Hundrað milljónum gæti rignt í Hafnarfirði Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 25. júlí 2013 08:00 FH-ingar fagna í Kaplakrika á þriðjudagskvöldið. Fréttablaðið/Stefán Íslandsmeistarar FH eiga fyrir höndum einhverja mikilvægustu leiki íslensks félagsliðs í mjög langan tíma þegar liðið mætir austurrísku meisturunum í Austria Vín í þriðju umferð forkeppni Meistaradeildar Evrópu. FH-ingar unnu frækinn sigur á FK Ekranas í vikunni en með honum á FH nú möguleika á að tryggja sér tekjur sem myndu gerbreyta rekstri félagsins og hafa veruleg áhrif á landslag íslenskrar knattspyrnu. Knattspyrnusamband Evrópu, UEFA, greiðir liðum sem keppa í bæði Meistaradeild Evrópu og Evrópudeild UEFA þátttökubónusa sem hækka eftir því sem liðin komast lengra. FH-ingum voru tryggðar tekjur upp á 60 milljónir króna samkvæmt núgildandi gengi er liðið varð Íslandsmeistari í fyrra og komst þar með í aðra umferð forkeppni Meistaradeildarinnar. Hins vegar eru þær upphæðir fljótar að hækka eftir því sem liðinu gengur betur. Með sigrinum á Ekranas er tryggt að FH mun að minnsta kosti spila fjóra Evrópuleiki í viðbót, sem mun tryggja liðinu tekjur upp á 52,5 milljónir króna. Sigurinn á litháísku meisturunum var því sannarlega kærkominn fyrir rekstur knattspyrnudeildar FH. Upphæðirnar verða þó fyrst svimandi háar ef Íslandsmeisturunum tekst að bera sigurorð af Austria Vín í næstu umferð.Björn Daníel fagnar marki sínu gegn Ekranas.Mynd/StefánSamkvæmt upplýsingum frá Knattspyrnusambandi Evrópu fyrir síðasta keppnistímabil mun FH fá rúmar 540 milljónir króna fyrir að komast áfram því þá bíður liðsins þátttaka í umspilsumferð fyrir riðlakeppni Meistaradeildarinnar og að minnsta kosti sæti í riðlakeppni Evrópudeildarinnar. Þess ber að geta að þessar tekjur eru aðeins þær sem koma frá UEFA. Þá eru ótaldir aðrir tekjumöguleikar, eins og af sjónvarpstekjum, miðasölu og árangurstengdum greiðslum. Þátttökunni fylgir líka kostnaður en langstærstur hluti hans liggur í ferðakostnaði og bónusgreiðslum til leikmanna. Eitt er þó ljóst. FH hefur þegar tryggt sér gott forskot fyrir næsta rekstrarár. Félagið fær að minnsta kosti 112 milljónir í tekjur vegna þátttöku liðsins í forkeppni Meistaradeildarinnar í ár. Miðað við upplýsingar Fréttablaðsins er heildarvelta stærstu félagsliða landsins, FH, Breiðabliks og KR, á bilinu 150-200 milljónir árlega fyrir hvert félag. 112 milljónir hafa því mikil áhrif á reksturinn. Til samanburðar má nefna að heildarvelta Austria Vín er nálægt 20 milljónum evra – um 3,2 milljörðum króna – og um 20 sinnum meiri en hjá stærstu félagsliðum Íslands. Engum dylst að sigurlíkur Austurríkismannanna eru meiri í rimmunni við FH. „Litla“ liðið á þó ávallt möguleika í fótbolta og það vita FH-ingar mætavel. Evrópudeild UEFA Mest lesið Leik lokið: Stjarnan - Tindastóll 91-86 | Oddaleikur um Íslandsmeistaratitilinn staðreynd Körfubolti Uppgjörið: Afturelding - KR 4-3 | Heimasigur eftir tvöfalda endurkomu Íslenski boltinn Glódís fagnaði titlunum í þýskum þjóðbúningi á troðfullu torgi Fótbolti Sjáðu ljótt brot Hlyns sem gerði Audda reiðan Körfubolti Uppgjörið: Fram - Vestri 1-0 | Frammarar stöðvuðu sigurgöngu Vestra Íslenski boltinn Rombley fluttur á sjúkrahús með sjúkrabíl Körfubolti „Ég var ekki sáttur með sjálfan mig“ Körfubolti Átti Henderson að fá rautt spjald? Enski boltinn Uppgjörið: ÍBV - KA 0-0 | Ekkert samba í sólinni Íslenski boltinn Glæsimark Rice gulltryggði Arsenal Meistaradeildarsæti Enski boltinn Fleiri fréttir Fjögur mörk og tvö rauð í Grindavíkursigri í Laugardalnum Inter missti af gullnu tækifæri þegar Napoli missteig sig Meistararnir töpuðu en Real vann í hitaleik Í beinni: Afturelding - KR | Skemmtikraftarnir mæta í Mosfellsbæinn Glæsimark Rice gulltryggði Arsenal Meistaradeildarsæti Sævar og Nóel fallnir úr dönsku úrvalsdeildinni Gabríel Aron skoraði þrennu í fyrri hálfleik Draumaendir hjá Vardy í kveðjuleiknum Uppgjörið: Fram - Vestri 1-0 | Frammarar stöðvuðu sigurgöngu Vestra Ísak kórónaði frábært tímabil með marki í lokaumferðinni Gummi Tóta skoraði fyrir armensku meistarana Glódís fagnaði titlunum í þýskum þjóðbúningi á troðfullu torgi Íslendingaliðið stríddi PSV en stóð ekki í vegi fyrir sögulegu klúðri Chelsea vann á Wembley og fullkomnaði þrennuna Uppgjörið: ÍBV - KA 0-0 | Ekkert samba í sólinni Stórkostleg stemning og sætur sigur í síðasta leiknum í Guttagarði Magnaður sigur í síðasta leik tímabilsins hjá Hildi og Ásdísi Di María á förum frá Benfica Sjáðu glæsimark Úlfu, stórsigur Stólanna, sjóðheita Þróttara og Þór/KA þrennuna Átti Henderson að fá rautt spjald? Stól kastað í höfuð markmanns Aberdeen „Æfingu morgundagsins er aflýst“ Engin Meistaradeild hjá Hákoni Arnari „Leikmenn fá frípassa til þess að meiða í pirringi“ Stórsigur Stólanna í Víkinni Crystal Palace bikarmeistari í fyrsta sinn „Sjálfum okkur verstar” Glæsimark frá Úlfu tryggði Stjörnunni stigin þrjú Uppgjörið: Þróttur - FH 4-1 | Sjóðheitir Þróttarar völtuðu yfir FH Dortmund náði sætinu á síðustu stundu Sjá meira
Íslandsmeistarar FH eiga fyrir höndum einhverja mikilvægustu leiki íslensks félagsliðs í mjög langan tíma þegar liðið mætir austurrísku meisturunum í Austria Vín í þriðju umferð forkeppni Meistaradeildar Evrópu. FH-ingar unnu frækinn sigur á FK Ekranas í vikunni en með honum á FH nú möguleika á að tryggja sér tekjur sem myndu gerbreyta rekstri félagsins og hafa veruleg áhrif á landslag íslenskrar knattspyrnu. Knattspyrnusamband Evrópu, UEFA, greiðir liðum sem keppa í bæði Meistaradeild Evrópu og Evrópudeild UEFA þátttökubónusa sem hækka eftir því sem liðin komast lengra. FH-ingum voru tryggðar tekjur upp á 60 milljónir króna samkvæmt núgildandi gengi er liðið varð Íslandsmeistari í fyrra og komst þar með í aðra umferð forkeppni Meistaradeildarinnar. Hins vegar eru þær upphæðir fljótar að hækka eftir því sem liðinu gengur betur. Með sigrinum á Ekranas er tryggt að FH mun að minnsta kosti spila fjóra Evrópuleiki í viðbót, sem mun tryggja liðinu tekjur upp á 52,5 milljónir króna. Sigurinn á litháísku meisturunum var því sannarlega kærkominn fyrir rekstur knattspyrnudeildar FH. Upphæðirnar verða þó fyrst svimandi háar ef Íslandsmeisturunum tekst að bera sigurorð af Austria Vín í næstu umferð.Björn Daníel fagnar marki sínu gegn Ekranas.Mynd/StefánSamkvæmt upplýsingum frá Knattspyrnusambandi Evrópu fyrir síðasta keppnistímabil mun FH fá rúmar 540 milljónir króna fyrir að komast áfram því þá bíður liðsins þátttaka í umspilsumferð fyrir riðlakeppni Meistaradeildarinnar og að minnsta kosti sæti í riðlakeppni Evrópudeildarinnar. Þess ber að geta að þessar tekjur eru aðeins þær sem koma frá UEFA. Þá eru ótaldir aðrir tekjumöguleikar, eins og af sjónvarpstekjum, miðasölu og árangurstengdum greiðslum. Þátttökunni fylgir líka kostnaður en langstærstur hluti hans liggur í ferðakostnaði og bónusgreiðslum til leikmanna. Eitt er þó ljóst. FH hefur þegar tryggt sér gott forskot fyrir næsta rekstrarár. Félagið fær að minnsta kosti 112 milljónir í tekjur vegna þátttöku liðsins í forkeppni Meistaradeildarinnar í ár. Miðað við upplýsingar Fréttablaðsins er heildarvelta stærstu félagsliða landsins, FH, Breiðabliks og KR, á bilinu 150-200 milljónir árlega fyrir hvert félag. 112 milljónir hafa því mikil áhrif á reksturinn. Til samanburðar má nefna að heildarvelta Austria Vín er nálægt 20 milljónum evra – um 3,2 milljörðum króna – og um 20 sinnum meiri en hjá stærstu félagsliðum Íslands. Engum dylst að sigurlíkur Austurríkismannanna eru meiri í rimmunni við FH. „Litla“ liðið á þó ávallt möguleika í fótbolta og það vita FH-ingar mætavel.
Evrópudeild UEFA Mest lesið Leik lokið: Stjarnan - Tindastóll 91-86 | Oddaleikur um Íslandsmeistaratitilinn staðreynd Körfubolti Uppgjörið: Afturelding - KR 4-3 | Heimasigur eftir tvöfalda endurkomu Íslenski boltinn Glódís fagnaði titlunum í þýskum þjóðbúningi á troðfullu torgi Fótbolti Sjáðu ljótt brot Hlyns sem gerði Audda reiðan Körfubolti Uppgjörið: Fram - Vestri 1-0 | Frammarar stöðvuðu sigurgöngu Vestra Íslenski boltinn Rombley fluttur á sjúkrahús með sjúkrabíl Körfubolti „Ég var ekki sáttur með sjálfan mig“ Körfubolti Átti Henderson að fá rautt spjald? Enski boltinn Uppgjörið: ÍBV - KA 0-0 | Ekkert samba í sólinni Íslenski boltinn Glæsimark Rice gulltryggði Arsenal Meistaradeildarsæti Enski boltinn Fleiri fréttir Fjögur mörk og tvö rauð í Grindavíkursigri í Laugardalnum Inter missti af gullnu tækifæri þegar Napoli missteig sig Meistararnir töpuðu en Real vann í hitaleik Í beinni: Afturelding - KR | Skemmtikraftarnir mæta í Mosfellsbæinn Glæsimark Rice gulltryggði Arsenal Meistaradeildarsæti Sævar og Nóel fallnir úr dönsku úrvalsdeildinni Gabríel Aron skoraði þrennu í fyrri hálfleik Draumaendir hjá Vardy í kveðjuleiknum Uppgjörið: Fram - Vestri 1-0 | Frammarar stöðvuðu sigurgöngu Vestra Ísak kórónaði frábært tímabil með marki í lokaumferðinni Gummi Tóta skoraði fyrir armensku meistarana Glódís fagnaði titlunum í þýskum þjóðbúningi á troðfullu torgi Íslendingaliðið stríddi PSV en stóð ekki í vegi fyrir sögulegu klúðri Chelsea vann á Wembley og fullkomnaði þrennuna Uppgjörið: ÍBV - KA 0-0 | Ekkert samba í sólinni Stórkostleg stemning og sætur sigur í síðasta leiknum í Guttagarði Magnaður sigur í síðasta leik tímabilsins hjá Hildi og Ásdísi Di María á förum frá Benfica Sjáðu glæsimark Úlfu, stórsigur Stólanna, sjóðheita Þróttara og Þór/KA þrennuna Átti Henderson að fá rautt spjald? Stól kastað í höfuð markmanns Aberdeen „Æfingu morgundagsins er aflýst“ Engin Meistaradeild hjá Hákoni Arnari „Leikmenn fá frípassa til þess að meiða í pirringi“ Stórsigur Stólanna í Víkinni Crystal Palace bikarmeistari í fyrsta sinn „Sjálfum okkur verstar” Glæsimark frá Úlfu tryggði Stjörnunni stigin þrjú Uppgjörið: Þróttur - FH 4-1 | Sjóðheitir Þróttarar völtuðu yfir FH Dortmund náði sætinu á síðustu stundu Sjá meira
Leik lokið: Stjarnan - Tindastóll 91-86 | Oddaleikur um Íslandsmeistaratitilinn staðreynd Körfubolti
Leik lokið: Stjarnan - Tindastóll 91-86 | Oddaleikur um Íslandsmeistaratitilinn staðreynd Körfubolti