Sigurgeir gafst upp á fordómum og fáfræði á Íslandi níunda áratugarins Þorgils Jónsson skrifar 24. ágúst 2013 11:00 Sigurgeir fann sig ekki á Íslandi níunda áratugarins og dvaldi um hríð í Þýskalandi þangað til hann flutti heim vegna veikinda. Hann var einn af fyrstu einstaklingunum sem létust úr alnæmi hér á landi. Mynd/úr einkasafni Umræðan sem spannst upp eftir Hinsegin daga og Gleðigönguna árlegu varpaði ákveðnu ljósi á að þrátt fyrir að mikið sé unnið virðist enn ekki sjálfsagt að hinsegin fólki á Íslandi sé unað að lifa sínu lífi á eigin forsendum. Anna Kristjánsdóttir lagði út frá þessum umræðum á bloggsíðu sinni og rifjaði upp viðhorfin sem voru ráðandi í íslensku samfélagi á níunda áratugnum. Í því sambandi minntist hún á atvik sem kunningi hennar, Sigurgeir að nafni, lenti í á sínum tíma. Sigurbjörg Sigurgeirsdóttir, systir Sigurgeirs, las færsluna og sendi Fréttablaðinu grein þar sem hún greindi frá afdrifum bróður síns. Færslu Önnu og grein Sigurbjargar má sjá hér að neðan.Anna KristjánsdóttirEnn um strákana á Borginni Færsla Önnu Kristjánsdóttur: Skrifuð hinn 12. ágúst 2013, að nýloknum Hinsegin dögum í Reykjavík á velstyran.blogspot.com Um og eftir helgina hafa tveir menn verið áberandi í umræðunni um hinsegin fólk og þá sérstaklega samkynhneigða stráka. Nöfn þeirra skipta í sjálfu sér ekki máli. Það vita það allir sem vilja vita og ég sé ekki ástæðu til að básúna út nöfn þeirra ef ske kynni að þeir sæju eftir orðum sínum. Ég fór hins vegar að velta fyrir mér orðum þeirra og nokkurs hóps fólks sem meðal annars hringdi inn á Bylgjuna eða tjáði sig í vefmiðlum til að lýsa yfir stuðningi við fordóma þessara manna og upp í hugann kom gamall pistill sem ég skrifaði fyrir nokkrum árum og sem ég birti hér lítið breyttan:Minning um strák Upp kom í hugann minning um strák sem var dæmigerður fyrir strákana á Borginni og sem ég kynntist á árunum eftir 1980. Hann var ungur og hann var með fallegustu strákum sem ég hef fyrirhitt um dagana. Stelpur voru mikið á eftir honum en hann hafði engan áhuga. Hann hét Sigurgeir og var stundum kallaður Flissfríður sem sagði heilmikið um karakterinn, enda hafði hann gaman af að leika stelpu og hann var hommi af guðs náð í samfélagi sem hataði þá.Laminn í Svörtu Maríu Á þessum árum voru enn skörp skil á milli kynjahlutverka og Sigurgeir fór ekki varhluta af þessum fordómum samfélagsins. Einhverju sinni var hann í kvenhlutverki og var að skemmta sér í miðborg Reykjavíkur og gengu lætin út í nokkrar öfgar, svo mjög að lögreglan sá ástæðu til aðgerða. Er lögreglumennirnir (sem voru greinilega ráðnir fyrir daga upplýsingar um mannlegt eðli) uppgötvuðu hvers kyns var, tóku þeir drenginn inn í Svörtu Maríu og tuskuðu til að hætti þess sem valdið hefur. Þetta hef ég eftir fólki sem var með honum en sem gat ekki hönd við reist þegar yfirvaldið var annars vegar og engin urðu kærumálin í kjölfarið. Sjálf var ég víðs fjarri, í útlöndum eða á hafi úti, og frétti ekki af þessu fyrr en löngu síðar. Sigurgeir bar sitt barr aldrei eftir þetta. Hann lést innan við ári síðar af öðrum völdum. [innsk. blm.: Anna vissi um banamein Sigurgeirs þegar hún skrifaði færsluna, en tók meðvitaða ákvörðun um að tíunda það ekki frekar.] Hans var sárt saknað af vinum sínum en fátt er hægt að gera nema að reyna að bæta skoðanir almennings á öðruvísi viðmiðum á kynhlutverkum og kynhneigð.Hélt sér á mottunni Á þessum árum var ég í krísu. Ég hafði gengið í gegnum misheppnað hjónaband og eignast þrjú börn en hafði ávallt upplifað mig á