Verðtrygginguna burt? Pétur Blöndal skrifar 26. apríl 2013 06:00 Fólk borgar af verðtryggðu láni og verðtryggðar eftirstöðvar hækka. Það lítur ekki vel út og er illskiljanlegt. Þegar fólk er svo búið að borga miklar og vaxandi greiðslur af láninu og alltaf hækka verðtryggðar eftirstöðvar þá brestur þolinmæðin og fólk segir burt með þessa verðtryggingu. Lánin sýnast hækka en í raun eru það krónurnar sem minnka. Verðtryggingu er ætlað að viðhalda verðgildi kröfu eða inneignar þannig að sá sem fékk lánað pakka af haframjöli 2008 skili líka fullum pakka af haframjöli í dag en ekki rúmlega hálfum pakka. Sjúkdómurinn er verðbólgan en ekki verðtryggingin. Auðvitað væri best að verðlag væri alltaf stöðugt, haframjölspakkinn kostaði alltaf það sama og ekki þyrfti að grípa til verðtryggingar. Nú kveður við sá tónn að afnema eigi verðtryggingu. Ekki er sagt hvernig. Þá koma þrír möguleikar til greina. 1. Banna verðtryggingu á ný lán. Þetta er nokkuð einfalt en við þurfum að gera okkur grein fyrir afleiðingunum. Fólk með lágar tekjur mun ekki geta keypt sér íbúð vegna þess að greiðslubyrðin verður of há með núverandi verðbólgu. Sá hópur fólks mun því ekki eignast íbúðina sína á 25 árum eða 40 árum eins og hinir, sem ráða við fyrstu greiðslurnar, sem lækka svo hratt vegna verðbólgunnar. 2. Banna verðtryggingu á þeim lánum sem nú eru í gildi. Þar er verið að grípa inn í gildandi samninga, sem ekki fær staðist nema með skaðabótum. En ef það næðist í gegn og fólk fengi óverðtryggða vexti í staðinn þá myndu margir ekki ráða við hækkun greiðslubyrðarinnar og lenda í miklum vandræðum. 3. Banna verðtryggingu aftur í tímann (annaðhvort aftur fyrir hrun eða alveg frá upphafi). Þar er verið að grípa inn í gildandi samninga og myndi kosta ríkissjóð verulega fjármuni. Það verður ekki gert nema með miklum skattahækkunum sem lendir verst á leigjendum sem ekki fá niðurfellingu lána til baka. Rétt er að geta þess að 60% nýrra íbúðalána eru óverðtryggð. Þess vegna leggjum við sjálfstæðismenn til að almenningur hafi val. Líka hjá Íbúðalánasjóði. Og svo þarf að lækna verðbólguna. Sjúkdóminn. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kosningar 2013 Skoðun Mest lesið Bob Marley og íslenskar kosningar Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Örvæntingarfullur maður sker út grasker Þórður Snær Júlíusson Skoðun Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum Fida Abu Libdeh Skoðun Sjálfstæðisflokkur hækkar kostnað heimilanna Kristrún Frostadóttir Skoðun Gerum þetta að kosningamáli Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun Ölmusuhagkerfið Unnur Rán Reynisdóttir Skoðun Eru vaxtarmörkin vandinn? Dóra Björt Guðjónsdóttir Skoðun Stóri grænþvotturinn Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Fyrirmyndarstjórn Viðreisnar og Samfylkingar á Reykjavíkurborg? Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Búum til „vandamál“ – leysum það með samræmdum prófum Árelía Eydís Guðmundsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Draumastarfið Arnfríður Hermannsdóttir skrifar Skoðun Hjartsláttur sjávarbyggðanna Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Erum við tilbúin til að bæta menntakerfið okkar? Jónína Einarsdóttir skrifar Skoðun Eru vaxtarmörkin vandinn? Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Búum til „vandamál“ – leysum það með samræmdum prófum Árelía Eydís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Þöggun Guðbjörg Ása Jóns Huldudóttir,Margrét Kristín Blöndal,Margrét Rut Eddudóttir,Lukka Sigurðardóttir,Sigtryggur Ari Jóhannsson,Halldóra Jóhanna Hafsteins Âû skrifar Skoðun Ölmusuhagkerfið Unnur Rán Reynisdóttir skrifar Skoðun Fyrirmyndarstjórn Viðreisnar og Samfylkingar á Reykjavíkurborg? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkur hækkar kostnað heimilanna Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Hvar er mannúðin? Davíð Sól Pálsson skrifar Skoðun Gerum þetta að kosningamáli Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Stóri grænþvotturinn Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Örvæntingarfullur maður sker út grasker Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Vill íslenska þjóðin halda í einmenninguna? Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Inngilding eða „aðskilnaður“? Jasmina Vajzović Crnac skrifar Skoðun Vonin má aldrei deyja Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum Fida Abu Libdeh skrifar Skoðun Um áhrif niðurskurðar á fjárlögum 2025 til kvikmyndagerðar og lista Steingrímur Dúi Másson skrifar Skoðun Bob Marley og íslenskar kosningar Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar Skoðun Fólk eða fífl? Anna Gunndís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Eru til lausnir við mönnunarvanda heilsugæslunnar? Gunnlaugur Már Briem skrifar Skoðun Er eitthvað mál að handtaka börn? Elsa Bára Traustadóttir skrifar Skoðun Er ferðaþjónusta útlendingavandamál? Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Íslenska kerfið framleiðir afbrotamenn Ágústa Ágústsdóttir skrifar Skoðun Ekki fokka þessu upp! Gunnar Dan Wiium skrifar Skoðun Kosningaloforð og hvað svo? Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Fólk, fjárfestingar og framfarir Baldur Thorlacius skrifar Skoðun Húsnæðis- og skipulagsmál Anna Sofía Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Falleinkunn fyrrum forseta Vilhjálmur Þorsteinsson,Viktor Orri Valgarðsson skrifar Skoðun Séreignarsparnaður nauðsynlegur valkostur til að létta greiðslubyrði Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Sjá meira
Fólk borgar af verðtryggðu láni og verðtryggðar eftirstöðvar hækka. Það lítur ekki vel út og er illskiljanlegt. Þegar fólk er svo búið að borga miklar og vaxandi greiðslur af láninu og alltaf hækka verðtryggðar eftirstöðvar þá brestur þolinmæðin og fólk segir burt með þessa verðtryggingu. Lánin sýnast hækka en í raun eru það krónurnar sem minnka. Verðtryggingu er ætlað að viðhalda verðgildi kröfu eða inneignar þannig að sá sem fékk lánað pakka af haframjöli 2008 skili líka fullum pakka af haframjöli í dag en ekki rúmlega hálfum pakka. Sjúkdómurinn er verðbólgan en ekki verðtryggingin. Auðvitað væri best að verðlag væri alltaf stöðugt, haframjölspakkinn kostaði alltaf það sama og ekki þyrfti að grípa til verðtryggingar. Nú kveður við sá tónn að afnema eigi verðtryggingu. Ekki er sagt hvernig. Þá koma þrír möguleikar til greina. 1. Banna verðtryggingu á ný lán. Þetta er nokkuð einfalt en við þurfum að gera okkur grein fyrir afleiðingunum. Fólk með lágar tekjur mun ekki geta keypt sér íbúð vegna þess að greiðslubyrðin verður of há með núverandi verðbólgu. Sá hópur fólks mun því ekki eignast íbúðina sína á 25 árum eða 40 árum eins og hinir, sem ráða við fyrstu greiðslurnar, sem lækka svo hratt vegna verðbólgunnar. 2. Banna verðtryggingu á þeim lánum sem nú eru í gildi. Þar er verið að grípa inn í gildandi samninga, sem ekki fær staðist nema með skaðabótum. En ef það næðist í gegn og fólk fengi óverðtryggða vexti í staðinn þá myndu margir ekki ráða við hækkun greiðslubyrðarinnar og lenda í miklum vandræðum. 3. Banna verðtryggingu aftur í tímann (annaðhvort aftur fyrir hrun eða alveg frá upphafi). Þar er verið að grípa inn í gildandi samninga og myndi kosta ríkissjóð verulega fjármuni. Það verður ekki gert nema með miklum skattahækkunum sem lendir verst á leigjendum sem ekki fá niðurfellingu lána til baka. Rétt er að geta þess að 60% nýrra íbúðalána eru óverðtryggð. Þess vegna leggjum við sjálfstæðismenn til að almenningur hafi val. Líka hjá Íbúðalánasjóði. Og svo þarf að lækna verðbólguna. Sjúkdóminn.
Skoðun Þöggun Guðbjörg Ása Jóns Huldudóttir,Margrét Kristín Blöndal,Margrét Rut Eddudóttir,Lukka Sigurðardóttir,Sigtryggur Ari Jóhannsson,Halldóra Jóhanna Hafsteins Âû skrifar
Skoðun Fyrirmyndarstjórn Viðreisnar og Samfylkingar á Reykjavíkurborg? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar
Skoðun Um áhrif niðurskurðar á fjárlögum 2025 til kvikmyndagerðar og lista Steingrímur Dúi Másson skrifar
Skoðun Séreignarsparnaður nauðsynlegur valkostur til að létta greiðslubyrði Kolbrún Halldórsdóttir skrifar