LÍN-grín
Fyrsta hugsun mín þegar ég heyrði um tillögu LÍN var eftirfarandi: Veruleikafirring. Fólkið sem stendur að þessari breytingu hefur ekki þurft að lifa á námslánum á sínum námsárum, hvað þá erlendis. Ég skrifaði um LÍN í Fréttablaðið í fyrra til að vonast eftir umbótum á öðrum hlægilegum LÍN-reglum, en ekki batnar ástandið. Það versnar.
75% nám þýðir 22,5 einingar, í flestum háskólum Evrópu eru fögin 10 einingar og 100% nám því 30 einingar, svo í rauninni þýðir þetta að maður verði að vera í 100% námi og ná öllum prófunum til að geta fengið krónu í námslán. Í mörgum af nágrannalöndum okkar eru hluti peninganna styrkur, jafnvel allt saman. Við erum að tala um lán en nú á að hefta enn frekar möguleika fólks til að geta tekið þetta lán. Í hvernig aðstæður setur þetta fólk sem fær tímabundið lán þangað til að námslánin koma eftir prófin? Það þurfa margir að gera því ekki er hægt að lifa á lofti fyrstu önn háskólanámsins. Þetta eykur á kvíða og stillir fólki upp við vegg.
Töpum öll
Ég tel mig vera góðan námsmann. Ég tók bachelor-gráðuna mína erlendis og útskrifaðist á réttum tíma með góðum árangri. Samt hafði ég þörf fyrir að taka tvö fög (67% nám) en ekki þrjú eitt misserið, sem ég svo náði upp með því að taka fjögur fög (133 % nám) önnina eftir.
Ég get kallast dæmi gegn orðum Illuga Gunnarssonar menntamálaráðherra um að þetta sé eðlileg krafa sem að þeir sem séu í námi af fullri alvöru ættu að ráða við. Ég þurfti svigrúm þrátt fyrir að hafa tekið mitt nám mjög alvarlega. Það er mannlegt, æfingin skapar meistarann og það sýndi ég önnina eftir þegar mér tókst að taka 133% með góðum árangri, enda aðstæður aðrar. Hefði ég ekki fengið krónu þetta sérstaka misseri sem var undartekning frá reglunni, hefði minn persónulegi fjárhagur farið í rúst. Til hvers? Er það hvatning til frekara náms?
Háskólamenntun vanmetin
Allt bendir í sömu átt. Háskólamenntun er vanmetin á Íslandi sem hefur neikvæðar afleiðingar. Það er erfitt að vera í námi á íslenskum námslánum án þess að vinna með. Þess vegna er ekki skrítið að fólki seinki í námi, enda er nám full vinna og ósanngjörn krafa að fólk geti unnið meira en 100% með góðum árangri.
Það væri réttara að byrja á að vinna gegn þessum vanda áður en hægt er að íhuga að krefjast enn meiri námsframvindu. Þessi nýja regla mun auka enn á vandamálin. Fólk hefur ekki tíma til eða efni á að mennta sig og hættir því námi eða kemst seint út á vinnumarkaðinn. Við töpum öll á því.
Skoðun
Komdu út að „Vetrar-leika“ í Austurheiðum Reykjavíkur
Sara Björg Sigurðardóttir skrifar
Upprætum óttann við óttann
Sóley Dröfn Davíðsdóttir skrifar
Hér er kona, um konu…
Vilborg Gunnarsdóttir skrifar
Vegna greinar Snorra Mássonar
Guðmundur Andri Thorsson skrifar
Ertu á krossgötum?
Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar
Vísvita villandi fréttaflutningur Morgunblaðsins?
Sigurjón Þórðarson skrifar
Hafa fyrrum æskunnar eftirlætisbörn og nú ellinnar olnbogabörn fengið nóg?
Gunnar Ármannsson skrifar
Máttur kaffibollans
Ásta Kristín Sigurjónsdóttir skrifar
Hefjum aðildarviðræður við Bandaríkin
Einar Jóhannes Guðnason skrifar
Eru tengsl milli Úkraínustríðsins og breyttrar stöðu Grænlands?
Hilmar Þór Hilmarsson skrifar
Árið 1975 er að banka
Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar
Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar?
Elfa Ýr Gylfadóttir skrifar
Val Vigdísar
Skúli Ólafsson skrifar
Friður á jörðu
Þröstur Friðfinnsson skrifar
Af hverju eru kennarar að fara í verkfall?
Anton Már Gylfason skrifar
Opið bréf til Íslandspósts ohf.
Gróa Jóhannsdóttir skrifar
Gaza getur ekki beðið lengur
Hjálmtýr Heiðdal,Magnús Magnússon skrifar
Ísland yrði betra með aðild að Evrópusambandinu
Jón Frímann Jónsson skrifar
SVEIT – Kastið inn handklæðinu
Aðalsteinn Árni Baldursson skrifar
Skjáfíkn - vísindi eða trú?
Ásdís Bergþórsdóttir skrifar
Evrópusambandið eða nasismi
Snorri Másson skrifar
Friður eða svikalogn? Hilmari Þór Hilmarssyni, prófessor, svarað
Andri Þorvarðarson skrifar
Hlýnun jarðar mun ekki valda heimsendi
Sæunn Kjartansdóttir skrifar
Listin að styðja en ekki stýra
Árni Sigurðsson skrifar
Með vægi í samræmi við það
Hjörtur J. Guðmundsson skrifar
Hugvíkkandi efni: Forvitni umfram dómhörku
Bergsveinn Ólafsson skrifar
Velferðartækni er það lykillinn að sjálfbærara heilbrigðiskerfi?
Helga Dagný Sigurjónsdóttir skrifar
Hindrum fleiri græn gímöld með einföldun regluverks
Ásta Logadóttir,Trausti Björgvinsson skrifar
Vegna FB færslu Kristins Hrafnssonar: Misskilningur um endurgreiðslukerfi kvikmynda
Ólafur William Hand skrifar