Vestræn samvinna um fríverslun og fjárfestingar Einar Benediktsson skrifar 4. júlí 2013 07:00 Vestræn samvinna, sem svo heitir, varð til af þeirri nauðsyn að lýðfrjálsar þjóðir verðu hendur sínar fyrir yfirgangi Sovétríkjanna eftir 1945. Það var gert með stofnun NATO. Þá var efnt til efnahagslegrar samvinnu með fríverslun sem leiddi til stofnunar Evrópusambandsins. Þessi tvíþætta samvinna, nú stóraukin að þátttöku, hefur verið til hinna mestu heilla. Friður hélst í álfunni og framfarir voru stórstígari en áður þekktist. Þessi stóra mynd hins jákvæða vill því miður gleymast við dægurmálin. En er endurnýjunar vestræns samstarfs þörf með nýju frumkvæði? Samningar hefjast brátt í Washington um svokallaðan Atlantshafssamning um viðskipti og fjárfestingar (Transatlantic Trade and Investment Pact). Um er að ræða afar framsækið frumkvæði Bandaríkjanna og Evrópusambandsins um stofnun alhliða, hástaðla svæðis frjálsra viðskipta og annarra efnahagslegra samskipta. Að vísu blæs nú um málið vegna óvinsælda Bandaríkjamanna vegna uppljóstrana Snowdens; vatn á myllu Frakka, sem eru tregir í taumi í fríverslunarmálinu. En væntanlega munu meiri hagsmunir ráða yfir þeim minni. Fyrirsjáanlegt er að viðskipti og atvinna munu aukast mjög innan fríverslunarsvæðisins við brotthvarf tolla og annarra viðskiptahindrana, sem vega þyngra. Atvinnurekendur eru sammála um að mikilla áhrifa sé að vænta af auknum gagnkvæmum fjárfestingum, sem þá þegar eru gríðarlega miklar á báða bóga. Staða dótturfyrirtækja og útibúa mun styrkjast til frekari fjárfestinga vegna samræmingar og stöðugleika í regluverki. Verk er að vinna á hugverkasviðum og hvati verður fyrir smá og meðalstór fyrirtæki. Þá gæti þetta samstarf tekið til samgangna, þar með flugsins. Verður staða Ameríkuflugs okkar með núverandi samningnum þá trygg?Illmælanlegt Varðandi vöruútflutning þarf væntanlega að gæta sérlega að hagsmunum orkufreks iðnaðar. Við njótum ekki áhuga erlendra fjárfesta vegna gjaldeyrishaftanna. Nú kann að taka tíma að komast úr þeim vanda. Til langframa væri skaðanum greinilega boðið heim ef við værum utan hins fyrirhugaða trygga fjárfestingarsvæðis Atlantshafslandanna, bandamanna varðandi varnir og öryggi. Sú staða er hins vegar ákjósanleg fyrir aðra, sérstaklega Kínverja, sem vilja hlaupa í skarðið til fjárfestinga í landinu og til olíuleitar á Drekasvæðinu. Sagan segir að sá magnaði hreyfikraftur sem fríverslunin er kalli fram ófyrirsjáanlegar framfarir. En þetta er illmælanlegt við gerð reiknilíkana hagfræðinga um ávinning af þátttöku eða tapi utan gátta. Þetta gerði utanríkisráðherra að umræðuefni í RÚV fyrir u.þ.b. hálfum mánuði. Þótt hver hafi sjálfsagt sitt að segja um athugasemdir ráðherrans um áhrif útflutningsverðs á saltfiski ber að þakka að hann hefur brotið ísinn og hafið umræðu um afar mikilvægt mál. Megi fleiri koma fram. Þátttaka Íslands í þessu mikla fyrirhugaða fríverslunarsvæði er háð því að við gerumst aðilar að Evrópusambandinu. Stjórnvöld hafa ýtt því máli til hliðar og sett hlé á aðildarviðræður, sem voru langt komnar. Eigi þær að bíða þjóðaratkvæðis næsta vor verður áhugi á Íslandi og velvild sem nýs aðildarríkis vafalaust farin að dofna. Hér er margs að gæta en þetta eru aðalatriði: Ísland getur ekki búið við eigin gjaldmiðil né lent utangarðs í hinu nýja svæði fríverslunar og fjárfestinga. Sem staðfastur umsækjandi aðildar gætum við nálgast umrædda samninga strax. Á dögunum talaði David Lidington, Evrópumálaráðherra Breta, í hátíðasal Háskóla Íslands. Var það hvatning um að Ísland