röngum stað í tilverunni. Ég átti að leika eitthvað sem ég var ekki, eitthvað sem var fjarri eðli mínu. Kynni mín af Sigurgeir kenndu mér að halda mér á mottunni, að gæta hófsemi og auglýsa ekki eðli mitt. Úr því yfirvöldin beittu þá sem ekki voru jafnöfgakenndir og ég taldist vera á þessum tíma slíku harðræði sem raun bar vitni, hvernig færu þeir þá að mér? Ég tók enga áhættu og flúði land nokkru síðar, þó ekki af þessum ástæðum sem þó voru ærnar…Fórnarlamb fordóma Ég vil taka fram að ég hefi löngum átt ágætis samstarf við lögregluna, bæði á Íslandi og í Svíþjóð, og veit engan þann starfandi lögreglumann á Norðurlöndum í dag sem vildi feta í fótspor félaga sinna fyrir tveimur áratugum, en hugsið ykkur. Það eru bara 27 ár síðan Sigurgeir var laminn af lögreglunni á Lindargötunni í Reykjavík. Það er ástæða til að minnast Sigurgeirs í dag. Hann var eitt af fórnarlömbum fordóma gegn samkynhneigðum og hann komst aldrei í gleðigöngu. Hann varð aldrei aðnjótandi mannréttinda sem flestum þykja eðlileg í dag en varð iðulega fyrir barðinu á ofbeldi og fordómum gamalla nöldurseggja af því tagi sem nú sjá ofbeldi í kærleika milli tveggja einstaklinga af sama kyni.Fagna áföngum en baráttunni er ekki lokið Gleðiganga hinsegin fólks er ekki bara gleðiganga. Hún er til að fagna áföngum sem hafa náðst en er um leið hvatning til fólks um að taka okkur í sátt, ekki aðeins í Reykjavík heldur um allan heim. Þar vantar mikið upp á og því er gleðigangan nauðsynleg og því fjölmennari sem hún er, því sterkari skilaboð erum við að senda út til heimsbyggðarinnar. Við þurfum einnig að hvetja alla sem geta til að taka þátt í mannréttindastarfi Samtakanna 78 með því að skrá sig sem félaga og sýna þar með gömlu nöldurseggjunum að fordómar þeirra verði ekki liðnir í framtíðinni. Þegar Bubbi Morthens gaf út lagið sitt um Strákana á Borginni varð viðhorfsbylting í viðhorfi til samkynhneigðra á Íslandi. Hegðun gömlu nöldurseggjanna sýnir að hvergi má slaka á. Baráttunni er ekki lokið.Sigurbjörg SigurgeirsdóttirAf afdrifum Sigurgeirs Sigurbjörg Sigurgeirsdóttir skrifar um bróður sinn, Sigurgeir Þórðarson heitinn. Þetta er grein um Sigurgeir, unga manninn sem laganna verðir lömdu og tuktuðu til inni í Svörtu Maríu hér um árið. Fjölskylda Sigurgeirs frétti fyrst af þeim atburði í pistli Önnu Kristjánsdóttur í ágúst 2013. Sigurgeir var yngri bróðir minn. Af athugasemdum við pistil Önnu má ráða að margir hafi munað eftir Sigurgeiri frá þessum tíma, en fæstir vitað hvað varð um hann. Sumarið 1972 var Sigurgeir lítill drengur sumarlangt í sveit hjá góðu fólki í Skagafirði. Þá fékk ég bréf: Sæl Silla mín. Mér líður vel. Ég var í stuttbuxum í gær. Haukur er byrjaður að slá. Það eru komnir aðrir krakkar og það er ekkert gaman. Ég á lítið bú. Ég er búinn að gera garð við búið mitt. Það eru komnar nýjar rólur. Strákarnir eiga nýjan fótboltavöll. Þinn Sigurgeir, bless.Fann sér ekki stað á ÍslandiAllir sem þekktu Sigurgeir vissu hvers kyns var. Það var ekki fyrir honum haft. Sigurgeir var enginn engill frekar en við hin. Hann var hugmyndaríkur og gat verið hrekkjalómur hinn mesti. Flest var það græskulaust grín. Þessi ungi og kvenlegi karlmaður fann ekki sinn stað í tilverunni hér á Íslandi níunda áratugarins. Meðfylgjandi mynd af Sigurgeiri (hér að ofan) tók ég þremur dögum áður en hann fór með vinum sínum í ferð um Evrópu vorið 1986. Hann sagði mér þá að hann hygðist ekki koma aftur til Íslands. Hann varð eftir í Lindau í Þýskalandi og hóf þar störf á hjúkrunarheimili við umönnun