Ísland er ekkert eins og Einar Karl Haraldsson skrifar 26. apríl 2013 06:00 Bandaríski sjónlistamaðurinn og rithöfundurinn Roni Horn hefur í hugleiðingum sínum lýst Íslandi sem útivinnustofu í ótakmörkuðum mælikvarða og nýnæmi – stað þar sem hún geti týnt sér og fundið sig og vilji deila með öðrum í verkum sínum síðar meir og annars staðar. Þessi hugsýn Roni Horn, sem meðal annars skapaði Vatnasafnið í Stykkishólmi, er samstofna hughrifum margra ferðamanna sem sækja landið heim. Um það sannfærðumst við sem stöndum að verkefninu Ísland allt árið þegar við brugðum á leik og báðum vini þess á Fésbókinni að setja sig í fótspor landnámsmanna. Nafnaleikurinn fólst í því að nefna Ísland út frá fyrstu upplifun af landinu og segja söguna sem því fylgdi. Íslendingar hafa gaman af sögum og leik að orðum og við stærum okkur af því að sjá aftur til upphafs þjóðarinnar. Dægradvölin á Fésbókinni fólst því í að tengja ferðamanninn við þessa þætti sem eru ekki hinir verstu í okkar fari. Elskað barn á ótal nöfn, segir í norrænum málshætti, og það sem nafnaleikurinn leiddi í ljós er að ferðamenn verða ástfangnir af Íslandi af mörgum og mismunandi ástæðum og langar að segja sögur af þeim rómans. Tuttugu þeirra má lesa og líta á Austurvelli næstu vikur.Ævintýrahrollurinn Jenny Hamilton, ung kona frá Maryland í Bandaríkjunum, lagði til heitið Ísland er mitt Villumst-í-land! eða Týnumst-í-land! – (e. Let’s- get- lost land). Ekki beinlínis eins og kjörauglýsing frá Landsbjörgu en hittir á tilfinningataugina. Og það hríslast um mann ævintýrahrollur þegar saga Jennýar, sem styður við nafngift hennar, er lesin: „Stundum langar mig að villast. Mig langar að lenda í ævintýri, ráfa um, reyna eitthvað sem er utan við minn heimareit. Ég hafði heyrt um stórbrotna fegurð Íslands. En ég gat ekki gert mér í hugarlund hvernig það yrði að þræða Austfirðina undir svífandi klettum og eftir ögrum skorinni strandlengju á vegum sem aldrei ætluðu að enda. Og á meðan ég og eiginmaður minni James fórum þessa eyðilegu vegi – ekki svo stundum heldur dögum skipti– þá hættum við að hugsa um ferðaáætlanir eða „verð-að-sjá-“ og „að-gera-lista“ og týndum okkur í stað og stund. Mér lærðist að skilja gamla máltækið: Það er ferðalagið sem er málið ekki áfangastaðurinn. Á Íslandi er það ferðin sem er málið. Og það er þessi minning um Ísland sem heillar mig enn: Augnablikið þegar ég skildist við sjálfa mig og týndist inn í þessa villtu og ástfólgnu veröld. Það er þetta sem gerir Ísland að mínu könnunarlandi og fær mig til að gerast ævintýrakona og segja: Við skulum villast!“Finna landið og sjálfan sig Svona er Íslandssýn tveggja bandarískra kvenna, Roni Horn og Jenny Hamilton. En er hún svo ólík upplifun okkrar sjálfra? Huldar Breiðfjörð kvaddi Kaffibarinn og fór í tveggja mánaða hringferð um landið á Lapplander um hávetur eins og hann lýsir í ferðasögunni Góðir Íslendingar 1998: „Ísland var ekkert eins og. Það var ekkert eins og það og sjálft var það aldrei eins.“ Týndur borgarstrákur fann Ísland og kannski sjálfan sig um leið á sömu Austfjarðavegum og Jenny og James. Friðrika Benónýsdóttir er á villuspori í leiðara Fréttablaðsins 24. apríl þegar hún heldur að í nafnaleiknum felist einhverjar efasemdir um Ísland sem spjót og skjöld í markaðs- og kynningarstarfi. Þvert á móti eru þeir sem standa að Íslandi allt árið þekktir fyrir það að vilja hafa Ísland í forgrunni alls markaðsstarfs sem rekið er frá Íslandi, hvort sem um er að ræða kynningu á vöru eða þjónustu eða almenna landkynningu. Við teljum að reynslan sýni að það sé okkar langsterkasti leikur því Ísland er ekkert eins og. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kosningar 2013 Skoðun Mest lesið Ríkissjóður snuðaður um stórar fjárhæðir Sigurjón Þórðarson Skoðun Áfengi og íþróttir eiga enga samleið – áskorun til þingfulltrúa UMFÍ Árni Guðmundsson Skoðun Lágkúrulegur hversdagsleiki illskunnar Guðný Gústafsdóttir Skoðun Lífsskoðunarfélagið Farsæld tekur upp slitinn þráð siðmenntunar Svanur Sigurbjörnsson Skoðun Fögur fyrirheit sem urðu að engu Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson Skoðun Eru Bændasamtökin á móti valdeflingu bænda? Ólafur Stephensen Skoðun Landbúnaðarrúnk Hlédís Sveinsdóttir Skoðun Glerþakið brotið á alþjóðlega sjónverndardaginn Sigþór U. Hallfreðsson Skoðun Ruben Amorim og sveigjanleiki – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson Skoðun Hefur þú skoðanir? Jóhannes Óli Sveinsson Skoðun Skoðun Skoðun Stóra skekkjan í 13 ára aldurstakmarki samfélagsmiðla Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Er verið að blekkja almenning og sjómenn? Einar Hannes Harðarson skrifar Skoðun Væntingar á villigötum Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Aðskilnaðurinn hlær Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Lágkúrulegur hversdagsleiki illskunnar Guðný Gústafsdóttir skrifar Skoðun Glerþakið brotið á alþjóðlega sjónverndardaginn Sigþór U. Hallfreðsson skrifar Skoðun Fögur fyrirheit sem urðu að engu Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson skrifar Skoðun Ríkissjóður snuðaður um stórar fjárhæðir Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Áfengi og íþróttir eiga enga samleið – áskorun til þingfulltrúa UMFÍ Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Lífsskoðunarfélagið Farsæld tekur upp slitinn þráð siðmenntunar Svanur Sigurbjörnsson skrifar Skoðun Ruben Amorim og sveigjanleiki – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson skrifar Skoðun Framtíðarsýn í samgöngumálum er mosavaxin Sigurður Páll Jónsson skrifar Skoðun Fimmta iðnbyltingin krefst svara – strax Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hefur þú skoðanir? Jóhannes Óli Sveinsson skrifar Skoðun Er hurð bara hurð? Sölvi Breiðfjörð skrifar Skoðun Reykjavíkurmódel á kvennaári Sóley Tómasdóttir skrifar Skoðun Ekki er allt sem sýnist Valerio Gargiulo skrifar Skoðun Sýndu þér umhyggju – Komdu í skimun Ágúst Ingi Ágústsson skrifar Skoðun Eru Bændasamtökin á móti valdeflingu bænda? Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Er lægsta verðið alltaf hagstæðast? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Skoðun Landbúnaðarrúnk Hlédís Sveinsdóttir skrifar Skoðun Jesús who? Atli Þórðarson skrifar Skoðun Opið bréf til Miðflokksmanna Snorri Másson skrifar Skoðun Lesskilningur eða lesblinda??? Jóhannes Jóhannesson skrifar Skoðun Henti Íslandi undir strætisvagninn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Forvarnateymi grunnskóla – góð hugmynd sem má ekki sofna Eydís Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Opnum Tröllaskagann Helgi Jóhannsson skrifar Skoðun Ávinningur af endurhæfingu – aukum lífsgæðin Ólafur H. Jóhannsson skrifar Skoðun Hefur þú heyrt þetta áður? Stefnir Húni Kristjánsson skrifar Skoðun Hringekja verðtryggingar og hárra vaxta Benedikt Gíslason skrifar Sjá meira