gangi að fullu í ESB og fylgdu skilningsrík ummæli um sögu okkar og sjálfstæði. Það mátti taka mark á því, fremur en rómantískri ættjarðarást þegar betur færi raunsæi um stöðu smáþjóðar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Einar Benediktsson Mest lesið Glæpur eða gjörningur? Sigfús Aðalsteinsson,Baldur Borgþórsson Skoðun Dýrkeypt vinavæðing á vakt lögreglustjórans Ólafur Hauksson Skoðun Börn í biðröð hjá Sýslumanni Helga Vala Helgadóttir Skoðun Íslandsklukkan: Markleysa frá upphafi Gunnar Salvarsson Skoðun Svöng Eflingarbörn Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Fyrir hvað stöndum við? Brynja Hallgrímsdóttir Skoðun Úr myrkri í von – Saga Grindvíkinga Bryndís Gunnlaugsdóttir Skoðun COP30, Ísland, lífsskilyrði og loftslagsvá Kamma Thordarson Skoðun Pops áttu p? Benedikt S. Benediktsson Skoðun Ríkisstjórnin hækkar leigu stúdenta Arent Orri J. Claessen,Viktor Pétur Finnsson Skoðun Skoðun Skoðun Snjall notandi, snjallari gervigreind Agnar Burgess skrifar Skoðun Ráð gegn óhugsandi áhættu Hafsteinn Hauksson,Reynir Smári Atlason skrifar Skoðun Forysta í sjálfbærni á bakslagstímum: Sterk gildi eru enn mikilvægari en áður Dr. Andreas Rasche skrifar Skoðun Fimm ára afmæli Batahúss Agnar Bragason skrifar Skoðun Takk! Borghildur Fjóla Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Íslandsklukkan: Markleysa frá upphafi Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Um stöðu íslenskukennslu á Íslandi Kjartan Jónsson skrifar Skoðun Gasa: Löng og torfarin leið til endurreisnar Philippe Lazzarini skrifar Skoðun Pops áttu p? Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin hækkar leigu stúdenta Arent Orri J. Claessen,Viktor Pétur Finnsson skrifar Skoðun Annar í feðradegi…og ég leyfi mér að dreyma Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun Orkuskiptin heima og að heiman Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Fyrir hvað stöndum við? Brynja Hallgrímsdóttir skrifar Skoðun COP30, Ísland, lífsskilyrði og loftslagsvá Kamma Thordarson skrifar Skoðun Dýrkeypt vinavæðing á vakt lögreglustjórans Ólafur Hauksson skrifar Skoðun Svöng Eflingarbörn Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Úr myrkri í von – Saga Grindvíkinga Bryndís Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þak yfir höfuðið er mannréttindi ekki forréttindi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Glæpur eða gjörningur? Sigfús Aðalsteinsson,Baldur Borgþórsson skrifar Skoðun Við erum að vinna fyrir þig Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Börn í biðröð hjá Sýslumanni Helga Vala Helgadóttir skrifar Skoðun Sofandaháttur Íslands í nýrri iðnbyltingu Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Byggjum fyrir síðustu kaupendur Friðjón R. Friðjónsson skrifar Skoðun Það sem við segjum er það sem við erum Guðný Björk Pálmadóttir skrifar Skoðun Óásættanleg bið, fordómar og aðrar hindranir í kerfinu Helga F. Edwardsdóttir skrifar Skoðun Má bjóða þér einelti? Linda Hrönn Bakkmann Þórisdóttir skrifar Skoðun Fyrir hverja eru ákvarðanir teknar? Helga Þórisdóttir skrifar Skoðun Þá var „útlendingur“ ekki sá sem kom frá framandi heimsálfum Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Kann barnið þitt að hjóla? Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Er ég Íslendingur? En þú? Jón Pétur Zimsen skrifar Sjá meira
