Leggjum ekki árar í bát Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 11. júní 2013 06:00 Ágúst Þór ræðir við leikmenn sína í fyrri leiknum gegn Tékkum í undankeppni HM. fréttablaðið/vilhelm Handbolti Stelpurnar okkar í íslenska kvennalandsliðinu missa af sínu fyrsta stórmóti í fjögur ár þegar HM fer fram í Serbíu í lok ársins. Stelpurnar höfðu komist inn á þrjú mót í röð en máttu sætta sig við stórt tap gegn Tékkum í undankeppni HM. Fyrir fram voru Tékkar taldir viðráðanlegur andstæðingur fyrir íslenska liðið og skásti kosturinn af þeim þjóðum sem voru í efri styrkleikaflokknum í undankeppninni. Ísland var í þeim neðri. En annað kom á daginn. Tékkar voru einfaldlega mun betri og gengu frá einvíginu í fyrri leiknum í Vodafone-höllinni þar sem liðið vann tólf marka sigur. „Það segir sig sjálft að þetta einvígi fór í þeim leik,“ sagði Ágúst í samtali við Fréttablaðið í gær. Hann var þá nýkominn aftur til landsins frá Tékklandi, þar sem síðari leikurinn fór fram um helgina. „Við áttum ekki von á svona stóru tapi á heimavelli. Við hefðum þurft sigur í þeim leik því það er í raun ekkert hræðilegt að tapa með fimm mörkum á útivelli eins og við gerðum um helgina,“ segir Ágúst sem segir leikmenn sína ávallt hafa haft trú á verkefninu, jafnvel eftir tólf marka tap á heimavelli. „Við ætluðum að koma þeim á óvart í byrjun og byggja á því. En það gekk ekki. Baráttan var í góðu lagi og allir voru að leggja sig fram. En eftir að við lentum undir var þetta orðið erfitt,“ segir Ágúst og bætir við: „Við töpuðum fyrir betra liði. Tékkar voru betri en við áttum von á. Ég hef trú á því að þeir eigi eftir að gera góða hluti í Serbíu.“Basl í sóknarleiknum Stelpurnar lentu í basli með sóknarleikinn í einvíginu, enda skoraði liðið aðeins 38 mörk samtals í leikjunum tveimur. „Það er alveg ljóst að það hefur verið á brattann að sækja í uppstilltum sóknum. En við gerðum okkur enn erfiðara fyrir með því að fá lítið úr hraðaupphlaupunum. Ég tek sem dæmi að við fengum ekkert mark úr hraðaupphlaupi í fyrri leiknum. Við erum samt með mjög góða hraðaupphlaupsmenn í liðinu,“ segir Ágúst. Það var einnig áberandi í úrslitakeppni N1-deildar kvenna hversu illa sóknarleikurinn virtist ganga. Varnarleikur og markvarsla var þar í aðalhlutverki. „Liðin sem náðu bestum árangri í deildinni spiluðu frábæra vörn. Stjarnan kom mjög á óvart og byggði sinn leik á mjög sterkri 6-0 vörn. Fram og Valur eru líka með mjög sterk varnarlið,“ segir Ágúst. „Þetta hefur líka verið okkar aðalsmerki í landsliðinu undanfarin ár. Við höfum sýnt miklar framfarir á skömmum tíma en nú kom skref til baka. En við leggjum þar með ekki árar í bát heldur höldum við ótrauð áfram. Við erum með góða leikmenn, þar af marga í atvinnumennsku. Auðvitað er ég hundfúll en ég tek það ekki af stelpunum að þær lögðu sig allar fram í verkefnið.“Jákvætt starf í gangi Ágúst kvíðir ekki framtíðinni en hann er strax byrjaður að hugsa um næstu leiki sem verða gegn Noregi síðar í mánuðinum. „Þar verður ekki aðalatriðið hvort við vinnum eða töpum – heldur að njóta þess að spila gegn besta landsliði heims. Við erum líka að vinna að verkefnum með U-25 ára liðið okkar og þá mun U-19 ára liðið einnig spila æfingaleiki gegn jafnöldrum sínum frá Noregi á næstunni. Það er margt gott í gangi og við höldum áfram að sinna því starfi, þó svo að okkur hafi mistekist nú,“ segir Ágúst. Íslenski handboltinn Mest lesið Mátti ekki tefla í gallabuxum og hættir keppni á heimsmeistaramóti Sport Hákon 21. Íslendingurinn til að spila í efstu deild á Englandi Fótbolti Hákon kom inn á og hélt hreinu í fyrsta úrvalsdeildarleiknum Fótbolti Ronaldo segir að storminn muni lægja undir stjórn Amorim Fótbolti Harmur hrokagikksins Haaland Enski boltinn Heimsmeistararnir þrír fóru allir áfram Sport Skytturnar aftur upp í annað sæti eftir sigur gegn nýliðunum Enski boltinn Dagskráin í dag: Íslandsmeistarar, HM í pílu og amerískar íþróttir Sport Tugmilljónakostnaður bíður Víkinga Fótbolti Freyr einnig í viðtal og einn erlendur Fótbolti Fleiri fréttir Elín og Ómar valin handknattleiksfólk ársins Töp hjá Íslendingaliðunum í Þýskalandi Melsungen enn á toppnum eftir sigur í Íslendingaslag Ólafi tvisvar vikið af velli og ekkert skorað síðustu tvær mínúturnar Viggó færir sig um set á nýju ári Stórsigur í toppslag og Melsungen með fjögurra stiga forystu Gísli fyrr heim í frí eftir árásina í Magdeburg Viktor Gísli góður þegar Wisla Plock fór á toppinn Negla Elínar Klöru eitt af flottustu mörkum EM Kolstad vann toppslaginn Dana áberandi í síðasta leik ársins Leik Gísla og félaga í Magdeburg frestað vegna árásarinnar Rosalegur hæðarmunur á liðsfélögum íslensku strákanna Lærisveinar Guðmundar fara í frí með góðan sigur að baki Arnór frá Gumma til Arnórs Ósáttir Harðarmenn stofnuðu kröfu í heimabanka dómara Staðfesta 10-0 sigur ÍBV gegn Haukum Íslendingaliðið heldur áfram í undanúrslit Lærisveinar Guðjóns Vals úr leik í bikarkeppninni „Jólin eru ekki alveg eins afslöppuð“ Þyrfti kraftaverk til að Ómar yrði með á HM Þetta eru strákarnir sem spila fyrir Ísland á HM Snorri kynnti HM-hóp Íslands Lofaði konunni að flytja ekki til Íslands Framarar slógu út bikarmeistarana Afturelding í bikarúrslitin Dana Björg næstmarkahæst í sigri í toppslag Þórir gæti orðið þjálfari ársins í tveimur löndum „Ég er bara búinn að vera að jafna mig“ Stelpurnar hans Þóris tryggðu sér tvær milljónir hver Sjá meira
Handbolti Stelpurnar okkar í íslenska kvennalandsliðinu missa af sínu fyrsta stórmóti í fjögur ár þegar HM fer fram í Serbíu í lok ársins. Stelpurnar höfðu komist inn á þrjú mót í röð en máttu sætta sig við stórt tap gegn Tékkum í undankeppni HM. Fyrir fram voru Tékkar taldir viðráðanlegur andstæðingur fyrir íslenska liðið og skásti kosturinn af þeim þjóðum sem voru í efri styrkleikaflokknum í undankeppninni. Ísland var í þeim neðri. En annað kom á daginn. Tékkar voru einfaldlega mun betri og gengu frá einvíginu í fyrri leiknum í Vodafone-höllinni þar sem liðið vann tólf marka sigur. „Það segir sig sjálft að þetta einvígi fór í þeim leik,“ sagði Ágúst í samtali við Fréttablaðið í gær. Hann var þá nýkominn aftur til landsins frá Tékklandi, þar sem síðari leikurinn fór fram um helgina. „Við áttum ekki von á svona stóru tapi á heimavelli. Við hefðum þurft sigur í þeim leik því það er í raun ekkert hræðilegt að tapa með fimm mörkum á útivelli eins og við gerðum um helgina,“ segir Ágúst sem segir leikmenn sína ávallt hafa haft trú á verkefninu, jafnvel eftir tólf marka tap á heimavelli. „Við ætluðum að koma þeim á óvart í byrjun og byggja á því. En það gekk ekki. Baráttan var í góðu lagi og allir voru að leggja sig fram. En eftir að við lentum undir var þetta orðið erfitt,“ segir Ágúst og bætir við: „Við töpuðum fyrir betra liði. Tékkar voru betri en við áttum von á. Ég hef trú á því að þeir eigi eftir að gera góða hluti í Serbíu.