Bara fjórðungur íbúa ESB með 4G-aðgang Þorgils Jónsson skrifar 29. júlí 2013 07:45 Úttekt á vegum Framkvæmdastjórnar ESB leiðir í ljós að einungis fjórðungur íbúa hefur aðgang að 4G-tengingu. NordicPhotos/AFP Þrátt fyrir að aðgengi að 4G-háhraðafarsambandi hafi aukist mikið á heimsvísu síðustu misseri virðast íbúar flestra ESB-ríkja sitja eftir í þeim efnum því að einungis fjórðungur þeirra hefur aðgengi að slíkum tengingum. Þetta kemur fram í nýrri úttekt Framkvæmdastjórnar ESB, en til samanburðar er bent á að 90% íbúa Bandaríkjanna hafa aðgang að 4G. Í úttektinni kemur fram að einungis Þýskaland, Eistland og Svíþjóð séu með umtalsverða dreifingu á 4G, en þrjú ríki; Kýpur, Írland og Malta, bjóða alls ekki upp á 4G. Þá eru slíkar tengingar nær hvergi í boði í dreifbýli og 4G-áskriftir í ESB séu aðeins um 5% af áskriftum á heimsvísu.Neele KroesNeelie Kroes, varaforseti framkvæmdastjórnarinnar, segir í tilkynningu að aðildarríkin þurfi að taka sig á í þessum efnum, enda sé þróun í þessum málum afar hröð og hætta sé á að netkerfi hætti að anna umferð ef ekki verði bætt verulega í. „Netnotkun með fartækjum mun aukast um 66% á ári samkvæmt spám. Snjalltæki eru orðin almenn eign og fólk vill geta horft á hreyfimyndir í þeim. Ef tíðnisvið verður ekki opnað frekar mun þetta allt hrynja,“ er haft eftir henni í tilkynningunni. „Ég stend með borgurunum, skattgreiðendum, kjósendum sem vilja bara að símarnir og spjaldtölvurnar virki. Það er pirrandi að síminn minn hættir að virka þegar ég kem til Brussel því hér er aðeins 3G og það eru milljónir sem deila þeirri reynslu minni dag hvern. Svona á ekki að reka hagkerfi. Þetta þýðir líka að Evrópubúar sem búa í dreifbýli og eru á ferðalagi eru líkt og annars flokks borgarar.“4G þjónusta hafin á Íslandi 4G-tenging býður upp á umtalsvert hraðari nettengingar á farneti og sjá fjarskiptafyrirtæki það sem framtíðarþjónustu, enda hefur orðið sprenging í gagnaflutningum hjá viðskiptavinum, sem nota snjallsíma og spjaldtölvur í sífellt meiri mæli. Gagnaflutningar um farsímanetið á Íslandi tvöfölduðust milli áranna 2010 og 2012 þar sem þau fóru úr 582.000 gígabætum upp í rúmlega 1,2 milljónir gígabæta. Fjögur fjarskiptafyrirtæki hér á landi fengu úthlutað tíðniheimildum til 4G-þjónustu fyrr á árinu og Nova reið á vaðið þegar það hleypti 4G-þjónustu af stokkunum í vor. Vodafone fylgdi í kjölfarið í sumar og Síminn hefur hafið uppbyggingu á sínu 4G-kerfi ásamt því að auka hraðann á 3G-neti sínu. 365 miðlar, sem reka meðal annars Fréttablaðið, fengu einnig úthlutað tíðniheimildum. Mest lesið Setur háa tolla á Evrópu Viðskipti erlent Síminn þarf að greiða 400 milljónir króna Viðskipti innlent Gefa út afkomuviðvörun vegna dómsins Viðskipti innlent Umdeild viðskipti fá ekki áheyrn Hæstaréttar Viðskipti innlent Segir allar ásakanir fullkomlega tilhæfulausar Viðskipti innlent Hildur ráðin forstjóri Advania Viðskipti innlent Mögulega búið að hakka sig inn á Teams samskiptin þín og fleira Atvinnulíf Strákar og stálp fá styrk Viðskipti innlent Atvinnuleysi eykst Viðskipti innlent Bein útsending: „Landbúnaður er almannahagsmunir“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Setur háa tolla á Evrópu Ása Steinars vann sigur gegn bandarísku markaðsfyrirtæki Erlend gagnaver sögð skila litlu í þjóðarbúið Bobbingastaður í bobba Ofurstinn flytur til Texas Hóta því að kæra forsetann fyrir embættisglöp vegna rafmyntabrasks Rafmyntarforstjóri játar sig sekan um að féfletta viðskiptavini Musk og félagar gerðu 97,4 milljarða dala tilboð í OpenAI Beina spjótum sínum að bandarískum tæknifyrirtækjum Allar auglýsingar Super Bowl á sama stað Sagðir ætla að hafna samruna við Honda Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Gervigreind fyrir klink veldur Bandaríkjamönnum hausverk Kínversk kúvending leiddi til hruns vestanhafs Enn deila Musk og Altman MrBeast gerir tilboð í TikTok Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Vilja banna farþegum að fá sér þriðja drykkinn á flugvellinum Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjá meira
Þrátt fyrir að aðgengi að 4G-háhraðafarsambandi hafi aukist mikið á heimsvísu síðustu misseri virðast íbúar flestra ESB-ríkja sitja eftir í þeim efnum því að einungis fjórðungur þeirra hefur aðgengi að slíkum tengingum. Þetta kemur fram í nýrri úttekt Framkvæmdastjórnar ESB, en til samanburðar er bent á að 90% íbúa Bandaríkjanna hafa aðgang að 4G. Í úttektinni kemur fram að einungis Þýskaland, Eistland og Svíþjóð séu með umtalsverða dreifingu á 4G, en þrjú ríki; Kýpur, Írland og Malta, bjóða alls ekki upp á 4G. Þá eru slíkar tengingar nær hvergi í boði í dreifbýli og 4G-áskriftir í ESB séu aðeins um 5% af áskriftum á heimsvísu.Neele KroesNeelie Kroes, varaforseti framkvæmdastjórnarinnar, segir í tilkynningu að aðildarríkin þurfi að taka sig á í þessum efnum, enda sé þróun í þessum málum afar hröð og hætta sé á að netkerfi hætti að anna umferð ef ekki verði bætt verulega í. „Netnotkun með fartækjum mun aukast um 66% á ári samkvæmt spám. Snjalltæki eru orðin almenn eign og fólk vill geta horft á hreyfimyndir í þeim. Ef tíðnisvið verður ekki opnað frekar mun þetta allt hrynja,“ er haft eftir henni í tilkynningunni. „Ég stend með borgurunum, skattgreiðendum, kjósendum sem vilja bara að símarnir og spjaldtölvurnar virki. Það er pirrandi að síminn minn hættir að virka þegar ég kem til Brussel því hér er aðeins 3G og það eru milljónir sem deila þeirri reynslu minni dag hvern. Svona á ekki að reka hagkerfi. Þetta þýðir líka að Evrópubúar sem búa í dreifbýli og eru á ferðalagi eru líkt og annars flokks borgarar.“4G þjónusta hafin á Íslandi 4G-tenging býður upp á umtalsvert hraðari nettengingar á farneti og sjá fjarskiptafyrirtæki það sem framtíðarþjónustu, enda hefur orðið sprenging í gagnaflutningum hjá viðskiptavinum, sem nota snjallsíma og spjaldtölvur í sífellt meiri mæli. Gagnaflutningar um farsímanetið á Íslandi tvöfölduðust milli áranna 2010 og 2012 þar sem þau fóru úr 582.000 gígabætum upp í rúmlega 1,2 milljónir gígabæta. Fjögur fjarskiptafyrirtæki hér á landi fengu úthlutað tíðniheimildum til 4G-þjónustu fyrr á árinu og Nova reið á vaðið þegar það hleypti 4G-þjónustu af stokkunum í vor. Vodafone fylgdi í kjölfarið í sumar og Síminn hefur hafið uppbyggingu á sínu 4G-kerfi ásamt því að auka hraðann á 3G-neti sínu. 365 miðlar, sem reka meðal annars Fréttablaðið, fengu einnig úthlutað tíðniheimildum.
Mest lesið Setur háa tolla á Evrópu Viðskipti erlent Síminn þarf að greiða 400 milljónir króna Viðskipti innlent Gefa út afkomuviðvörun vegna dómsins Viðskipti innlent Umdeild viðskipti fá ekki áheyrn Hæstaréttar Viðskipti innlent Segir allar ásakanir fullkomlega tilhæfulausar Viðskipti innlent Hildur ráðin forstjóri Advania Viðskipti innlent Mögulega búið að hakka sig inn á Teams samskiptin þín og fleira Atvinnulíf Strákar og stálp fá styrk Viðskipti innlent Atvinnuleysi eykst Viðskipti innlent Bein útsending: „Landbúnaður er almannahagsmunir“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Setur háa tolla á Evrópu Ása Steinars vann sigur gegn bandarísku markaðsfyrirtæki Erlend gagnaver sögð skila litlu í þjóðarbúið Bobbingastaður í bobba Ofurstinn flytur til Texas Hóta því að kæra forsetann fyrir embættisglöp vegna rafmyntabrasks Rafmyntarforstjóri játar sig sekan um að féfletta viðskiptavini Musk og félagar gerðu 97,4 milljarða dala tilboð í OpenAI Beina spjótum sínum að bandarískum tæknifyrirtækjum Allar auglýsingar Super Bowl á sama stað Sagðir ætla að hafna samruna við Honda Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Gervigreind fyrir klink veldur Bandaríkjamönnum hausverk Kínversk kúvending leiddi til hruns vestanhafs Enn deila Musk og Altman MrBeast gerir tilboð í TikTok Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Vilja banna farþegum að fá sér þriðja drykkinn á flugvellinum Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjá meira