Vestræn samvinna, sem svo heitir, varð til af þeirri nauðsyn að lýðfrjálsar þjóðir verðu hendur sínar fyrir yfirgangi Sovétríkjanna eftir 1945. Það var gert með stofnun NATO. Þá var efnt til efnahagslegrar samvinnu með fríverslun sem leiddi til stofnunar Evrópusambandsins. Þessi tvíþætta samvinna, nú stóraukin að þátttöku, hefur verið til hinna mestu heilla. Friður hélst í álfunni og framfarir voru stórstígari en áður þekktist. Þessi stóra mynd hins jákvæða vill því miður gleymast við dægurmálin. En er endurnýjunar vestræns samstarfs þörf með nýju frumkvæði? Samningar hefjast brátt í Washington um svokallaðan Atlantshafssamning um viðskipti og fjárfestingar (Transatlantic Trade and Investment Pact). Um er að ræða afar framsækið frumkvæði Bandaríkjanna og Evrópusambandsins um stofnun alhliða, hástaðla svæðis frjálsra viðskipta og annarra efnahagslegra samskipta. Að vísu blæs nú um málið vegna óvinsælda Bandaríkjamanna vegna uppljóstrana Snowdens; vatn á myllu Frakka, sem eru tregir í taumi í fríverslunarmálinu. En væntanlega munu meiri hagsmunir ráða yfir þeim minni. Fyrirsjáanlegt er að viðskipti og atvinna munu aukast mjög innan fríverslunarsvæðisins við brotthvarf tolla og annarra viðskiptahindrana, sem vega þyngra. Atvinnurekendur eru sammála um að mikilla áhrifa sé að vænta af auknum gagnkvæmum fjárfestingum, sem þá þegar eru gríðarlega miklar á báða bóga. Staða dótturfyrirtækja og útibúa mun styrkjast til frekari fjárfestinga vegna samræmingar og stöðugleika í regluverki. Verk er að vinna á hugverkasviðum og hvati verður fyrir smá og meðalstór fyrirtæki. Þá gæti þetta samstarf tekið til samgangna, þar með flugsins. Verður staða Ameríkuflugs okkar með núverandi samningnum þá trygg?Illmælanlegt Varðandi vöruútflutning þarf væntanlega að gæta sérlega að hagsmunum orkufreks iðnaðar. Við njótum ekki áhuga erlendra fjárfesta vegna gjaldeyrishaftanna. Nú kann að taka tíma að komast úr þeim vanda. Til langframa væri skaðanum greinilega boðið heim ef við værum utan hins fyrirhugaða trygga fjárfestingarsvæðis Atlantshafslandanna, bandamanna varðandi varnir og öryggi. Sú staða er hins vegar ákjósanleg fyrir aðra, sérstaklega Kínverja, sem vilja hlaupa í skarðið til fjárfestinga í landinu og til olíuleitar á Drekasvæðinu. Sagan segir að sá magnaði hreyfikraftur sem fríverslunin er kalli fram ófyrirsjáanlegar framfarir. En þetta er illmælanlegt við gerð reiknilíkana hagfræðinga um ávinning af þátttöku eða tapi utan gátta. Þetta gerði utanríkisráðherra að umræðuefni í RÚV fyrir u.þ.b. hálfum mánuði. Þótt hver hafi sjálfsagt sitt að segja um athugasemdir ráðherrans um áhrif útflutningsverðs á saltfiski ber að þakka að hann hefur brotið ísinn og hafið umræðu um afar mikilvægt mál. Megi fleiri koma fram. Þátttaka Íslands í þessu mikla fyrirhugaða fríverslunarsvæði er háð því að við gerumst aðilar að Evrópusambandinu. Stjórnvöld hafa ýtt því máli til hliðar og sett hlé á aðildarviðræður, sem voru langt komnar. Eigi þær að bíða þjóðaratkvæðis næsta vor verður áhugi á Íslandi og velvild sem nýs aðildarríkis vafalaust farin að dofna. Hér er margs að gæta en þetta eru aðalatriði: Ísland getur ekki búið við eigin gjaldmiðil né lent utangarðs í hinu nýja svæði fríverslunar og fjárfestinga. Sem staðfastur umsækjandi aðildar gætum við nálgast umrædda samninga strax. Á dögunum talaði David Lidington, Evrópumálaráðherra Breta, í hátíðasal Háskóla Íslands. Var það hvatning um að Ísland gangi að fullu í ESB og fylgdu skilningsrík ummæli um sögu okkar og sjálfstæði. Það mátti taka mark á því, fremur en rómantískri ættjarðarást þegar betur færi raunsæi um stöðu smáþjóðar.
Skoðun Forysta í sjálfbærni á bakslagstímum: Sterk gildi eru enn mikilvægari en áður Dr. Andreas Rasche skrifar