Peningarnir úr kvennaliðinu settir í karlaliðið Henry Birgir Gunnarsson skrifar 21. ágúst 2013 06:45 stemning Það verður örugglega mikil stemning í kringum Eyjaliðið í vetur enda komið samkeppnishæft lið sem er líklegt til afreka.fréttablaðið/stefán Eyjamenn eru stórhuga fyrir komandi vetur í handboltanum og hafa sankað að sér sterkum leikmönnum. Peningar sem hafa farið í kvennaliðið undanfarin ár fara nú í karlaliðið. Reksturinn er ekki mikið dýrari í ár. Karlalið ÍBV er komið aftur upp í efstu deild og miðað við lætin í Eyjamönnum á leikmannamarkaðnum upp á síðkastið ætla Eyjamenn sér ekki að vera farþegar í N1-deildinni í vetur. Liðið réð aðstoðarlandsliðsþjálfarann Gunnar Magnússon í sumar og mun hann stýra liðinu, ásamt Arnari Péturssyni. Eyjamenn nældu svo í einn besta leikmann deildarinnar, Róbert Aron Hostert, frá Fram. Í kjölfarið fylgdu svo tveir sterkir leikmenn, slóvenski landsliðsmaðurinn Matjaz Mlakar og örvhenta skyttan Filip Scepanovic frá Serbíu. Tveir gríðarlega sterkir menn sem hafa leikið með öflugum liðum í Evrópu. „Það var alltaf ákveðið að styrkja liðið. Við höfum rekið karlaliðið með hóflegum kostnaði undanfarin ár og það var planið að færa út kvíarnar þegar tækifæri gæfist,“ segir Sindri Ólafsson, formaður handknattleiksdeildar ÍBV. Þessi kaup Eyjamanna hafa eðlilega vakið athygli og menn spyrja sig að því hvort liðið hafi efni á þessu? „Karla- og kvennaliðin eru rekin saman og við erum aðeins að færa fjármuni úr kvennaliðinu yfir í karlaliðið. Við erum ekkert að fara mikið út fyrir árið í fyrra,“ segir Sindri, sem vildi þó ekki gefa upp hversu miklu meira Eyjamenn leggja í handboltann í ár. Sindri segir að deildin hafi verið í fjárhagsvandræðum en skuldirnar hafi verið þurrkaðar upp fyrir nokkrum árum. Reksturinn hefur síðan staðið undir sér. Þó svo að ÍBV sé að færa peninga úr kvennaliðinu í karlaliðið þýðir það ekki að kvennaliðið verði ekki einnig öflugt að mati Sindra. „Við erum búnir að semja við tvo erlenda leikmenn þar. Nú er kominn upp sterkur árgangur af heimastelpum sem hafa verið að spila undanfarin ár og fá að spila enn meira núna. Nú eiga þær að vera í aðalhlutverki. Karlaliðið hefur setið á hakanum undanfarin ár en nú leggjum við meira í það.“ Það er ekki daglegt brauð í íslenskum handbolta að lið semji við erlenda landsliðsmenn. Hversu dýrt er að standa í slíku? „Þessi leikmaður er ekkert mikið dýrari en útlendingarnir sem við höfum verið að fá undanfarin ár. Við höfum verið með dýrari leikmenn,“ segir Sindri en hann býst ekki við því að liðið verði styrkt meira. Sindri viðurkennir að liðið sé orðið mjög gott og því er stefnan eðlilega á góðan árangur í vetur. „Án þess að ég hafi séð mikið af hinum liðunum finnst mér fljótt á litið að við ættum að stefna á að vera í efstu fjórum sætunum. Við ætlum okkur stóra hluti. Það er ekkert leyndarmál.“ ÍBV hefur ekki verið að gera merkilega hluti í karlaflokki undanfarin tíu ár og því vilja Sindri og félagar breyta. „Við höfum legið í allt of löngum dvala. Við erum stærri klúbbur en við höfum sýnt undanfarin ár.“ Íslenski handboltinn Mest lesið Þegar Dagur féll á lyfjaprófi: „Var með magasár í hálft ár“ Handbolti „Eftir síðasta mót sögðu þeir bara strax að þeir vildu fá Ísland“ Handbolti Solskjær ekki lengur líklegastur Enski boltinn Bruno Fernandes hakkaður í gærkvöldi Enski boltinn Mætir Liverpool en fær gæsahúð þegar hann heyrir „You'll Never Walk Alone“ Enski boltinn Guðjón Valur fær Garðar til Gummersbach Handbolti Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Íslenski boltinn Mikel Arteta hrósaði Arne Slot Enski boltinn „Mjög hentugt að fá viku til að koma honum inn í hlutina“ Körfubolti Magnaður McTominay til bjargar eftir að Conte brjálaðist Fótbolti Fleiri fréttir Guðjón Valur fær Garðar til Gummersbach Stuðningsmenn Færeyinga gista í ferju í Oslóarhöfn „Eftir síðasta mót sögðu þeir bara strax að þeir vildu fá Ísland“ Þegar Dagur féll á lyfjaprófi: „Var með magasár í hálft ár“ Alfreð fagnaði aftur gegn Degi fyrir EM Dísætur sigur Elínar Klöru sem berst um markadrottningartitilinn Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Andrea hársbreidd frá því að tryggja stig „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Eyjakonur fylgja Val fast eftir og KA/Þór hóf nýja árið af krafti „Of margir lykilleikmenn sem fundu sig ekki í dag“ Stjarnan sendi Selfoss á botninn Uppgjörið: Fram - Valur 19- 30 | Stórsigur hjá Valskonum Svindluðu á þolprófi og fá ekki að dæma á EM Svíar syrgja 31 árs gamlan handboltamann Ríkjandi meistarar Frakka bíða strákanna okkar Uppgjörið: Ísland - Slóvenía 32-26 | Frábær fyrri hálfleikur gegn Slóvenum Skilur stress þjóðarinnar betur „Ísland hafi aldrei átt jafn góða möguleika á að komast í undanúrslit“ Alfreð hafði betur gegn Degi í troðfullu húsi Íslenski læknirinn hjá sænska landsliðinu bjartsýnn á að Palicka verði með Hafnaði Val og fer heim til Eyja Markvörður Svía á sjúkrahús eftir að hafa verið skotinn niður „Fáum fullt af svörum um helgina“ Elín Klara hetjan í fyrsta leik á nýju ári Heimsmeistararnir þurftu að fara í átta tíma rútuferð Þorir ekki að lofa undanúrslitum: „Þetta er ekki svo auðvelt“ Ótrúleg óheppni Slóvena Hefur átt mikilvæg samtöl við Snorra Stein Óðinn bætti við titli um jólin og mætir glaður á EM Sjá meira
Eyjamenn eru stórhuga fyrir komandi vetur í handboltanum og hafa sankað að sér sterkum leikmönnum. Peningar sem hafa farið í kvennaliðið undanfarin ár fara nú í karlaliðið. Reksturinn er ekki mikið dýrari í ár. Karlalið ÍBV er komið aftur upp í efstu deild og miðað við lætin í Eyjamönnum á leikmannamarkaðnum upp á síðkastið ætla Eyjamenn sér ekki að vera farþegar í N1-deildinni í vetur. Liðið réð aðstoðarlandsliðsþjálfarann Gunnar Magnússon í sumar og mun hann stýra liðinu, ásamt Arnari Péturssyni. Eyjamenn nældu svo í einn besta leikmann deildarinnar, Róbert Aron Hostert, frá Fram. Í kjölfarið fylgdu svo tveir sterkir leikmenn, slóvenski landsliðsmaðurinn Matjaz Mlakar og örvhenta skyttan Filip Scepanovic frá Serbíu. Tveir gríðarlega sterkir menn sem hafa leikið með öflugum liðum í Evrópu. „Það var alltaf ákveðið að styrkja liðið. Við höfum rekið karlaliðið með hóflegum kostnaði undanfarin ár og það var planið að færa út kvíarnar þegar tækifæri gæfist,“ segir Sindri Ólafsson, formaður handknattleiksdeildar ÍBV. Þessi kaup Eyjamanna hafa eðlilega vakið athygli og menn spyrja sig að því hvort liðið hafi efni á þessu? „Karla- og kvennaliðin eru rekin saman og við erum aðeins að færa fjármuni úr kvennaliðinu yfir í karlaliðið. Við erum ekkert að fara mikið út fyrir árið í fyrra,“ segir Sindri, sem vildi þó ekki gefa upp hversu miklu meira Eyjamenn leggja í handboltann í ár. Sindri segir að deildin hafi verið í fjárhagsvandræðum en skuldirnar hafi verið þurrkaðar upp fyrir nokkrum árum. Reksturinn hefur síðan staðið undir sér. Þó svo að ÍBV sé að færa peninga úr kvennaliðinu í karlaliðið þýðir það ekki að kvennaliðið verði ekki einnig öflugt að mati Sindra. „Við erum búnir að semja við tvo erlenda leikmenn þar. Nú er kominn upp sterkur árgangur af heimastelpum sem hafa verið að spila undanfarin ár og fá að spila enn meira núna. Nú eiga þær að vera í aðalhlutverki. Karlaliðið hefur setið á hakanum undanfarin ár en nú leggjum við meira í það.“ Það er ekki daglegt brauð í íslenskum handbolta að lið semji við erlenda landsliðsmenn. Hversu dýrt er að standa í slíku? „Þessi leikmaður er ekkert mikið dýrari en útlendingarnir sem við höfum verið að fá undanfarin ár. Við höfum verið með dýrari leikmenn,“ segir Sindri en hann býst ekki við því að liðið verði styrkt meira. Sindri viðurkennir að liðið sé orðið mjög gott og því er stefnan eðlilega á góðan árangur í vetur. „Án þess að ég hafi séð mikið af hinum liðunum finnst mér fljótt á litið að við ættum að stefna á að vera í efstu fjórum sætunum. Við ætlum okkur stóra hluti. Það er ekkert leyndarmál.“ ÍBV hefur ekki verið að gera merkilega hluti í karlaflokki undanfarin tíu ár og því vilja Sindri og félagar breyta. „Við höfum legið í allt of löngum dvala. Við erum stærri klúbbur en við höfum sýnt undanfarin ár.“
Íslenski handboltinn Mest lesið Þegar Dagur féll á lyfjaprófi: „Var með magasár í hálft ár“ Handbolti „Eftir síðasta mót sögðu þeir bara strax að þeir vildu fá Ísland“ Handbolti Solskjær ekki lengur líklegastur Enski boltinn Bruno Fernandes hakkaður í gærkvöldi Enski boltinn Mætir Liverpool en fær gæsahúð þegar hann heyrir „You'll Never Walk Alone“ Enski boltinn Guðjón Valur fær Garðar til Gummersbach Handbolti Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Íslenski boltinn Mikel Arteta hrósaði Arne Slot Enski boltinn „Mjög hentugt að fá viku til að koma honum inn í hlutina“ Körfubolti Magnaður McTominay til bjargar eftir að Conte brjálaðist Fótbolti Fleiri fréttir Guðjón Valur fær Garðar til Gummersbach Stuðningsmenn Færeyinga gista í ferju í Oslóarhöfn „Eftir síðasta mót sögðu þeir bara strax að þeir vildu fá Ísland“ Þegar Dagur féll á lyfjaprófi: „Var með magasár í hálft ár“ Alfreð fagnaði aftur gegn Degi fyrir EM Dísætur sigur Elínar Klöru sem berst um markadrottningartitilinn Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Andrea hársbreidd frá því að tryggja stig „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Eyjakonur fylgja Val fast eftir og KA/Þór hóf nýja árið af krafti „Of margir lykilleikmenn sem fundu sig ekki í dag“ Stjarnan sendi Selfoss á botninn Uppgjörið: Fram - Valur 19- 30 | Stórsigur hjá Valskonum Svindluðu á þolprófi og fá ekki að dæma á EM Svíar syrgja 31 árs gamlan handboltamann Ríkjandi meistarar Frakka bíða strákanna okkar Uppgjörið: Ísland - Slóvenía 32-26 | Frábær fyrri hálfleikur gegn Slóvenum Skilur stress þjóðarinnar betur „Ísland hafi aldrei átt jafn góða möguleika á að komast í undanúrslit“ Alfreð hafði betur gegn Degi í troðfullu húsi Íslenski læknirinn hjá sænska landsliðinu bjartsýnn á að Palicka verði með Hafnaði Val og fer heim til Eyja Markvörður Svía á sjúkrahús eftir að hafa verið skotinn niður „Fáum fullt af svörum um helgina“ Elín Klara hetjan í fyrsta leik á nýju ári Heimsmeistararnir þurftu að fara í átta tíma rútuferð Þorir ekki að lofa undanúrslitum: „Þetta er ekki svo auðvelt“ Ótrúleg óheppni Slóvena Hefur átt mikilvæg samtöl við Snorra Stein Óðinn bætti við titli um jólin og mætir glaður á EM Sjá meira