Brotvænt Ísland Halldór Berg Harðarson skrifar 27. apríl 2013 06:00 Bráðnun Norður Íshafsins og möguleg opnun siglingaleiðar yfir norðurpólinn þykir áhugavert viðfangsefni meðal þeirra sem rannsaka alþjóðasamskipti og samskipti Austur-Asíu við Vesturlönd. Þverþjóðlegt mælingarnet sem fylgist með veðurfari á norðurslóðum hefur gefið vísindamönnum gögn sem virðast benda til þess að bráðnun eigi sér stað mun hraðar en áður var talið. Þegar meta á hins vegar áhrif þessara breytinga á jafnvægið í alþjóðasamfélaginu er erfitt að treysta á líkön. Auk smáþjóða eiga mestu stórveldi heimsins; Bandaríkin, Kína og Rússland mikilla hagsmuna að gæta. Hægt er að ímynda sér óteljandi mismunandi atburðarásir og örlitlar breytingar í veðurfarslíkönum geta breytt algerlega pólitískum aðstæðum. Það fer félagsvísindamönnum ekki vel að reyna spá fyrir um framtíðina. Áhugaverðara er að skoða hvernig ríkin á svæðinu eru í dag í stakk búin ef eitthvað óvænt kemur upp á, hvort sem það er mjög hröð hlýnun, hröð kólnun, stórt stríð eða eitthvað allt annað. Víst er að sum ríkin eru mjög brothætt, þau tapa á nánast allri breytingu, sama hver hún er. Önnur ríki eru seigari en önnur, þau geta tekið við áföllum og munu spjara sig hvernig sem fer. Að lokum eru ríki sem við getum sagt að séu „brotvæn“ (e. antifragile). Hugtakið er fengið frá Nassim N. Taleb og lýsir fyrirbærum sem standa betur að vígi eftir óvænt áföll. Brotvæn ríki hafa nánast engu að tapa ef ekkert eða lítið breytist en allt að vinna þegar kemur að stórum hröðum breytingum. Meðal stórveldanna er býsna ljóst hvernig landið liggur. Þegar kemur að norðurskautinu eru Bandaríkin brothætt, Rússland þrautseigt og Kína brotvænt.Undirbúningur nauðsyn Sama hvað okkur á Íslandi fyndist um slíka þróun þá er það ekki í okkar valdi að breyta veðrinu og við eigum því að undirbúa okkur. Við viljum vera þrautseig og jafnvel brotvæn. Utanríkisstefna okkar á ekki að miðast við að bregðast við mismunandi líkum. Kerfið okkar ætti að vera með þeim hætti að við getum brugðist vel við breytingum hvernig sem fer. Fólk vonast til að ef miklar veðurbreytingar verða að landið muni græða á nálægð við nýjar siglingarleiðir en afar lítil vinna fer í að sjá með hvaða hætti væri hægt að tryggja að svo verði. Því hvernig sem fer þá verðum við að bregðast einhvern veginn við. Skyldu þeir sem sjá norðurleiðina sem mest í hyllingum átta sig á að hin hliðin á sama pening er t.d. mögulegt hrun helstu fiskistofna á Íslandsmiðum? Hlýnun sjávar mun þýða að okkar helstu nytjastofnar munu færa sig norðar og hugsanlega út úr lögsögu Íslands. Íslensk stjórnvöld eru í dag í stríði gegn nánast öllum þeim sem vilja samvinnu um hvernig fiskistofnar eru nýttir. Íslandi bjóðast margir valkostir um framtíðarsamstarf í norðri. Það kostar okkur lítið að halda þeim sem flestum opnum. Eins og staðan er í dag er Ísland brothætt en við getum breytt því. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kosningar 2013 Skoðun Mest lesið Sögufölsun í heimildarþætti RÚV — Svör óskast Jóna Benediktsdóttir,Hjörtur Hjartarson,Katrín Oddsdóttir,Kjartan Jónsson,Kristín Erna Arnardóttir,Sigríður Ólafsdóttir,Þórir Baldursson Skoðun Óframseljanlegt DAGA-kerfi Kári Jónsson Skoðun Halldór 23.11.2024 Halldór Fellur helsti stuðningsmaður menningarmála af þingi? Magnús Logi Kristinsson Skoðun „Við andlát manns lýkur skattskyldu hans“ Þórður Gunnarsson Skoðun Eru aðventan og jólin kvíða- eða tilhlökkunarefni? Guðlaug Helga Ásgeirsdóttir Skoðun Sjálfstæðismenn boða víst skattalækkanir á þá efnamestu Haukur V. Alfreðsson Skoðun Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun Viltu borga 200 þús á mánuði eða 600 þús á mánuði af íbúðinni? Hildur Þórðardóttir Skoðun Dýrkeyptur aðgangur Stella Guðmundsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Eru aðventan og jólin kvíða- eða tilhlökkunarefni? Guðlaug Helga Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Óframseljanlegt DAGA-kerfi Kári Jónsson skrifar Skoðun Nýtanleg verðmætasköpun um allt land Jóhann Frímann Arinbjarnarson skrifar Skoðun Geðrænn vandi barna og ungmenna Eldur S. Kristinsson skrifar Skoðun Það er kominn verðmiði á fangelsið en hvað má ungmenni í alvarlegum vanda kosta? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Hinn opni tékki samgöngusáttmálans – ljósastýring og Sundabraut Eiríkur S. Svavarsson skrifar Skoðun Eru sumir heppnari en aðrir? Anna Kristín Jensdóttir skrifar Skoðun Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Kallað eftir fyrirsjáanleika í opinberum framkvæmdum Þorsteinn Víglundsson ,Jónína Guðmundsdóttir,Karl Andreassen skrifar Skoðun Sjálfstætt fólk Kristín Linda Jónsdóttir skrifar Skoðun Óstjórn í húsnæðismálum Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Arfur stjórnmálanna 2024 Elvar Eyvindsson skrifar Skoðun Kjósum rétt(indi) fyrir fatlað fólk! Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Frelsi er allra, ekki fárra útvaldra Jón Óskar Sólnes skrifar Skoðun Menntun og tækifæri: Hvað veljum við fyrir Ísland? Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Eyðimerkurganga kosningabaráttunnar? Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Krónan eða evran? Kostir og gallar Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Kjóstu meiri árangur Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hvaða hlekkur ert þú í keðjunni? Ellý Tómasdóttir skrifar Skoðun Laxeldið verður ekki stöðvað Kristinn H. Gunnarsson skrifar Skoðun Þroskamerki þjóðar Tómas Torfason skrifar Skoðun Afvegaleidd umræða um áskoranir heilbrigðiskerfisins Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Var stytting náms til stúdentsprófs í þágu ungmenna? Sigurður E. Sigurjónsson skrifar Skoðun Það sem ekki má fjalla um fyrir kosningar til Alþingis Árni Jensson skrifar Skoðun Launafólk sýndi ábyrgð – Hvað með bankana og fjármagnseigendur? Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun Sjálfstæðar konur? Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Fullveldinu er fórnað með aðild að Evrópusambandinu Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Endurhugsum dæmið, endurnýtum textíl Guðbjörg Rut Pálmadóttir skrifar Skoðun Betri Strætó 2025 og (svo) Borgarlína Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Um kosningar, gulrætur og verðbólgu Jean-Rémi Chareyre skrifar Sjá meira
Bráðnun Norður Íshafsins og möguleg opnun siglingaleiðar yfir norðurpólinn þykir áhugavert viðfangsefni meðal þeirra sem rannsaka alþjóðasamskipti og samskipti Austur-Asíu við Vesturlönd. Þverþjóðlegt mælingarnet sem fylgist með veðurfari á norðurslóðum hefur gefið vísindamönnum gögn sem virðast benda til þess að bráðnun eigi sér stað mun hraðar en áður var talið. Þegar meta á hins vegar áhrif þessara breytinga á jafnvægið í alþjóðasamfélaginu er erfitt að treysta á líkön. Auk smáþjóða eiga mestu stórveldi heimsins; Bandaríkin, Kína