Bandaríski sjónlistamaðurinn og rithöfundurinn Roni Horn hefur í hugleiðingum sínum lýst Íslandi sem útivinnustofu í ótakmörkuðum mælikvarða og nýnæmi – stað þar sem hún geti týnt sér og fundið sig og vilji deila með öðrum í verkum sínum síðar meir og annars staðar. Þessi hugsýn Roni Horn, sem meðal annars skapaði Vatnasafnið í Stykkishólmi, er samstofna hughrifum margra ferðamanna sem sækja landið heim. Um það sannfærðumst við sem stöndum að verkefninu Ísland allt árið þegar við brugðum á leik og báðum vini þess á Fésbókinni að setja sig í fótspor landnámsmanna. Nafnaleikurinn fólst í því að nefna Ísland út frá fyrstu upplifun af landinu og segja söguna sem því fylgdi. Íslendingar hafa gaman af sögum og leik að orðum og við stærum okkur af því að sjá aftur til upphafs þjóðarinnar. Dægradvölin á Fésbókinni fólst því í að tengja ferðamanninn við þessa þætti sem eru ekki hinir verstu í okkar fari. Elskað barn á ótal nöfn, segir í norrænum málshætti, og það sem nafnaleikurinn leiddi í ljós er að ferðamenn verða ástfangnir af Íslandi af mörgum og mismunandi ástæðum og langar að segja sögur af þeim rómans. Tuttugu þeirra má lesa og líta á Austurvelli næstu vikur.Ævintýrahrollurinn Jenny Hamilton, ung kona frá Maryland í Bandaríkjunum, lagði til heitið Ísland er mitt Villumst-í-land! eða Týnumst-í-land! – (e. Let’s- get- lost land). Ekki beinlínis eins og kjörauglýsing frá Landsbjörgu en hittir á tilfinningataugina. Og það hríslast um mann ævintýrahrollur þegar saga Jennýar, sem styður við nafngift hennar, er lesin: „Stundum langar mig að villast. Mig langar að lenda í ævintýri, ráfa um, reyna eitthvað sem er utan við minn heimareit. Ég hafði heyrt um stórbrotna fegurð Íslands. En ég gat ekki gert mér í hugarlund hvernig það yrði að þræða Austfirðina undir svífandi klettum og eftir ögrum skorinni strandlengju á vegum sem aldrei ætluðu að enda. Og á meðan ég og eiginmaður minni James fórum þessa eyðilegu vegi – ekki svo stundum heldur dögum skipti– þá hættum við að hugsa um ferðaáætlanir eða „verð-að-sjá-“ og „að-gera-lista“ og týndum okkur í stað og stund. Mér lærðist að skilja gamla máltækið: Það er ferðalagið sem er málið ekki áfangastaðurinn. Á Íslandi er það ferðin sem er málið. Og það er þessi minning um Ísland sem heillar mig enn: Augnablikið þegar ég skildist við sjálfa mig og týndist inn í þessa villtu og ástfólgnu veröld. Það er þetta sem gerir Ísland að mínu könnunarlandi og fær mig til að gerast ævintýrakona og segja: Við skulum villast!“Finna landið og sjálfan sig Svona er Íslandssýn tveggja bandarískra kvenna, Roni Horn og Jenny Hamilton. En er hún svo ólík upplifun okkrar sjálfra? Huldar Breiðfjörð kvaddi Kaffibarinn og fór í tveggja mánaða hringferð um landið á Lapplander um hávetur eins og hann lýsir í ferðasögunni Góðir Íslendingar 1998: „Ísland var ekkert eins og. Það var ekkert eins og það og sjálft var það aldrei eins.“ Týndur borgarstrákur fann Ísland og kannski sjálfan sig um leið á sömu Austfjarðavegum og Jenny og James. Friðrika Benónýsdóttir er á villuspori í leiðara Fréttablaðsins 24. apríl þegar hún heldur að í nafnaleiknum felist einhverjar efasemdir um Ísland sem spjót og skjöld í markaðs- og kynningarstarfi. Þvert á móti eru þeir sem standa að Íslandi allt árið þekktir fyrir það að vilja hafa Ísland í forgrunni alls markaðsstarfs sem rekið er frá Íslandi, hvort sem um er að ræða kynningu á vöru eða þjónustu eða almenna landkynningu. Við teljum að reynslan sýni að það sé okkar langsterkasti leikur því Ísland er ekkert eins og.
Skoðun Áfengi og íþróttir eiga enga samleið – áskorun til þingfulltrúa UMFÍ Árni Guðmundsson skrifar
Skoðun Lífsskoðunarfélagið Farsæld tekur upp slitinn þráð siðmenntunar Svanur Sigurbjörnsson skrifar