Hundrað milljónum gæti rignt í Hafnarfirði Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 25. júlí 2013 08:00 FH-ingar fagna í Kaplakrika á þriðjudagskvöldið. Fréttablaðið/Stefán Íslandsmeistarar FH eiga fyrir höndum einhverja mikilvægustu leiki íslensks félagsliðs í mjög langan tíma þegar liðið mætir austurrísku meisturunum í Austria Vín í þriðju umferð forkeppni Meistaradeildar Evrópu. FH-ingar unnu frækinn sigur á FK Ekranas í vikunni en með honum á FH nú möguleika á að tryggja sér tekjur sem myndu gerbreyta rekstri félagsins og hafa veruleg áhrif á landslag íslenskrar knattspyrnu. Knattspyrnusamband Evrópu, UEFA, greiðir liðum sem keppa í bæði Meistaradeild Evrópu og Evrópudeild UEFA þátttökubónusa sem hækka eftir því sem liðin komast lengra. FH-ingum voru tryggðar tekjur upp á 60 milljónir króna samkvæmt núgildandi gengi er liðið varð Íslandsmeistari í fyrra og komst þar með í aðra umferð forkeppni Meistaradeildarinnar. Hins vegar eru þær upphæðir fljótar að hækka eftir því sem liðinu gengur betur. Með sigrinum á Ekranas er tryggt að FH mun að minnsta kosti spila fjóra Evrópuleiki í viðbót, sem mun tryggja liðinu tekjur upp á 52,5 milljónir króna. Sigurinn á litháísku meisturunum var því sannarlega kærkominn fyrir rekstur knattspyrnudeildar FH. Upphæðirnar verða þó fyrst svimandi háar ef Íslandsmeisturunum tekst að bera sigurorð af Austria Vín í næstu umferð.Björn Daníel fagnar marki sínu gegn Ekranas.Mynd/StefánSamkvæmt upplýsingum frá Knattspyrnusambandi Evrópu fyrir síðasta keppnistímabil mun FH fá rúmar 540 milljónir króna fyrir að komast áfram því þá bíður liðsins þátttaka í umspilsumferð fyrir riðlakeppni Meistaradeildarinnar og að minnsta kosti sæti í riðlakeppni Evrópudeildarinnar. Þess ber að geta að þessar tekjur eru aðeins þær sem koma frá UEFA. Þá eru ótaldir aðrir tekjumöguleikar, eins og af sjónvarpstekjum, miðasölu og árangurstengdum greiðslum. Þátttökunni fylgir líka kostnaður en langstærstur hluti hans liggur í ferðakostnaði og bónusgreiðslum til leikmanna. Eitt er þó ljóst. FH hefur þegar tryggt sér gott forskot fyrir næsta rekstrarár. Félagið fær að minnsta kosti 112 milljónir í tekjur vegna þátttöku liðsins í forkeppni Meistaradeildarinnar í ár. Miðað við upplýsingar Fréttablaðsins er heildarvelta stærstu félagsliða landsins, FH, Breiðabliks og KR, á bilinu 150-200 milljónir árlega fyrir hvert félag. 112 milljónir hafa því mikil áhrif á reksturinn. Til samanburðar má nefna að heildarvelta Austria Vín er nálægt 20 milljónum evra – um 3,2 milljörðum króna – og um 20 sinnum meiri en hjá stærstu félagsliðum Íslands. Engum dylst að sigurlíkur Austurríkismannanna eru meiri í rimmunni við FH. „Litla“ liðið á þó ávallt möguleika í fótbolta og það vita FH-ingar mætavel. Evrópudeild UEFA Mest lesið Sjáðu mörk Íslands og Frakklands Fótbolti „Ljóðrænt réttlæti eftir það sem gerðist í París“ Fótbolti Rúnar dásamaði Daníel: „Mjög öruggur í öllum sínum aðgerðum“ Fótbolti Uppgjörið: Ísland - Frakkland 2-2 | Frækin úrslit gegn Frökkum Fótbolti Af hverju falla metin ekki á Íslandi? Sport „Gæti ekki verið stoltari af mínum mönnum“ Fótbolti „Stuðningurinn gaf okkur þessi auka tíu prósent“ Fótbolti „Sýndum þjóðinni hvað í okkur býr“ Fótbolti „Pirraður því við áttum meira skilið“ Fótbolti Einkunnir Íslands gegn Frakklandi: Hákon Arnar allra mikilvægastur af mörgum góðum Fótbolti Fleiri fréttir Rúnar dásamaði Daníel: „Mjög öruggur í öllum sínum aðgerðum“ „Ljóðrænt réttlæti eftir það sem gerðist í París“ „Stuðningurinn gaf okkur þessi auka tíu prósent“ „Sýndum þjóðinni hvað í okkur býr“ „Gæti ekki verið stoltari af mínum mönnum“ „Eina skiptið sem við spilum almennilega í seinni hálfleik“ „Pirraður því við áttum meira skilið“ Einkunnir Íslands gegn Frakklandi: Hákon Arnar allra mikilvægastur af mörgum góðum Fíaskó Svía ætlar engan endi að taka Uppgjörið: Ísland - Frakkland 2-2 | Frækin úrslit gegn Frökkum X-ið eftir leik: Frakkarnir lentu í tiki-taka köðlum Arnars Gunnlaugssonar „Ég vildi bara reyna að setja annað“ Úkraína hélt sér fyrir ofan Ísland Sjáðu mörk Íslands og Frakklands Næstminnsta HM-þjóðin á eftir Íslandi Frá Týsvellinum á Ibrox: „Maður þarf alveg að klípa sig annað slagið“ Byrjunarlið Íslands: Daníel kemur inn fyrir bróður sinn Ødegaard frá fram yfir næsta landsleikjahlé Byrjunarlið Frakklands: Mateta tekur sæti Mbappé „Ísland er með sterkt lið“ „Ekitiké er ekki slæmur“ Íslenska liðið gæti hæglega verið með fleiri stig Frakkar geta tryggt sér sæti á HM í kvöld Þessa vantar hjá Frökkum í kvöld Missir af landsleik eftir árekstur við stöngina „Leiðinlegt fyrir knattspyrnuáhugamenn“ Langþráður sigur hjá Sveindísi en úrslitakeppnin fjarlæg Brakið úr bílslysi Michail Antonio var til sölu á eBay „Hann var 94 kg og djammaði á hverju kvöldi“ Unnu og færðust nær HM en púaðir af velli og þjálfarinn aldrei verið jafn ósáttur Sjá meira
Íslandsmeistarar FH eiga fyrir höndum einhverja mikilvægustu leiki íslensks félagsliðs í mjög langan tíma þegar liðið mætir austurrísku meisturunum í Austria Vín í þriðju umferð forkeppni Meistaradeildar Evrópu. FH-ingar unnu frækinn sigur á FK Ekranas í vikunni en með honum á FH nú möguleika á að tryggja sér tekjur sem myndu gerbreyta rekstri félagsins og hafa veruleg áhrif á landslag íslenskrar knattspyrnu. Knattspyrnusamband Evrópu, UEFA, greiðir liðum sem keppa í bæði Meistaradeild Evrópu og Evrópudeild UEFA þátttökubónusa sem hækka eftir því sem liðin komast lengra. FH-ingum voru tryggðar tekjur upp á 60 milljónir króna samkvæmt núgildandi gengi er liðið varð Íslandsmeistari í fyrra og komst þar með í aðra umferð forkeppni Meistaradeildarinnar. Hins vegar eru þær upphæðir fljótar að hækka eftir því sem liðinu gengur betur. Með sigrinum á Ekranas er tryggt að FH mun að minnsta kosti spila fjóra Evrópuleiki í viðbót, sem mun tryggja liðinu tekjur upp á 52,5 milljónir króna. Sigurinn á litháísku meisturunum var því sannarlega kærkominn fyrir rekstur knattspyrnudeildar FH. Upphæðirnar verða þó fyrst svimandi háar ef Íslandsmeisturunum tekst að bera sigurorð af Austria Vín í næstu umferð.Björn Daníel fagnar marki sínu gegn Ekranas.Mynd/StefánSamkvæmt upplýsingum frá Knattspyrnusambandi Evrópu fyrir síðasta keppnistímabil mun FH fá rúmar 540 milljónir króna fyrir að komast áfram því þá bíður liðsins þátttaka í umspilsumferð fyrir riðlakeppni Meistaradeildarinnar