aldraðra. Hann bjó hjá aldraðri konu, Adelheid zu Eulenburg, sem reyndist vera systir Richard von Weizsacker, þá forseta Vestur-Þýskalands. Adelheid tók miklu ástfóstri við Sigurgeir og þar var hann í góðu yfirlæti á ættarheimili Weizsacker-fjölskyldunnar uns hann neyddist til að snúa heim fárveikur um haustið. Lést úr eyðni í faðmi fjölskyldunnarSigurgeir lagðist tvisvar inn á sérbúna sjúkrastofu fyrir eyðnismitaða sjúklinga á Landspítala áður en hann lést í faðmi móður sinnar á heimili fjölskyldunnar í Reykjavík 19. febrúar 1987, aðeins 22 ára. Eftir seinni sjúkrahúsinnlögnina var hann staðráðinn í því að hafna rannsóknum og meðferð og fara ekki aftur á sjúkrahús. Hann gat ekki hugsað sér að verða svo veikur að hann myndi ekki þekkja okkur fjölskylduna sem hugsuðum um hann. Rétt fyrir andlátið tók hann af mér nokkur loforð. Eitt var að þiggja boð Adelheid og fara með móður okkar til Lindau og sýna henni það sem hann hafði langað svo mikið til að sýna henni.Söng íslensk vögguljóð fyrir aldraða ÞjóðverjaSumarið 1988 nutum við móðir mín gestrisni og hlýju Adelheid í þessu þrjú hundruð ára gamla húsi Weizsacker-fjölskyldunnar á hæðinni fyrir ofan Lindau. Einn daginn heimsóttum við hjúkrunarheimilið þar sem Sigurgeir hafði unnið og hittum þar forstöðumanninn. Hann sagði okkur að Sigurgeir hefði verið sérstakur starfsmaður. Hann hefði t.d. haft þann sið þegar róa þurfti órólega íbúa heimilisins að taka þá í faðminn og syngja íslensk vögguljóð sem smám saman urðu kunnugleg stef í eyrum íbúanna. Í einni vaktaskýrslunni hafði hjúkrunarkona skráð fyrstu línur ljóðsins: „Sofðu unga ástin mín, úti regnið grætur…“. Þegar ég spurði Adelheid hvort hún vildi vita um dánarorsökina leit hún ákveðin á mig og sagði: „Þú þarft ekki að segja meira. Geiri er dáinn og það er sorglegt. Hann var ljúfur drengur.“ Adelheid er nú látin en vináttan við dóttur hennar og tengdason, Apolloniu og Martin Heisenberg, son Werner Heisenbergs, samstarfsmanns hins danska Niels Bohrs sem leikrit Michael Frayns, Copenhagen, gerði skil, stendur enn. Þessi vinátta sem einkennist af visku, innsýn og æðruleysi þeirra sem mótast hafa af öllu því sem fylgir nálægðinni við völd, áhrif og heimssögulega atburði hefur haft djúp og varanleg áhrif á mig. Þessa vináttu og margt fleira á ég Sigurgeiri að þakka. Umræðan einkenndist af hræðslu og fáfræðiMeðan Sigurgeir beið endalokanna einkenndist umræðan hér á Íslandi af hræðslu og fáfræði um eyðni og eyðnismithættu. Þetta lagðist þungt á Sigurgeir. Oft spurði hann mig hvað hann hefði gert rangt og hvernig hann hefði eiginlega átt að vera. Nokkrum klukkustundum fyrir andlátið bað hann mig fyrir bréf sem hann vildi að ég læsi fyrir fjölskylduna þegar hann væri „farinn“. Mér þykir svo hræðilegt að þetta skyldi koma fyrir. Mér þykir vænt um ykkur öll. Ég missti stjórn á óttanum, ég veit bara ekki hvað verður um mig og það finnst mér hræðilegt. Góður Guð styrki ykkur, í Jesú nafni, amen. Ykkar Sigurgeir.…Ó mamma, fyrirgefðu mér. Ég veit ekkert hvað ég á að segja, ég vona til Guðs að hann styrki ykkur öll.Það var sárt að missa Sigurgeir og erfitt að syrgja hann í felum. Sorgin hefur sinn gang frammi fyrir leyndardómum lífs og dauða, en vitundin um það að Sigurgeir hafi dáið með sektarkennd vegna þess hver hann var og hvernig komið var fyrir honum gerði sorgina að sársauka sem náði langt út yfir missinn og tómið sem tók við að honum gengnum. Hinsegin Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi Innlent „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Innlent Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Innlent Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Innlent Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Erlent Fleiri fréttir Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Boða verkföll í tíu leikskólum í desember Í beinni frá gosstöðvum, undrun á vegferð seðlabankans og lokasprettur Atburðarás gærdagsins í myndum Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Virkni í þremur gígum og mest í miðjunni Mikill meirihluti vill ekki sjá sjókvíaeldi í Seyðisfirði Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi FA klagar Willum Þór til umboðsmanns Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Bílar og byggingariðnaður losar mest í Reykjavík „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Rokk og ról í Rockville holunni frestast fram í janúar Framsókn með þriggja prósenta fylgi í borginni Gist í um tuttugu húsum í Grindavík Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun Sjá meira
Umræðan sem spannst upp eftir Hinsegin daga og Gleðigönguna árlegu varpaði ákveðnu ljósi á að þrátt fyrir að mikið sé unnið virðist enn ekki sjálfsagt að hinsegin fólki á Íslandi sé unað að lifa sínu lífi á eigin forsendum. Anna Kristjánsdóttir lagði út frá þessum umræðum á bloggsíðu sinni og rifjaði upp viðhorfin sem voru ráðandi í íslensku samfélagi á níunda áratugnum. Í því sambandi minntist hún á atvik sem kunningi hennar, Sigurgeir að nafni, lenti í á sínum tíma. Sigurbjörg Sigurgeirsdóttir, systir Sigurgeirs, las færsluna og sendi Fréttablaðinu grein þar sem hún greindi frá afdrifum bróður síns. Færslu Önnu og grein Sigurbjargar má sjá hér að neðan.Anna KristjánsdóttirEnn um strákana á Borginni Færsla Önnu Kristjánsdóttur: Skrifuð hinn 12. ágúst 2013, að nýloknum Hinsegin dögum í Reykjavík á velstyran.blogspot.com Um og eftir helgina hafa tveir menn verið áberandi í umræðunni um hinsegin fólk og þá sérstaklega samkynhneigða stráka. Nöfn þeirra skipta í sjálfu sér ekki máli. Það vita það allir sem vilja vita og ég sé ekki ástæðu til að básúna út nöfn þeirra ef ske kynni að þeir sæju eftir orðum sínum. Ég fór hins vegar að velta fyrir mér orðum þeirra og nokkurs hóps fólks sem meðal annars hringdi inn á Bylgjuna eða tjáði sig í vefmiðlum til að lýsa yfir stuðningi við fordóma þessara manna og upp í hugann kom gamall pistill sem ég skrifaði fyrir nokkrum árum og sem ég birti hér lítið breyttan:Minning um strák Upp kom í hugann minning um strák sem var dæmigerður fyrir strákana á Borginni og sem ég kynntist á árunum eftir 1980. Hann var ungur og hann var með fallegustu strákum sem ég hef fyrirhitt um dagana. Stelpur voru mikið á eftir honum en hann hafði engan áhuga. Hann hét Sigurgeir og var stundum kallaður Flissfríður sem sagði heilmikið um karakterinn, enda hafði hann gaman af að leika stelpu og hann var hommi af guðs náð í samfélagi sem hataði þá.Laminn í Svörtu Maríu Á þessum árum voru enn skörp skil á milli kynjahlutverka og Sigurgeir fór ekki varhluta af þessum fordómum samfélagsins. Einhverju sinni var hann í kvenhlutverki og var að skemmta sér í miðborg Reykjavíkur og gengu lætin út í nokkrar öfgar, svo mjög að lögreglan sá ástæðu til aðgerða. Er lögreglumennirnir (sem voru greinilega ráðnir fyrir daga upplýsingar um mannlegt eðli) uppgötvuðu hvers kyns var, tóku þeir drenginn inn í Svörtu Maríu og tuskuðu til að hætti þess sem valdið hefur. Þetta hef ég eftir fólki sem var með honum en sem gat ekki hönd við reist þegar yfirvaldið