Hefur mikla þýðingu fyrir félagið að komast áfram Stefán Árni Pálsson skrifar 17. júlí 2013 06:45 Heimir hefur trú á því að FH fari áfram. fréttablaðið/stefán FH-ingar unnu frábæran 1-0 sigur á litháísku meisturunum í Ekranas í fyrstu umferð forkeppni Meistaradeildar Evrópu í gær en leikurinn fór fram í Litháen. FH stendur því vel að vígi fyrir síðari leikinn sem fram fer á Kaplakrikavelli eftir viku. Pétur Viðarsson skoraði eina mark leiksins eftir um hálftíma leik. Skot heimamanna höfnuðu nokkrum sinnum í tréverkinu og þá sérstaklega í síðari hálfleiknum en Hafnfirðingarnir höfðu heppnina með sér og héldu markinu hreinu. „Það er góð stemmning í hópnum hér í rútunni á leiðinni á hótelið okkar,“ sagði Heimir Guðjónsson, þjálfari FH, í samtali við Fréttablaðið eftir leikinn í gær. „Við lögðum upp með að spila sterkan varnarleik og beita skyndisóknum og það gekk algjörlega eftir. Við náðum síðan að skora markið eftir fast leikatriði. Þeir [Ekranas] fengu sín færi í leiknum en mér fannst þeir aldrei ná einhverjum tökum á þessum leik. Eðlilega voru þeir meira með boltann en við vorum búnir að undirbúa okkur vel fyrir það.“ Ekranas hefur verið sigursælt lið í Litháen undanfarin ár. „Þetta lið hefur orðið litháískur meistari síðastliðin fimm ár og er því mjög vel mannað. Því hefur aftur á móti ekki gengið sem skyldi í deildinni á þessu tímabili. Við erum auðvitað bara ánægðir með þennan sigur hjá okkur en við gerum okkur fyllilega grein fyrir því að síðari leikurinn er eftir heima.“ Það verður mikið undir eftir eina viku. „Við förum nokkuð rólega inn í heimaleikinn og þurfum að nálgast hann af skynsemi. Það er gríðarlega mikilvægt fyrir knattspyrnudeild FH að fara áfram og við gerum okkur fyllilega grein fyrir því að það mun hafa mikla þýðingu fyrir félagið að komast áfram í þessu einvígi. Það mun þýða fjóra leiki til viðbótar í þessari deild.“ Fótbolti Mest lesið Ótrúlegur sigur Sporting í síðasta heimaleik Amorim Fótbolti Pavel um varnarleik Keflavíkur: Á að særa stolt þitt Körfubolti William Cole kom inn af bekknum í Meistaradeildarsigri Dortmund Fótbolti Ísland náði jafntefli gegn Spáni Fótbolti Diaz með þrennu í þægilegum sigri Liverpool Fótbolti Valskonur óstöðvandi Handbolti Köstuðu svínshöfði inn á völlinn Fótbolti „Þessi vika er gríðarlega mikilvæg“ Handbolti Mestu vonbrigði Þóris þegar stelpurnar hans sýndu vanvirðingu Handbolti Vandræði Real halda áfram eftir Milan-sigur á Santiago Bernabéu Fótbolti Fleiri fréttir Komu KR upp um deild og stýra liðinu áfram „Júlíglugginn kostaði FH þetta tímabil“ Snýr aftur í Bestu deildina með ÍBV Hætti ungur í landsliðinu og fór beint á Prikið „Er þetta ekki komið gott af pólitík?“ Skrautlegur ferill á enda: Kaflaskil þegar hann kynntist konunni Andri Rúnar einn af sjö sem kveðja Vestra Axel Óskar farinn frá KR og velur úr tilboðum Farsæll ferill á enda: „Langar að vera í fríi um helgar og á kvöldin“ Kristinn fékk loksins medalíuna sína og nýjan samning í kaupbæti „Þetta var bara ömurlegt í alla staði“ Ómar strax kominn með starf hjá KSÍ Lenti í stórum jarðskjálfta launalaus í heimsfaraldri Haraldur hættir hjá Víkingi Svona endurheimti Breiðablik titilinn: Upprisan, kaflaskilin og breyttar áherslur Alexander endurnýjar kynnin við Óskar Ákvörðunin hefði verið sú sama ef HK hefði haldið sæti sínu í Bestu deildinni Ákvörðun Ómars kom á óvart: „Þökkum honum fyrir ómetanlegt starf“ Víkingar krefjast refsingar vegna tjónsins en þurfa líklega að treysta á lögreglu Matthías og Kristján taka við Valsliðinu Ómar Ingi þakkar fyrir sig eftir þrjátíu ár Fótboltamamma Íslands í vanda: „Verð að halda með þeim báðum og hvernig fer ég að því?“ Eiður Aron riftir við Vestra Búinn að ná öllu út úr ferlinum: „Finn ég er orðinn sáttur“ Gylfi besti leikmaðurinn í Bestu deildinni samkvæmt tölfræðinni Valur staðfestir í annað sinn að Fanney Inga sé á leið til Svíþjóðar „Hefði verið ógeðslega tilfinning ef allt væri búið og maður væri kominn í frí“ Kristinn Jónsson kinnbeinsbrotinn og fékk heilahristing Túfa stýrir Val á næsta tímabili Fyrsta félagið í áratug sem vinnur hjá báðum kynjum Sjá meira
