Hversdagsþörf hælisleitenda Toshiki Toma skrifar 4. júlí 2013 07:30 Ég fer reglulega í heimsókn til hælisleitenda, sem dvelja á Fit-hosteli í Reykjanesbæ, sem sjálfboðaliði hjá Rauða krossinum og einnig kem ég í heimsókn sem prestur innflytjenda ef fólk óskar eftir því. Ég hef sinnt þessum heimsóknum í átta ár. Á þessum árum hef ég hitt marga einstaklinga undir þaki Fit-hostels en það er eitt sem næstum allir sögðu og segja enn. „Hér hef ég ekkert að gera. Ég eyði dögum mínum í tilgangsleysi. Af hverju má ég ekki vinna? Mig langar að verða hluti af mannlegu samfélagi.“ Ég á auðvelt með að setja mig í spor þeirra sem svona tala. Málefni hælisleitenda innihalda tvær hliðar. Önnur snýr að meðferð hælisumsóknarinnar sjálfrar en hin að lífi hælisleitandans á meðan á biðinni stendur. Þegar kemur að seinni hliðinni, kveða útlendingalögin á um að: „Í reglugerð skal mælt fyrir um réttindi hælisleitenda, þ.m.t.: … b) aðgang að menntun og starfsþjálfun, …“ (47.gr.b). Í raun er ekkert um þessi atriði í reglugerðum og hefur lögunum því ekki verið fylgt hvað þetta varðar.Kvarta ekki bara til að kvarta Ég vona því að aðstæðurnar lagist með nýrri ríkisstjórn, sem þarf fyrst og fremst að hlusta á hælisleitendur sjálfa til að geta bætt stöðu þeirra. Rauði krossinn eða Reykjanesbær koma að sjálfsögðu einnig að málinu og skila áliti um það, en það þarf einnig að heyra viðhorf hælisleitanda. Mér skilst að velferðarráðuneytið sé æðsta yfirvald sem hefur með líf hælisleitenda á biðtímabilinu að gera. Hefur fulltrúi velferðarráðuneytisins hlustað á hælisleitendur til að skilja hversdagsþörf þeirra og líðan? Flestir hælisleitendur kvarta ekki bara til þess að kvarta. Það er ástæða fyrir því að kvarta eða mótmæla. Og að mínu mati eru þeir alls ekki vitlaust fólk og það er jú hægt að tala saman í ró. Þegar misskilningur gerir vart við sig er hægt að leiðrétta hann með alvöru samtali. Ég vil innilega hvetja velferðarráðherra til að koma því í kring að fulltrúi ráðuneytisins heimsæki hælisleitendur í Fit-hosteli og á öðrum stöðum og hlusti á þörf þeirra og óskir í ró og næði. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Toshiki Toma Mest lesið Bönnum íþróttamót barna fyrir kl. 10 um helgar Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Eru landeigendur við Þjórsá huldufólk? Þorgerður María Þorbjarnardóttir Skoðun Eignarhaldsfélag Ingu og hirðin hennar Davíð Bergmann Skoðun Áskorun til Handknattleikssambands Íslands: Ekki keppa við lið Ísraels um sæti í Evrópumóti kvenna í handbolta í apríl 2025 Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Slökkvistarfið Eiríkur Hjálmarsson Skoðun Fæðuöryggi þjóðar, sláum í klárinn, togum í tauminn Helgi Eyleifur Þorvaldsson Skoðun Hvatning til heilbrigðisráðherra Halla Þorvaldsdóttir Skoðun Svar við greininni „Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu“ Hópur lækna Skoðun Verðmætasköpun með hugvitið að vopni Ingvar Hjálmarsson Skoðun Agaleysi í íslenskum skólum - Kennarar þurfa valdið til baka Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hverjir munu búa á Blikastaðalandi? Aldís Stefánsdóttir skrifar Skoðun Vatnamálalögin og Hvammsvirkjun: Almannaheill ? Mörður Árnason skrifar Skoðun Er húmanismi komin úr tísku? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Eru landeigendur við Þjórsá huldufólk? Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Við þurfum þjóðarstefnu Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Áskorun til Handknattleikssambands Íslands: Ekki keppa við lið Ísraels um sæti í Evrópumóti kvenna í handbolta í apríl 2025 Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Fögnum umræðunni um skólamál Hjördís B. Gestsdóttir skrifar Skoðun Ný ríkisstjórn, traust og athygli Guðmundur F. Magnússon skrifar Skoðun Verðmætasköpun með hugvitið að vopni Ingvar Hjálmarsson skrifar Skoðun Fæðuöryggi þjóðar, sláum í klárinn, togum í tauminn Helgi Eyleifur Þorvaldsson skrifar Skoðun Slökkvistarfið Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Hvatning til heilbrigðisráðherra Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Bönnum íþróttamót barna fyrir kl. 10 um helgar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Samtrygging verkalýðshreyfingar og samtaka atvinnulífsins í eftirlaunasjóðum launafólks Kári