Kosningaloforð Helga Þórðardóttir skrifar 26. apríl 2013 06:00 Mörgum stjórnmálamönnum er tíðrætt um óábyrg kosningaloforð. Það er eins og það sé óæskilegt að gefa fólki von um að nú eigi loksins að leiðrétta hlut þess og að setja almenning í forgang. Fyrir hrun áttu hagsmunir almennings ekki mikið erindi upp á dekk. Flestir höfðu þá trú að með stöðugri baráttu myndu ávinningar nást með tíð og tíma. Þegar Alþingi, ráðherrar, eftirlitsstofnanir og allar þær stofnanir þjóðfélagsins sem áttu að starfa í þágu almennings brugðust var brugðið á það ráð að láta almenning borga kostnaðinn af hruninu. Í raun er almenningur bara óttasleginn áhorfandi sem hefur ekki haft tök á því að breyta þjóðfélaginu sér til hagsbóta. Því er stjórnað í þágu sérhagsmunaaðila nú sem fyrr. Þar sem almenningur situr enn með sárt ennið má telja það nokkuð víst að fjórflokkurinn hafi ekki staðið við gefin kosningaloforð og því fer það honum ekki vel að reyna að ásaka aðra um að stunda lýðskrum. Síðustu kosningar, þegar vinstri flokkarnir lofuðu skjaldborg fyrir almenning gegn völdum fjármagnsins og AGS, eru enn í fersku minni. Ekki höfðu þeir fyrr náð völdum en kjör öryrkja og eldri borgara voru skert. Aldrei var reynt að taka af einhverjum myndarskap á vandamálum heimilanna. Fólk var frekar borið út. Ný framboð eiga undir högg að sækja og meðal annars er gefið í skyn að þau muni svíkja kosningaloforðin sín. Rætt er um þetta eins og nýjum framboðunum sé þetta einum mögulegt. Það vill fljótt gleymast að fjórflokkurinn hefur margsinnis svikið sín kosningaloforð í gegnum tíðina. Við í Dögun erum staðráðin í því að standa við gefin loforð hvað sem hver segir. Dögun lítur svo á að taka verði mjög mikilvægar ákvarðanir á næsta kjörtímabili, mun mikilvægari en oft áður. Framtíð lands og þjóðar byggist á stefnu sem setur almenning í fyrsta sætið og fjármálaöflin og aðra sérhagsmunahópa neðar. Það mun Dögun gera. Reynslan af fjórflokknum segir okkur að það eru minni líkur á því að hann geri það. Þess vegna eru kosningarnar núna með þeim mikilvægustu í sögu Íslands í langan tíma. Þess vegna er ábyrgð kjósenda mjög mikil. Kjósum XT, við erum nýr flokkur sem vill og þorir. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kosningar 2013 Skoðun Helga Þórðardóttir Mest lesið Pistil eftir frétt um Davíð Tómas körfuknattleiksdómara Sigurður Ólafur Kjartansson Skoðun Villa um fyrir bæjarbúum Vilhjálmur Árnason Skoðun Bullandi hallarekstur í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson Skoðun Suður-Íslendinga sögurnar Hans Birgisson Skoðun Hættulegustu tækin í umferðinni Eva Hauksdóttir Skoðun Olíufyrirtækin vissu Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Af hverju ættum við að stunda geðrækt, rétt eins og líkamsrækt? Sigrún Þóra Sveinsdóttir Skoðun Styrkjum stöðu leigjenda Kristján Þórður Snæbjarnarson Skoðun Hvað myndi Sesselja segja? Hallbjörn V. Fríðhólm Skoðun Hafrannsóknastofnun leggur til 95 prósent samdrátt í sjókvíaeldi á laxi Jón Kaldal Skoðun Skoðun Skoðun Alþjóðadagur krabbameinsrannsókna – eitthvað sem mig varðar? Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Af hverju ættum við að stunda geðrækt, rétt eins og líkamsrækt? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Villa um fyrir bæjarbúum Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Olíufyrirtækin vissu Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Pistil eftir frétt um Davíð Tómas körfuknattleiksdómara Sigurður Ólafur Kjartansson skrifar Skoðun Bullandi hallarekstur í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Styrkjum stöðu leigjenda Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Hættulegustu tækin í umferðinni Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Hvað myndi Sesselja segja? Hallbjörn V. Fríðhólm skrifar Skoðun Vaxtastefna Seðlabankans – á kostnað launafólks Hilmar Harðarson skrifar Skoðun Suður-Íslendinga sögurnar Hans Birgisson skrifar Skoðun Íhlutun Bandaríkjanna í Venesúela: Auðlindaránið í heimsvaldastefnunni og hræsnin í „stríðinu gegn fíkniefnum“ Sæþór Benjamín Randalsson skrifar Skoðun Stöndum vörð um tónlistarmenntun barna og ungmenna – opið bréf til borgarstjóra Sigrún Grendal skrifar Skoðun Hafrannsóknastofnun leggur til 95 prósent samdrátt í sjókvíaeldi á laxi Jón Kaldal skrifar Skoðun Velkomin til Helvítis Guðný Gústafsdóttir skrifar Skoðun Olíuleit við Ísland? Hallgrímur Óskarsson skrifar Skoðun Hækka launin þín þegar fasteignamatið á íbúðinni þinni hækkar? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Hvað mun Pútín gera næst með því að ögra samstöðu NATO?: Rússnesk innrás í lofthelgi NATO og hlutverk Íslands í öryggi bandalagsins Jun Þór Morikawa skrifar Skoðun Manneklan er víða Brynhildur Bolladóttir skrifar Skoðun Sótt að hagsmunum atvinnulausra Steinar Harðarson skrifar Skoðun Framtíðarskipulag Keldnalands er ekki útópía – og þaðan af síður dystópía Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Launamunur kynjanna eykst – Hvar liggur ábyrgðin? Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Þegar sannleikurinn verður fórnarlamb Davíð Bergmann skrifar Skoðun Gefum íslensku séns – að tala íslensku við alla Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Réttnefni: Viðbragð við upplýsingaóreiðu Jón Þór Sigurðsson skrifar Skoðun Farsæl framfaraskref á Sólheimum Sigurjón Örn Þórsson skrifar Skoðun Austurland – þrælanýlenda Íslands Björn Ármann Ólafsson skrifar Skoðun Gervigreindin stöðluð - öryggisins vegna Hanna Kristín Skaftadóttir,Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Frelsi, framtíð og vistvænar samgöngur: Hvers vegna Ísland þarf að hugsa stærra Sigurborg Ósk Haraldsdóttir skrifar Skoðun Atvinnustefna er alvöru mál Jóhannes Þór Skúlason skrifar Sjá meira
Mörgum stjórnmálamönnum er tíðrætt um óábyrg kosningaloforð. Það er eins og það sé óæskilegt að gefa fólki von um að nú eigi loksins að leiðrétta hlut þess og að setja almenning í forgang. Fyrir hrun áttu hagsmunir almennings ekki mikið erindi upp á dekk. Flestir höfðu þá trú að með stöðugri baráttu myndu ávinningar nást með tíð og tíma. Þegar Alþingi, ráðherrar, eftirlitsstofnanir og allar þær stofnanir þjóðfélagsins sem áttu að starfa í þágu almennings brugðust var brugðið á það ráð að láta almenning borga kostnaðinn af hruninu. Í raun er almenningur bara óttasleginn áhorfandi sem hefur ekki haft tök á því að breyta þjóðfélaginu sér til hagsbóta. Því er stjórnað í þágu sérhagsmunaaðila nú sem fyrr. Þar sem almenningur situr enn með sárt ennið má telja það nokkuð víst að fjórflokkurinn hafi ekki staðið við gefin kosningaloforð og því fer það honum ekki vel að reyna að ásaka aðra um að stunda lýðskrum. Síðustu kosningar, þegar vinstri flokkarnir lofuðu skjaldborg fyrir almenning gegn völdum fjármagnsins og AGS, eru enn í fersku minni. Ekki höfðu þeir fyrr náð völdum en kjör öryrkja og eldri borgara voru skert. Aldrei var reynt að taka af einhverjum myndarskap á vandamálum heimilanna. Fólk var frekar borið út. Ný framboð eiga undir högg að sækja og meðal annars er gefið í skyn að þau muni svíkja kosningaloforðin sín. Rætt er um þetta eins og nýjum framboðunum sé þetta einum mögulegt. Það vill fljótt gleymast að fjórflokkurinn hefur margsinnis svikið sín kosningaloforð í gegnum tíðina. Við í Dögun erum staðráðin í því að standa við gefin loforð hvað sem hver segir. Dögun lítur svo á að taka verði mjög mikilvægar ákvarðanir á næsta kjörtímabili, mun mikilvægari en oft áður. Framtíð lands og þjóðar byggist á stefnu sem setur almenning í fyrsta sætið og fjármálaöflin og aðra sérhagsmunahópa neðar. Það mun Dögun gera. Reynslan af fjórflokknum segir okkur að það eru minni líkur á því að hann geri það. Þess vegna eru kosningarnar núna með þeim mikilvægustu í sögu Íslands í langan tíma. Þess vegna er ábyrgð kjósenda mjög mikil. Kjósum XT, við erum nýr flokkur sem vill og þorir.
Skoðun Af hverju ættum við að stunda geðrækt, rétt eins og líkamsrækt? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar
Skoðun Pistil eftir frétt um Davíð Tómas körfuknattleiksdómara Sigurður Ólafur Kjartansson skrifar
Skoðun Íhlutun Bandaríkjanna í Venesúela: Auðlindaránið í heimsvaldastefnunni og hræsnin í „stríðinu gegn fíkniefnum“ Sæþór Benjamín Randalsson skrifar
Skoðun Stöndum vörð um tónlistarmenntun barna og ungmenna – opið bréf til borgarstjóra Sigrún Grendal skrifar
Skoðun Hafrannsóknastofnun leggur til 95 prósent samdrátt í sjókvíaeldi á laxi Jón Kaldal skrifar
Skoðun Hvað mun Pútín gera næst með því að ögra samstöðu NATO?: Rússnesk innrás í lofthelgi NATO og hlutverk Íslands í öryggi bandalagsins Jun Þór Morikawa skrifar
Skoðun Framtíðarskipulag Keldnalands er ekki útópía – og þaðan af síður dystópía Birkir Ingibjartsson skrifar
Skoðun Gervigreindin stöðluð - öryggisins vegna Hanna Kristín Skaftadóttir,Helga Sigrún Harðardóttir skrifar
Skoðun Frelsi, framtíð og vistvænar samgöngur: Hvers vegna Ísland þarf að hugsa stærra Sigurborg Ósk Haraldsdóttir skrifar