Peningarnir úr kvennaliðinu settir í karlaliðið Henry Birgir Gunnarsson skrifar 21. ágúst 2013 06:45 stemning Það verður örugglega mikil stemning í kringum Eyjaliðið í vetur enda komið samkeppnishæft lið sem er líklegt til afreka.fréttablaðið/stefán Eyjamenn eru stórhuga fyrir komandi vetur í handboltanum og hafa sankað að sér sterkum leikmönnum. Peningar sem hafa farið í kvennaliðið undanfarin ár fara nú í karlaliðið. Reksturinn er ekki mikið dýrari í ár. Karlalið ÍBV er komið aftur upp í efstu deild og miðað við lætin í Eyjamönnum á leikmannamarkaðnum upp á síðkastið ætla Eyjamenn sér ekki að vera farþegar í N1-deildinni í vetur. Liðið réð aðstoðarlandsliðsþjálfarann Gunnar Magnússon í sumar og mun hann stýra liðinu, ásamt Arnari Péturssyni. Eyjamenn nældu svo í einn besta leikmann deildarinnar, Róbert Aron Hostert, frá Fram. Í kjölfarið fylgdu svo tveir sterkir leikmenn, slóvenski landsliðsmaðurinn Matjaz Mlakar og örvhenta skyttan Filip Scepanovic frá Serbíu. Tveir gríðarlega sterkir menn sem hafa leikið með öflugum liðum í Evrópu. „Það var alltaf ákveðið að styrkja liðið. Við höfum rekið karlaliðið með hóflegum kostnaði undanfarin ár og það var planið að færa út kvíarnar þegar tækifæri gæfist,“ segir Sindri Ólafsson, formaður handknattleiksdeildar ÍBV. Þessi kaup Eyjamanna hafa eðlilega vakið athygli og menn spyrja sig að því hvort liðið hafi efni á þessu? „Karla- og kvennaliðin eru rekin saman og við erum aðeins að færa fjármuni úr kvennaliðinu yfir í karlaliðið. Við erum ekkert að fara mikið út fyrir árið í fyrra,“ segir Sindri, sem vildi þó ekki gefa upp hversu miklu meira Eyjamenn leggja í handboltann í ár. Sindri segir að deildin hafi verið í fjárhagsvandræðum en skuldirnar hafi verið þurrkaðar upp fyrir nokkrum árum. Reksturinn hefur síðan staðið undir sér. Þó svo að ÍBV sé að færa peninga úr kvennaliðinu í karlaliðið þýðir það ekki að kvennaliðið verði ekki einnig öflugt að mati Sindra. „Við erum búnir að semja við tvo erlenda leikmenn þar. Nú er kominn upp sterkur árgangur af heimastelpum sem hafa verið að spila undanfarin ár og fá að spila enn meira núna. Nú eiga þær að vera í aðalhlutverki. Karlaliðið hefur setið á hakanum undanfarin ár en nú leggjum við meira í það.“ Það er ekki daglegt brauð í íslenskum handbolta að lið semji við erlenda landsliðsmenn. Hversu dýrt er að standa í slíku? „Þessi leikmaður er ekkert mikið dýrari en útlendingarnir sem við höfum verið að fá undanfarin ár. Við höfum verið með dýrari leikmenn,“ segir Sindri en hann býst ekki við því að liðið verði styrkt meira. Sindri viðurkennir að liðið sé orðið mjög gott og því er stefnan eðlilega á góðan árangur í vetur. „Án þess að ég hafi séð mikið af hinum liðunum finnst mér fljótt á litið að við ættum að stefna á að vera í efstu fjórum sætunum. Við ætlum okkur stóra hluti. Það er ekkert leyndarmál.“ ÍBV hefur ekki verið að gera merkilega hluti í karlaflokki undanfarin tíu ár og því vilja Sindri og félagar breyta. „Við höfum legið í allt of löngum dvala. Við erum stærri klúbbur en við höfum sýnt undanfarin ár.“ Íslenski handboltinn Mest lesið Íslenskur doktorsnemi Englandsmeistari: Rannsakar prótín og skorar af línunni í Oxford Sport Í beinni: Slegist um sæti í lokaumferð enska boltans Enski boltinn Sjáðu mörkin úr endurkomu Vestra og þrumufleyg Hallgríms Íslenski boltinn Bastarður ráðinn til starfa Fótbolti Aron Einar tók þátt í að binda endi á langa bikarbið Al-Gharafa Fótbolti Elsti leikmaðurinn til að fá MVP atkvæði Körfubolti Ítalíumeistararnir að landa De Bruyne Fótbolti Ísak Bergmann hljóp mest allra Fótbolti Gary Martin aftur í ensku deildina Fótbolti Ætlar að biðja stuðningsmennina afsökunar eftir lokaleikinn Enski boltinn Fleiri fréttir Féll allur ketill í eld í seinni hálfleik Þorsteinn Leó með fimm í mikilvægum sigri Melsungen komst ekki í úrslitaleikinn Bætti á sig átta kílóum, vann tvöfalt og er á leið út Vildi ekki skipta um lið bara til þess eins að skipta um lið „Við þurfum hjálp frá Guði“ „Við erum með gríðarlega sterka liðsheild“ „Er til eitthvað sem heitir sjöundi gír?“ Uppgjörið: Haukar - Valur 22-29 (0-2) | Skellt í lás í seinni Þjálfari Íslendingaliðsins í veikindaleyfi eftir yfirliðið „Við ætluðum okkur að vinna titla og vinna þennan titil“ „Væri alveg til í að hafa þá sem tengdasyni“ „Þjáning í marga daga“ Uppgjörið: Valur - Fram 27-28 | Fram Íslandsmeistari í fyrsta sinn í tólf ár Ómar óstöðvandi í sigri Magdeburg Óðinn og félagar einum sigri frá titlinum Þýskaland, Úrúgvæ og Serbía með Íslandi í riðli á HM Trúlofað par tekið inn í FH fjölskylduna Dræm mæting á fyrsta leik hafi verið Valsliðinu áfall Þjálfari Íslendingaliðsins hné niður í úrslitaleiknum Kolstad kláraði úrslitaeinvígið Baldur mátaði sig við þá bestu og setur stefnuna á toppinn Uppgjörið: Valur - Haukar 30-28 (1-0) | Engin þynnka í Evrópumeisturunum „Að besta dómarapar Íslands sitji upp í stúku finnst mér ansi skrýtið“ „Það er kúnst að leggja þetta til hliðar og byrja að fókusa“ Samgleðst vinkonum í Val sem eru vonandi þunnar „Ótrúlegt að við höfum unnið þennan leik“ Ómar Ingi hélt upp á framlengingu á samningi með stórleik Uppgjörið: Fram - Valur 27-26 | Fram einum sigri frá Íslandsmeistaratitlinum Framarar fengu drjúgan tíma til að sóla sig um helgina Sjá meira
Eyjamenn eru stórhuga fyrir komandi vetur í handboltanum og hafa sankað að sér sterkum leikmönnum. Peningar sem hafa farið í kvennaliðið undanfarin ár fara nú í karlaliðið. Reksturinn er ekki mikið dýrari í ár. Karlalið ÍBV er komið aftur upp í efstu deild og miðað við lætin í Eyjamönnum á leikmannamarkaðnum upp á síðkastið ætla Eyjamenn sér ekki að vera farþegar í N1-deildinni í vetur. Liðið réð aðstoðarlandsliðsþjálfarann Gunnar Magnússon í sumar og mun hann stýra liðinu, ásamt Arnari Péturssyni. Eyjamenn nældu svo í einn besta leikmann deildarinnar, Róbert Aron Hostert, frá Fram. Í kjölfarið fylgdu svo tveir sterkir leikmenn, slóvenski landsliðsmaðurinn Matjaz Mlakar og örvhenta skyttan Filip Scepanovic frá Serbíu. Tveir gríðarlega sterkir menn sem hafa leikið með öflugum liðum í Evrópu. „Það var alltaf ákveðið að styrkja liðið. Við höfum rekið karlaliðið með hóflegum kostnaði undanfarin ár og það var planið að færa út kvíarnar þegar tækifæri gæfist,“ segir Sindri Ólafsson, formaður handknattleiksdeildar ÍBV. Þessi kaup Eyjamanna hafa eðlilega vakið athygli og menn spyrja sig að því hvort liðið hafi efni á þessu? „Karla- og kvennaliðin eru rekin saman og við erum aðeins að færa fjármuni úr kvennaliðinu yfir í karlaliðið. Við erum ekkert að fara mikið út fyrir árið í fyrra,“ segir Sindri, sem vildi þó ekki gefa upp hversu miklu meira Eyjamenn leggja í handboltann í ár. Sindri segir að deildin hafi verið í fjárhagsvandræðum en skuldirnar hafi verið þurrkaðar upp fyrir nokkrum árum. Reksturinn hefur síðan staðið undir sér. Þó svo að ÍBV sé að færa peninga úr kvennaliðinu í karlaliðið þýðir það ekki að kvennaliðið verði ekki einnig öflugt að mati Sindra. „Við erum búnir að semja við tvo erlenda leikmenn þar. Nú er kominn upp sterkur árgangur af heimastelpum sem hafa verið að spila undanfarin ár og fá að spila enn meira núna. Nú eiga þær að vera í aðalhlutverki. Karlaliðið hefur setið á hakanum undanfarin ár en nú leggjum við meira í það.“ Það er ekki daglegt brauð í íslenskum handbolta að lið semji við erlenda landsliðsmenn. Hversu dýrt er að standa í slíku? „Þessi leikmaður er ekkert mikið dýrari en útlendingarnir sem við höfum verið að fá undanfarin ár. Við höfum verið með dýrari leikmenn,“ segir Sindri en hann býst ekki við því að liðið verði styrkt meira. Sindri viðurkennir að liðið sé orðið mjög gott og því er stefnan eðlilega á góðan árangur í vetur. „Án þess að ég hafi séð mikið af hinum liðunum finnst mér fljótt á litið að við ættum að stefna á að vera í efstu fjórum sætunum. Við ætlum okkur stóra hluti. Það er ekkert leyndarmál.“ ÍBV hefur ekki verið að gera merkilega hluti í karlaflokki undanfarin tíu ár og því vilja Sindri og félagar breyta. „Við höfum legið í allt of löngum dvala. Við erum stærri klúbbur en við höfum sýnt undanfarin ár.“
Íslenski handboltinn Mest lesið Íslenskur doktorsnemi Englandsmeistari: Rannsakar prótín og skorar af línunni í Oxford Sport Í beinni: Slegist um sæti í lokaumferð enska boltans Enski boltinn Sjáðu mörkin úr endurkomu Vestra og þrumufleyg Hallgríms Íslenski boltinn Bastarður ráðinn til starfa Fótbolti Aron Einar tók þátt í að binda endi á langa bikarbið Al-Gharafa Fótbolti Elsti leikmaðurinn til að fá MVP atkvæði Körfubolti Ítalíumeistararnir að landa De Bruyne Fótbolti Ísak Bergmann hljóp mest allra Fótbolti Gary Martin aftur í ensku deildina Fótbolti Ætlar að biðja stuðningsmennina afsökunar eftir lokaleikinn Enski boltinn Fleiri fréttir Féll allur ketill í eld í seinni hálfleik Þorsteinn Leó með fimm í mikilvægum sigri Melsungen komst ekki í úrslitaleikinn Bætti á sig átta kílóum, vann tvöfalt og er á leið út Vildi ekki skipta um lið bara til þess eins að skipta um lið „Við þurfum hjálp frá Guði“ „Við erum með gríðarlega sterka liðsheild“ „Er til eitthvað sem heitir sjöundi gír?“ Uppgjörið: Haukar - Valur 22-29 (0-2) | Skellt í lás í seinni Þjálfari Íslendingaliðsins í veikindaleyfi eftir yfirliðið „Við ætluðum okkur að vinna titla og vinna þennan titil“ „Væri alveg til í að hafa þá sem tengdasyni“ „Þjáning í marga daga“ Uppgjörið: Valur - Fram 27-28 | Fram Íslandsmeistari í fyrsta sinn í tólf ár Ómar óstöðvandi í sigri Magdeburg Óðinn og félagar einum sigri frá titlinum Þýskaland, Úrúgvæ og Serbía með Íslandi í riðli á HM Trúlofað par tekið inn í FH fjölskylduna Dræm mæting á fyrsta leik hafi verið Valsliðinu áfall Þjálfari Íslendingaliðsins hné niður í úrslitaleiknum Kolstad kláraði úrslitaeinvígið Baldur mátaði sig við þá bestu og setur stefnuna á toppinn Uppgjörið: Valur - Haukar 30-28 (1-0) | Engin þynnka í Evrópumeisturunum „Að besta dómarapar Íslands sitji upp í stúku finnst mér ansi skrýtið“ „Það er kúnst að leggja þetta til hliðar og byrja að fókusa“ Samgleðst vinkonum í Val sem eru vonandi þunnar „Ótrúlegt að við höfum unnið þennan leik“ Ómar Ingi hélt upp á framlengingu á samningi með stórleik Uppgjörið: Fram - Valur 27-26 | Fram einum sigri frá Íslandsmeistaratitlinum Framarar fengu drjúgan tíma til að sóla sig um helgina Sjá meira