Pólitísk aðför Svandís Svavarsdóttir skrifar 17. ágúst 2013 07:00 Rammaáætlun er langt og flókið ferli. Ferli sem hefur staðið árum saman með aðkomu vísindamanna og faghópa þar sem fjölmargir þættir voru skoðaðir og þess var freistað að ná sem bestri yfirsýni áður en svæði yrðu loks flokkuð í vernd, nýtingu og biðflokk til nánari skoðunar. Það hefur verið afar mikilvægt, bæði fyrir verndarsjónarmiðin og nýtingarsjónarmiðin að ná sem mestri sátt um þessi mál. Sérstaklega þó um aðferðina, lagarammann. Þetta tókst á árinu 2011 þegar allir flokkar á þingi samþykktu lög um rammaáætlun, lög um verkfærið, um aðferðina. Faghóparnir skiluðu forgangsröðun til iðnaðarráðherra í samræmi við lögin. Ráðherrann fól síðan formönnum faghópanna að gera tillögu um flokkun virkjanahugmynda þar sem flokkað var í nýtingu, vernd og biðflokk. Norðlingaalda var þá þegar í verndarflokki. Þessi flokkun fór síðan í lögboðið tólf vikna kynningar- og umsagnarferli þar sem yfir 200 umsagnir bárust. Í samráði við umhverfisráðherra var tillagan því næst lögð fyrir þingið þar sem tekið hafði verið tillit til röksemda sem fram komu. Virkjanahugmyndir í Neðri-Þjórsá og langt inni á hálendinu vestan Vatnajökuls voru fluttar úr nýtingarflokki í biðflokk þannig að unnt væri að skoða nánar tiltekna þætti. Iðnaðarráðherra, í samráði við umhverfisráðherra, lagði tillöguna loks fyrir þingið sem samþykkti hana óbreytta. Í nefndaráliti meirihlutans eru útlínur lagðar fyrir næstu verkefnisstjórn, varnaðarorð vegna jarðhitanýtingar ítrekuð og fjöldamörg önnur álitamál dregin fram til að hafa í huga við næstu skref. Ný verkefnisstjórn hefur tekið til starfa og hefur tekið biðflokkinn til skoðunar og mun gera tillögu til ráðherra um flokkun þeirra hugmynda sem hann geymir. Allt þetta ferli var samkvæmt lögum, þótt öðru hafi ítrekað verið haldið fram.Verndarflokkurinn Það er hins vegar ekki samkvæmt lögum að taka svæði úr verndarflokki og hefja á því nýja skoðun í þágu nýtingar. Í 6. grein laga um rammaáætlun segir að stjórnvöldum sé: „…ekki heimilt að veita leyfi tengd orkurannsóknum eða orkuvinnslu vegna virkjunarkosta sem eru í verndarflokki eða eru á svæðum sem ástæða er talin til að friðlýsa gagnvart orkuvinnslu. Þá eru aðrar orkurannsóknir sem ekki eru leyfisskyldar einnig óheimilar.“ Þannig eru svæði í verndarflokki komin í skjól ef svo má segja og ekki í samræmi við lögin að kalla svæðið nýju nafni eða pakka því inn í nýjan búning séu stjórnvöld á hverjum tíma ekki sátt við niðurstöðuna. Þetta er lykilatriði.Lög um náttúruvernd Burtséð frá rammaáætlun hafa verið í gildi náttúruverndarlög í landinu um áratugaskeið. Yfir 100 svæði hafa verið friðlýst á grundvelli þeirra þar sem um hefur verið að ræða ótvírætt verndargildi. Þar er um að ræða búsvæði plantna, dýra, sérstakar jarðmyndanir og fleira og fleira, sem stefnt er að að myndi heildstætt net verndarsvæða í samræmi við stefnumörkun Íslands í náttúruvernd og alþjóðlega samninga. Samkvæmt náttúruverndarlögum hafa náttúruverndaráætlanir verið lagðar fyrir þingið með reglubundnum hætti og sú síðasta (2009-2013) var samþykkt 2010. Á þessari nýjustu áætlun er stækkun friðlandsins í Þjórsárverum, sem raunar hefur verið á dagskrá náttúruverndarfólks í rúm 40 ár. Friðlýsingarferlið í þágu stækkunar friðlandsins í Þjórsárverum var því löngu hafið áður en rammaáætlun lá fyrir. Umhverfisstofnun leitaði samráðs við hagsmunaaðila og sveitarfélög sem vildu bíða niðurstöðu rammaáætlunar til að tryggja að ekki yrðu árekstrar milli þessara sjónarmiða. Þegar niðurstaða rammaáætlunar lá svo fyrir var þráðurinn tekinn upp og öll gögn lágu fyrir til undirritunar í samræmi við fyrri áform þegar skyndilega var kippt í spotta eins og fram hefur komið í fréttum. Þannig er Alþingi tvisvar búið að ákveða að stækka friðlandið í Þjórsárverum og slá áform um Norðlingaölduveitu út af borðinu. Bæði með náttúruverndaráætlun 2009-2013 og rammaáætlun frá í janúar 2013. Viljinn er skýr og þar með umboðið sem ráðherrunum ber að virða. Náttúruverndaráætlun er í gildi og þar eru skilgreind útmörk stækkunar friðlandsins. Rammaáætlun er líka í gildi, þar sem Norðlingaalda er sérstaklega tiltekin í verndarflokki. Þetta eru staðreyndir málsins.Fingraför? Samþykkt rammaáætlunar á síðasta þingi er án efa stærsta einstaka skrefið sem stigið hefur verið í þágu náttúruverndar á Íslandi. Stóriðjuflokkarnir ömuðust við málinu og gerðu það tortryggilegt með því að tala um pólitísk afskipti og inngrip. Þó var farið að lögum í hverju skrefi og tekið tillit til radda almennings í samræmi við Árósarsamninginn og góða stjórnsýslu. Nú boða iðnaðar- og umhverfisráðherra pólitíska aðför að rammaáætlun. Rammaáætlun er ónýt ef áform Ragnheiðar Elínar og Sigurðar Inga ganga eftir. Orðið fingraför dugar ekki til að lýsa því sem þar er á ferð. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Svandís Svavarsdóttir Mest lesið „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Aðildarviðræður Íslands og Evrópusambandsins Jón Frímann Jónsson Skoðun Gagnaver auka hagkvæmni í fjarskiptum Íslands við umheiminn Þorvarður Sveinsson Skoðun 2027 væri hálfkák Ole Anton Bieltvedt Skoðun Skammtatölvur: Framtíð tölvunarfræði og bylting í útreikningum Sigvaldi Einarsson Skoðun Hamingjan sem leiðarljós menntakerfisins Reynir Böðvarsson Skoðun Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson Skoðun Halldór 22.12.2024 Halldór Baldursson Halldór Þarf alltaf að vera svín? Harpa Kristbergsdóttir Skoðun Raforkunotkun gagnavera minnkað mikið Tinna Traustadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Raforkunotkun gagnavera minnkað mikið Tinna Traustadóttir skrifar Skoðun Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson skrifar Skoðun Göngum fyrir friði Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Skammtatölvur: Framtíð tölvunarfræði og bylting í útreikningum Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hamingjan sem leiðarljós menntakerfisins Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Gagnaver auka hagkvæmni í fjarskiptum Íslands við umheiminn Þorvarður Sveinsson skrifar Skoðun Aðildarviðræður Íslands og Evrópusambandsins Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun 2027 væri hálfkák Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Hvað eru jólin fyrir þér? Hugrún Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Landið helga? Ingólfur Steinsson skrifar Skoðun Að sinna orkuþörf almennings Kristín Linda Árnadóttir skrifar Skoðun Tímamót Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Menntun fyrir Hans Vögg Þuríður Magnúsína Björnsdóttir skrifar Skoðun Þegar Samtök verslunar og þjónustu vita betur Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Dans verkalýðsleiðtoga í kringum gullkálfinn Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Jól í sól versus jóla í dimmu Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson skrifar Skoðun Kæri Grímur Grímsson – sakamaður gengur laus? Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Er janúar leiðinlegasti mánuður ársins? Dagbjört Harðardóttir skrifar Skoðun Svar við hótunum Eflingar Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson skrifar Skoðun Manni verður kalt ef maður pissar í skóinn sinn Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Skautun eða tvíhyggja? Þóra Pétursdóttir skrifar Skoðun Egóið er í hégómanum Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Dæmalaus málflutningur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Grýtt eða greið leið? Þröstur Sæmundsson skrifar Skoðun Tímalína hörmulegra limlestinga og kvalafulls dauðastríðs háþróaðrar lífveru Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Hugleiðing um listamannalaun III Þórhallur Guðmundsson skrifar Sjá meira
Rammaáætlun er langt og flókið ferli. Ferli sem hefur staðið árum saman með aðkomu vísindamanna og faghópa þar sem fjölmargir þættir voru skoðaðir og þess var freistað að ná sem bestri yfirsýni áður en svæði yrðu loks flokkuð í vernd, nýtingu og biðflokk til nánari skoðunar. Það hefur verið afar mikilvægt, bæði fyrir verndarsjónarmiðin og nýtingarsjónarmiðin að ná sem mestri sátt um þessi mál. Sérstaklega þó um aðferðina, lagarammann. Þetta tókst á árinu 2011 þegar allir flokkar á þingi samþykktu lög um rammaáætlun, lög um verkfærið, um aðferðina. Faghóparnir skiluðu forgangsröðun til iðnaðarráðherra í samræmi við lögin. Ráðherrann fól síðan formönnum faghópanna að gera tillögu um flokkun virkjanahugmynda þar sem flokkað var í nýtingu, vernd og biðflokk. Norðlingaalda var þá þegar í verndarflokki. Þessi flokkun fór síðan í lögboðið tólf vikna kynningar- og umsagnarferli þar sem yfir 200 umsagnir bárust. Í samráði við umhverfisráðherra var tillagan því næst lögð fyrir þingið þar sem tekið hafði verið tillit til röksemda sem fram komu. Virkjanahugmyndir í Neðri-Þjórsá og langt inni á hálendinu vestan Vatnajökuls voru fluttar úr nýtingarflokki í biðflokk þannig að unnt væri að skoða nánar tiltekna þætti. Iðnaðarráðherra, í samráði við umhverfisráðherra, lagði tillöguna loks fyrir þingið sem samþykkti hana óbreytta. Í nefndaráliti meirihlutans eru útlínur lagðar fyrir næstu verkefnisstjórn, varnaðarorð vegna jarðhitanýtingar ítrekuð og fjöldamörg önnur álitamál dregin fram til að hafa í huga við næstu skref. Ný verkefnisstjórn hefur tekið til starfa og hefur tekið biðflokkinn til skoðunar og mun gera tillögu til ráðherra um flokkun þeirra hugmynda sem hann geymir. Allt þetta ferli var samkvæmt lögum, þótt öðru hafi ítrekað verið haldið fram.Verndarflokkurinn Það er hins vegar ekki samkvæmt lögum að taka svæði úr verndarflokki og hefja á því nýja skoðun í þágu nýtingar. Í 6. grein laga um rammaáætlun segir að stjórnvöldum sé: „…ekki heimilt að veita leyfi tengd orkurannsóknum eða orkuvinnslu vegna virkjunarkosta sem eru í verndarflokki eða eru á svæðum sem ástæða er talin til að friðlýsa gagnvart orkuvinnslu. Þá eru aðrar orkurannsóknir sem ekki eru leyfisskyldar einnig óheimilar.“ Þannig eru svæði í verndarflokki komin í skjól ef svo má segja og ekki í samræmi við lögin að kalla svæðið nýju nafni eða pakka því inn í nýjan búning séu stjórnvöld á hverjum tíma ekki sátt við niðurstöðuna. Þetta er lykilatriði.Lög um náttúruvernd Burtséð frá rammaáætlun hafa verið í gildi náttúruverndarlög í landinu um áratugaskeið. Yfir 100 svæði hafa verið friðlýst á grundvelli þeirra þar sem um hefur verið að ræða ótvírætt verndargildi. Þar er um að ræða búsvæði plantna, dýra, sérstakar jarðmyndanir og fleira og fleira, sem stefnt er að að myndi heildstætt net verndarsvæða í samræmi við stefnumörkun Íslands í náttúruvernd og alþjóðlega samninga. Samkvæmt náttúruverndarlögum hafa náttúruverndaráætlanir verið lagðar fyrir þingið með reglubundnum hætti og sú síðasta (2009-2013) var samþykkt 2010. Á þessari nýjustu áætlun er stækkun friðlandsins í Þjórsárverum, sem raunar hefur verið á dagskrá náttúruverndarfólks í rúm 40 ár. Friðlýsingarferlið í þágu stækkunar friðlandsins í Þjórsárverum var því löngu hafið áður en rammaáætlun lá fyrir. Umhverfisstofnun leitaði samráðs við hagsmunaaðila og sveitarfélög sem vildu bíða niðurstöðu rammaáætlunar til að tryggja að ekki yrðu árekstrar milli þessara sjónarmiða. Þegar niðurstaða rammaáætlunar lá svo fyrir var þráðurinn tekinn upp og öll gögn lágu fyrir til undirritunar í samræmi við fyrri áform þegar skyndilega var kippt í spotta eins og fram hefur komið í fréttum. Þannig er Alþingi tvisvar búið að ákveða að stækka friðlandið í Þjórsárverum og slá áform um Norðlingaölduveitu út af borðinu. Bæði með náttúruverndaráætlun 2009-2013 og rammaáætlun frá í janúar 2013. Viljinn er skýr og þar með umboðið sem ráðherrunum ber að virða. Náttúruverndaráætlun er í gildi og þar eru skilgreind útmörk stækkunar friðlandsins. Rammaáætlun er líka í gildi, þar sem Norðlingaalda er sérstaklega tiltekin í verndarflokki. Þetta eru staðreyndir málsins.Fingraför? Samþykkt rammaáætlunar á síðasta þingi er án efa stærsta einstaka skrefið sem stigið hefur verið í þágu náttúruverndar á Íslandi. Stóriðjuflokkarnir ömuðust við málinu og gerðu það tortryggilegt með því að tala um pólitísk afskipti og inngrip. Þó var farið að lögum í hverju skrefi og tekið tillit til radda almennings í samræmi við Árósarsamninginn og góða stjórnsýslu. Nú boða iðnaðar- og umhverfisráðherra pólitíska aðför að rammaáætlun. Rammaáætlun er ónýt ef áform Ragnheiðar Elínar og Sigurðar Inga ganga eftir. Orðið fingraför dugar ekki til að lýsa því sem þar er á ferð.
Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar
Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson skrifar
Skoðun Tímalína hörmulegra limlestinga og kvalafulls dauðastríðs háþróaðrar lífveru Ole Anton Bieltvedt skrifar