og Rússland mikilla hagsmuna að gæta. Hægt er að ímynda sér óteljandi mismunandi atburðarásir og örlitlar breytingar í veðurfarslíkönum geta breytt algerlega pólitískum aðstæðum. Það fer félagsvísindamönnum ekki vel að reyna spá fyrir um framtíðina. Áhugaverðara er að skoða hvernig ríkin á svæðinu eru í dag í stakk búin ef eitthvað óvænt kemur upp á, hvort sem það er mjög hröð hlýnun, hröð kólnun, stórt stríð eða eitthvað allt annað. Víst er að sum ríkin eru mjög brothætt, þau tapa á nánast allri breytingu, sama hver hún er. Önnur ríki eru seigari en önnur, þau geta tekið við áföllum og munu spjara sig hvernig sem fer. Að lokum eru ríki sem við getum sagt að séu „brotvæn“ (e. antifragile). Hugtakið er fengið frá Nassim N. Taleb og lýsir fyrirbærum sem standa betur að vígi eftir óvænt áföll. Brotvæn ríki hafa nánast engu að tapa ef ekkert eða lítið breytist en allt að vinna þegar kemur að stórum hröðum breytingum. Meðal stórveldanna er býsna ljóst hvernig landið liggur. Þegar kemur að norðurskautinu eru Bandaríkin brothætt, Rússland þrautseigt og Kína brotvænt.Undirbúningur nauðsyn Sama hvað okkur á Íslandi fyndist um slíka þróun þá er það ekki í okkar valdi að breyta veðrinu og við eigum því að undirbúa okkur. Við viljum vera þrautseig og jafnvel brotvæn. Utanríkisstefna okkar á ekki að miðast við að bregðast við mismunandi líkum. Kerfið okkar ætti að vera með þeim hætti að við getum brugðist vel við breytingum hvernig sem fer. Fólk vonast til að ef miklar veðurbreytingar verða að landið muni græða á nálægð við nýjar siglingarleiðir en afar lítil vinna fer í að sjá með hvaða hætti væri hægt að tryggja að svo verði. Því hvernig sem fer þá verðum við að bregðast einhvern veginn við. Skyldu þeir sem sjá norðurleiðina sem mest í hyllingum átta sig á að hin hliðin á sama pening er t.d. mögulegt hrun helstu fiskistofna á Íslandsmiðum? Hlýnun sjávar mun þýða að okkar helstu nytjastofnar munu færa sig norðar og hugsanlega út úr lögsögu Íslands. Íslensk stjórnvöld eru í dag í stríði gegn nánast öllum þeim sem vilja samvinnu um hvernig fiskistofnar eru nýttir. Íslandi bjóðast margir valkostir um framtíðarsamstarf í norðri. Það kostar okkur lítið að halda þeim sem flestum opnum. Eins og staðan er í dag er Ísland brothætt en við getum breytt því.
Sögufölsun í heimildarþætti RÚV — Svör óskast Jóna Benediktsdóttir,Hjörtur Hjartarson,Katrín Oddsdóttir,Kjartan Jónsson,Kristín Erna Arnardóttir,Sigríður Ólafsdóttir,Þórir Baldursson Skoðun
Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun
Skoðun Það er kominn verðmiði á fangelsið en hvað má ungmenni í alvarlegum vanda kosta? Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Hinn opni tékki samgöngusáttmálans – ljósastýring og Sundabraut Eiríkur S. Svavarsson skrifar
Skoðun Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Kallað eftir fyrirsjáanleika í opinberum framkvæmdum Þorsteinn Víglundsson ,Jónína Guðmundsdóttir,Karl Andreassen skrifar
Skoðun Afvegaleidd umræða um áskoranir heilbrigðiskerfisins Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar
Skoðun Launafólk sýndi ábyrgð – Hvað með bankana og fjármagnseigendur? Finnbjörn A. Hermannsson skrifar
Sögufölsun í heimildarþætti RÚV — Svör óskast Jóna Benediktsdóttir,Hjörtur Hjartarson,Katrín Oddsdóttir,Kjartan Jónsson,Kristín Erna Arnardóttir,Sigríður Ólafsdóttir,Þórir Baldursson Skoðun
Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun