Stærsta auglýsingafyrirtæki í heimi Lovísa Eiríksdóttir skrifar 29. júlí 2013 15:00 Maurice Levy, stjórnarformaður Publicis Group og John Wren, stjórnarformaður Omicom takast í hendur eftir að samrunninn varð að veruleika. Mynd/afp Bandaríska fyrirtækið Omnicom og franska fyrirtækið Publicis hafa nú sameinast í eitt stórt alþjóðlegt auglýsingafyrirtæki. Samruninn mun gera fyrirtækið að hinu stærsta sinnar tegundar í heiminum og er talið að virði þess nemi rúmlega 35 milljörðum Bandaríkjadala. Fyrirtækið ætlar að starfrækja höfuðstöðvar sínar bæði í París og New York og munu um 130 þúsund manns koma til með að starfa hjá fyrirtækinu. Fyrirtækin sjá stór tækifæri í samrunanum og talið er að þau eigi eftir að spara um 500 milljónir Bandaríkjadala við samrunann. Áætluð sameining mun taka gildi að fullu í mars á næsta ári. Forstjóri Publicis, Maurice Levy, segir í samtali við BBC fréttastofu að upplýsingatækni og markaðssetning hafi tekið stórkostlegum breytingum á undanförnum árum sem hafi veruleg áhrif á hegðun neytenda. Hann segir breytingarnar kalla á öðruvísi þjónustu hjá auglýsingafyrirtækjum. Levy segir að með samruna fyrirtækjanna og sameiginlegri þekkingu þeirra geti þau boðið viðskiptavinum sínum upp á enn betri þjónustu á öllum sviðum, í takt við tímann. Omnicom er leiðandi auglýsingafyrirtæki í Bandaríkjunum, þjónustar um 5.000 viðskiptavini í yfir 100 löndum og er í öðru sæti yfir stærstu auglýsingafyrirtæki í heiminum. Publicis kemur fljótt á eftir Omnicom sem þriðja stærsta sinnar tegundar í heiminum og er einnig með viðskipti í yfir 100 löndum. Breska fyrirtækið WPP hefur verið í forystu fyrirtækja af þessari tegund en mun nú líklega falla um eitt sæti í mars á næsta ári. Mest lesið Endurskipuleggja reksturinn „í vinsemd og virðingu“ Viðskipti innlent Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Viðskipti innlent Japanskir bílaframleiðendur í skýjunum eftir tollasamkomulag Viðskipti erlent Tekjur jukust um helming milli ára Viðskipti innlent Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Viðskipti innlent Svona verður hægt að horfa á enska boltann í vetur Neytendur HBO Max streymisveitan komin til Íslands Viðskipti innlent Tæpur milljarður í höfundarréttartekjur Viðskipti innlent Orri til liðs við Íslandsbanka Viðskipti innlent Róðurinn þungur en hefur ekki áhyggjur af Play Viðskipti innlent Fleiri fréttir Japanskir bílaframleiðendur í skýjunum eftir tollasamkomulag Hagnaðurinn af Labubu sagður hafa aukist um 350 prósent Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira
Bandaríska fyrirtækið Omnicom og franska fyrirtækið Publicis hafa nú sameinast í eitt stórt alþjóðlegt auglýsingafyrirtæki. Samruninn mun gera fyrirtækið að hinu stærsta sinnar tegundar í heiminum og er talið að virði þess nemi rúmlega 35 milljörðum Bandaríkjadala. Fyrirtækið ætlar að starfrækja höfuðstöðvar sínar bæði í París og New York og munu um 130 þúsund manns koma til með að starfa hjá fyrirtækinu. Fyrirtækin sjá stór tækifæri í samrunanum og talið er að þau eigi eftir að spara um 500 milljónir Bandaríkjadala við samrunann. Áætluð sameining mun taka gildi að fullu í mars á næsta ári. Forstjóri Publicis, Maurice Levy, segir í samtali við BBC fréttastofu að upplýsingatækni og markaðssetning hafi tekið stórkostlegum breytingum á undanförnum árum sem hafi veruleg áhrif á hegðun neytenda. Hann segir breytingarnar kalla á öðruvísi þjónustu hjá auglýsingafyrirtækjum. Levy segir að með samruna fyrirtækjanna og sameiginlegri þekkingu þeirra geti þau boðið viðskiptavinum sínum upp á enn betri þjónustu á öllum sviðum, í takt við tímann. Omnicom er leiðandi auglýsingafyrirtæki í Bandaríkjunum, þjónustar um 5.000 viðskiptavini í yfir 100 löndum og er í öðru sæti yfir stærstu auglýsingafyrirtæki í heiminum. Publicis kemur fljótt á eftir Omnicom sem þriðja stærsta sinnar tegundar í heiminum og er einnig með viðskipti í yfir 100 löndum. Breska fyrirtækið WPP hefur verið í forystu fyrirtækja af þessari tegund en mun nú líklega falla um eitt sæti í mars á næsta ári.
Mest lesið Endurskipuleggja reksturinn „í vinsemd og virðingu“ Viðskipti innlent Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Viðskipti innlent Japanskir bílaframleiðendur í skýjunum eftir tollasamkomulag Viðskipti erlent Tekjur jukust um helming milli ára Viðskipti innlent Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Viðskipti innlent Svona verður hægt að horfa á enska boltann í vetur Neytendur HBO Max streymisveitan komin til Íslands Viðskipti innlent Tæpur milljarður í höfundarréttartekjur Viðskipti innlent Orri til liðs við Íslandsbanka Viðskipti innlent Róðurinn þungur en hefur ekki áhyggjur af Play Viðskipti innlent Fleiri fréttir Japanskir bílaframleiðendur í skýjunum eftir tollasamkomulag Hagnaðurinn af Labubu sagður hafa aukist um 350 prósent Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira