Pólitísk aðför Svandís Svavarsdóttir skrifar 17. ágúst 2013 07:00 Rammaáætlun er langt og flókið ferli. Ferli sem hefur staðið árum saman með aðkomu vísindamanna og faghópa þar sem fjölmargir þættir voru skoðaðir og þess var freistað að ná sem bestri yfirsýni áður en svæði yrðu loks flokkuð í vernd, nýtingu og biðflokk til nánari skoðunar. Það hefur verið afar mikilvægt, bæði fyrir verndarsjónarmiðin og nýtingarsjónarmiðin að ná sem mestri sátt um þessi mál. Sérstaklega þó um aðferðina, lagarammann. Þetta tókst á árinu 2011 þegar allir flokkar á þingi samþykktu lög um rammaáætlun, lög um verkfærið, um aðferðina. Faghóparnir skiluðu forgangsröðun til iðnaðarráðherra í samræmi við lögin. Ráðherrann fól síðan formönnum faghópanna að gera tillögu um flokkun virkjanahugmynda þar sem flokkað var í nýtingu, vernd og biðflokk. Norðlingaalda var þá þegar í verndarflokki. Þessi flokkun fór síðan í lögboðið tólf vikna kynningar- og umsagnarferli þar sem yfir 200 umsagnir bárust. Í samráði við umhverfisráðherra var tillagan því næst lögð fyrir þingið þar sem tekið hafði verið tillit til röksemda sem fram komu. Virkjanahugmyndir í Neðri-Þjórsá og langt inni á hálendinu vestan Vatnajökuls voru fluttar úr nýtingarflokki í biðflokk þannig að unnt væri að skoða nánar tiltekna þætti. Iðnaðarráðherra, í samráði við umhverfisráðherra, lagði tillöguna loks fyrir þingið sem samþykkti hana óbreytta. Í nefndaráliti meirihlutans eru útlínur lagðar fyrir næstu verkefnisstjórn, varnaðarorð vegna jarðhitanýtingar ítrekuð og fjöldamörg önnur álitamál dregin fram til að hafa í huga við næstu skref. Ný verkefnisstjórn hefur tekið til starfa og hefur tekið biðflokkinn til skoðunar og mun gera tillögu til ráðherra um flokkun þeirra hugmynda sem hann geymir. Allt þetta ferli var samkvæmt lögum, þótt öðru hafi ítrekað verið haldið fram.Verndarflokkurinn Það er hins vegar ekki samkvæmt lögum að taka svæði úr verndarflokki og hefja á því nýja skoðun í þágu nýtingar. Í 6. grein laga um rammaáætlun segir að stjórnvöldum sé: „…ekki heimilt að veita leyfi tengd orkurannsóknum eða orkuvinnslu vegna virkjunarkosta sem eru í verndarflokki eða eru á svæðum sem ástæða er talin til að friðlýsa gagnvart orkuvinnslu. Þá eru aðrar orkurannsóknir sem ekki eru leyfisskyldar einnig óheimilar.“ Þannig eru svæði í verndarflokki komin í skjól ef svo má segja og ekki í samræmi við lögin að kalla svæðið nýju nafni eða pakka því inn í nýjan búning séu stjórnvöld á hverjum tíma ekki sátt við niðurstöðuna. Þetta er lykilatriði.Lög um náttúruvernd Burtséð frá rammaáætlun hafa verið í gildi náttúruverndarlög í landinu um áratugaskeið. Yfir 100 svæði hafa verið friðlýst á grundvelli þeirra þar sem um hefur verið að ræða ótvírætt verndargildi. Þar er um að ræða búsvæði plantna, dýra, sérstakar jarðmyndanir og fleira og fleira, sem stefnt er að að myndi heildstætt net verndarsvæða í samræmi við stefnumörkun Íslands í náttúruvernd og alþjóðlega samninga. Samkvæmt náttúruverndarlögum hafa náttúruverndaráætlanir verið lagðar fyrir þingið með reglubundnum hætti og sú síðasta (2009-2013) var samþykkt 2010. Á þessari nýjustu áætlun er stækkun friðlandsins í Þjórsárverum, sem raunar hefur verið á dagskrá náttúruverndarfólks í rúm 40 ár. Friðlýsingarferlið í þágu stækkunar friðlandsins í Þjórsárverum var því löngu hafið áður en rammaáætlun lá fyrir. Umhverfisstofnun leitaði samráðs við hagsmunaaðila og sveitarfélög sem vildu bíða niðurstöðu rammaáætlunar til að tryggja að ekki yrðu árekstrar milli þessara sjónarmiða. Þegar niðurstaða rammaáætlunar lá svo fyrir var þráðurinn tekinn upp og öll gögn lágu fyrir til undirritunar í samræmi við fyrri áform þegar skyndilega var kippt í spotta eins og fram hefur komið í fréttum. Þannig er Alþingi tvisvar búið að ákveða að stækka friðlandið í Þjórsárverum og slá áform um Norðlingaölduveitu út af borðinu. Bæði með náttúruverndaráætlun 2009-2013 og rammaáætlun frá í janúar 2013. Viljinn er skýr og þar með umboðið sem ráðherrunum ber að virða. Náttúruverndaráætlun er í gildi og þar eru skilgreind útmörk stækkunar friðlandsins. Rammaáætlun er líka í gildi, þar sem Norðlingaalda er sérstaklega tiltekin í verndarflokki. Þetta eru staðreyndir málsins.Fingraför? Samþykkt rammaáætlunar á síðasta þingi er án efa stærsta einstaka skrefið sem stigið hefur verið í þágu náttúruverndar á Íslandi. Stóriðjuflokkarnir ömuðust við málinu og gerðu það tortryggilegt með því að tala um pólitísk afskipti og inngrip. Þó var farið að lögum í hverju skrefi og tekið tillit til radda almennings í samræmi við Árósarsamninginn og góða stjórnsýslu. Nú boða iðnaðar- og umhverfisráðherra pólitíska aðför að rammaáætlun. Rammaáætlun er ónýt ef áform Ragnheiðar Elínar og Sigurðar Inga ganga eftir. Orðið fingraför dugar ekki til að lýsa því sem þar er á ferð. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Svandís Svavarsdóttir Mest lesið Bönnum íþróttamót barna fyrir kl. 10 um helgar Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Eignarhaldsfélag Ingu og hirðin hennar Davíð Bergmann Skoðun Slökkvistarfið Eiríkur Hjálmarsson Skoðun Áskorun til Handknattleikssambands Íslands: Ekki keppa við lið Ísraels um sæti í Evrópumóti kvenna í handbolta í apríl 2025 Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Hvatning til heilbrigðisráðherra Halla Þorvaldsdóttir Skoðun Fæðuöryggi þjóðar, sláum í klárinn, togum í tauminn Helgi Eyleifur Þorvaldsson Skoðun Svar við greininni „Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu“ Hópur lækna Skoðun Agaleysi í íslenskum skólum - Kennarar þurfa valdið til baka Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun Verðmætasköpun með hugvitið að vopni Ingvar Hjálmarsson Skoðun Opið bréf til Ingu Sæland Ragnar Erling Hermannsson Skoðun Skoðun Skoðun Við þurfum þjóðarstefnu Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Áskorun til Handknattleikssambands Íslands: Ekki keppa við lið Ísraels um sæti í Evrópumóti kvenna í handbolta í apríl 2025 Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Fögnum umræðunni um skólamál Hjördís B. Gestsdóttir skrifar Skoðun Ný ríkisstjórn, traust og athygli Guðmundur F. Magnússon skrifar Skoðun Verðmætasköpun með hugvitið að vopni Ingvar Hjálmarsson skrifar Skoðun Fæðuöryggi þjóðar, sláum í klárinn, togum í tauminn Helgi Eyleifur Þorvaldsson skrifar Skoðun Slökkvistarfið Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Hvatning til heilbrigðisráðherra Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Bönnum íþróttamót barna fyrir kl. 10 um helgar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Samtrygging verkalýðshreyfingar og samtaka atvinnulífsins í eftirlaunasjóðum launafólks Kári Jónsson skrifar Skoðun Húsnæði er forsenda bata Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Eignarhaldsfélag Ingu og hirðin hennar Davíð Bergmann skrifar Skoðun Í skugga misvægis atkvæðanna Örn Sigurðsson skrifar Skoðun Spurningar og svör um Evrópumál Jón Baldvin Hannibalsson skrifar Skoðun Skýr sýn og metnaður Hákon Stefánsson skrifar Skoðun Er samþykki barna túlkunaratriði? Ólöf Tara Harðardóttir skrifar Skoðun Allir geta drukknað en enginn þarf að drukkna Hildur Vattnes Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Agaleysi í íslenskum skólum - Kennarar þurfa valdið til baka Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Svar við greininni „Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu“ Hópur lækna skrifar Skoðun Fjórar leiðir til að verða besta útgáfan af þér Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Ferðalag sálna Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Ekkert samráð – ekkert traust Björg Eva Erlendsdóttir skrifar Skoðun Viðreisn, Sjálfstæðisflokkurinn og fátæka fólkið Yngvi Ómar Sighvatsson ,Jón Ferdínand Estherarson skrifar Skoðun Að vera með BRCA-stökkbreytingu Brynja Rún Sævarsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til foreldra í Stakkaborg Jónína Einarsdóttir skrifar Skoðun Rammaáætlun og Hvammsvirkjun: Heimilt en ekki skylt Mörður Árnason skrifar Skoðun Hvernig þjóð viljum við vera? Sigrún Lilja Guðbjörnsdóttir skrifar Skoðun Meiri rökræður, minni áróður: Borgaraþing fyrir þjóðaratkvæðagreiðslu um ESB-aðild Valgerður Björk Pálsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til Ingu Sæland Ragnar Erling Hermannsson skrifar Skoðun Atvinnuþátttaka kvenna og karla Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Sjá meira
Rammaáætlun er langt og flókið ferli. Ferli sem hefur staðið árum saman með aðkomu vísindamanna og faghópa þar sem fjölmargir þættir voru skoðaðir og þess var freistað að ná sem bestri yfirsýni áður en svæði yrðu loks flokkuð í vernd, nýtingu og biðflokk til nánari skoðunar. Það hefur verið afar mikilvægt, bæði fyrir verndarsjónarmiðin og nýtingarsjónarmiðin að ná sem mestri sátt um þessi mál. Sérstaklega þó um aðferðina, lagarammann. Þetta tókst á árinu 2011 þegar allir flokkar á þingi samþykktu lög um rammaáætlun, lög um verkfærið, um aðferðina. Faghóparnir skiluðu forgangsröðun til iðnaðarráðherra í samræmi við lögin. Ráðherrann fól síðan formönnum faghópanna að gera tillögu um flokkun virkjanahugmynda þar sem flokkað var í nýtingu, vernd og biðflokk. Norðlingaalda var þá þegar í verndarflokki. Þessi flokkun fór síðan í lögboðið tólf vikna kynningar- og umsagnarferli þar sem yfir 200 umsagnir bárust. Í samráði við umhverfisráðherra var tillagan því næst lögð fyrir þingið þar sem tekið hafði verið tillit til röksemda sem fram komu. Virkjanahugmyndir í Neðri-Þjórsá og langt inni á hálendinu vestan Vatnajökuls voru fluttar úr nýtingarflokki í biðflokk þannig að unnt væri að skoða nánar tiltekna þætti. Iðnaðarráðherra, í samráði við umhverfisráðherra, lagði tillöguna loks fyrir þingið sem samþykkti hana óbreytta. Í nefndaráliti meirihlutans eru útlínur lagðar fyrir næstu verkefnisstjórn, varnaðarorð vegna jarðhitanýtingar ítrekuð og fjöldamörg önnur álitamál dregin fram til að hafa í huga við næstu skref. Ný verkefnisstjórn hefur tekið til starfa og hefur tekið biðflokkinn til skoðunar og mun gera tillögu til ráðherra um flokkun þeirra hugmynda sem hann geymir. Allt þetta ferli var samkvæmt lögum, þótt öðru hafi ítrekað verið haldið fram.Verndarflokkurinn Það er hins vegar ekki samkvæmt lögum að taka svæði úr verndarflokki og hefja á því nýja skoðun í þágu nýtingar. Í 6. grein laga um rammaáætlun segir að stjórnvöldum sé: „…ekki heimilt að veita leyfi tengd orkurannsóknum eða orkuvinnslu vegna virkjunarkosta sem eru í verndarflokki eða eru á svæðum sem ástæða er talin til að friðlýsa gagnvart orkuvinnslu. Þá eru aðrar orkurannsóknir sem ekki eru leyfisskyldar einnig óheimilar.“ Þannig eru svæði í verndarflokki komin í skjól ef svo má segja og ekki í samræmi við lögin að kalla svæðið nýju nafni eða pakka því inn í nýjan búning séu stjórnvöld á hverjum tíma ekki sátt við niðurstöðuna. Þetta er lykilatriði.Lög um náttúruvernd Burtséð frá rammaáætlun hafa verið í gildi náttúruverndarlög í landinu um áratugaskeið. Yfir 100 svæði hafa verið friðlýst á grundvelli þeirra þar sem um hefur verið að ræða ótvírætt verndargildi. Þar er um að ræða búsvæði plantna, dýra, sérstakar jarðmyndanir og fleira og fleira, sem stefnt er að að myndi heildstætt net verndarsvæða í samræmi við stefnumörkun Íslands í náttúruvernd og alþjóðlega samninga. Samkvæmt náttúruverndarlögum hafa náttúruverndaráætlanir verið lagðar fyrir þingið með reglubundnum hætti og sú síðasta (2009-2013) var samþykkt 2010. Á þessari nýjustu áætlun er stækkun friðlandsins í Þjórsárverum, sem raunar hefur verið á dagskrá náttúruverndarfólks í rúm 40 ár. Friðlýsingarferlið í þágu stækkunar friðlandsins í Þjórsárverum var því löngu hafið áður en rammaáætlun lá fyrir. Umhverfisstofnun leitaði samráðs við hagsmunaaðila og sveitarfélög sem vildu bíða niðurstöðu rammaáætlunar til að tryggja að ekki yrðu árekstrar milli þessara sjónarmiða. Þegar niðurstaða rammaáætlunar lá svo fyrir var þráðurinn tekinn upp og öll gögn lágu fyrir til undirritunar í samræmi við fyrri áform þegar skyndilega var kippt í spotta eins og fram hefur komið í fréttum. Þannig er Alþingi tvisvar búið að ákveða að stækka friðlandið í Þjórsárverum og slá áform um Norðlingaölduveitu út af borðinu. Bæði með náttúruverndaráætlun 2009-2013 og rammaáætlun frá í janúar 2013. Viljinn er skýr og þar með umboðið sem ráðherrunum ber að virða. Náttúruverndaráætlun er í gildi og þar eru skilgreind útmörk stækkunar friðlandsins. Rammaáætlun er líka í gildi, þar sem Norðlingaalda er sérstaklega tiltekin í verndarflokki. Þetta eru staðreyndir málsins.Fingraför? Samþykkt rammaáætlunar á síðasta þingi er án efa stærsta einstaka skrefið sem stigið hefur verið í þágu náttúruverndar á Íslandi. Stóriðjuflokkarnir ömuðust við málinu og gerðu það tortryggilegt með því að tala um pólitísk afskipti og inngrip. Þó var farið að lögum í hverju skrefi og tekið tillit til radda almennings í samræmi við Árósarsamninginn og góða stjórnsýslu. Nú boða iðnaðar- og umhverfisráðherra pólitíska aðför að rammaáætlun. Rammaáætlun er ónýt ef áform Ragnheiðar Elínar og Sigurðar Inga ganga eftir. Orðið fingraför dugar ekki til að lýsa því sem þar er á ferð.
Áskorun til Handknattleikssambands Íslands: Ekki keppa við lið Ísraels um sæti í Evrópumóti kvenna í handbolta í apríl 2025 Hjálmtýr Heiðdal Skoðun
Skoðun Áskorun til Handknattleikssambands Íslands: Ekki keppa við lið Ísraels um sæti í Evrópumóti kvenna í handbolta í apríl 2025 Hjálmtýr Heiðdal skrifar
Skoðun Samtrygging verkalýðshreyfingar og samtaka atvinnulífsins í eftirlaunasjóðum launafólks Kári Jónsson skrifar
Skoðun Agaleysi í íslenskum skólum - Kennarar þurfa valdið til baka Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Svar við greininni „Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu“ Hópur lækna skrifar
Skoðun Viðreisn, Sjálfstæðisflokkurinn og fátæka fólkið Yngvi Ómar Sighvatsson ,Jón Ferdínand Estherarson skrifar
Skoðun Meiri rökræður, minni áróður: Borgaraþing fyrir þjóðaratkvæðagreiðslu um ESB-aðild Valgerður Björk Pálsdóttir skrifar
Áskorun til Handknattleikssambands Íslands: Ekki keppa við lið Ísraels um sæti í Evrópumóti kvenna í handbolta í apríl 2025 Hjálmtýr Heiðdal Skoðun