Hver eru heimili landsins? Valur Þráinsson skrifar 26. apríl 2013 06:00 Í þeirri kosningabaráttu sem staðið hefur yfir undanfarnar vikur hefur nokkrum flokkum orðið tíðrætt um að nauðsynlegt sé að setja heimili landsins í sérstakan forgang. Megináhersla Framsóknarflokksins er t.d. sú að „stökkbreytt verðtryggð húsnæðislán verði leiðrétt“, óháð því hvort viðkomandi heimili þurfi á skuldaniðurfellingu að halda. Rökstuðningurinn fyrir fyrrgreindri tillögu er eftirfarandi: „Það er ekki okkar að ákveða hverjir „eiga skilið“ að fá lán sín leiðrétt. Þeir sem voru með verðtryggð húsnæðislán urðu fyrir skaða í hruninu. Hann þarf að bæta.“ Einnig má finna í stefnuskrá Dögunar að flokkurinn vilji „tafarlaust afnám verðtryggingar á neytendalánum og almenna leiðréttingu húsnæðislána“. Þeir einstaklingar og fjölskyldur sem virðast m.a. hafa gleymst í þessari umræðu eru t.d. aldraðir sem búa á hjúkrunarheimilum, námsmenn sem búa í leiguhúsnæði, lágtekjufólk sem býr í húsnæði á vegum hins opinbera, fjölskyldur og einstaklingar sem eiga ekki nægilegt fé til þess að kaupa húsnæði og þeir aðilar sem kjósa einfaldlega að búa í leiguhúsnæði. Samkvæmt rannsókn Hagstofunnar á útgjöldum heimilanna var þessi hópur um 27% heimila á árunum 2009-2011. Það sem hefur gleymst er sú staðreynd að lánakjör og „stökkbreytt lán“ sem eigendur leiguhúsnæðisins borga af hafa áhrif á það leiguverð sem leigjendum stendur til boða á leigumarkaði. Leigjendurnir greiða því í reynd af þeim lánum sem hvíla á húseignunum sem þeir leigja. Spurningarnar sem þarf því að svara eru tvær: 1. Hvers vegna telja frambjóðendur þeirra flokka sem vilja almenna leiðréttingu á húsnæðislánum þá sem búa í leiguhúsnæði ekki vera hluta af „heimilunum í landinu“? 2. Ef leiðrétta á „stökkbreytt“ verðtryggð húsnæðislán, hvers vegna á þá ekki að bæta leigjendum fyrir þann tíma sem þeir hafa óbeint greitt af lánunum, þá væntanlega með „stökkbreyttri“ húsaleigu? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kosningar 2013 Skoðun Valur Þráinsson Mest lesið Lausnin við öllum vandamálum menntakerfisins Stein Olav Romslo Skoðun Skósveinar í Samfylkingunni? Teitur Atlason Skoðun Börnin í Laugardal eiga betra skilið Róbert Ragnarsson Skoðun Eru fjáröflunarherferðir KÍ, Mottumars og Bleika slaufan, siðferðilega réttlætanlegar? Einar Páll Svavarsson Skoðun Einn deilibíll kemur í stað 16 einkabíla Kristín Hrefna Halldórsdóttir Skoðun Aðalsteinn, finnst þér þetta vera í lagi? Ingólfur Ásgeirsson Skoðun Borgarstjóri sem dreifir valdi Bjarni Karlsson Skoðun Að framleiða 5200 málsverði á dag - er ekki á allra færi... Margrét Sigrún Björnsdóttir Skoðun Ísland–Kanada Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir Skoðun Er Kópavogsmódelið fullkomið ? Gunnar Gylfason Skoðun Skoðun Skoðun Borgin sem við byggjum er fjölbreytt borg Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Hversdagurinn er ævintýri Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Lærdómur frá Grænlandi um fæðuöryggi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Staðan á húsnæðismarkaði orsök fátæktar einstaklinga og fjölskyldna – Hugmynd að lausn við bráðavanda Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Ísland–Kanada Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Jákvæð þróun í leikskólamálum Skúli Helgason skrifar Skoðun Eru fjáröflunarherferðir KÍ, Mottumars og Bleika slaufan, siðferðilega réttlætanlegar? Einar Páll Svavarsson skrifar Skoðun Einn deilibíll kemur í stað 16 einkabíla Kristín Hrefna Halldórsdóttir skrifar Skoðun Að framleiða 5200 málsverði á dag - er ekki á allra færi... Margrét Sigrún Björnsdóttir skrifar Skoðun Lestrarkennsla íslenskra barna Ingibjörg Kristín Jónsdóttir skrifar Skoðun Er Kópavogsmódelið fullkomið ? Gunnar Gylfason skrifar Skoðun Orðum fylgir ábyrgð – líka þegar rætt er um loftslagsbreytingar Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Uppbygging félagslegs húsnæðis – með fólkið í forgrunni Ellen Calmon skrifar Skoðun Guðmundur til þjónustu í velferðarmálum Guðbjörg Sveinsdóttir,Arndís Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Orðræða sem sameinar – ekki sundrar Sandra Sigurðardóttir skrifar Skoðun Af bambus í Vesturbugt og 14 mínútna leikriti Páll Jakob Líndal skrifar Skoðun Skál fyrir betri heilsu! Lára G. Sigurðardóttir,Valgerður Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Guðmund Inga í 3. sætið Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Skósveinar í Samfylkingunni? Teitur Atlason skrifar Skoðun Ákærandi, dómari og böðull Þorgrímur Sigmundsson skrifar Skoðun Lausnin við öllum vandamálum menntakerfisins Stein Olav Romslo skrifar Skoðun Borgarstjóri sem dreifir valdi Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Áætlun um öryggi og fjárfestingu í innviðum Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Það er ekki hægt að jafna dánaraðstoð við sjálfsvíg Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hreint ekki eins og atvinnuviðtal Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Aðalsteinn, finnst þér þetta vera í lagi? Ingólfur Ásgeirsson skrifar Skoðun Börnin í Laugardal eiga betra skilið Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Stjórnmálamaður metinn að verðleikum Þórarinn Snorri Sigurgeirsson skrifar Skoðun Magnea Marinósdóttir á brýnt erindi í borgarstjórn Hörður Filippusson skrifar Skoðun Borgin sem við byggjum er borg allra Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Sjá meira
Í þeirri kosningabaráttu sem staðið hefur yfir undanfarnar vikur hefur nokkrum flokkum orðið tíðrætt um að nauðsynlegt sé að setja heimili landsins í sérstakan forgang. Megináhersla Framsóknarflokksins er t.d. sú að „stökkbreytt verðtryggð húsnæðislán verði leiðrétt“, óháð því hvort viðkomandi heimili þurfi á skuldaniðurfellingu að halda. Rökstuðningurinn fyrir fyrrgreindri tillögu er eftirfarandi: „Það er ekki okkar að ákveða hverjir „eiga skilið“ að fá lán sín leiðrétt. Þeir sem voru með verðtryggð húsnæðislán urðu fyrir skaða í hruninu. Hann þarf að bæta.“ Einnig má finna í stefnuskrá Dögunar að flokkurinn vilji „tafarlaust afnám verðtryggingar á neytendalánum og almenna leiðréttingu húsnæðislána“. Þeir einstaklingar og fjölskyldur sem virðast m.a. hafa gleymst í þessari umræðu eru t.d. aldraðir sem búa á hjúkrunarheimilum, námsmenn sem búa í leiguhúsnæði, lágtekjufólk sem býr í húsnæði á vegum hins opinbera, fjölskyldur og einstaklingar sem eiga ekki nægilegt fé til þess að kaupa húsnæði og þeir aðilar sem kjósa einfaldlega að búa í leiguhúsnæði. Samkvæmt rannsókn Hagstofunnar á útgjöldum heimilanna var þessi hópur um 27% heimila á árunum 2009-2011. Það sem hefur gleymst er sú staðreynd að lánakjör og „stökkbreytt lán“ sem eigendur leiguhúsnæðisins borga af hafa áhrif á það leiguverð sem leigjendum stendur til boða á leigumarkaði. Leigjendurnir greiða því í reynd af þeim lánum sem hvíla á húseignunum sem þeir leigja. Spurningarnar sem þarf því að svara eru tvær: 1. Hvers vegna telja frambjóðendur þeirra flokka sem vilja almenna leiðréttingu á húsnæðislánum þá sem búa í leiguhúsnæði ekki vera hluta af „heimilunum í landinu“? 2. Ef leiðrétta á „stökkbreytt“ verðtryggð húsnæðislán, hvers vegna á þá ekki að bæta leigjendum fyrir þann tíma sem þeir hafa óbeint greitt af lánunum, þá væntanlega með „stökkbreyttri“ húsaleigu?
Eru fjáröflunarherferðir KÍ, Mottumars og Bleika slaufan, siðferðilega réttlætanlegar? Einar Páll Svavarsson Skoðun
Skoðun Staðan á húsnæðismarkaði orsök fátæktar einstaklinga og fjölskyldna – Hugmynd að lausn við bráðavanda Magnea Marinósdóttir skrifar
Skoðun Eru fjáröflunarherferðir KÍ, Mottumars og Bleika slaufan, siðferðilega réttlætanlegar? Einar Páll Svavarsson skrifar
Skoðun Að framleiða 5200 málsverði á dag - er ekki á allra færi... Margrét Sigrún Björnsdóttir skrifar
Skoðun Guðmundur til þjónustu í velferðarmálum Guðbjörg Sveinsdóttir,Arndís Vilhjálmsdóttir skrifar
Eru fjáröflunarherferðir KÍ, Mottumars og Bleika slaufan, siðferðilega réttlætanlegar? Einar Páll Svavarsson Skoðun