og að minnsta kosti sæti í riðlakeppni Evrópudeildarinnar. Þess ber að geta að þessar tekjur eru aðeins þær sem koma frá UEFA. Þá eru ótaldir aðrir tekjumöguleikar, eins og af sjónvarpstekjum, miðasölu og árangurstengdum greiðslum. Þátttökunni fylgir líka kostnaður en langstærstur hluti hans liggur í ferðakostnaði og bónusgreiðslum til leikmanna. Eitt er þó ljóst. FH hefur þegar tryggt sér gott forskot fyrir næsta rekstrarár. Félagið fær að minnsta kosti 112 milljónir í tekjur vegna þátttöku liðsins í forkeppni Meistaradeildarinnar í ár. Miðað við upplýsingar Fréttablaðsins er heildarvelta stærstu félagsliða landsins, FH, Breiðabliks og KR, á bilinu 150-200 milljónir árlega fyrir hvert félag. 112 milljónir hafa því mikil áhrif á reksturinn. Til samanburðar má nefna að heildarvelta Austria Vín er nálægt 20 milljónum evra – um 3,2 milljörðum króna – og um 20 sinnum meiri en hjá stærstu félagsliðum Íslands. Engum dylst að sigurlíkur Austurríkismannanna eru meiri í rimmunni við FH. „Litla“ liðið á þó ávallt möguleika í fótbolta og það vita FH-ingar mætavel.
Evrópudeild UEFA Mest lesið Sjáðu mörk Íslands og Frakklands Fótbolti „Ljóðrænt réttlæti eftir það sem gerðist í París“ Fótbolti Rúnar dásamaði Daníel: „Mjög öruggur í öllum sínum aðgerðum“ Fótbolti Uppgjörið: Ísland - Frakkland 2-2 | Frækin úrslit gegn Frökkum Fótbolti Af hverju falla metin ekki á Íslandi? Sport „Gæti ekki verið stoltari af mínum mönnum“ Fótbolti „Stuðningurinn gaf okkur þessi auka tíu prósent“ Fótbolti „Sýndum þjóðinni hvað í okkur býr“ Fótbolti „Pirraður því við áttum meira skilið“ Fótbolti Einkunnir Íslands gegn Frakklandi: Hákon Arnar allra mikilvægastur af mörgum góðum Fótbolti Fleiri fréttir Rúnar dásamaði Daníel: „Mjög öruggur í öllum sínum aðgerðum“ „Ljóðrænt réttlæti eftir það sem gerðist í París“ „Stuðningurinn gaf okkur þessi auka tíu prósent“ „Sýndum þjóðinni hvað í okkur býr“ „Gæti ekki verið stoltari af mínum mönnum“ „Eina skiptið sem við spilum almennilega í seinni hálfleik“ „Pirraður því við áttum meira skilið“ Einkunnir Íslands gegn Frakklandi: Hákon Arnar allra mikilvægastur af mörgum góðum Fíaskó Svía ætlar engan endi að taka Uppgjörið: Ísland - Frakkland 2-2 | Frækin úrslit gegn Frökkum X-ið eftir leik: Frakkarnir lentu í tiki-taka köðlum Arnars Gunnlaugssonar „Ég vildi bara reyna að setja annað“ Úkraína hélt sér fyrir ofan Ísland Sjáðu mörk Íslands og Frakklands Næstminnsta HM-þjóðin á eftir Íslandi Frá Týsvellinum á Ibrox: „Maður þarf alveg að klípa sig annað slagið“ Byrjunarlið Íslands: Daníel kemur inn fyrir bróður sinn Ødegaard frá fram yfir næsta landsleikjahlé Byrjunarlið Frakklands: Mateta tekur sæti Mbappé „Ísland er með sterkt lið“ „Ekitiké er ekki slæmur“ Íslenska liðið gæti hæglega verið með fleiri stig Frakkar geta tryggt sér sæti á HM í kvöld Þessa vantar hjá Frökkum í kvöld Missir af landsleik eftir árekstur við stöngina „Leiðinlegt fyrir knattspyrnuáhugamenn“ Langþráður sigur hjá Sveindísi en úrslitakeppnin fjarlæg Brakið úr bílslysi Michail Antonio var til sölu á eBay „Hann var 94 kg og djammaði á hverju kvöldi“ Unnu og færðust nær HM en púaðir af velli og þjálfarinn aldrei verið jafn ósáttur Sjá meira