Fríverslun en áfram tvítollun Margrét Kristmannsdóttir skrifar 12. júní 2013 08:52 Íslensk verslun og íslenskir neytendur hafa í langan tíma búið við tvítollun á mörgum vörum. Til að útskýra ástæðu þess í örstuttu máli þá leggur ESB verndartolla á margar vörur sem fluttar eru inn til Evrópu. Íslenski markaðurinn er það lítill að fyrirtæki flytja sjaldan inn stórar sendingar í gámavís frá Kína til dæmis, heldur kemur megnið af innflutningi okkar frá löndum í ESB. Þegar vörur koma hingað frá ESB með uppruna utan svæðisins þá eiga birgjar okkar í Evrópu að fá þennan ytri toll endurgreiddan – en flækjustigið er svo hátt að nær allir birgjar í Evrópu neita að standa í því og velta kostnaðinum einfaldlega yfir á okkur. Því lenda fyrirtæki á Íslandi í því að greiða tollinn tvisvar, fyrst inn á ESB-svæðið og svo aftur hér heima, sem hækkar vöruverð til Íslendinga algjörlega að óþörfu. Noregur er í sömu stöðu og við og því sendi SVÞ ásamt systursamtökum sínum í Noregi erindi til Brussel þar sem þess var formlega farið á leit við ESB að það einfaldaði endurgreiðsluferlið. Var vitað að þetta yrði erfið brekka enda gefur fyrsta svar frá Brussel ekki tilefni til bjartsýni. Að leysa þetta mál gæti hins vegar lækkað vöruverð sem við Íslendingar greiðum verulega enda eru tollarnir t.d.: Fatnaður og skór 15%, búsáhöld 10%, leikföng 10%, húsgögn 10%, reiðhjól 10%, hjólbarðar 10% og raftæki 7-15%. Íslenskir neytendur borga því meira en þeir ættu að gera fyrir þessar vörur án nokkurra gildra ástæðna, eingöngu vegna flækjustigs kerfisins. Íslenskir innflytjendur urðu bjartsýnir þegar fríverslunarsamningur við Kína var undirritaður í vor. Vitað er að margar vörur sem fluttar eru hingað til lands eru framleiddar í Kína og töldu flestir að þannig væri vandinn í sambandi við tvítollunina að nokkru leystur. SVÞ fékk það hins vegar staðfest í síðustu viku frá tollayfirvöldum hér heima að niðurfelling tolla mun eingöngu eiga sér stað þegar um beinan innflutning frá Kína er að ræða. Tollfrelsið glatist hafi vara verið tollafgreidd inn á yfirráðasvæði annars ríkis. Þetta eru mikil vonbrigði fyrir innflytjendur en ættu að vera ekki síður mikil vonbrigði fyrir íslenska neytendur og íslensk heimili. Slagurinn við óréttlæti tvítollunar heldur því áfram. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Margrét Kristmannsdóttir Mest lesið Skólaforðun: Rangnefni sem þarfnast nýrrar nálgunar Rakel Norðfjörð Vilhjálmsdóttir Skoðun Heimskasta þjóð í heimi? Sverrir Björnsson Skoðun Hvernig gerðist þetta? Tryggvi Hjaltason Skoðun Gleymdu leikskólabörnin Jóhanna Dröfn Stefánsdóttir Skoðun Það er allt í lagi að vera þú sjálfur - Opið bréf til Snorra Mássonar Kári Stefánsson Skoðun Hugsjónir ójafnaðarmanns - svar við bréfi Kára Snorri Másson Skoðun Foreldrar, ömmur og afar þessa lands - áskorun til ykkar! Ragnheiður Stephensen Skoðun Viðreisn er Samfylkingin Júlíus Viggó Ólafsson Skoðun „Ég hefði nú ekkert á móti því að taka aðeins í tæjuna“ Eva Pandora Baldursdóttir Skoðun Ráðherrann Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Skoðun Skoðun Skólaforðun: Rangnefni sem þarfnast nýrrar nálgunar Rakel Norðfjörð Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Viska bendir á ójöfnuð kynslóðanna Yngvi Sighvatsson skrifar Skoðun Frjálsar handfæraveiðar - Opið svar til Strandveiðifélags Íslands Álfheiður Eymarsdóttir skrifar Skoðun Ofbeldisvarnir og alhliða kynfræðsla alla skólagönguna! Sigrún Birna Björnsdóttir Kaaber skrifar Skoðun Að kjósa í roki, hríð og nístingskulda Jón Ferdínand Estherarson skrifar Skoðun Hvernig gerðist þetta? Tryggvi Hjaltason skrifar Skoðun Borgum rétta vexti - Landsbankinn verði banki allra landsmanna Baldur Borgþórsson skrifar Skoðun Gleymdu leikskólabörnin Jóhanna Dröfn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Tími fyrir breytingar – Nú er tækifærið Anna Sofía Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Ölvunarakstur á Arnarnesbrú Anna Linda Bjarnadóttir skrifar Skoðun Flokknum er sama um þig Valgerður Árnadóttir skrifar Skoðun Þéttingarstefnan í Reykjavík er efnahagslegt vandamál Guðlaugur Þór Þórðarson skrifar Skoðun Virði en ekki byrði Hulda Bjarnadóttir skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn – svarið fyrir fjölskyldur og ungt fólk Guðbjörg Oddný Jónasdóttir skrifar Skoðun Vanrækt barn er besti ráðherrann Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Fjárfestum í vellíðan – því hver króna skilar sér margfalt til baka Theodór Ingi Ólafsson skrifar Skoðun Úr öskunni í eldinn á laugardaginn? Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Skuggaspil valdsins Anna Kristín Jensdóttir skrifar Skoðun Viltu að barnabörnin þín verði fátækir leiguliðar? Hildur Þórðardóttir skrifar Skoðun Nýtt upphaf – í þjónustu við þjóðina Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Hlustum á hvert annað og breytum þessu Aðalsteinn Leifsson skrifar Skoðun Kæru landsmenn – þetta er ekki lengur boðlegt Ágústa Árnadóttir skrifar Skoðun XL niðurskurður – hugsum stórt! Arnar Þór Jónsson,Kári Allansson skrifar Skoðun Blórabögglar og gylliboð frá vinstri Njáll Trausti Friðbertsson skrifar Skoðun Hvað kjósa foreldrar ósýnilegra barna? Vigdís Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Heimskasta þjóð í heimi? Sverrir Björnsson skrifar Skoðun Jöfnum leikinn á laugardaginn Björgvin G. Sigurðsson skrifar Skoðun ADHD, fjórir stafir og hvað svo? Jóna Kristín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Skattagleði á kostnað ferðaþjónustunnar Hildur Sverrisdóttir skrifar Skoðun Börnin heim Hanna Katrín Friðriksson skrifar Sjá meira
Íslensk verslun og íslenskir neytendur hafa í langan tíma búið við tvítollun á mörgum vörum. Til að útskýra ástæðu þess í örstuttu máli þá leggur ESB verndartolla á margar vörur sem fluttar eru inn til Evrópu. Íslenski markaðurinn er það lítill að fyrirtæki flytja sjaldan inn stórar sendingar í gámavís frá Kína til dæmis, heldur kemur megnið af innflutningi okkar frá löndum í ESB. Þegar vörur koma hingað frá ESB með uppruna utan svæðisins þá eiga birgjar okkar í Evrópu að fá þennan ytri toll endurgreiddan – en flækjustigið er svo hátt að nær allir birgjar í Evrópu neita að standa í því og velta kostnaðinum einfaldlega yfir á okkur. Því lenda fyrirtæki á Íslandi í því að greiða tollinn tvisvar, fyrst inn á ESB-svæðið og svo aftur hér heima, sem hækkar vöruverð til Íslendinga algjörlega að óþörfu. Noregur er í sömu stöðu og við og því sendi SVÞ ásamt systursamtökum sínum í Noregi erindi til Brussel þar sem þess var formlega farið á leit við ESB að það einfaldaði endurgreiðsluferlið. Var vitað að þetta yrði erfið brekka enda gefur fyrsta svar frá Brussel ekki tilefni til bjartsýni. Að leysa þetta mál gæti hins vegar lækkað vöruverð sem við Íslendingar greiðum verulega enda eru tollarnir t.d.: Fatnaður og skór 15%, búsáhöld 10%, leikföng 10%, húsgögn 10%, reiðhjól 10%, hjólbarðar 10% og raftæki 7-15%. Íslenskir neytendur borga því meira en þeir ættu að gera fyrir þessar vörur án nokkurra gildra ástæðna, eingöngu vegna flækjustigs kerfisins. Íslenskir innflytjendur urðu bjartsýnir þegar fríverslunarsamningur við Kína var undirritaður í vor. Vitað er að margar vörur sem fluttar eru hingað til lands eru framleiddar í Kína og töldu flestir að þannig væri vandinn í sambandi við tvítollunina að nokkru leystur. SVÞ fékk það hins vegar staðfest í síðustu viku frá tollayfirvöldum hér heima að niðurfelling tolla mun eingöngu eiga sér stað þegar um beinan innflutning frá Kína er að ræða. Tollfrelsið glatist hafi vara verið tollafgreidd inn á yfirráðasvæði annars ríkis. Þetta eru mikil vonbrigði fyrir innflytjendur en ættu að vera ekki síður mikil vonbrigði fyrir íslenska neytendur og íslensk heimili. Slagurinn við óréttlæti tvítollunar heldur því áfram.
Skoðun Frjálsar handfæraveiðar - Opið svar til Strandveiðifélags Íslands Álfheiður Eymarsdóttir skrifar
Skoðun Ofbeldisvarnir og alhliða kynfræðsla alla skólagönguna! Sigrún Birna Björnsdóttir Kaaber skrifar
Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn – svarið fyrir fjölskyldur og ungt fólk Guðbjörg Oddný Jónasdóttir skrifar
Skoðun Fjárfestum í vellíðan – því hver króna skilar sér margfalt til baka Theodór Ingi Ólafsson skrifar