Snowden á Alþingi Elín Hirst skrifar 11. júlí 2013 06:00 Uppljóstrarinn Edward Snowden hefur verið mikið í umræðunni upp á síðkastið en hann hefur valdið uppnámi um allan heim eftir að hann greindi frá umfangsmiklum njósnum bandarískra yfirvalda einkum í Evrópu. Menn spyrja sig hvort Snowden sé hetja eða skúrkur? Hann hefur sannarlega brotið lög og brugðist trúnaði, en hann segist gera það til þess að koma upp um alvarleg brot stjórnvalda á friðhelgi einkalífsins, mikilvægasta rétti hvers einstaklings. Að kvöldi á síðasta degi Alþingis greindu Píratar frá því að þeim hefði borist tölvupóstur frá Edward Snowden þar sem hann óskaði eftir því að fá íslenskan ríkisborgararétt. Í kjölfarið óskuðu þingmenn Pírata og fleiri eftir að leggja fram lagafrumvarp um ríkisborgararétt til handa Snowden. Ef þetta hefði verið samþykkt hefði málið farið til nefndar samkvæmt þingsköpum og tekið til umræðu í september þegar Alþingi kemur saman á ný. Án fordæma Mikill hiti var í mönnum á Alþingi vegna málsins þetta kvöld. Minntust menn þess þegar Bobby Fischer fékk ríkisborgararétt með samþykki Alþingis árið 2005. Það mál bar að með allt öðrum hætti og var ekki sambærilegt að mínu áliti. Lítið barn sem íslensk hjón höfðu eignast með hjálp staðgöngumóður í Indlandi en var meinað að yfirgefa Indland, fékk íslenskan ríkisborgararétt árið 2011. Það mál var heldur ekki sambærilegt. Fylgjendur frumvarpsins fyrir Snowden sögðu að nú væri komið að því að Íslendingar sýndu kjark og þor og hættu að bogna í hnjáliðunum þegar stórveldið Bandaríkin væru annars vegar. Furðulegt hvað sumir þingmenn eru hatrammir út í Bandaríkin, sem íslenska þjóðin hefur notið margs góðs af í gegnum tíðina. Þeir sem voru á móti Snowden-frumvarpinu sögðu hins vegar að málsmeðferðin væri afar óvönduð og án fordæma. Atkvæðagreiðsla fór fram og málið var fellt. Ég var ánægð með þá niðurstöðu. Annað hefði verið til þess fallið að senda afar misvísandi skilaboð og skapað enn frekari óvissu um stöðu Snowdens, sem var fastur á flugvelli í Moskvu. Mikilvægi persónuverndar Málið snýst ekki um það að þora ekki að mótmæla framferði bandarískra yfirvalda, eins og sumir hafa haldið fram. Ekki þarf annað en að lesa virta bandaríska fjölmiðla til að sjá að stjórnvöld þar í landi sæta harðri og vaxandi gagnrýni vegna þessa máls. Hins vegar eru margir Bandaríkjamenn þeirrar skoðunar að stjórnvöld séu að gera rétt og eru tilbúnir til að færa fórnir á sviði friðhelgi einkalífs til að tryggja öryggi borgaranna. Að mínum dómi er slík þróun afar óskynsamleg og hættuleg lýðræðinu. Við Íslendingar verðum að vera raunsæir og horfast í augu við það að við höfum ekkert bolmagn til í að skerast í leikinn í máli af þessari stærðargráðu. Hins vegar er nauðsynlegt að ræða almennt stöðu íslenskra borgara í ljósi Snowden-málsins með áherslu á stjórnarskrárvarinn rétt til friðhelgi einkalífs og meðferð hins opinbera á persónuupplýsingum. Sérhver Íslendingur skilur eftir sig urmul af persónuupplýsingum á hverjum einasta degi, í gegnum farsíma, tölvur og greiðslukort. Í raun og veru er einkalíf fólks í dag eins og opin bók, ef fyllstu varúðar er ekki gætt. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Elín Hirst Mest lesið Nú er nóg komið af aðdróttunum og afvegaleiðingum körfuboltaþjálfarans Viðar Halldórsson Skoðun Landsvirkjun semur lög um bráðabirgðavirkjanir Snæbjörn Guðmundsson Skoðun Nú þurfa foreldrar að vera hugrakkir Jón Pétur Zimsen Skoðun Atlaga gegn trans fólki er atlaga gegn mannréttindum Drífa Snædal, Bjarndís Helga Tómasdóttir Skoðun Hjúkrunarheimili eða heimaþjónusta? –horfa verður á heildarmyndina Halldór S. Guðmundsson,Sigurveig H. Sigurðardóttir,Sirrý Sif Sigurlaugardóttir Skoðun Sjálfbærni í stað