Peningarnir úr kvennaliðinu settir í karlaliðið Henry Birgir Gunnarsson skrifar 21. ágúst 2013 06:45 stemning Það verður örugglega mikil stemning í kringum Eyjaliðið í vetur enda komið samkeppnishæft lið sem er líklegt til afreka.fréttablaðið/stefán Eyjamenn eru stórhuga fyrir komandi vetur í handboltanum og hafa sankað að sér sterkum leikmönnum. Peningar sem hafa farið í kvennaliðið undanfarin ár fara nú í karlaliðið. Reksturinn er ekki mikið dýrari í ár. Karlalið ÍBV er komið aftur upp í efstu deild og miðað við lætin í Eyjamönnum á leikmannamarkaðnum upp á síðkastið ætla Eyjamenn sér ekki að vera farþegar í N1-deildinni í vetur. Liðið réð aðstoðarlandsliðsþjálfarann Gunnar Magnússon í sumar og mun hann stýra liðinu, ásamt Arnari Péturssyni. Eyjamenn nældu svo í einn besta leikmann deildarinnar, Róbert Aron Hostert, frá Fram. Í kjölfarið fylgdu svo tveir sterkir leikmenn, slóvenski landsliðsmaðurinn Matjaz Mlakar og örvhenta skyttan Filip Scepanovic frá Serbíu. Tveir gríðarlega sterkir menn sem hafa leikið með öflugum liðum í Evrópu. „Það var alltaf ákveðið að styrkja liðið. Við höfum rekið karlaliðið með hóflegum kostnaði undanfarin ár og það var planið að færa út kvíarnar þegar tækifæri gæfist,“ segir Sindri Ólafsson, formaður handknattleiksdeildar ÍBV. Þessi kaup Eyjamanna hafa eðlilega vakið athygli og menn spyrja sig að því hvort liðið hafi efni á þessu? „Karla- og kvennaliðin eru rekin saman og við erum aðeins að færa fjármuni úr kvennaliðinu yfir í karlaliðið. Við erum ekkert að fara mikið út fyrir árið í fyrra,“ segir Sindri, sem vildi þó ekki gefa upp hversu miklu meira Eyjamenn leggja í handboltann í ár. Sindri segir að deildin hafi verið í fjárhagsvandræðum en skuldirnar hafi verið þurrkaðar upp fyrir nokkrum árum. Reksturinn hefur síðan staðið undir sér. Þó svo að ÍBV sé að færa peninga úr kvennaliðinu í karlaliðið þýðir það ekki að kvennaliðið verði ekki einnig öflugt að mati Sindra. „Við erum búnir að semja við tvo erlenda leikmenn þar. Nú er kominn upp sterkur árgangur af heimastelpum sem hafa verið að spila undanfarin ár og fá að spila enn meira núna. Nú eiga þær að vera í aðalhlutverki. Karlaliðið hefur setið á hakanum undanfarin ár en nú leggjum við meira í það.“ Það er ekki daglegt brauð í íslenskum handbolta að lið semji við erlenda landsliðsmenn. Hversu dýrt er að standa í slíku? „Þessi leikmaður er ekkert mikið dýrari en útlendingarnir sem við höfum verið að fá undanfarin ár. Við höfum verið með dýrari leikmenn,“ segir Sindri en hann býst ekki við því að liðið verði styrkt meira. Sindri viðurkennir að liðið sé orðið mjög gott og því er stefnan eðlilega á góðan árangur í vetur. „Án þess að ég hafi séð mikið af hinum liðunum finnst mér fljótt á litið að við ættum að stefna á að vera í efstu fjórum sætunum. Við ætlum okkur stóra hluti. Það er ekkert leyndarmál.“ ÍBV hefur ekki verið að gera merkilega hluti í karlaflokki undanfarin tíu ár og því vilja Sindri og félagar breyta. „Við höfum legið í allt of löngum dvala. Við erum stærri klúbbur en við höfum sýnt undanfarin ár.“ Íslenski handboltinn Mest lesið Harmur hrokagikksins Haaland Enski boltinn Þrír boðaðir í viðtal: Víkingar gáfu KSÍ grænt ljós á að ræða við Arnar Fótbolti Gary sem stal jólunum Enski boltinn Þakið ætlaði að rifna af Ally Pally eftir níu pílna leik Heta Sport Freyr einnig í viðtal og einn erlendur Fótbolti Tapaði níu leggjum í röð eftir níu pílna leik og var sendur heim Sport Tveir látnir úr sitthvorri áhöfninni í siglingakeppni í Sydney Sport Í beinni: Arsenal - Ipswich | Saka lausar Skytturnar þurfa svör gegn nýliðunum Enski boltinn Enginn verið jafn fljótur að tapa fjórum deildarleikjum Enski boltinn Telur daga McGregor í UFC talda Sport Fleiri fréttir Töp hjá Íslendingaliðunum í Þýskalandi Melsungen enn á toppnum eftir sigur í Íslendingaslag Ólafi tvisvar vikið af velli og ekkert skorað síðustu tvær mínúturnar Viggó færir sig um set á nýju ári Stórsigur í toppslag og Melsungen með fjögurra stiga forystu Gísli fyrr heim í frí eftir árásina í Magdeburg Viktor Gísli góður þegar Wisla Plock fór á toppinn Negla Elínar Klöru eitt af flottustu mörkum EM Kolstad vann toppslaginn Dana áberandi í síðasta leik ársins Leik Gísla og félaga í Magdeburg frestað vegna árásarinnar Rosalegur hæðarmunur á liðsfélögum íslensku strákanna Lærisveinar Guðmundar fara í frí með góðan sigur að baki Arnór frá Gumma til Arnórs Ósáttir Harðarmenn stofnuðu kröfu í heimabanka dómara Staðfesta 10-0 sigur ÍBV gegn Haukum Íslendingaliðið heldur áfram í undanúrslit Lærisveinar Guðjóns Vals úr leik í bikarkeppninni „Jólin eru ekki alveg eins afslöppuð“ Þyrfti kraftaverk til að Ómar yrði með á HM Þetta eru strákarnir sem spila fyrir Ísland á HM Snorri kynnti HM-hóp Íslands Lofaði konunni að flytja ekki til Íslands Framarar slógu út bikarmeistarana Afturelding í bikarúrslitin Dana Björg næstmarkahæst í sigri í toppslag Þórir gæti orðið þjálfari ársins í tveimur löndum „Ég er bara búinn að vera að jafna mig“ Stelpurnar hans Þóris tryggðu sér tvær milljónir hver Kvaddi á sama tíma og Þórir en sagði liðsfélögunum ekki frá því Sjá meira
Eyjamenn eru stórhuga fyrir komandi vetur í handboltanum og hafa sankað að sér sterkum leikmönnum. Peningar sem hafa farið í kvennaliðið undanfarin ár fara nú í karlaliðið. Reksturinn er ekki mikið dýrari í ár. Karlalið ÍBV er komið aftur upp í efstu deild og miðað við lætin í Eyjamönnum á leikmannamarkaðnum upp á síðkastið ætla Eyjamenn sér ekki að vera farþegar í N1-deildinni í vetur. Liðið réð aðstoðarlandsliðsþjálfarann Gunnar Magnússon í sumar og mun hann stýra liðinu, ásamt Arnari Péturssyni. Eyjamenn nældu svo í einn besta leikmann deildarinnar, Róbert Aron Hostert, frá Fram. Í kjölfarið fylgdu svo tveir sterkir leikmenn, slóvenski landsliðsmaðurinn Matjaz Mlakar og örvhenta skyttan Filip Scepanovic frá Serbíu. Tveir gríðarlega sterkir menn sem hafa leikið með öflugum liðum í Evrópu. „Það var alltaf ákveðið að styrkja liðið. Við höfum rekið karlaliðið með hóflegum kostnaði undanfarin ár og það var planið að færa út kvíarnar þegar tækifæri gæfist,“ segir Sindri Ólafsson, formaður handknattleiksdeildar ÍBV. Þessi kaup Eyjamanna hafa eðlilega vakið athygli og menn spyrja sig að því hvort liðið hafi efni á þessu? „Karla- og kvennaliðin eru rekin saman og við erum aðeins að færa fjármuni úr kvennaliðinu yfir í karlaliðið. Við erum ekkert að fara mikið út fyrir árið í fyrra,“ segir Sindri, sem vildi þó ekki gefa upp hversu miklu meira Eyjamenn leggja í handboltann í ár. Sindri segir að deildin hafi verið í fjárhagsvandræðum en skuldirnar hafi verið þurrkaðar upp fyrir nokkrum árum. Reksturinn hefur síðan staðið undir sér. Þó svo að ÍBV sé að færa peninga úr kvennaliðinu í karlaliðið þýðir það ekki að kvennaliðið verði ekki einnig öflugt að mati Sindra. „Við erum búnir að semja við tvo erlenda leikmenn þar. Nú er kominn upp sterkur árgangur af heimastelpum sem hafa verið að spila undanfarin ár og fá að spila enn meira núna. Nú eiga þær að vera í aðalhlutverki. Karlaliðið hefur setið á hakanum undanfarin ár en nú leggjum við meira í það.“ Það er ekki daglegt brauð í íslenskum handbolta að lið semji við erlenda landsliðsmenn. Hversu dýrt er að standa í slíku? „Þessi leikmaður er ekkert mikið dýrari en útlendingarnir sem við höfum verið að fá undanfarin ár. Við höfum verið með dýrari leikmenn,“ segir Sindri en hann býst ekki við því að liðið verði styrkt meira. Sindri viðurkennir að liðið sé orðið mjög gott og því er stefnan eðlilega á góðan árangur í vetur. „Án þess að ég hafi séð mikið af hinum liðunum finnst mér fljótt á litið að við ættum að stefna á að vera í efstu fjórum sætunum. Við ætlum okkur stóra hluti. Það er ekkert leyndarmál.“ ÍBV hefur ekki verið að gera merkilega hluti í karlaflokki undanfarin tíu ár og því vilja Sindri og félagar breyta. „Við höfum legið í allt of löngum dvala. Við erum stærri klúbbur en við höfum sýnt undanfarin ár.“
Íslenski handboltinn Mest lesið Harmur hrokagikksins Haaland Enski boltinn Þrír boðaðir í viðtal: Víkingar gáfu KSÍ grænt ljós á að ræða við Arnar Fótbolti Gary sem stal jólunum Enski boltinn Þakið ætlaði að rifna af Ally Pally eftir níu pílna leik Heta Sport Freyr einnig í viðtal og einn erlendur Fótbolti Tapaði níu leggjum í röð eftir níu pílna leik og var sendur heim Sport Tveir látnir úr sitthvorri áhöfninni í siglingakeppni í Sydney Sport Í beinni: Arsenal - Ipswich | Saka lausar Skytturnar þurfa svör gegn nýliðunum Enski boltinn Enginn verið jafn fljótur að tapa fjórum deildarleikjum Enski boltinn Telur daga McGregor í UFC talda Sport Fleiri fréttir Töp hjá Íslendingaliðunum í Þýskalandi Melsungen enn á toppnum eftir sigur í Íslendingaslag Ólafi tvisvar vikið af velli og ekkert skorað síðustu tvær mínúturnar Viggó færir sig um set á nýju ári Stórsigur í toppslag og Melsungen með fjögurra stiga forystu Gísli fyrr heim í frí eftir árásina í Magdeburg Viktor Gísli góður þegar Wisla Plock fór á toppinn Negla Elínar Klöru eitt af flottustu mörkum EM Kolstad vann toppslaginn Dana áberandi í síðasta leik ársins Leik Gísla og félaga í Magdeburg frestað vegna árásarinnar Rosalegur hæðarmunur á liðsfélögum íslensku strákanna Lærisveinar Guðmundar fara í frí með góðan sigur að baki Arnór frá Gumma til Arnórs Ósáttir Harðarmenn stofnuðu kröfu í heimabanka dómara Staðfesta 10-0 sigur ÍBV gegn Haukum Íslendingaliðið heldur áfram í undanúrslit Lærisveinar Guðjóns Vals úr leik í bikarkeppninni „Jólin eru ekki alveg eins afslöppuð“ Þyrfti kraftaverk til að Ómar yrði með á HM Þetta eru strákarnir sem spila fyrir Ísland á HM Snorri kynnti HM-hóp Íslands Lofaði konunni að flytja ekki til Íslands Framarar slógu út bikarmeistarana Afturelding í bikarúrslitin Dana Björg næstmarkahæst í sigri í toppslag Þórir gæti orðið þjálfari ársins í tveimur löndum „Ég er bara búinn að vera að jafna mig“ Stelpurnar hans Þóris tryggðu sér tvær milljónir hver Kvaddi á sama tíma og Þórir en sagði liðsfélögunum ekki frá því Sjá meira