Skattar og velferð – Hugsum til framtíðar Hulda Guðmunda Óskarsdóttir skrifar 25. apríl 2013 06:00 Nóbelshafarnir í hagfræði, Paul Krugman og Joseph Stiglitz, telja að óheftir fjármálamarkaðir hafði stuðlað að efnahagskreppunni sem heimurinn varð fyrir. Þeir benda á að niðurskurðar- og samdráttarstefna leiði til minni hagvaxtar, sem vísar til hlutfallslegra breytinga á landsframleiðslu frá einu ári til annars. Landsframleiðsla gerir grein fyrir ráðstöfun fjármuna sem verða til í efnahagskerfinu. Þegar búið er að draga frá afskriftir og skuldir er talað um verga landsframleiðslu. Undirstaða hagvaxtar eru fjárfestingar og nýsköpun sem eru grunnurinn að aukningu samkeppnishæfni. Virk samkeppni leiðir meðal annars til betri vara og þjónustu, ábyrgari rekstur og frekari nýsköpunar og framfara atvinnulífs. Fjölmargir tengja skattalækkanir við aukinn niðurskurð í opinberum rekstri. Á tíunda áratug síðustu aldar urðu Finnar fyrir djúpri efnahagskreppu. Verg landsframleiðsla þeirra dróst saman um 11%, gengið féll um 40%, fasteigaverð lækkaði um 50%, atvinnuleysið fór úr 3% í 18,4% og skuldabyrði almennings og fyrirtæka varð gífurleg. Tekjuskattur varð meðal hinna hæstu sem þekkjast í heiminum. Hið opinbera var fjársvelt og gripið var til þeirra ráða að veita fé til atvinnulífsins og skattar voru lækkaðir samtals um 20%. Aðgerðirnar áttu að örva efnahagsaðstæður og lögð var áhersla á útflutningsgreinar. Aðgerðir Finna voru álitnar glapræði. Reyndin var hinsvegar sú að aðgerðirnar stuðluðu að aukningu í verðmætasköpun, útflutningi (aukinn gjaldeyrisforði), fjárfestingum, nýsköpun og hagvöxtur jókst. Skattalækkanirnar örvuðu atvinnulífið og á örfáum árum varð Finnland meðal samkeppnishæfustu þjóða heims. Hagfræðingar á borð við Krugman og Stiglitz hafa bent á að með því að stækka kökuna verða skuldir mun viðráðanlegri, eins og Finnar komust að, og stefna frjálshyggjunnar sem einkennist af niðurskurðar- og samdráttarúrræðum er ekki líkleg til árangurs. Stjórnvöld þurfa að beita örvandi aðgerðum til að koma atvinnulífinu áfram. Slíkar aðferðir leiða til aukins hagvaxtar og þar með aukinnar velferðar. Aðgerðir núverandi ríkisstjórnar eru í anda frjálshyggjunnar. Töfralausnir eru ekki til. Það tekur nokkur ár að auka hagvöxt, ná stöðugleika og draga verulega úr almennum skuldavanda. Forgangsmál Sjálfstæðisflokksins er að horfa til framtíðar og ná þannig að stækka kökuna til langs tíma. Efla þarf atvinnulífið, lækka skatta og auka ráðstöfunartekjur og takast á við skuldavanda heimilanna. Með eflingu atvinnulífs aukast fjárfestingar og nýsköpun sem stuðar að hagvexti og stöðugleika. Lækkun skatta á fyrirtæki eykur meðal annars svigrúm til nýráðninga og hærri launaveitinga. Lækkun skatta á einstaklinga eykur ráðstöfunartekjur heimilanna og léttir rekstur þeirra. Samanlagt auka aðgerðirnar velferð og samkeppnishæfni Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kosningar 2013 Skoðun Mest lesið Hve lengi tekur sjórinn við? Björn Brynjúlfur Björnsson Skoðun Fyrir hverja er Sjúkratryggingar Íslands? Hrefna Sif Jónsdóttir Skoðun Hliðarveruleiki hræðsluáróðurs og „pólitískur forarpyttur“ Þórður Snær Júlíusson Skoðun Að bregðast ungu fólki í viðkvæmri stöðu Ingibjörg Isaksen Skoðun Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal Skoðun Líffræðilega ómögulegt Björn Ólafsson Skoðun Nauðsynlegar breytingar á Menntasjóði námsmanna Ragna Sigurðardóttir Skoðun Minn gamli góði flokkur Hólmgeir Baldursson Skoðun Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal Skoðun Vindmyllufyrirtæki í áskrift hjá íslenskum almenningi Linda Jónsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Sérstök staða orkusveitarfélaga! Guðmundur Haukur Jakobsson skrifar Skoðun Miklar endurbætur á lánum menntasjóðs námsmanna Elín Íris Fanndal skrifar Skoðun Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal skrifar Skoðun Er almenningur rusl? Sigurður Ingi Friðleifsson skrifar Skoðun Líffræðilega ómögulegt Björn Ólafsson skrifar Skoðun Veiðigjaldið stendur undir kostnaði Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Minn gamli góði flokkur Hólmgeir Baldursson skrifar Skoðun Hve lengi tekur sjórinn við? Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Orkan okkar, börnin og barnabörnin Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Að fjárfesta í sjálfbærri verðmætasköpun Ingibjörg Ösp Stefánsdóttir skrifar Skoðun Að bregðast ungu fólki í viðkvæmri stöðu Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Hliðarveruleiki hræðsluáróðurs og „pólitískur forarpyttur“ Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Fyrir hverja er Sjúkratryggingar Íslands? Hrefna Sif Jónsdóttir skrifar Skoðun Nauðsynlegar breytingar á Menntasjóði námsmanna Ragna Sigurðardóttir skrifar Skoðun Skipta ekki öll börn jafn miklu máli? Greiðslur Reykjavíkurborgar fyrir nám barna utan sveitarfélags Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Er sjálfbærni bara fyrir raungreinafólk? Saga Helgason skrifar Skoðun Börn í skjóli Kvennaathvarfsins Auður Magnúsdóttir skrifar Skoðun Börn, foreldrar og skólar í vanda: Hvernig eigum við að nálgast verkefnið? Margrét Sigmarsdóttir,Bergljót Gyða Guðmundsdóttir,Arndís Þorsteinsdóttir,Edda Vikar Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Nýr vettvangur samskipta? Guðrún Hrefna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Nokkur atriði sem almennum borgara finnst að helst megi ekki ræða – eða mjög sjaldan Hjalti Þórðarson skrifar Skoðun Vilja Ísland í sambandsríki Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Blikkandi viðvörunarljós Ingveldur Anna Sigurðardóttir skrifar Skoðun „Evrópa er í hnignun“ – Er það samt? Lítum aðeins á söguna Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Vindmyllufyrirtæki í áskrift hjá íslenskum almenningi Linda Jónsdóttir skrifar Skoðun Metnaðarfull markmið og stórir sigrar Halla Helgadóttir skrifar Skoðun Hvers virði er vara ef hún er ekki seld? Jón Jósafat Björnsson skrifar Skoðun Aulatal um að Evrópa sé veik og getulaus Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Ár vondra vinnubragða í Stúdentaráði HÍ Katla Ólafsdóttir,Mathias Bragi Ölvisson skrifar Skoðun Mannúð og hugrekki - gegn stríðsglæpum og þjóðarmorði Ólafur Ingólfsson skrifar Sjá meira
Nóbelshafarnir í hagfræði, Paul Krugman og Joseph Stiglitz, telja að óheftir fjármálamarkaðir hafði stuðlað að efnahagskreppunni sem heimurinn varð fyrir. Þeir benda á að niðurskurðar- og samdráttarstefna leiði til minni hagvaxtar, sem vísar til hlutfallslegra breytinga á landsframleiðslu frá einu ári til annars. Landsframleiðsla gerir grein fyrir ráðstöfun fjármuna sem verða til í efnahagskerfinu. Þegar búið er að draga frá afskriftir og skuldir er talað um verga landsframleiðslu. Undirstaða hagvaxtar eru fjárfestingar og nýsköpun sem eru grunnurinn að aukningu samkeppnishæfni. Virk samkeppni leiðir meðal annars til betri vara og þjónustu, ábyrgari rekstur og frekari nýsköpunar og framfara atvinnulífs. Fjölmargir tengja skattalækkanir við aukinn niðurskurð í opinberum rekstri. Á tíunda áratug síðustu aldar urðu Finnar fyrir djúpri efnahagskreppu. Verg landsframleiðsla þeirra dróst saman um 11%, gengið féll um 40%, fasteigaverð lækkaði um 50%, atvinnuleysið fór úr 3% í 18,4% og skuldabyrði almennings og fyrirtæka varð gífurleg. Tekjuskattur varð meðal hinna hæstu sem þekkjast í heiminum. Hið opinbera var fjársvelt og gripið var til þeirra ráða að veita fé til atvinnulífsins og skattar voru lækkaðir samtals um 20%. Aðgerðirnar áttu að örva efnahagsaðstæður og lögð var áhersla á útflutningsgreinar. Aðgerðir Finna voru álitnar glapræði. Reyndin var hinsvegar sú að aðgerðirnar stuðluðu að aukningu í verðmætasköpun, útflutningi (aukinn gjaldeyrisforði), fjárfestingum, nýsköpun og hagvöxtur jókst. Skattalækkanirnar örvuðu atvinnulífið og á örfáum árum varð Finnland meðal samkeppnishæfustu þjóða heims. Hagfræðingar á borð við Krugman og Stiglitz hafa bent á að með því að stækka kökuna verða skuldir mun viðráðanlegri, eins og Finnar komust að, og stefna frjálshyggjunnar sem einkennist af niðurskurðar- og samdráttarúrræðum er ekki líkleg til árangurs. Stjórnvöld þurfa að beita örvandi aðgerðum til að koma atvinnulífinu áfram. Slíkar aðferðir leiða til aukins hagvaxtar og þar með aukinnar velferðar. Aðgerðir núverandi ríkisstjórnar eru í anda frjálshyggjunnar. Töfralausnir eru ekki til. Það tekur nokkur ár að auka hagvöxt, ná stöðugleika og draga verulega úr almennum skuldavanda. Forgangsmál Sjálfstæðisflokksins er að horfa til framtíðar og ná þannig að stækka kökuna til langs tíma. Efla þarf atvinnulífið, lækka skatta og auka ráðstöfunartekjur og takast á við skuldavanda heimilanna. Með eflingu atvinnulífs aukast fjárfestingar og nýsköpun sem stuðar að hagvexti og stöðugleika. Lækkun skatta á fyrirtæki eykur meðal annars svigrúm til nýráðninga og hærri launaveitinga. Lækkun skatta á einstaklinga eykur ráðstöfunartekjur heimilanna og léttir rekstur þeirra. Samanlagt auka aðgerðirnar velferð og samkeppnishæfni Íslands.
Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal Skoðun
Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal Skoðun
Skoðun Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal skrifar
Skoðun Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar
Skoðun Skipta ekki öll börn jafn miklu máli? Greiðslur Reykjavíkurborgar fyrir nám barna utan sveitarfélags Hrönn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Börn, foreldrar og skólar í vanda: Hvernig eigum við að nálgast verkefnið? Margrét Sigmarsdóttir,Bergljót Gyða Guðmundsdóttir,Arndís Þorsteinsdóttir,Edda Vikar Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Nokkur atriði sem almennum borgara finnst að helst megi ekki ræða – eða mjög sjaldan Hjalti Þórðarson skrifar
Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal Skoðun
Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal Skoðun