“Basl í sóknarleiknum Stelpurnar lentu í basli með sóknarleikinn í einvíginu, enda skoraði liðið aðeins 38 mörk samtals í leikjunum tveimur. „Það er alveg ljóst að það hefur verið á brattann að sækja í uppstilltum sóknum. En við gerðum okkur enn erfiðara fyrir með því að fá lítið úr hraðaupphlaupunum. Ég tek sem dæmi að við fengum ekkert mark úr hraðaupphlaupi í fyrri leiknum. Við erum samt með mjög góða hraðaupphlaupsmenn í liðinu,“ segir Ágúst. Það var einnig áberandi í úrslitakeppni N1-deildar kvenna hversu illa sóknarleikurinn virtist ganga. Varnarleikur og markvarsla var þar í aðalhlutverki. „Liðin sem náðu bestum árangri í deildinni spiluðu frábæra vörn. Stjarnan kom mjög á óvart og byggði sinn leik á mjög sterkri 6-0 vörn. Fram og Valur eru líka með mjög sterk varnarlið,“ segir Ágúst. „Þetta hefur líka verið okkar aðalsmerki í landsliðinu undanfarin ár. Við höfum sýnt miklar framfarir á skömmum tíma en nú kom skref til baka. En við leggjum þar með ekki árar í bát heldur höldum við ótrauð áfram. Við erum með góða leikmenn, þar af marga í atvinnumennsku. Auðvitað er ég hundfúll en ég tek það ekki af stelpunum að þær lögðu sig allar fram í verkefnið.“Jákvætt starf í gangi Ágúst kvíðir ekki framtíðinni en hann er strax byrjaður að hugsa um næstu leiki sem verða gegn Noregi síðar í mánuðinum. „Þar verður ekki aðalatriðið hvort við vinnum eða töpum – heldur að njóta þess að spila gegn besta landsliði heims. Við erum líka að vinna að verkefnum með U-25 ára liðið okkar og þá mun U-19 ára liðið einnig spila æfingaleiki gegn jafnöldrum sínum frá Noregi á næstunni. Það er margt gott í gangi og við höldum áfram að sinna því starfi, þó svo að okkur hafi mistekist nú,“ segir Ágúst.
Íslenski handboltinn Mest lesið Mátti ekki tefla í gallabuxum og hættir keppni á heimsmeistaramóti Sport Hákon 21. Íslendingurinn til að spila í efstu deild á Englandi Fótbolti Hákon kom inn á og hélt hreinu í fyrsta úrvalsdeildarleiknum Fótbolti Ronaldo segir að storminn muni lægja undir stjórn Amorim Fótbolti Harmur hrokagikksins Haaland Enski boltinn Heimsmeistararnir þrír fóru allir áfram Sport Skytturnar aftur upp í annað sæti eftir sigur gegn nýliðunum Enski boltinn Dagskráin í dag: Íslandsmeistarar, HM í pílu og amerískar íþróttir Sport Tugmilljónakostnaður bíður Víkinga Fótbolti Freyr einnig í viðtal og einn erlendur Fótbolti Fleiri fréttir Elín og Ómar valin handknattleiksfólk ársins Töp hjá Íslendingaliðunum í Þýskalandi Melsungen enn á toppnum eftir sigur í Íslendingaslag Ólafi tvisvar vikið af velli og ekkert skorað síðustu tvær mínúturnar Viggó færir sig um set á nýju ári Stórsigur í toppslag og Melsungen með fjögurra stiga forystu Gísli fyrr heim í frí eftir árásina í Magdeburg Viktor Gísli góður þegar Wisla Plock fór á toppinn Negla Elínar Klöru eitt af flottustu mörkum EM Kolstad vann toppslaginn Dana áberandi í síðasta leik ársins Leik Gísla og félaga í Magdeburg frestað vegna árásarinnar Rosalegur hæðarmunur á liðsfélögum íslensku strákanna Lærisveinar Guðmundar fara í frí með góðan sigur að baki Arnór frá Gumma til Arnórs Ósáttir Harðarmenn stofnuðu kröfu í heimabanka dómara Staðfesta 10-0 sigur ÍBV gegn Haukum Íslendingaliðið heldur áfram í undanúrslit Lærisveinar Guðjóns Vals úr leik í bikarkeppninni „Jólin eru ekki alveg eins afslöppuð“ Þyrfti kraftaverk til að Ómar yrði með á HM Þetta eru strákarnir sem spila fyrir Ísland á HM Snorri kynnti HM-hóp Íslands Lofaði konunni að flytja ekki til Íslands Framarar slógu út bikarmeistarana Afturelding í bikarúrslitin Dana Björg næstmarkahæst í sigri í toppslag Þórir gæti orðið þjálfari ársins í tveimur löndum „Ég er bara búinn að vera að jafna mig“ Stelpurnar hans Þóris tryggðu sér tvær milljónir hver Sjá meira