Bylting í Reykjavík Hjálmar Sveinsson skrifar 23. ágúst 2013 07:00 Undanfarin misseri hefur átt sér stað hljóðlát bylting í Reykjavík. Þetta er grasrótarbylting því það eru íbúarnir sjálfir sem standa fyrir henni. Hún felst í því að æ fleiri borgarbúar hafa sett á sig hlaupaskó og gönguskó og skokka um borgina. Reiðhjólafólki fjölgar að sama skapi með ævintýralegum hætti. Eftir vinnu á virkum dögum og um helgar er svo mikill fjöldi að hlaupa, ganga og hjóla á stígum borgarinnar, til að mynda á Ægisíðu og í Fossvogsdal, að það liggur við „umferðaröngþveiti“. Samt hefur stígakerfið verið tvöfaldað á þeim slóðum. En einmitt það hefur leitt til þess að þangað leita æ fleiri. Tölurnar tala sínu máli. Það kom fram í fréttum um daginn að fjöldi hjólreiðamanna í borginni hefur þrefaldast á fjórum árum. Að einhverju leyti gerist þetta af sjálfu sér því hjólreiðar eru í tísku vestan hafs og austan. En reynslan sýnir samt að það skiptir mjög miklu máli að borgaryfirvöld setji fram og framfylgi metnaðarfullri hjólreiðastefnu, eins og gert hefur verið í Reykjavík. Búið er leggja eins konar hjólahraðbraut meðfram Suðurlandsbraut, göngu og hjólabrú yfir Elliðaárósa er langt komin og verið er að leggja varanlega hjólastíga í Borgartúni, við Hverfisgötu, Frakkastíg og Sæmundargötu. Reykjavík hefur alla burði til að vera frábær hjólaborg, rétt eins og hún er frábær útivistarborg yfirleitt. Sama er að segja um borgarhlaupin. Þau eru í tísku. 214 hlauparar frá tíu löndum tóku þátt í fyrsta Reykjavíkurmaraþoninu árið 1984. Í fyrra voru þátttakendur 60 sinnum fleiri, eða 13.410. Það hefur heldur ekki gerst alveg af sjálfu sér. Íþróttafélög, Íþróttabandalag Reykjavíkur og fjöldi sjálfboðaliða hafa unnið markvisst að því árum saman, í góðri samvinnu við borgaryfirvöld, að gera Reykjavík að alvöru hlaupaborg. Sérfræðingar um lýðheilsu beina nú athygli sinni að skipulagi borganna. Hinn mikli áhugi á borgarhlaupum og hjólreiðum er áreiðanlega eitt af því besta sem gerst hefur í Reykjavík og öðrum borgum heimsins undanfarin misseri. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hjálmar Sveinsson Mest lesið Bönnum íþróttamót barna fyrir kl. 10 um helgar Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Eru landeigendur við Þjórsá huldufólk? Þorgerður María Þorbjarnardóttir Skoðun Eignarhaldsfélag Ingu og hirðin hennar Davíð Bergmann Skoðun Áskorun til Handknattleikssambands Íslands: Ekki keppa við lið Ísraels um sæti í Evrópumóti kvenna í handbolta í apríl 2025 Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Slökkvistarfið Eiríkur Hjálmarsson Skoðun Hverjir munu búa á Blikastaðalandi? Aldís Stefánsdóttir Skoðun Fæðuöryggi þjóðar, sláum í klárinn, togum í tauminn Helgi Eyleifur Þorvaldsson Skoðun Hvatning til heilbrigðisráðherra Halla Þorvaldsdóttir Skoðun Svar við greininni „Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu“ Hópur lækna Skoðun Verðmætasköpun með hugvitið að vopni Ingvar Hjálmarsson Skoðun Skoðun Skoðun Hverjir munu búa á Blikastaðalandi? Aldís Stefánsdóttir skrifar Skoðun Vatnamálalögin og Hvammsvirkjun: Almannaheill ? Mörður Árnason skrifar Skoðun Er húmanismi komin úr tísku? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Eru landeigendur við Þjórsá huldufólk? Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Við þurfum þjóðarstefnu Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Áskorun til Handknattleikssambands Íslands: Ekki keppa við lið Ísraels um sæti í Evrópumóti kvenna í handbolta í apríl 2025 Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Fögnum umræðunni um skólamál Hjördís B. Gestsdóttir skrifar Skoðun Ný ríkisstjórn, traust og athygli Guðmundur F. Magnússon skrifar Skoðun Verðmætasköpun með hugvitið að vopni Ingvar Hjálmarsson skrifar Skoðun Fæðuöryggi þjóðar, sláum í klárinn, togum í tauminn Helgi Eyleifur Þorvaldsson skrifar Skoðun Slökkvistarfið Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Hvatning til heilbrigðisráðherra Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Bönnum íþróttamót barna fyrir kl. 10 um helgar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Samtrygging verkalýðshreyfingar og samtaka atvinnulífsins í eftirlaunasjóðum launafólks Kári Jónsson skrifar Skoðun Húsnæði er forsenda bata Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Eignarhaldsfélag Ingu og hirðin hennar Davíð Bergmann skrifar Skoðun Í skugga misvægis atkvæðanna Örn Sigurðsson skrifar Skoðun Spurningar og svör um Evrópumál Jón Baldvin Hannibalsson skrifar Skoðun Skýr sýn og metnaður Hákon Stefánsson skrifar Skoðun Er samþykki barna túlkunaratriði? Ólöf Tara Harðardóttir skrifar Skoðun Allir geta drukknað en enginn þarf að drukkna Hildur Vattnes Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Agaleysi í íslenskum skólum - Kennarar þurfa valdið til baka Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Svar við greininni „Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu“ Hópur lækna skrifar Skoðun Fjórar leiðir til að verða besta útgáfan af þér Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Ferðalag sálna Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Ekkert samráð – ekkert traust Björg Eva Erlendsdóttir skrifar Skoðun Viðreisn, Sjálfstæðisflokkurinn og fátæka fólkið Yngvi Ómar Sighvatsson ,Jón Ferdínand Estherarson skrifar Skoðun Að vera með BRCA-stökkbreytingu Brynja Rún Sævarsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til foreldra í Stakkaborg Jónína Einarsdóttir skrifar Skoðun Rammaáætlun og Hvammsvirkjun: Heimilt en ekki skylt Mörður Árnason skrifar Sjá meira
Undanfarin misseri hefur átt sér stað hljóðlát bylting í Reykjavík. Þetta er grasrótarbylting því það eru íbúarnir sjálfir sem standa fyrir henni. Hún felst í því að æ fleiri borgarbúar hafa sett á sig hlaupaskó og gönguskó og skokka um borgina. Reiðhjólafólki fjölgar að sama skapi með ævintýralegum hætti. Eftir vinnu á virkum dögum og um helgar er svo mikill fjöldi að hlaupa, ganga og hjóla á stígum borgarinnar, til að mynda á Ægisíðu og í Fossvogsdal, að það liggur við „umferðaröngþveiti“. Samt hefur stígakerfið verið tvöfaldað á þeim slóðum. En einmitt það hefur leitt til þess að þangað leita æ fleiri. Tölurnar tala sínu máli. Það kom fram í fréttum um daginn að fjöldi hjólreiðamanna í borginni hefur þrefaldast á fjórum árum. Að einhverju leyti gerist þetta af sjálfu sér því hjólreiðar eru í tísku vestan hafs og austan. En reynslan sýnir samt að það skiptir mjög miklu máli að borgaryfirvöld setji fram og framfylgi metnaðarfullri hjólreiðastefnu, eins og gert hefur verið í Reykjavík. Búið er leggja eins konar hjólahraðbraut meðfram Suðurlandsbraut, göngu og hjólabrú yfir Elliðaárósa er langt komin og verið er að leggja varanlega hjólastíga í Borgartúni, við Hverfisgötu, Frakkastíg og Sæmundargötu. Reykjavík hefur alla burði til að vera frábær hjólaborg, rétt eins og hún er frábær útivistarborg yfirleitt. Sama er að segja um borgarhlaupin. Þau eru í tísku. 214 hlauparar frá tíu löndum tóku þátt í fyrsta Reykjavíkurmaraþoninu árið 1984. Í fyrra voru þátttakendur 60 sinnum fleiri, eða 13.410. Það hefur heldur ekki gerst alveg af sjálfu sér. Íþróttafélög, Íþróttabandalag Reykjavíkur og fjöldi sjálfboðaliða hafa unnið markvisst að því árum saman, í góðri samvinnu við borgaryfirvöld, að gera Reykjavík að alvöru hlaupaborg. Sérfræðingar um lýðheilsu beina nú athygli sinni að skipulagi borganna. Hinn mikli áhugi á borgarhlaupum og hjólreiðum er áreiðanlega eitt af því besta sem gerst hefur í Reykjavík og öðrum borgum heimsins undanfarin misseri.
Áskorun til Handknattleikssambands Íslands: Ekki keppa við lið Ísraels um sæti í Evrópumóti kvenna í handbolta í apríl 2025 Hjálmtýr Heiðdal Skoðun
Skoðun Áskorun til Handknattleikssambands Íslands: Ekki keppa við lið Ísraels um sæti í Evrópumóti kvenna í handbolta í apríl 2025 Hjálmtýr Heiðdal skrifar
Skoðun Samtrygging verkalýðshreyfingar og samtaka atvinnulífsins í eftirlaunasjóðum launafólks Kári Jónsson skrifar
Skoðun Agaleysi í íslenskum skólum - Kennarar þurfa valdið til baka Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Svar við greininni „Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu“ Hópur lækna skrifar
Skoðun Viðreisn, Sjálfstæðisflokkurinn og fátæka fólkið Yngvi Ómar Sighvatsson ,Jón Ferdínand Estherarson skrifar
Áskorun til Handknattleikssambands Íslands: Ekki keppa við lið Ísraels um sæti í Evrópumóti kvenna í handbolta í apríl 2025 Hjálmtýr Heiðdal Skoðun