Ný upplýsingaöld og ESB Einar Benediktsson skrifar 16. ágúst 2013 07:00 Í ritstjórnargrein þann 12. ágúst um IPA-styrkina féll Morgunblaðið skör neðar í óviðeigandi ummælum um Ísland og Evrópusambandið. Nú komu skreiðin og Nígería óvænt til sögunnar. Á árum áður var mikill útflutningur skreiðar til Nígeríu, þá háður útflutningsleyfum. Væntanlega hafa útflytjendur fengið gjaldeyrisleyfi vegna sérstakra greiðslna við öflun innflutningsleyfa í Nígeríu, sem Morgunblaðið segir að hafi verið bókað sem „hagsmunafé“ hjá bönkunum. Þessar mútugreiðslur ber blaðið saman við drengilegar styrkveitingar Evrópusambandsins til þeirra sem knýja að dyrum, svo að meta megi betur hvernig dvölin er innandyra. Gjörspillt stjórnsýsla er Nígeríu til skaða og vansa og er því miður útbreitt fyrirbæri í Afríku. Þau mál eiga ekki erindi í Evrópuumræðu okkar. Það þarf að hægja á þessari léttvægu umræðu um IPA-styrkina og tilgang þeirra en taka fyrir með þeirri alvöru sem málinu ber. Á það skal lögð áhersla að Evrópusambandið hefur frá upphafi svarað kalli upplýsingaaldar nútímans um öflugan stuðning við síþróun kennslu og náms. Vegna náinna samningsbundinna tengsla hafa Íslendingar í marga áratugi þegið stórfellda ESB-styrki með sk. Rammaáætlun og samstarfi á ýmsum kennslustigum með Erasmus-, Leonardo- og Comenius-áætlunum. Svo sem bent er á á vefsíðum HÍ höfum við þannig getað tengst þeirri miklu gerjun sem er á lykilsviði upplýsingasamfélags nútímans. Mjög er þó miður að lítið af þessum hræringum skilar sér í innlenda fjölmiðla og til framkvæmda í menntakerfinu. Ein markverðasta framför okkar tíma var „stofnanagerð“ rannsókna- og þróunarstarfs. Í stað þess að vera tilviljanakennd og stopul iðja ýmissa áhuga- og fræðimanna hafa miklu öflugri rannsóknir leitt til feikilegs árangurs. Rannsóknir og þróun urðu að sjálfsögðum þætti í starfsemi stærri fyrirtækja og eru fastir liðir á fjárlögum iðnríkja. Það er deginum ljósara að fyrir smáríkið Ísland er starfsemi Evrópusambandsins til þess fallin að færa okkur inn í þróun þar sem Ísland eitt og sér skortir bæði yfirsýn og tengsl. Vilji Íslendingar ekki missa af lestinni í þessum efnum er brýnt að taka á þessu máli af alvöru.Bábilja Ég segi þessa starfsemi Evrópusambandsins þjóna vel á nýrri upplýsingaöld. Hugsað er þá til þess tímabils 18. og 19 aldar sem svo mjög skiptir sköpum í sögunni og nefnist upplýsingaöldin. Það var upphaf framfara með vísindalegum vinnubrögðum í Frakklandi og Þýskalandi að ógleymdu Bretlandi. Og þessi þróun nær með ýmsum hætti til Íslands frá og með 18. öld og leiðir til framfara í landbúnaði, garðrækt, og verksmiðjurekstri í Innréttingum Skúla Magnússonar í Reykjavík. Segi hver sitt um þau mál en markverðast fyrir mig var þó hið mikla átak Magnúsar Stephensen í menntunar- og fræðslumálum með prentverkinu í Viðey, nokkurs konar Evrópustofa síns tíma! Á 19. öld eru Evrópuáhrif á stjórnmálasviðinu driffjöður í sjálfstæðisbaráttu Íslendinga. Norður-Evrópuþjóðir verða sér meðvitaðar um að Íslendingar hafa varðveitt forna germanska tungu og mikil söguleg og menningarleg verðmæti. Án okkar vantar mikið í samfélag þeirra. Laugarvatn var afar heppilegt staðarval fyrir upphaf ríkisstjórnar þeirra Sigmundar Davíðs og Bjarna. Sá staður tengist minningu Jónasar Jónssonar frá Hriflu en hann var maður upplýsingarinnar og eru héraðsskólarnir stórmerkilegt átak í þeim anda. Og ekki var hann síður sterkur málsvari vestræns samstarfs. Þá tel ég það með afrekum Jónasar að hann stóð að því á fátæktarárum kreppunnar að kaupa herbergi fyrir íslenska stúdenta á Maison du Danemark í stúdentagörðum Sorbonne-háskólans. Ég átti ógleymanlegt samtal við hann um gildi þess að við gætum numið franska menningarsögu á þeirra tungu. Megi framsóknarmenn huga að alþjóðahyggju Jónasar frá Hriflu og ganga með þeirri reisn á erlendri grund, sem okkur bar til forna. Það mátti læra af Íslandssögu Jónasar sem kennd var í barnaskólum í mína tíð. Það er bábilja ein að við eigum ekki erindi sem aðildarríki að Evrópusambandinu þegar einmitt hið gagnstæða er raunveruleikinn. Það er svo m.a. vegna væntanlega breytts samstarfs sem varðar framtíðarheill okkar. Og við erum í raun aukaaðili en þó utangátta í ESB með úreltan EES-samning. Ljúkum því aðildarsamningum og leggjum fyrir þjóðina svo sem Alþingi ákvað. Og eru ekki IPA-styrkirnir okkur réttir í bróðerni og til góðs eins? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Einar Benediktsson Mest lesið Orðhengilsháttur og lygar Elín Erna Steinarsdóttir Skoðun Ráðherra gengur fram án laga Svanur Guðmundsson Skoðun Fjögurra daga vinnuvika – nýr veruleiki? Sigvaldi Einarsson Skoðun Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson Skoðun „Oft er flagð undir fögru skinni“ Guðmunda G. Guðmundsdóttir Skoðun Málþófið um veiðigjöldin vekur miskunnsama Samverja Sigurjón Þórðarson Skoðun Grafarvogur framtíðar verður til Sara Björg Sigurðardóttir Skoðun Stærðfræðikennari sem kann ekki að reikna? (Og getur ekki lært það!) Brynjólfur Þorvarðsson Skoðun Sumargjöf Þórunn Sigurðardóttir Skoðun Hvers vegna hatar SFS smábáta? Svarið tengist veiðigjöldum Kjartan Páll Sveinsson Skoðun Skoðun Skoðun Hvers vegna hatar SFS smábáta? Svarið tengist veiðigjöldum Kjartan Páll Sveinsson skrifar Skoðun „Oft er flagð undir fögru skinni“ Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Orðhengilsháttur og lygar Elín Erna Steinarsdóttir skrifar Skoðun Fjögurra daga vinnuvika – nýr veruleiki? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Ráðherra gengur fram án laga Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hagkvæmur kostur utan friðlands Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Gagnsæi og inntak Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Sumargjöf Þórunn Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hannað fyrir miklu stærri markaði Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Grafarvogur framtíðar verður til Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Málþófið um veiðigjöldin vekur miskunnsama Samverja Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Menntastefna 2030 Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Ágætu fyrrum samstarfsaðilar á Þjóðminjasafni Íslands Uggi Jónsson skrifar Skoðun Ferðamannaþorpin - Náttúruvá Þóra B. Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson skrifar Skoðun Laxaharmleikur Jóhannes Sturlaugsson skrifar Skoðun Lýðræðið í skötulíki! Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stærðfræðikennari sem kann ekki að reikna? (Og getur ekki lært það!) Brynjólfur Þorvarðsson skrifar Skoðun Íslendingar greiða sama hlutfall útgjalda í mat og Norðurlöndin Margrét Gísladóttir skrifar Skoðun Til varnar jafnlaunavottun Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Heimaþjónusta og velferðartækni: Lykillinn að sjálfbæru heilbrigðiskerfi Auður Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Barnaræninginn Pútín Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Um þjóð og ríki Gauti Kristmannsson skrifar Skoðun Málfrelsi og mörk þess á vettvangi lýðræðisins Helga Vala Helgadóttir skrifar Skoðun Sjókvíaeldi á Íslandi fjarstýrt með gervigreind frá Noregi Ingólfur Ásgeirsson skrifar Skoðun „Finnst ykkur skrýtið að ég mæti á Austurvöll – Pabba mínum var fórnað á altari niðurskurðar“ Davíð Bergmann skrifar Skoðun Hvers vegna skipta hagsmunir verslanakeðja meira máli en öryggi barna í Ásahverfi Reykjanesbæ? Ólafur Ívar Jónsson skrifar Skoðun Kjarnorkuákvæðið: Neyðarhemill en ekki léttvægt leikfang popúlista Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Stjórnarandstaðan er vannýtt auðlind Jón Daníelsson skrifar Skoðun Ef Veðurstofan spáði vitlausu veðri í 40 ár, væri það bara í lagi? Björn Ólafsson skrifar Sjá meira
Í ritstjórnargrein þann 12. ágúst um IPA-styrkina féll Morgunblaðið skör neðar í óviðeigandi ummælum um Ísland og Evrópusambandið. Nú komu skreiðin og Nígería óvænt til sögunnar. Á árum áður var mikill útflutningur skreiðar til Nígeríu, þá háður útflutningsleyfum. Væntanlega hafa útflytjendur fengið gjaldeyrisleyfi vegna sérstakra greiðslna við öflun innflutningsleyfa í Nígeríu, sem Morgunblaðið segir að hafi verið bókað sem „hagsmunafé“ hjá bönkunum. Þessar mútugreiðslur ber blaðið saman við drengilegar styrkveitingar Evrópusambandsins til þeirra sem knýja að dyrum, svo að meta megi betur hvernig dvölin er innandyra. Gjörspillt stjórnsýsla er Nígeríu til skaða og vansa og er því miður útbreitt fyrirbæri í Afríku. Þau mál eiga ekki erindi í Evrópuumræðu okkar. Það þarf að hægja á þessari léttvægu umræðu um IPA-styrkina og tilgang þeirra en taka fyrir með þeirri alvöru sem málinu ber. Á það skal lögð áhersla að Evrópusambandið hefur frá upphafi svarað kalli upplýsingaaldar nútímans um öflugan stuðning við síþróun kennslu og náms. Vegna náinna samningsbundinna tengsla hafa Íslendingar í marga áratugi þegið stórfellda ESB-styrki með sk. Rammaáætlun og samstarfi á ýmsum kennslustigum með Erasmus-, Leonardo- og Comenius-áætlunum. Svo sem bent er á á vefsíðum HÍ höfum við þannig getað tengst þeirri miklu gerjun sem er á lykilsviði upplýsingasamfélags nútímans. Mjög er þó miður að lítið af þessum hræringum skilar sér í innlenda fjölmiðla og til framkvæmda í menntakerfinu. Ein markverðasta framför okkar tíma var „stofnanagerð“ rannsókna- og þróunarstarfs. Í stað þess að vera tilviljanakennd og stopul iðja ýmissa áhuga- og fræðimanna hafa miklu öflugri rannsóknir leitt til feikilegs árangurs. Rannsóknir og þróun urðu að sjálfsögðum þætti í starfsemi stærri fyrirtækja og eru fastir liðir á fjárlögum iðnríkja. Það er deginum ljósara að fyrir smáríkið Ísland er starfsemi Evrópusambandsins til þess fallin að færa okkur inn í þróun þar sem Ísland eitt og