Reyna að þrýsta á leiðtoga G8-ríkjanna Óli Kristján Ármannsson skrifar 12. júní 2013 08:30 Fjarskiptarisinn Nokia hefur lagst á árar með ONE Campaign í baráttunni gegn fátækt í heiminum með birtingu ljósmynda sem teknar eru á Lumia 920 snjallsíma fyrirtækisins. Frá og með gærdeginum og þar til á morgun er myndunum varpað upp á vegg Tate nýlistasafnsins í London. Myndbirtingin helst svo í hendur við tónlistarátak One, agit8, sem hleypt var af stokkunum í gær. Með því að taka upp og gefa út á ný sígilda baráttusöngva vonast tónlistarmenn á borð við Sting, Green Day, Ed Sheeran og Mumford & Sons til þess að hafa áhrif á þjóðarleiðtoga sem sækja heim G-8 fundinn á Norður Írlandi í næstu viku. Átakið nýtur stuðnings Bonos, söngvara U2, en hann er einn stofnenda One. Markmiðið er sagt að þrýsta á leiðtoga stærstu ríkja heims að ýta undir matvælaframleiðslu í Afríku og auka gagnsæi í alþjóðlegu hjálparstarfi. Tónlistin er fáanleg frá og með deginum í dag á vef átaksins, one.org/protestsongs, ásamt ljósmyndunum sem ljósmyndablaðamenn, bloggarar, áhugaljósmyndara og frægðarfólk um heim allan hefur tekið á snjallsíma Nokia. Myndirnar eiga að endurspegla baráttusöngvana á einhvern hátt. Þær er líka hægt að sjá á samskiptavefjum Twitter, undir merkinu #nokiaONECampaign, og á opinberri Facebook síðu Nokia. Samstarfi Nokia og One var hleypt af stokkunum í gær. Mest lesið Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Viðskipti innlent Kappahl og Newbie opna á Íslandi Viðskipti innlent Hjá lækninum: Pikk, pikk, pikk og klikk, klikk, klikk Atvinnulíf Leggja til að Heiðar verði stjórnarformaður Íslandsbanka Viðskipti innlent Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Viðskipti innlent Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Viðskipti innlent Kínverjar með langmesta viðskiptaafgang sögunnar Viðskipti erlent Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Viðskipti innlent Skrá Styrkás í Kauphöllina á næsta ári Viðskipti innlent Skipta um forstjóra hjá Origo Viðskipti innlent Fleiri fréttir Kínverjar með langmesta viðskiptaafgang sögunnar Eitt besta leitarárið á norska landgrunninu Samþykktu stofnun stærsta fríverslunarsvæðis í heimi Í hóp fimm milljarðamæringa úr tónlistarsenunni Bandaríkjamenn banna innflutning dróna Ekkert verður úr TikTok-banni með nýjum samningi Hæstu stýrivextir í þrjátíu ár Höfnuðu yfirtökutilboði Paramount Messenger-forritið heyrir sögunni til Lofar að koma böndum á CNN Reyna fjandsamlega yfirtöku á Warner Bros. Kaup Netflix á hluta Warner Bros. gætu reynst „vandamál“ ESB sektar samfélagsmiðil Musk um milljarða Google birtir lista yfir vinsælustu leitarorðin Netflix í viðræðum um kaup á HBO frá Warner Bros Hringir viðvörunarbjöllum vegna samkeppni frá Google „Brunaútsala“ á hlutabréfum eftir eldsvoðann í Hong Kong Sjá meira
Fjarskiptarisinn Nokia hefur lagst á árar með ONE Campaign í baráttunni gegn fátækt í heiminum með birtingu ljósmynda sem teknar eru á Lumia 920 snjallsíma fyrirtækisins. Frá og með gærdeginum og þar til á morgun er myndunum varpað upp á vegg Tate nýlistasafnsins í London. Myndbirtingin helst svo í hendur við tónlistarátak One, agit8, sem hleypt var af stokkunum í gær. Með því að taka upp og gefa út á ný sígilda baráttusöngva vonast tónlistarmenn á borð við Sting, Green Day, Ed Sheeran og Mumford & Sons til þess að hafa áhrif á þjóðarleiðtoga sem sækja heim G-8 fundinn á Norður Írlandi í næstu viku. Átakið nýtur stuðnings Bonos, söngvara U2, en hann er einn stofnenda One. Markmiðið er sagt að þrýsta á leiðtoga stærstu ríkja heims að ýta undir matvælaframleiðslu í Afríku og auka gagnsæi í alþjóðlegu hjálparstarfi. Tónlistin er fáanleg frá og með deginum í dag á vef átaksins, one.org/protestsongs, ásamt ljósmyndunum sem ljósmyndablaðamenn, bloggarar, áhugaljósmyndara og frægðarfólk um heim allan hefur tekið á snjallsíma Nokia. Myndirnar eiga að endurspegla baráttusöngvana á einhvern hátt. Þær er líka hægt að sjá á samskiptavefjum Twitter, undir merkinu #nokiaONECampaign, og á opinberri Facebook síðu Nokia. Samstarfi Nokia og One var hleypt af stokkunum í gær.
Mest lesið Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Viðskipti innlent Kappahl og Newbie opna á Íslandi Viðskipti innlent Hjá lækninum: Pikk, pikk, pikk og klikk, klikk, klikk Atvinnulíf Leggja til að Heiðar verði stjórnarformaður Íslandsbanka Viðskipti innlent Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Viðskipti innlent Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Viðskipti innlent Kínverjar með langmesta viðskiptaafgang sögunnar Viðskipti erlent Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Viðskipti innlent Skrá Styrkás í Kauphöllina á næsta ári Viðskipti innlent Skipta um forstjóra hjá Origo Viðskipti innlent Fleiri fréttir Kínverjar með langmesta viðskiptaafgang sögunnar Eitt besta leitarárið á norska landgrunninu Samþykktu stofnun stærsta fríverslunarsvæðis í heimi Í hóp fimm milljarðamæringa úr tónlistarsenunni Bandaríkjamenn banna innflutning dróna Ekkert verður úr TikTok-banni með nýjum samningi Hæstu stýrivextir í þrjátíu ár Höfnuðu yfirtökutilboði Paramount Messenger-forritið heyrir sögunni til Lofar að koma böndum á CNN Reyna fjandsamlega yfirtöku á Warner Bros. Kaup Netflix á hluta Warner Bros. gætu reynst „vandamál“ ESB sektar samfélagsmiðil Musk um milljarða Google birtir lista yfir vinsælustu leitarorðin Netflix í viðræðum um kaup á HBO frá Warner Bros Hringir viðvörunarbjöllum vegna samkeppni frá Google „Brunaútsala“ á hlutabréfum eftir eldsvoðann í Hong Kong Sjá meira