Hagkerfin tvö Magnús Hávarðarson skrifar 26. apríl 2013 06:00 Hagkerfin á Íslandi eru tvö. Annað er á höfuðborgarsvæðinu og hitt á landsbyggðinni. Þegar talað er um þörfina á að örva hagkerfið, er nær undantekningalaust átt við fyrrnefnda hagkerfið þótt annað sé gjarnan gefið í skyn. Það var örvað svo hressilega á „góðærisárunum“ að það náði hæstu hæðum áður en það sprakk í loft upp og olli allsherjarhruni á Íslandi. Eftir það þurftu allir Íslendingar, að meðtöldum íbúum landsbyggðarinnar, að húka saman á sokkinni þjóðarskútunni og taka á sig stórfelldar afleiðingar bóluhagkerfis höfuðborgarsvæðisins. Þegar þarna var komið sögu, hafði hagkerfið á landsbyggðinni verið svelt árum saman með tilheyrandi kyrrstöðu eða hnignun. Víða hafði orðið hrun, sérstaklega í sjávarbyggðum sem þurftu að horfast í augu við afleiðingar lögfestingar framsals aflaheimilda. Eignir fólks urðu verðlausar yfir nótt þegar maðurinn með kvótann fór í fýlu eða vildi gera eitthvað skemmtilegra við peningana fyrir sunnan. Fólkið í þorpunum hírðist saman á sínum hripleka litla bát og engin eftirspurn var eftir að fá að deila farkostinum með því. Enginn snillingurinn birtist af himnum ofan til að benda á að sanngjarnt gæti verið að leiðrétta eða færa niður skuldir þessa fólks vegna þess að forsendubrestur hefði átt sér stað í þorpinu. Ekki nokkur Bjarni og enginn heldur Sigmundur.Stórfenglegasta byggðaaðgerðin Stórfenglegasta byggðaaðgerð Íslandssögunnar er nú yfirvofandi, ef marka má kosningaloforð og stefnu margra stjórnmálaflokka hvað varðar stórfelldar skuldaleiðréttingar vegna bóluhagkerfis höfuðborgarsvæðisins sem hrundi. Það er grátlega sorglegt fyrir íbúa landsbyggðarinnar, sem beðið hafa þolinmóðir eftir aðgerðum í þeirra þágu alltof lengi, að byggðastefna og aðgerðir flokkanna skuli nú fyrst og fremst beinast að byggðinni á höfuðborgarsvæðinu. Ekki skal gert lítið úr skuldavanda heimilanna og erfiðleikum fólks við að standa við fjárhagslegar skuldbindingar, en á það skal minnt að íbúar landsbyggðarinnar hafa víða glímt við skuldavanda vegna verðlausra eigna af öðrum orsökum, án þess að hljóta mikla samúð eða til hafi komið sértækar aðgerðir.Afturgengin skjaldborg – nýtt tilboð Bóluhagkerfið átti að stórum hluta rætur sínar í 90% húsnæðislánum Framsóknarflokksins sem lofað var í kosningabaráttu og fleytti flokknum í ríkisstjórn á sínum tíma. Flokkurinn sá gerir nú sem fyrr út á neyð fólks, sem kokgleypir væntanlega sama agnið aftur því að nú er agnið í enn skrautlegri búningi og flokkurinn skartar nýjum fjöðrum. Aðrir flokkar reyna að jafna eða toppa gylliboðin - hver sem betur getur og allt í þágu heimilanna auðvitað. Skjaldborgin afturgengin í boði annarra, en jafn innantóm og marklaus sem fyrr.Hið eitraða agn Ætla íbúar höfuðborgarsvæðisins að brenna sig enn og aftur á sama eldinum og gleypa hið eitraða agn? Ætlar landsbyggðin að láta taka veð í sér eina ferðina enn til að hægt verði að blása í nýja bólu fyrir sunnan? Menn skyldu ígrunda valkostina vel áður en þeir verja atkvæði sínu í vor. Það kemur að skuldadögum þegar næsta bóla springur og víst er að þá verður gengið að veðinu og landsbyggðinni blæðir áfram. En partíið fyrir sunnan verður örugglega jafn fjörugt sem fyrr - þangað til. Það búa tvær þjóðir á Íslandi við ólík hagkerfi og misjöfn kjör. Önnur býr á höfuðborgarsvæðinu en hin á landsbyggðinni. Ef mönnum ber gæfa til að jafna kjörin, getum við stolt talað um eina þjóð í landinu - en ekki fyrr. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kosningar 2013 Skoðun Mest lesið „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson Skoðun Aðildarviðræður Íslands og Evrópusambandsins Jón Frímann Jónsson Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun Gagnaver auka hagkvæmni í fjarskiptum Íslands við umheiminn Þorvarður Sveinsson Skoðun Raforkunotkun gagnavera minnkað mikið Tinna Traustadóttir Skoðun Skammtatölvur: Framtíð tölvunarfræði og bylting í útreikningum Sigvaldi Einarsson Skoðun 2027 væri hálfkák Ole Anton Bieltvedt Skoðun Hamingjan sem leiðarljós menntakerfisins Reynir Böðvarsson Skoðun Göngum fyrir friði Guttormur Þorsteinsson Skoðun Skoðun Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Raforkunotkun gagnavera minnkað mikið Tinna Traustadóttir skrifar Skoðun Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson skrifar Skoðun Göngum fyrir friði Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Skammtatölvur: Framtíð tölvunarfræði og bylting í útreikningum Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hamingjan sem leiðarljós menntakerfisins Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Gagnaver auka hagkvæmni í fjarskiptum Íslands við umheiminn Þorvarður Sveinsson skrifar Skoðun Aðildarviðræður Íslands og Evrópusambandsins Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun 2027 væri hálfkák Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Hvað eru jólin fyrir þér? Hugrún Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Landið helga? Ingólfur Steinsson skrifar Skoðun Að sinna orkuþörf almennings Kristín Linda Árnadóttir skrifar Skoðun Tímamót Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Menntun fyrir Hans Vögg Þuríður Magnúsína Björnsdóttir skrifar Skoðun Þegar Samtök verslunar og þjónustu vita betur Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Dans verkalýðsleiðtoga í kringum gullkálfinn Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Jól í sól versus jóla í dimmu Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson skrifar Skoðun Kæri Grímur Grímsson – sakamaður gengur laus? Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Er janúar leiðinlegasti mánuður ársins? Dagbjört Harðardóttir skrifar Skoðun Svar við hótunum Eflingar Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson skrifar Skoðun Manni verður kalt ef maður pissar í skóinn sinn Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Skautun eða tvíhyggja? Þóra Pétursdóttir skrifar Skoðun Egóið er í hégómanum Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Dæmalaus málflutningur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Grýtt eða greið leið? Þröstur Sæmundsson skrifar Skoðun Tímalína hörmulegra limlestinga og kvalafulls dauðastríðs háþróaðrar lífveru Ole Anton Bieltvedt skrifar Sjá meira