sér skortir bæði yfirsýn og tengsl. Vilji Íslendingar ekki missa af lestinni í þessum efnum er brýnt að taka á þessu máli af alvöru.Bábilja Ég segi þessa starfsemi Evrópusambandsins þjóna vel á nýrri upplýsingaöld. Hugsað er þá til þess tímabils 18. og 19 aldar sem svo mjög skiptir sköpum í sögunni og nefnist upplýsingaöldin. Það var upphaf framfara með vísindalegum vinnubrögðum í Frakklandi og Þýskalandi að ógleymdu Bretlandi. Og þessi þróun nær með ýmsum hætti til Íslands frá og með 18. öld og leiðir til framfara í landbúnaði, garðrækt, og verksmiðjurekstri í Innréttingum Skúla Magnússonar í Reykjavík. Segi hver sitt um þau mál en markverðast fyrir mig var þó hið mikla átak Magnúsar Stephensen í menntunar- og fræðslumálum með prentverkinu í Viðey, nokkurs konar Evrópustofa síns tíma! Á 19. öld eru Evrópuáhrif á stjórnmálasviðinu driffjöður í sjálfstæðisbaráttu Íslendinga. Norður-Evrópuþjóðir verða sér meðvitaðar um að Íslendingar hafa varðveitt forna germanska tungu og mikil söguleg og menningarleg verðmæti. Án okkar vantar mikið í samfélag þeirra. Laugarvatn var afar heppilegt staðarval fyrir upphaf ríkisstjórnar þeirra Sigmundar Davíðs og Bjarna. Sá staður tengist minningu Jónasar Jónssonar frá Hriflu en hann var maður upplýsingarinnar og eru héraðsskólarnir stórmerkilegt átak í þeim anda. Og ekki var hann síður sterkur málsvari vestræns samstarfs. Þá tel ég það með afrekum Jónasar að hann stóð að því á fátæktarárum kreppunnar að kaupa herbergi fyrir íslenska stúdenta á Maison du Danemark í stúdentagörðum Sorbonne-háskólans. Ég átti ógleymanlegt samtal við hann um gildi þess að við gætum numið franska menningarsögu á þeirra tungu. Megi framsóknarmenn huga að alþjóðahyggju Jónasar frá Hriflu og ganga með þeirri reisn á erlendri grund, sem okkur bar til forna. Það mátti læra af Íslandssögu Jónasar sem kennd var í barnaskólum í mína tíð. Það er bábilja ein að við eigum ekki erindi sem aðildarríki að Evrópusambandinu þegar einmitt hið gagnstæða er raunveruleikinn. Það er svo m.a. vegna væntanlega breytts samstarfs sem varðar framtíðarheill okkar. Og við erum í raun aukaaðili en þó utangátta í ESB með úreltan EES-samning. Ljúkum því aðildarsamningum og leggjum fyrir þjóðina svo sem Alþingi ákvað. Og eru ekki IPA-styrkirnir okkur réttir í bróðerni og til góðs eins?
Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson Skoðun
Skoðun Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson skrifar
Skoðun Stærðfræðikennari sem kann ekki að reikna? (Og getur ekki lært það!) Brynjólfur Þorvarðsson skrifar
Skoðun Íslendingar greiða sama hlutfall útgjalda í mat og Norðurlöndin Margrét Gísladóttir skrifar
Skoðun Heimaþjónusta og velferðartækni: Lykillinn að sjálfbæru heilbrigðiskerfi Auður Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun „Finnst ykkur skrýtið að ég mæti á Austurvöll – Pabba mínum var fórnað á altari niðurskurðar“ Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Hvers vegna skipta hagsmunir verslanakeðja meira máli en öryggi barna í Ásahverfi Reykjanesbæ? Ólafur Ívar Jónsson skrifar
Skoðun Kjarnorkuákvæðið: Neyðarhemill en ekki léttvægt leikfang popúlista Kristinn Karl Brynjarsson skrifar
Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson Skoðun