FH-ingar unnu frábæran 1-0 sigur á litháísku meisturunum í Ekranas í fyrstu umferð forkeppni Meistaradeildar Evrópu í gær en leikurinn fór fram í Litháen. FH stendur því vel að vígi fyrir síðari leikinn sem fram fer á Kaplakrikavelli eftir viku. Pétur Viðarsson skoraði eina mark leiksins eftir um hálftíma leik. Skot heimamanna höfnuðu nokkrum sinnum í tréverkinu og þá sérstaklega í síðari hálfleiknum en Hafnfirðingarnir höfðu heppnina með sér og héldu markinu hreinu. „Það er góð stemmning í hópnum hér í rútunni á leiðinni á hótelið okkar,“ sagði Heimir Guðjónsson, þjálfari FH, í samtali við Fréttablaðið eftir leikinn í gær. „Við lögðum upp með að spila sterkan varnarleik og beita skyndisóknum og það gekk algjörlega eftir. Við náðum síðan að skora markið eftir fast leikatriði. Þeir [Ekranas] fengu sín færi í leiknum en mér fannst þeir aldrei ná einhverjum tökum á þessum leik. Eðlilega voru þeir meira með boltann en við vorum búnir að undirbúa okkur vel fyrir það.“ Ekranas hefur verið sigursælt lið í Litháen undanfarin ár. „Þetta lið hefur orðið litháískur meistari síðastliðin fimm ár og er því mjög vel mannað. Því hefur aftur á móti ekki gengið sem skyldi í deildinni á þessu tímabili. Við erum auðvitað bara ánægðir með þennan sigur hjá okkur en við gerum okkur fyllilega grein fyrir því að síðari leikurinn er eftir heima.“ Það verður mikið undir eftir eina viku. „Við förum nokkuð rólega inn í heimaleikinn og þurfum að nálgast hann af skynsemi. Það er gríðarlega mikilvægt fyrir knattspyrnudeild FH að fara áfram og við gerum okkur fyllilega grein fyrir því að það mun hafa mikla þýðingu fyrir félagið að komast áfram í þessu einvígi. Það mun þýða fjóra leiki til viðbótar í þessari deild.“
Fótbolti Mest lesið Ótrúlegur sigur Sporting í síðasta heimaleik Amorim Fótbolti Pavel um varnarleik Keflavíkur: Á að særa stolt þitt Körfubolti William Cole kom inn af bekknum í Meistaradeildarsigri Dortmund Fótbolti Ísland náði jafntefli gegn Spáni Fótbolti Diaz með þrennu í þægilegum sigri Liverpool Fótbolti Valskonur óstöðvandi Handbolti Köstuðu svínshöfði inn á völlinn Fótbolti „Þessi vika er gríðarlega mikilvæg“ Handbolti Mestu vonbrigði Þóris þegar stelpurnar hans sýndu vanvirðingu Handbolti Vandræði Real halda áfram eftir Milan-sigur á Santiago Bernabéu Fótbolti Fleiri fréttir Komu KR upp um deild og stýra liðinu áfram „Júlíglugginn kostaði FH þetta tímabil“ Snýr aftur í Bestu deildina með ÍBV Hætti ungur í landsliðinu og fór beint á Prikið „Er þetta ekki komið gott af pólitík?“ Skrautlegur ferill á enda: Kaflaskil þegar hann kynntist konunni Andri Rúnar einn af sjö sem kveðja Vestra Axel Óskar farinn frá KR og velur úr tilboðum Farsæll ferill á enda: „Langar að vera í fríi um helgar og á kvöldin“ Kristinn fékk loksins medalíuna sína og nýjan samning í kaupbæti „Þetta var bara ömurlegt í alla staði“ Ómar strax kominn með starf hjá KSÍ Lenti í stórum jarðskjálfta launalaus í heimsfaraldri Haraldur hættir hjá Víkingi Svona endurheimti Breiðablik titilinn: Upprisan, kaflaskilin og breyttar áherslur Alexander endurnýjar kynnin við Óskar Ákvörðunin hefði verið sú sama ef HK hefði haldið sæti sínu í Bestu deildinni Ákvörðun Ómars kom á óvart: „Þökkum honum fyrir ómetanlegt starf“ Víkingar krefjast refsingar vegna tjónsins en þurfa líklega að treysta á lögreglu Matthías og Kristján taka við Valsliðinu Ómar Ingi þakkar fyrir sig eftir þrjátíu ár Fótboltamamma Íslands í vanda: „Verð að halda með þeim báðum og hvernig fer ég að því?“ Eiður Aron riftir við Vestra Búinn að ná öllu út úr ferlinum: „Finn ég er orðinn sáttur“ Gylfi besti leikmaðurinn í Bestu deildinni samkvæmt tölfræðinni Valur staðfestir í annað sinn að Fanney Inga sé á leið til Svíþjóðar „Hefði verið ógeðslega tilfinning ef allt væri búið og maður væri kominn í frí“ Kristinn Jónsson kinnbeinsbrotinn og fékk heilahristing Túfa stýrir Val á næsta tímabili Fyrsta félagið í áratug sem vinnur hjá báðum kynjum Sjá meira