Hagkerfin á Íslandi eru tvö. Annað er á höfuðborgarsvæðinu og hitt á landsbyggðinni. Þegar talað er um þörfina á að örva hagkerfið, er nær undantekningalaust átt við fyrrnefnda hagkerfið þótt annað sé gjarnan gefið í skyn. Það var örvað svo hressilega á „góðærisárunum“ að það náði hæstu hæðum áður en það sprakk í loft upp og olli allsherjarhruni á Íslandi. Eftir það þurftu allir Íslendingar, að meðtöldum íbúum landsbyggðarinnar, að húka saman á sokkinni þjóðarskútunni og taka á sig stórfelldar afleiðingar bóluhagkerfis höfuðborgarsvæðisins. Þegar þarna var komið sögu, hafði hagkerfið á landsbyggðinni verið svelt árum saman með tilheyrandi kyrrstöðu eða hnignun. Víða hafði orðið hrun, sérstaklega í sjávarbyggðum sem þurftu að horfast í augu við afleiðingar lögfestingar framsals aflaheimilda. Eignir fólks urðu verðlausar yfir nótt þegar maðurinn með kvótann fór í fýlu eða vildi gera eitthvað skemmtilegra við peningana fyrir sunnan. Fólkið í þorpunum hírðist saman á sínum hripleka litla bát og engin eftirspurn var eftir að fá að deila farkostinum með því. Enginn snillingurinn birtist af himnum ofan til að benda á að sanngjarnt gæti verið að leiðrétta eða færa niður skuldir þessa fólks vegna þess að forsendubrestur hefði átt sér stað í þorpinu. Ekki nokkur Bjarni og enginn heldur Sigmundur.Stórfenglegasta byggðaaðgerðin Stórfenglegasta byggðaaðgerð Íslandssögunnar er nú yfirvofandi, ef marka má kosningaloforð og stefnu margra stjórnmálaflokka hvað varðar stórfelldar skuldaleiðréttingar vegna bóluhagkerfis höfuðborgarsvæðisins sem hrundi. Það er grátlega sorglegt fyrir íbúa landsbyggðarinnar, sem beðið hafa þolinmóðir eftir aðgerðum í þeirra þágu alltof lengi, að byggðastefna og aðgerðir flokkanna skuli nú fyrst og fremst beinast að byggðinni á höfuðborgarsvæðinu. Ekki skal gert lítið úr skuldavanda heimilanna og erfiðleikum fólks við að standa við fjárhagslegar skuldbindingar, en á það skal minnt að íbúar landsbyggðarinnar hafa víða glímt við skuldavanda vegna verðlausra eigna af öðrum orsökum, án þess að hljóta mikla samúð eða til hafi komið sértækar aðgerðir.Afturgengin skjaldborg – nýtt tilboð Bóluhagkerfið átti að stórum hluta rætur sínar í 90% húsnæðislánum Framsóknarflokksins sem lofað var í kosningabaráttu og fleytti flokknum í ríkisstjórn á sínum tíma. Flokkurinn sá gerir nú sem fyrr út á neyð fólks, sem kokgleypir væntanlega sama agnið aftur því að nú er agnið í enn skrautlegri búningi og flokkurinn skartar nýjum fjöðrum. Aðrir flokkar reyna að jafna eða toppa gylliboðin - hver sem betur getur og allt í þágu heimilanna auðvitað. Skjaldborgin afturgengin í boði annarra, en jafn innantóm og marklaus sem fyrr.Hið eitraða agn Ætla íbúar höfuðborgarsvæðisins að brenna sig enn og aftur á sama eldinum og gleypa hið eitraða agn? Ætlar landsbyggðin að láta taka veð í sér eina ferðina enn til að hægt verði að blása í nýja bólu fyrir sunnan? Menn skyldu ígrunda valkostina vel áður en þeir verja atkvæði sínu í vor. Það kemur að skuldadögum þegar næsta bóla springur og víst er að þá verður gengið að veðinu og landsbyggðinni blæðir áfram. En partíið fyrir sunnan verður örugglega jafn fjörugt sem fyrr - þangað til. Það búa tvær þjóðir á Íslandi við ólík hagkerfi og misjöfn kjör. Önnur býr á höfuðborgarsvæðinu en hin á landsbyggðinni. Ef mönnum ber gæfa til að jafna kjörin, getum við stolt talað um eina þjóð í landinu - en ekki fyrr.
Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun
Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir skrifar
Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar
Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson skrifar
Skoðun Tímalína hörmulegra limlestinga og kvalafulls dauðastríðs háþróaðrar lífveru Ole Anton Bieltvedt skrifar
Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun