADHD, fjórir stafir og hvað svo? Jóna Kristín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Skattagleði á kostnað ferðaþjónustunnar Hildur Sverrisdóttir skrifar Skoðun Börnin heim Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Mun forseti Íslands fremja landráð? Ástþór Magnússon skrifar Skoðun Ég býð mig fram fyrir framtíðarkynslóðir Finnur Ricart Andrason skrifar Skoðun Rödd mannréttinda, jöfnuðar og jafnréttis þarf að hljóma á Alþingi Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Gera þarf skurk í búsetumálum eldri borgara Ólafur Ísleifsson skrifar Skoðun „Ég hefði nú ekkert á móti því að taka aðeins í tæjuna“ Eva Pandora Baldursdóttir skrifar Skoðun Vilt þú breytingu á stjórn landsins? Hannes S. Jónsson skrifar Skoðun Hugsjónir ójafnaðarmanns - svar við bréfi Kára Snorri Másson skrifar Skoðun Af hverju er nauðsyn að fá Sósíalista inn á þing og í næstu ríkisstjórn? Ólafur H. Ólafsson skrifar Skoðun Búsetufrelsi og lögheimilisskráning Heiðbrá Ólafsdóttir skrifar Skoðun Rangfærslur og aðrar villur í umræðunni um Evrópusambandið Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Geðveikir frasar – en það þarf að vera plan! Ragna Sigurðardóttir,Sigurþóra Bergsdóttir skrifar Skoðun Þarf Ábyrg framtíð 14,1% til að komast í kappræður Heimildarinnar? Jóhannes Loftsson skrifar Sjá meira
Í yfirstandandi kosningabaráttu er að verulegu leyti siglt framhjá þeirri staðreynd að það varð fjárhagslegt hrun í bankakreppunni. Of margir stjórnmálaflokkar bjóða óraunhæfa framtíðarsýn og vekja vonir og væntingar sem engin innistæða er fyrir. Afleiðingin af þessu ábyrgðarleysi verður eingöngu slæm, óstöðugleiki, verðbólga, kjaraskerðing og ennfrekari skuldasöfnun hins opinbera og einstaklinga. Veruleikinn er sá, að þjóðin hefur aldrei verið eins nálægt því að missa úr höndunum á sér efnahagslegt sjálfstæði sitt. Óstöðugleiki og verðbólga á næstu árum gætu leitt til þess að stjórnvöld misstu algerlega tökin og landið yrði komið upp á náð og miskunn erlendra lánardrottna. Þetta hefur áður gerst í sögunni og er nærtækast að minna á Nýfundnaland, sem réði ekki við skuldir sínar og varð hluti af Kanada um miðja síðustu öld. Þrátt fyrir harðar aðgerðir í ríkisfjármálum á síðustu 4 árum er enn nokkuð langt í land. Skuldir hins opinbera eru mjög háar og vaxtagreiðslur eru einn allra stærsti útgjaldaliður fjárlaga. Á hverji ári er greitt tvöfalt meira í vexti af skuldum en varið er til reksturs Landsspítalans. Vaxtakostnaður eins árs eru svipaðar og fjárveitingar til nýframkvæmda í vegamálum í heilan áratug. Ríkið er háð Alþjóða gjaldeyrissjóðnum um aðgang að nægilegum erlendum gjaldeyri og það þarf að hafa ströng gjaldeyrishöft til þess að koma í veg fyrir stórfellda almenna kjaraskerðingu sem annars yrði. Brýnasta verkefnið er að greiða niður skuldir ríkisins, endurskipuleggja rekstur þess, losa um gjaldeyrishöft og koma á efnahagslegum stöðugleika með lágri verðbólgu. Takist þetta mun verða hægt að standa við framtíðarskuldbindingar innanlands sem erlendis og auka á næstu árum hægt og bítandi framlög til velferðarmála. Þetta er verkefnið framundan, sem verður að horfast í augu við. Það er flótti frá veruleikanum að halda öðru fram. Það eru engin töfraráð til sem breyta myndinni og verði hlaupið eftir lýðskruminu að þessu sinni mun það seinka því að farið verði í nauðsynlegar efnahagslegar aðgerðir og þær munu þurfa að verða enn harðari þegar að þeim loks mun koma. Ríkisstjórnarflokkarnir hafa skorið sig að verulegu leyti úr í kosningabaráttunni að þessu leyti. Forystumönnum flokkanna er greinilega ljós alvara málsins eftir eitt allra erfiðasta kjörtímabil á lýðveldistímanum. Jafnaðarmannaflokkarnir eru þess vegna öðrum flokkum líklegri til þess að haga stjórn efnahagsmála þannig að farsælt verði fyrir þjóðina. Ríkisstjórn annarra flokka er líkleg til þess að eyða tíma og takmörkuðum fjárráðum til þess að efna stórkarlaleg kosningaloforð. Það mun tefja efnahagslega endurreisn og setja í alvarlega tvísýnu efnahagslegt sjálfstæði þjóðarinnar. Það er fjöregg sem stjórnmálaflokkarnir eiga ekki að leika sér að. Þá verður það verkefni næsta kjörtímabils að ákveða hvernig arðinum af auðlindum til lands og sjávar verður skipt og hvernig framtíðareignarhald verður mikilvægum fyrirtækjum eins og Landsvirkjun og Landsbankanum. Reynslan af einkavæðingunni í upphafi aldarinnar gefur ekki tilefni til þess að setja sömu flokkana aftur að þeim verkum. Samfylkingin hefur gefið út ítarlegan bækling um efnahagsmál, sem staðfestir að flokkurinn lítur á efnahagslegt sjálfstæði þjóðarinnar sem helsta viðfangsefnið með mörgum skynsamlegum tillögum og Vinstri grænir hafa farið mjög gætilega í útgjaldaloforðum. Þrátt fyrir margvísleg mistök á kjörtímabilinu og alvarlegar vanefndir á mikilsverðum loforðum, sem sitja í mörgum þeirra sem studdu flokkana til valda fyrir fjórum árum eru jafnaðarmannaflokkarnir líklegri en gömlu stjórnarflokkarnir til þess að vinna úr fjárhagsvanda þjóðarinnar með ábyrgum hætti. Þeir eru fjárhagslega ábyrgari og munu fyrr geta lagt grunn að nauðsynlegri þjóðarsátt um langtímaaðgerðir í efnahagsmálum.
Samfylkingin hafnar einkavæðingu í skólakerfinu Arnór Heiðar Benónýsson,Anna María Jónsdóttir Skoðun
Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn – svarið fyrir fjölskyldur og ungt fólk Guðbjörg Oddný Jónasdóttir skrifar
Skoðun Fjárfestum í vellíðan – því hver króna skilar sér margfalt til baka Theodór Ingi Ólafsson skrifar
Skoðun Rödd mannréttinda, jöfnuðar og jafnréttis þarf að hljóma á Alþingi Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Af hverju er nauðsyn að fá Sósíalista inn á þing og í næstu ríkisstjórn? Ólafur H. Ólafsson skrifar
Skoðun Geðveikir frasar – en það þarf að vera plan! Ragna Sigurðardóttir,Sigurþóra Bergsdóttir skrifar
Skoðun Þarf Ábyrg framtíð 14,1% til að komast í kappræður Heimildarinnar? Jóhannes Loftsson skrifar
Samfylkingin hafnar einkavæðingu í skólakerfinu Arnór Heiðar Benónýsson,Anna María Jónsdóttir Skoðun