sóunar Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir Skoðun Útúrsnúningur um „gigg-hagkerfið“ Finnbjörn A. Hermannsson Skoðun Palestína í Eurovision Sigurður Loftur Thorlacius Skoðun Brýn þörf á auknum fjárveitingum vegna sjávarflóða Anton Guðmundsson Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Skoðun Skoðun Mikilvægi tjáningar erfiðrar reynslu Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Ný sýn á almenningssjónvarp í almannaþágu, eða hvað? Hólmgeir Baldursson skrifar Skoðun Hjúkrunarheimili eða heimaþjónusta? –horfa verður á heildarmyndina Halldór S. Guðmundsson,Sigurveig H. Sigurðardóttir,Sirrý Sif Sigurlaugardóttir skrifar Skoðun Nú þurfa foreldrar að vera hugrakkir Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Að vera manneskja Svava Arnardóttir skrifar Skoðun Útúrsnúningur um „gigg-hagkerfið“ Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun Árangur Eden stefnunnar - fimmtán ára saga á Íslandi Sigrún Huld Þorgrímsdóttir skrifar Skoðun Nú er nóg komið af aðdróttunum og afvegaleiðingum körfuboltaþjálfarans Viðar Halldórsson skrifar Skoðun Brýn þörf á auknum fjárveitingum vegna sjávarflóða Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Sjálfbærni í stað sóunar Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Landsvirkjun semur lög um bráðabirgðavirkjanir Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Atlaga gegn trans fólki er atlaga gegn mannréttindum Drífa Snædal, Bjarndís Helga Tómasdóttir skrifar Skoðun Við erum ennþá minni fiskur nú! Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Heimur skorts eða gnægða? Þorvaldur Víðisson skrifar Skoðun Vígvellir barna eru víða Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Narsissismi í hnotskurn Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Framtíð safna í síbreytilegum samfélögum – nærsamfélaginu sem heimssamfélaginu Hólmar Hólm skrifar Skoðun Palestína í Eurovision Sigurður Loftur Thorlacius skrifar Skoðun Ferðaþjónustan er burðarás í íslensku efnahagslífi Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Hversu lítill fiskur yrðum við? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þjóðin vill eitt, Kristrún annað Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Lélegir íslenskir læknar...eru ekki til! Steinunn Þórðardóttir skrifar Skoðun Þjóðin sem selur sjálfri sér: Vangaveltur um sölu Íslandsbanka Guðjón Heiðar Pálsson skrifar Skoðun Hagsmunir heildarinnar - Þriðji kafli: Skálmöld Hannes Örn Blandon skrifar Skoðun Valkyrjurnar verða að losa okkur við Rapyd Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Söngur Ísraels og RÚV Ingólfur Gíslason. skrifar Skoðun Ófullnægjandi vinnubrögð ófaglærðra „iðnaðarmanna“: Áhrif á húskaupendur Kristinn R Guðlaugsson skrifar Skoðun Uppiskroppa með umræðuefni í málþófi? Talið um Gaza! Viðar Eggertsson skrifar Skoðun Kærleikurinn pikkaði í mig Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Gigt er ekki bara sjúkdómur fullorðinna – Gigtarfélagið heldur opið hús til að fræða og styðja alla aldurshópa Hrönn Stefánsdóttir skrifar Sjá meira
Uppljóstrarinn Edward Snowden hefur verið mikið í umræðunni upp á síðkastið en hann hefur valdið uppnámi um allan heim eftir að hann greindi frá umfangsmiklum njósnum bandarískra yfirvalda einkum í Evrópu. Menn spyrja sig hvort Snowden sé hetja eða skúrkur? Hann hefur sannarlega brotið lög og brugðist trúnaði, en hann segist gera það til þess að koma upp um alvarleg brot stjórnvalda á friðhelgi einkalífsins, mikilvægasta rétti hvers einstaklings. Að kvöldi á síðasta degi Alþingis greindu Píratar frá því að þeim hefði borist tölvupóstur frá Edward Snowden þar sem hann óskaði eftir því að fá íslenskan ríkisborgararétt. Í kjölfarið óskuðu þingmenn Pírata og fleiri eftir að leggja fram lagafrumvarp um ríkisborgararétt til handa Snowden. Ef þetta hefði verið samþykkt hefði málið farið til nefndar samkvæmt þingsköpum og tekið til umræðu í september þegar Alþingi kemur saman á ný. Án fordæma Mikill hiti var í mönnum á Alþingi vegna málsins þetta kvöld. Minntust menn þess þegar Bobby Fischer fékk ríkisborgararétt með samþykki Alþingis árið 2005. Það mál bar að með allt öðrum hætti og var ekki sambærilegt að mínu áliti. Lítið barn sem íslensk hjón höfðu eignast með hjálp staðgöngumóður í Indlandi en var meinað að yfirgefa Indland, fékk íslenskan ríkisborgararétt árið 2011. Það mál var heldur ekki sambærilegt. Fylgjendur frumvarpsins fyrir Snowden sögðu að nú væri komið að því að Íslendingar sýndu kjark og þor og hættu að bogna í hnjáliðunum þegar stórveldið Bandaríkin væru annars vegar. Furðulegt hvað sumir þingmenn eru hatrammir út í Bandaríkin, sem íslenska þjóðin hefur notið margs góðs af í gegnum tíðina. Þeir sem voru á móti Snowden-frumvarpinu sögðu hins vegar að málsmeðferðin væri afar óvönduð og án fordæma. Atkvæðagreiðsla fór fram og málið var fellt. Ég var ánægð með þá niðurstöðu. Annað hefði verið til þess fallið að senda afar misvísandi skilaboð og skapað enn frekari óvissu um stöðu Snowdens, sem var fastur á flugvelli í Moskvu. Mikilvægi persónuverndar Málið snýst ekki um það að þora ekki að mótmæla framferði bandarískra yfirvalda, eins og sumir hafa haldið fram. Ekki þarf annað en að lesa virta bandaríska fjölmiðla til að sjá að stjórnvöld þar í landi sæta harðri og vaxandi gagnrýni vegna þessa máls. Hins vegar eru margir Bandaríkjamenn þeirrar skoðunar að stjórnvöld séu að gera rétt og eru tilbúnir til að færa fórnir á sviði friðhelgi einkalífs til að tryggja öryggi borgaranna. Að mínum dómi er slík þróun afar óskynsamleg og hættuleg lýðræðinu. Við Íslendingar verðum að vera raunsæir og horfast í augu við það að við höfum ekkert bolmagn til í að skerast í leikinn í máli af þessari stærðargráðu. Hins vegar er nauðsynlegt að ræða almennt stöðu íslenskra borgara í ljósi Snowden-málsins með áherslu á stjórnarskrárvarinn rétt til friðhelgi einkalífs og meðferð hins opinbera á persónuupplýsingum. Sérhver Íslendingur skilur eftir sig urmul af persónuupplýsingum á hverjum einasta degi, í gegnum farsíma, tölvur og greiðslukort. Í raun og veru er einkalíf fólks í dag eins og opin bók, ef fyllstu varúðar er ekki gætt.
Atlaga gegn trans fólki er atlaga gegn mannréttindum Drífa Snædal, Bjarndís Helga Tómasdóttir Skoðun
Hjúkrunarheimili eða heimaþjónusta? –horfa verður á heildarmyndina Halldór S. Guðmundsson,Sigurveig H. Sigurðardóttir,Sirrý Sif Sigurlaugardóttir Skoðun
Skoðun Hjúkrunarheimili eða heimaþjónusta? –horfa verður á heildarmyndina Halldór S. Guðmundsson,Sigurveig H. Sigurðardóttir,Sirrý Sif Sigurlaugardóttir skrifar
Skoðun Nú er nóg komið af aðdróttunum og afvegaleiðingum körfuboltaþjálfarans Viðar Halldórsson skrifar
Skoðun Atlaga gegn trans fólki er atlaga gegn mannréttindum Drífa Snædal, Bjarndís Helga Tómasdóttir skrifar
Skoðun Framtíð safna í síbreytilegum samfélögum – nærsamfélaginu sem heimssamfélaginu Hólmar Hólm skrifar
Skoðun Þjóðin sem selur sjálfri sér: Vangaveltur um sölu Íslandsbanka Guðjón Heiðar Pálsson skrifar
Skoðun Ófullnægjandi vinnubrögð ófaglærðra „iðnaðarmanna“: Áhrif á húskaupendur Kristinn R Guðlaugsson skrifar
Skoðun Gigt er ekki bara sjúkdómur fullorðinna – Gigtarfélagið heldur opið hús til að fræða og styðja alla aldurshópa Hrönn Stefánsdóttir skrifar
Atlaga gegn trans fólki er atlaga gegn mannréttindum Drífa Snædal, Bjarndís Helga Tómasdóttir Skoðun
Hjúkrunarheimili eða heimaþjónusta? –horfa verður á heildarmyndina Halldór S. Guðmundsson,Sigurveig H. Sigurðardóttir,Sirrý Sif Sigurlaugardóttir Skoðun