
Breytum stjórnmálum
Alls staðar þar sem maður kom voru allir að tala um hversu ömurleg stjórnmálamenningin væri hér á landi. Hér réðu formenn flokka öllu og í kringum þá væri klíka og jábræður sem lytu valdi flokkselítunnar í einu og öllu. Þetta var umræðan fyrir fjórum árum og þetta er umræðan enn þá.
Í rannsóknarskýrslu Alþingis, sem furðu margir virðast hreinlega hafa gleymt, kemur þetta m.a. fram og í áttunda bindi hennar bls. 184 er vitnað í fyrrverandi stjórnmálamann með langa setu á Alþingi og ráðherradóm að baki. Hann segir:
„Auðvitað er það svo að flokksræðið nánast í öllum stjórnmálaflokkunum hefur þróast í ofurvald foringjans og klíkunnar. Þess vegna er lýðræðið okkar svona brothætt og veikt og ég velti því fyrir mér hvort í rauninni þurfi ekki að stíga mörg sterk skref vegna þessarar reynslu til að tryggja sterkari stjórnmálamenn og minna foringjaræði.“
Hefur þetta ástand í stjórnmálunum breyst síðan þetta var skrifað og gert opinbert? Að mínu viti hefur svo ekki gerst nema að mjög takmörkuðu leyti og þegar horft er til þeirra flokka sem setið hafa á Alþingi síðasta kjörtímabil þá hefur foringjaræðið ráðið ríkjum. Eina sjáanlega breytingin hvað þetta varðar er hjá Reykjarvíkurborg og hefur verið aðdáunarvert að fylgjast með hvernig þróunin hefur verið á þeim bæ frá síðustu sveitarstjórnarkosningum. Lágstemmd pólitík þar sem stöðugt er unnið að breytingum íbúunum til heilla og eru aðgerðir þeirra til aukins íbúalýðræðis einkar athyglisverðar.
Björt framtíð hefur það sem eitt af sínum meginmarkmiðum að reyna að breyta þeirri stjórnmálamenningu sem hér hefur verið ríkjandi og leitar m.a. í hugmyndasmiðju Besta flokksins í þeim efnum. En einnig leitum við í smiðjur fræðimanna sem láta sér samfélagsmál mikið varða og eru þar margir góðir sem til greina koma. Sá sem ég heillast hvað mest af er dr. Páll Skúlason, heimspekingur og fyrrverandi rektor Háskóla Íslands. Hann hefur skrifað margar góðar greinar um það hvernig farsælast sé að iðka stjórnmál almenningi til heilla.
Í erindi sem birtist í TMM 2009 og aðgengilegt er á heimasíðu Páls segir hann þetta um það hvað hann telji vera meginhlutverk stjórnmála:
Í fyrsta lagi: „að opinber umræða fari fram um sameiginleg mál okkar“, í öðru lagi: „að við mótum skynsamlegar leiðir til að taka ákvarðanir í sameiginlegum málum okkar“ og í þriðja lagi: „að við vinnum markvisst að því að skapa samfélag þar sem fjölbreytt mannlíf fær dafnað og sátt ríkir um viss grundvallargildi.“
„Samkvæmt þessum skilningi er stjórnmálaflokkur samtök sem vilja hafa áhrif á það hvernig stjórnmálin eru stunduð, hvernig við ræðum um sameiginleg mál, hvaða leiðir við höfum til að taka ákvarðanir um þau og vinna að eflingu samfélagsins. Þetta er í mínum huga það sem mestu skiptir til skilnings á hlutverki stjórnmála og þeirra sem taka þátt í þeim. Við lifum saman, deilum lífinu, og komumst ekki hjá því að hugsa um og ræða hvað er okkur sem heild fyrir bestu, hverjir séu okkar sameiginlegu hagsmunir, hver sé almannaheill.“
Við í Bjartri framtíð erum fullkomlega sammála nafna mínum í þessum málum og munum leggja okkur öll fram um að starfa samkvæmt þessu í framtíðinni. Björt framtíð vill breyta stjórnmálunum. Vinna að friði. Vil viljum tala af virðingu og sanngirni hvert um annað. Þannig eflum við traust. Björt framtíð trúir því að sameinuð leysum við öll þau vandamál sem að íslensku þjóðfélagi steðja.
Skoðun

Í skugga kalda stríðsins: Svallið, smyglið og leyndarlífið á Miðnesheiði
Steinar Björgvinsson skrifar

Opið bréf til mennta- og barnamálaráðherra
Örn Pálmason skrifar

Tölum aðeins um einhverfu
Trausti Dagsson skrifar

Það sem sést, og það sem ekki sést
Eiríkur Ingi Magnússon skrifar

Hagræðing, aðhald og nýjar áherslur skila besta ársreikningi Kópavogsbæjar í 17 ár
Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson skrifar

Gyðjur, góðgæti og gleðistundir um páskana
Jóhanna María Ægisdóttir skrifar

Eru markaðsforsendur fyrir óperu á Íslandi sterkari en margir halda?
Þóra Einarsdóttir skrifar

KSÍ og kvennaboltinn
Árni Guðmundsson skrifar

Engin heilbrigðisþjónusta án þeirra sem veita hana
Sandra B. Franks skrifar

Gervigreindin tekur yfir vinnustaðinn; 15 dæmi
Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar

Sterkari saman: Flokkur í þjónustu þjóðar
Kristrún Frostadóttir skrifar

Magnaðar framfarir leikskólastarfs í Vík
Einar Freyr Elínarson skrifar

Skattahækkun
Bryndís Haraldsdóttir skrifar

Handtöskur og fasistar
Ásgeir K. Ólafsson skrifar

Dánaraðstoð á Bretlandseyjum í náinni framtíð
Bjarni Jónsson skrifar

„Vókið“ er dulbúin frestunarárátta:
Gabríel Dagur Valgeirsson skrifar

Vókismi gagnrýndur frá vinstri
Andri Sigurðsson skrifar

Diplómanám er ekki nóg – tími til kominn að endurskoða aðgengi fatlaðs fólks að háskólanámi
Sigurður Hólmar Jóhannesson skrifar

Styrk stjórn gefur góðan árangur
Ásthildur Sturludóttir skrifar

„Bara ef það hentar mér“
Hákon Gunnarsson skrifar

Hvar værum við án þeirra? – Um mikilvægi Pólverja á Íslandi
Svandís Edda Halldórsdóttir skrifar

Fagleg forysta skiptir öllu - Af hverju eru ekki fleiri stjórnendur og leiðtogar að kveikja á perunni?
Sigurður Ragnarsson skrifar

Borgin græna og ábyrgðin gráa
Daði Freyr Ólafsson skrifar

Stalín á ekki roð í algrímið
Halldóra Mogensen skrifar

Sorrý, Andrés
Hjörtur J. Guðmundsson skrifar

Er órökréttur skattafsláttur fyrir tekjuháa besta leiðin til að styðja barnafólk?
Ragna Sigurðardóttir skrifar

Gamalt vín á nýjum belgjum
Guðbjörg Sveinsdóttir skrifar

Mikilvægi skólasafna – meira en bókageymsla
Jónella Sigurjónsdóttir,Þórný Hlynsdóttir,Kristjana Mjöll Jónsdóttir Hjörvar skrifar

Aukinn stuðningur við ESB og NATO
Pawel Bartoszek skrifar

Það á að hafa afleiðingar að níðast á varnarlausu fólki
Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar