Er ein skoðun betri en gott starf? Guðbjörg Vilhjálmsdóttir skrifar 26. apríl 2013 06:00 Við Íslendingar getum verið stolt af okkar þjóðfélagi í dag. Það hefur tekist að snúa algjöru efnahagshruni þannig að leiðin fram undan er greið og öll getum við vænst betri stöðu í framtíðinni. Þeir sem e.t.v. brutu lög við sínar fjármála–hundakúnstir eru fyrir rétti, rituð hefur verið rannsóknarskýrsla um það sem fór úrskeiðis, atvinnuleysi er nú með því lægsta sem gerist (4,7%) en var 9,3% í upphafi kjörtímabilsins, útflutningsiðnaður dafnar, ferðaþjónustan sömuleiðis og nýsköpunargreinar. Fjárlagahalli og verðbólga hafa minnkað gríðarlega. Framfarir hafa orðið í jafnréttismálum á kjörtímabilinu, ráðuneytum fækkað, sköpuð stefna í umhverfismálum og þannig var haldið á Icesave-málinu að það tókst að sigla því í heila höfn. Framlag Sigmundar Davíðs þar var að hann hafði eina skoðun á því máli og skipti aldrei um skoðun. Hann framkvæmdi ekki neitt. Það var forseti vor sem skóp farveginn fyrir nei-ara og svo ríkisstjórnin sem vann skörulega að málflutningi fyrir EFTA-dómstóli. Fyrir sína einu skoðun uppsker Sigmundur Davíð nú mikið, því hann getur nú selt fólki þá ímynd að hann geti með staðfastri skoðun samið við útlenda eigendur bankanna um að þeir skilji hér eftir peninga sem verður hægt að ráðstafa til þess að lækka húsnæðisskuldir. Getur Sigmundur Davíð gert það? Við verðum að trúa því, eins og því að Jesús hafi breytt vatni í vín. En hver var það sem skapaði samningsstöðuna? Jú það var lagasetning nr. 17/2012 sem ríkisstjórnin stóð að. Framsóknarflokkurinn studdi þá lagasetningu ekki og Sjálfstæðisflokkurinn var á móti. Við vitum að Sigmundur Davíð getur haft staðfasta skoðun þegar kemur að peningum útlendinga. En hvað getur hann framkvæmt? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kosningar 2013 Skoðun Mest lesið Sjö staðreyndir í útlendingamálum Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir Skoðun Sjálfstæðisstefnan og frelsið Helgi Áss Grétarsson Skoðun Svargrein: Ísland á víst að íhuga aðild að ESB Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun Sumarfríinu aflýst Sigurður Helgi Pálmason Skoðun Um mýkt, menntun og von Sigurður Árni Reynisson Skoðun „Er allt í lagi?“ Olga Björt Þórðardóttir Skoðun Einmanaleiki: Skortir þig tengsl við þig eða aðra? Sigrún Þóra Sveinsdóttir Skoðun Gerir háskólanám þig að grunnskólakennara? Davíð Már Sigurðsson Skoðun Úr skotgröfum í netkerfin: Netárásir á innviði Vesturlanda Ýmir Vigfússon Skoðun Fordómar gagnvart hinsegin fólki – Reynslusaga Geir Gunnar Markússon Skoðun Skoðun Skoðun Sjálfstæðisstefnan og frelsið Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Sjö staðreyndir í útlendingamálum Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þegar fjölbreytileikinn verður ógn: Afneitun, andstaða og ótti við hið mannlega Haukur Logi Jóhannsson skrifar Skoðun Einmanaleiki: Skortir þig tengsl við þig eða aðra? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Svargrein: Ísland á víst að íhuga aðild að ESB Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Fjölbreytni í endurhæfingu skiptir máli Hólmfríður Einarsdóttir skrifar Skoðun Sumarfríinu aflýst Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Úr skotgröfum í netkerfin: Netárásir á innviði Vesturlanda Ýmir Vigfússon skrifar Skoðun Fordómar gagnvart hinsegin fólki – Reynslusaga Geir Gunnar Markússon skrifar Skoðun „Er allt í lagi?“ Olga Björt Þórðardóttir skrifar Skoðun Göngum í Haag hópinn Þórhildur Sunna Ævarsdóttir skrifar Skoðun Kirkjuklukkur hringja Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Gerir háskólanám þig að grunnskólakennara? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Stríð skapar ekki frið Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Íslenska stóðhryssan og Evrópa Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Hvammsvirkjun – Skyldur ráðherra og réttur samfélagsins Eggert Valur Guðmundsson skrifar Skoðun Norska leiðin er fasismi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Um mýkt, menntun og von Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Höfum alla burði til þess Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Tímabær rannsókn dómsmálaráðuneytisins Sigmundur Davíð Gunnlaugsson skrifar Skoðun Umsókn krefst ákvörðunar – ekki ákalls Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hjálp, barnið mitt spilar Roblox! Kristín Magnúsdóttir skrifar Skoðun Líkindi með guðstrú og djöflatrú Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Ævinlega þakkláti flóttamaðurinn Zeljka Kristín Klobucar skrifar Skoðun Vér vesalingar Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Leikrit Landsvirkjunar Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Svona eða hinsegin, hvert okkar verður næst? Unnar Geir Unnarsson skrifar Skoðun Reynisfjara og mannréttindasáttmáli Evrópu Róbert R. Spanó skrifar Skoðun Að hlúa að foreldrum: Forvörn sem skiptir máli Áróra Huld Bjarnadóttir skrifar Sjá meira
Við Íslendingar getum verið stolt af okkar þjóðfélagi í dag. Það hefur tekist að snúa algjöru efnahagshruni þannig að leiðin fram undan er greið og öll getum við vænst betri stöðu í framtíðinni. Þeir sem e.t.v. brutu lög við sínar fjármála–hundakúnstir eru fyrir rétti, rituð hefur verið rannsóknarskýrsla um það sem fór úrskeiðis, atvinnuleysi er nú með því lægsta sem gerist (4,7%) en var 9,3% í upphafi kjörtímabilsins, útflutningsiðnaður dafnar, ferðaþjónustan sömuleiðis og nýsköpunargreinar. Fjárlagahalli og verðbólga hafa minnkað gríðarlega. Framfarir hafa orðið í jafnréttismálum á kjörtímabilinu, ráðuneytum fækkað, sköpuð stefna í umhverfismálum og þannig var haldið á Icesave-málinu að það tókst að sigla því í heila höfn. Framlag Sigmundar Davíðs þar var að hann hafði eina skoðun á því máli og skipti aldrei um skoðun. Hann framkvæmdi ekki neitt. Það var forseti vor sem skóp farveginn fyrir nei-ara og svo ríkisstjórnin sem vann skörulega að málflutningi fyrir EFTA-dómstóli. Fyrir sína einu skoðun uppsker Sigmundur Davíð nú mikið, því hann getur nú selt fólki þá ímynd að hann geti með staðfastri skoðun samið við útlenda eigendur bankanna um að þeir skilji hér eftir peninga sem verður hægt að ráðstafa til þess að lækka húsnæðisskuldir. Getur Sigmundur Davíð gert það? Við verðum að trúa því, eins og því að Jesús hafi breytt vatni í vín. En hver var það sem skapaði samningsstöðuna? Jú það var lagasetning nr. 17/2012 sem ríkisstjórnin stóð að. Framsóknarflokkurinn studdi þá lagasetningu ekki og Sjálfstæðisflokkurinn var á móti. Við vitum að Sigmundur Davíð getur haft staðfasta skoðun þegar kemur að peningum útlendinga. En hvað getur hann framkvæmt?
Skoðun Þegar fjölbreytileikinn verður ógn: Afneitun, andstaða og ótti við hið mannlega Haukur Logi Jóhannsson skrifar
Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar