Ljúkum aðildarviðræðum Margrét Kristmannsdóttir og Svana Helen Björnsdóttir skrifar 22. ágúst 2013 12:00 Það eru gömul sannindi og ný að hagur heimila og fyrirtækja er samtvinnaður. Það skiptir því miklu máli að rekstrarumhverfi fyrirtækja sé með þeim hætti að þau standi undir þeim lífskjörum og kaupmætti sem almenningur væntir og telur eðlilegan og sanngjarnan. Það er hlutverk stjórnvalda að tryggja að rekstrarumhverfi fyrirtækja sé með þeim hætti að fyrirtækin geti blómstrað og staðið sig í alþjóðlegri samkeppni. Aðeins þannig geta fyrirtæki landsins boðið fólki vel launuð og eftirsóknarverð störf. Til að svo megi verða þarf að ríkja stöðugleiki, lágt vaxtastig og frelsi í fjármagnsflutningum. Við þurfum gjaldmiðil sem er gjaldgengur í alþjóðaviðskiptum og ekki má heldur gleyma að fyrirtækin þurfa vel menntað starfsfólk – og er þá fátt eitt talið. Íslenskt atvinnulíf hefur búið við lítið af þessu undanfarin ár. Öllu alvarlegra er þó að fátt er í spilunum sem styður það að íslenskum fyrirtækjum muni standa til boða það rekstrarumhverfi sem talið er sjálfsagt í þeim löndum sem við helst berum okkur saman við. Hér þurfa íslensk stjórnvöld að girða sig í brók því ekki er nóg að segja í hátíðarræðum að koma þurfi hjólum atvinnulífsins af stað, að nauðsynlegt sé að auka fjárfestingu og verðmætasköpun þegar búið er þannig að atvinnulífinu að hvatann og arðsemina skortir. Fyrir okkur sem sinnum hagsmunagæslu fyrir íslensk fyrirtæki er fátt sárgrætilegra en að horfa á eftir öflugum fyrirtækjum úr landi. Fyrirtækjum sem hafa gefist upp á íslenskum aðstæðum, aðstæðum sem íslensk stjórnvöld lofa einatt að snúa til betri vegar en án efnda. Við Íslendingar stöndum frammi fyrir margvíslegum vandamálum sem mörg eiga upptök sín í hruninu 2008 og samkvæmt mælingum fara lífskjör hér á landi versnandi. Sú staðreynd hlýtur að vera mikið áhyggjuefni fyrir okkur öll. Margir telja að aðild að ESB sé lausn á mörgum vandamálum sem við stöndum frammi fyrir og aðildarviðræður séu liður í leit að lausn á margháttuðum efnahagsvanda þjóðarinnar. Þeir heittrúuðustu telja aðild lausn á flestum okkar vanda en aðrir sjá djöfla í hverju horni þegar minnst er á Evrópusambandið. Samkvæmt könnunum vill þó meirihluti þjóðarinnar leiða aðildarviðræður til lykta og fá að kjósa um aðildarsamning þegar þar að kemur. Ljóst er að íslensk stjórnvöld geta ekki að óbreyttu, ein og óstudd, aflétt gjaldeyrishöftum og varið hagkerfi okkar og gjaldmiðil. Viðræðurnar við ESB eru því mikilvægur liður í því að tryggja farsæla lausn þessa mikla vanda. Það er málskilningur flestra Íslendinga sem lesið hafa stjórnarsáttmála núverandi ríkisstjórnar að það sé stefna hennar að spyrja þjóðina af því hvort að halda beri viðræðum við ESB áfram. Að minnsta kosti var það skýrt loforð Sjálfstæðisflokksins að íslenska þjóðina yrði spurð um framhald viðræðnanna á fyrri hluta þessa kjörtímabils. Það er mjög vanhugsuð aðgerð hjá ríkisstjórninni að slíta aðildarviðræðum við ESB – ekki síst á meðan hún hefur ekki komið fram með neinar útfærslur á því hvernig hún sjálf ætlar að leysa vandann sem við stöndum frammi fyrir. Hver verður peningastefnan – verður íslenska krónan framtíðargjaldmiðill okkar – í höftum að hluta eða til frambúðar? Hvernig náum við niður vaxtastiginu sem nauðsynlegt er til að örva fjárfestingu og skiptir skuldsett heimili ekki síður máli? Hvernig tryggjum við lægra vöru- og matvælaverð? Aðild ríkja að ESB snýr jú fyrst og fremst að því að tryggja sem best starfsskilyrði fyrirtækja og lífskjör almennings. Afar óábyrgt er af stjórnvöldum að útiloka fyrir fram einn fárra kosta sem vísa veginn út úr erfiðri stöðu íslensks atvinnulífs og heimila. Stjórnvöld verða að hafa heildarhagsmuni þjóðarinnar í huga í þessu máli, ekki sérhagsmuni fárra. Ljúkum aðildarviðræðum og metum samninginn þegar hann liggur fyrir ásamt fullmótuðum lausnum sem ríkisstjórnin hefur þá vonandi lagt á borðið. Við erum einfaldlega ekki í þeirri aðstöðu að fækkun valkosta sé skynsamleg. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Margrét Kristmannsdóttir Svana Helen Björnsdóttir Mest lesið Stærðfræðikennari sem kann ekki að reikna? (Og getur ekki lært það!) Brynjólfur Þorvarðsson Skoðun Íslendingar greiða sama hlutfall útgjalda í mat og Norðurlöndin Margrét Gísladóttir Skoðun Laxaharmleikur Jóhannes Sturlaugsson Skoðun Lýðræðið í skötulíki! Lilja Rafney Magnúsdóttir Skoðun Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson Skoðun Ef Veðurstofan spáði vitlausu veðri í 40 ár, væri það bara í lagi? Björn Ólafsson Skoðun Krónan, Nettó, Hagkaup, Bónus - það er kominn tími á formlega sniðgöngu Helen Ólafsdóttir Skoðun Málfrelsi og mörk þess á vettvangi lýðræðisins Helga Vala Helgadóttir Skoðun „Finnst ykkur skrýtið að ég mæti á Austurvöll – Pabba mínum var fórnað á altari niðurskurðar“ Davíð Bergmann Skoðun Heimaþjónusta og velferðartækni: Lykillinn að sjálfbæru heilbrigðiskerfi Auður Guðmundsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson skrifar Skoðun Laxaharmleikur Jóhannes Sturlaugsson skrifar Skoðun Lýðræðið í skötulíki! Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stærðfræðikennari sem kann ekki að reikna? (Og getur ekki lært það!) Brynjólfur Þorvarðsson skrifar Skoðun Íslendingar greiða sama hlutfall útgjalda í mat og Norðurlöndin Margrét Gísladóttir skrifar Skoðun Til varnar jafnlaunavottun Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Heimaþjónusta og velferðartækni: Lykillinn að sjálfbæru heilbrigðiskerfi Auður Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Barnaræninginn Pútín Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Um þjóð og ríki Gauti Kristmannsson skrifar Skoðun Málfrelsi og mörk þess á vettvangi lýðræðisins Helga Vala Helgadóttir skrifar Skoðun Sjókvíaeldi á Íslandi fjarstýrt með gervigreind frá Noregi Ingólfur Ásgeirsson skrifar Skoðun „Finnst ykkur skrýtið að ég mæti á Austurvöll – Pabba mínum var fórnað á altari niðurskurðar“ Davíð Bergmann skrifar Skoðun Hvers vegna skipta hagsmunir verslanakeðja meira máli en öryggi barna í Ásahverfi Reykjanesbæ? Ólafur Ívar Jónsson skrifar Skoðun Kjarnorkuákvæðið: Neyðarhemill en ekki léttvægt leikfang popúlista Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Stjórnarandstaðan er vannýtt auðlind Jón Daníelsson skrifar Skoðun Ef Veðurstofan spáði vitlausu veðri í 40 ár, væri það bara í lagi? Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hægri sósíalismi Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun 5 ára vegferð að skóla framtíðarinnar – eða ekki! Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Ójafnvægi í jöfnunarkerfinu Anna Sigríður Guðnadóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Lovísa Jónsdóttir skrifar Skoðun Það sem ekki má segja um það sem enginn vill sjá Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Krónan, Nettó, Hagkaup, Bónus - það er kominn tími á formlega sniðgöngu Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Löggæslumál og aðstöðuleysi í Búðardal – ákall um viðbragð og aðgerðir Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar Skoðun Listin að verða fullkomlega ósammála sjálfri sér á mettíma Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Þingmenn auðvaldsins Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Arðgreiðslur í sjávarútvegi: Staðreyndir gegn fullyrðingum Elliði Vignisson skrifar Skoðun Verðugur bandamaður? Steinar Harðarson skrifar Skoðun Við þurfum nýja sýn á stjórnmál okkar - Mamdani-sýn Hlynur Már Vilhjálmsson skrifar Skoðun Sósíalistaflokkurinn heimilislaus - hvað næst? Trausti Breiðfjörð Magnússon skrifar Skoðun Rán um hábjartan dag Guðbergur Egill Eyjólfsson skrifar Skoðun Af hverju er verðbólga ennþá svona há? Ólafur Margeirsson skrifar Sjá meira
Það eru gömul sannindi og ný að hagur heimila og fyrirtækja er samtvinnaður. Það skiptir því miklu máli að rekstrarumhverfi fyrirtækja sé með þeim hætti að þau standi undir þeim lífskjörum og kaupmætti sem almenningur væntir og telur eðlilegan og sanngjarnan. Það er hlutverk stjórnvalda að tryggja að rekstrarumhverfi fyrirtækja sé með þeim hætti að fyrirtækin geti blómstrað og staðið sig í alþjóðlegri samkeppni. Aðeins þannig geta fyrirtæki landsins boðið fólki vel launuð og eftirsóknarverð störf. Til að svo megi verða þarf að ríkja stöðugleiki, lágt vaxtastig og frelsi í fjármagnsflutningum. Við þurfum gjaldmiðil sem er gjaldgengur í alþjóðaviðskiptum og ekki má heldur gleyma að fyrirtækin þurfa vel menntað starfsfólk – og er þá fátt eitt talið. Íslenskt atvinnulíf hefur búið við lítið af þessu undanfarin ár. Öllu alvarlegra er þó að fátt er í spilunum sem styður það að íslenskum fyrirtækjum muni standa til boða það rekstrarumhverfi sem talið er sjálfsagt í þeim löndum sem við helst berum okkur saman við. Hér þurfa íslensk stjórnvöld að girða sig í brók því ekki er nóg að segja í hátíðarræðum að koma þurfi hjólum atvinnulífsins af stað, að nauðsynlegt sé að auka fjárfestingu og verðmætasköpun þegar búið er þannig að atvinnulífinu að hvatann og arðsemina skortir. Fyrir okkur sem sinnum hagsmunagæslu fyrir íslensk fyrirtæki er fátt sárgrætilegra en að horfa á eftir öflugum fyrirtækjum úr landi. Fyrirtækjum sem hafa gefist upp á íslenskum aðstæðum, aðstæðum sem íslensk stjórnvöld lofa einatt að snúa til betri vegar en án efnda. Við Íslendingar stöndum frammi fyrir margvíslegum vandamálum sem mörg eiga upptök sín í hruninu 2008 og samkvæmt mælingum fara lífskjör hér á landi versnandi. Sú staðreynd hlýtur að vera mikið áhyggjuefni fyrir okkur öll. Margir telja að aðild að ESB sé lausn á mörgum vandamálum sem við stöndum frammi fyrir og aðildarviðræður séu liður í leit að lausn á margháttuðum efnahagsvanda þjóðarinnar. Þeir heittrúuðustu telja aðild lausn á flestum okkar vanda en aðrir sjá djöfla í hverju horni þegar minnst er á Evrópusambandið. Samkvæmt könnunum vill þó meirihluti þjóðarinnar leiða aðildarviðræður til lykta og fá að kjósa um aðildarsamning þegar þar að kemur. Ljóst er að íslensk stjórnvöld geta ekki að óbreyttu, ein og óstudd, aflétt gjaldeyrishöftum og varið hagkerfi okkar og gjaldmiðil. Viðræðurnar við ESB eru því mikilvægur liður í því að tryggja farsæla lausn þessa mikla vanda. Það er málskilningur flestra Íslendinga sem lesið hafa stjórnarsáttmála núverandi ríkisstjórnar að það sé stefna hennar að spyrja þjóðina af því hvort að halda beri viðræðum við ESB áfram. Að minnsta kosti var það skýrt loforð Sjálfstæðisflokksins að íslenska þjóðina yrði spurð um framhald viðræðnanna á fyrri hluta þessa kjörtímabils. Það er mjög vanhugsuð aðgerð hjá ríkisstjórninni að slíta aðildarviðræðum við ESB – ekki síst á meðan hún hefur ekki komið fram með neinar útfærslur á því hvernig hún sjálf ætlar að leysa vandann sem við stöndum frammi fyrir. Hver verður peningastefnan – verður íslenska krónan framtíðargjaldmiðill okkar – í höftum að hluta eða til frambúðar? Hvernig náum við niður vaxtastiginu sem nauðsynlegt er til að örva fjárfestingu og skiptir skuldsett heimili ekki síður máli? Hvernig tryggjum við lægra vöru- og matvælaverð? Aðild ríkja að ESB snýr jú fyrst og fremst að því að tryggja sem best starfsskilyrði fyrirtækja og lífskjör almennings. Afar óábyrgt er af stjórnvöldum að útiloka fyrir fram einn fárra kosta sem vísa veginn út úr erfiðri stöðu íslensks atvinnulífs og heimila. Stjórnvöld verða að hafa heildarhagsmuni þjóðarinnar í huga í þessu máli, ekki sérhagsmuni fárra. Ljúkum aðildarviðræðum og metum samninginn þegar hann liggur fyrir ásamt fullmótuðum lausnum sem ríkisstjórnin hefur þá vonandi lagt á borðið. Við erum einfaldlega ekki í þeirri aðstöðu að fækkun valkosta sé skynsamleg.
Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson Skoðun
„Finnst ykkur skrýtið að ég mæti á Austurvöll – Pabba mínum var fórnað á altari niðurskurðar“ Davíð Bergmann Skoðun
Heimaþjónusta og velferðartækni: Lykillinn að sjálfbæru heilbrigðiskerfi Auður Guðmundsdóttir Skoðun
Skoðun Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson skrifar
Skoðun Stærðfræðikennari sem kann ekki að reikna? (Og getur ekki lært það!) Brynjólfur Þorvarðsson skrifar
Skoðun Íslendingar greiða sama hlutfall útgjalda í mat og Norðurlöndin Margrét Gísladóttir skrifar
Skoðun Heimaþjónusta og velferðartækni: Lykillinn að sjálfbæru heilbrigðiskerfi Auður Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun „Finnst ykkur skrýtið að ég mæti á Austurvöll – Pabba mínum var fórnað á altari niðurskurðar“ Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Hvers vegna skipta hagsmunir verslanakeðja meira máli en öryggi barna í Ásahverfi Reykjanesbæ? Ólafur Ívar Jónsson skrifar
Skoðun Kjarnorkuákvæðið: Neyðarhemill en ekki léttvægt leikfang popúlista Kristinn Karl Brynjarsson skrifar
Skoðun Ójafnvægi í jöfnunarkerfinu Anna Sigríður Guðnadóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Lovísa Jónsdóttir skrifar
Skoðun Krónan, Nettó, Hagkaup, Bónus - það er kominn tími á formlega sniðgöngu Helen Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Löggæslumál og aðstöðuleysi í Búðardal – ákall um viðbragð og aðgerðir Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar
Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson Skoðun
„Finnst ykkur skrýtið að ég mæti á Austurvöll – Pabba mínum var fórnað á altari niðurskurðar“ Davíð Bergmann Skoðun
Heimaþjónusta og velferðartækni: Lykillinn að sjálfbæru heilbrigðiskerfi Auður Guðmundsdóttir Skoðun