Jónsson skrifar Skoðun Húsnæði er forsenda bata Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Eignarhaldsfélag Ingu og hirðin hennar Davíð Bergmann skrifar Skoðun Í skugga misvægis atkvæðanna Örn Sigurðsson skrifar Skoðun Spurningar og svör um Evrópumál Jón Baldvin Hannibalsson skrifar Skoðun Skýr sýn og metnaður Hákon Stefánsson skrifar Skoðun Er samþykki barna túlkunaratriði? Ólöf Tara Harðardóttir skrifar Skoðun Allir geta drukknað en enginn þarf að drukkna Hildur Vattnes Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Agaleysi í íslenskum skólum - Kennarar þurfa valdið til baka Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Svar við greininni „Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu“ Hópur lækna skrifar Skoðun Fjórar leiðir til að verða besta útgáfan af þér Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Ferðalag sálna Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Ekkert samráð – ekkert traust Björg Eva Erlendsdóttir skrifar Skoðun Viðreisn, Sjálfstæðisflokkurinn og fátæka fólkið Yngvi Ómar Sighvatsson ,Jón Ferdínand Estherarson skrifar Skoðun Að vera með BRCA-stökkbreytingu Brynja Rún Sævarsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til foreldra í Stakkaborg Jónína Einarsdóttir skrifar Skoðun Rammaáætlun og Hvammsvirkjun: Heimilt en ekki skylt Mörður Árnason skrifar Sjá meira
Ég fer reglulega í heimsókn til hælisleitenda, sem dvelja á Fit-hosteli í Reykjanesbæ, sem sjálfboðaliði hjá Rauða krossinum og einnig kem ég í heimsókn sem prestur innflytjenda ef fólk óskar eftir því. Ég hef sinnt þessum heimsóknum í átta ár. Á þessum árum hef ég hitt marga einstaklinga undir þaki Fit-hostels en það er eitt sem næstum allir sögðu og segja enn. „Hér hef ég ekkert að gera. Ég eyði dögum mínum í tilgangsleysi. Af hverju má ég ekki vinna? Mig langar að verða hluti af mannlegu samfélagi.“ Ég á auðvelt með að setja mig í spor þeirra sem svona tala. Málefni hælisleitenda innihalda tvær hliðar. Önnur snýr að meðferð hælisumsóknarinnar sjálfrar en hin að lífi hælisleitandans á meðan á biðinni stendur. Þegar kemur að seinni hliðinni, kveða útlendingalögin á um að: „Í reglugerð skal mælt fyrir um réttindi hælisleitenda, þ.m.t.: … b) aðgang að menntun og starfsþjálfun, …“ (47.gr.b). Í raun er ekkert um þessi atriði í reglugerðum og hefur lögunum því ekki verið fylgt hvað þetta varðar.Kvarta ekki bara til að kvarta Ég vona því að aðstæðurnar lagist með nýrri ríkisstjórn, sem þarf fyrst og fremst að hlusta á hælisleitendur sjálfa til að geta bætt stöðu þeirra. Rauði krossinn eða Reykjanesbær koma að sjálfsögðu einnig að málinu og skila áliti um það, en það þarf einnig að heyra viðhorf hælisleitanda. Mér skilst að velferðarráðuneytið sé æðsta yfirvald sem hefur með líf hælisleitenda á biðtímabilinu að gera. Hefur fulltrúi velferðarráðuneytisins hlustað á hælisleitendur til að skilja hversdagsþörf þeirra og líðan? Flestir hælisleitendur kvarta ekki bara til þess að kvarta. Það er ástæða fyrir því að kvarta eða mótmæla. Og að mínu mati eru þeir alls ekki vitlaust fólk og það er jú hægt að tala saman í ró. Þegar misskilningur gerir vart við sig er hægt að leiðrétta hann með alvöru samtali. Ég vil innilega hvetja velferðarráðherra til að koma því í kring að fulltrúi ráðuneytisins heimsæki hælisleitendur í Fit-hosteli og á öðrum stöðum og hlusti á þörf þeirra og óskir í ró og næði.
Áskorun til Handknattleikssambands Íslands: Ekki keppa við lið Ísraels um sæti í Evrópumóti kvenna í handbolta í apríl 2025 Hjálmtýr Heiðdal Skoðun
Skoðun Áskorun til Handknattleikssambands Íslands: Ekki keppa við lið Ísraels um sæti í Evrópumóti kvenna í handbolta í apríl 2025 Hjálmtýr Heiðdal skrifar
Skoðun Samtrygging verkalýðshreyfingar og samtaka atvinnulífsins í eftirlaunasjóðum launafólks Kári Jónsson skrifar
Skoðun Agaleysi í íslenskum skólum - Kennarar þurfa valdið til baka Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Svar við greininni „Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu“ Hópur lækna skrifar
Skoðun Viðreisn, Sjálfstæðisflokkurinn og fátæka fólkið Yngvi Ómar Sighvatsson ,Jón Ferdínand Estherarson skrifar
Áskorun til Handknattleikssambands Íslands: Ekki keppa við lið Ísraels um sæti í Evrópumóti kvenna í handbolta í apríl 2025 Hjálmtýr Heiðdal Skoðun