var annars vegar og engin urðu kærumálin í kjölfarið. Sjálf var ég víðs fjarri, í útlöndum eða á hafi úti, og frétti ekki af þessu fyrr en löngu síðar. Sigurgeir bar sitt barr aldrei eftir þetta. Hann lést innan við ári síðar af öðrum völdum. [innsk. blm.: Anna vissi um banamein Sigurgeirs þegar hún skrifaði færsluna, en tók meðvitaða ákvörðun um að tíunda það ekki frekar.] Hans var sárt saknað af vinum sínum en fátt er hægt að gera nema að reyna að bæta skoðanir almennings á öðruvísi viðmiðum á kynhlutverkum og kynhneigð.Hélt sér á mottunni Á þessum árum var ég í krísu. Ég hafði gengið í gegnum misheppnað hjónaband og eignast þrjú börn en hafði ávallt upplifað mig á röngum stað í tilverunni. Ég átti að leika eitthvað sem ég var ekki, eitthvað sem var fjarri eðli mínu. Kynni mín af Sigurgeir kenndu mér að halda mér á mottunni, að gæta hófsemi og auglýsa ekki eðli mitt. Úr því yfirvöldin beittu þá sem ekki voru jafnöfgakenndir og ég taldist vera á þessum tíma slíku harðræði sem raun bar vitni, hvernig færu þeir þá að mér? Ég tók enga áhættu og flúði land nokkru síðar, þó ekki af þessum ástæðum sem þó voru ærnar…Fórnarlamb fordóma Ég vil taka fram að ég hefi löngum átt ágætis samstarf við lögregluna, bæði á Íslandi og í Svíþjóð, og veit engan þann starfandi lögreglumann á Norðurlöndum í dag sem vildi feta í fótspor félaga sinna fyrir tveimur áratugum, en hugsið ykkur. Það eru bara 27 ár síðan Sigurgeir var laminn af lögreglunni á Lindargötunni í Reykjavík. Það er ástæða til að minnast Sigurgeirs í dag. Hann var eitt af fórnarlömbum fordóma gegn samkynhneigðum og hann komst aldrei í gleðigöngu. Hann varð aldrei aðnjótandi mannréttinda sem flestum þykja eðlileg í dag en varð iðulega fyrir barðinu á ofbeldi og fordómum gamalla nöldurseggja af því tagi sem nú sjá ofbeldi í kærleika milli tveggja einstaklinga af sama kyni.Fagna áföngum en baráttunni er ekki lokið Gleðiganga hinsegin fólks er ekki bara gleðiganga. Hún er til að fagna áföngum sem hafa náðst en er um leið hvatning til fólks um að taka okkur í sátt, ekki aðeins í Reykjavík heldur um allan heim. Þar vantar mikið upp á og því er gleðigangan nauðsynleg og því fjölmennari sem hún er, því sterkari skilaboð erum við að senda út til heimsbyggðarinnar. Við þurfum einnig að hvetja alla sem geta til að taka þátt í mannréttindastarfi Samtakanna 78 með því að skrá sig sem félaga og sýna þar með gömlu nöldurseggjunum að fordómar þeirra verði ekki liðnir í framtíðinni. Þegar Bubbi Morthens gaf út lagið sitt um Strákana á Borginni varð viðhorfsbylting í viðhorfi til samkynhneigðra á Íslandi. Hegðun gömlu nöldurseggjanna sýnir að hvergi má slaka á. Baráttunni er ekki lokið.Sigurbjörg SigurgeirsdóttirAf afdrifum Sigurgeirs Sigurbjörg Sigurgeirsdóttir skrifar um bróður sinn, Sigurgeir Þórðarson heitinn. Þetta er grein um Sigurgeir, unga manninn sem laganna verðir lömdu og tuktuðu til inni í Svörtu Maríu hér um árið. Fjölskylda Sigurgeirs frétti fyrst af þeim atburði í pistli Önnu Kristjánsdóttur í ágúst 2013. Sigurgeir var yngri bróðir minn. Af athugasemdum við pistil Önnu má ráða að margir hafi munað eftir Sigurgeiri frá þessum tíma, en fæstir vitað hvað varð um hann. Sumarið 1972 var Sigurgeir lítill drengur sumarlangt í sveit hjá góðu fólki í Skagafirði. Þá fékk ég bréf: Sæl Silla mín. Mér líður vel. Ég var í stuttbuxum í gær. Haukur er byrjaður að slá. Það eru komnir aðrir krakkar og það er ekkert gaman. Ég á lítið bú. Ég er búinn að gera garð við búið mitt. Það eru komnar nýjar rólur. Strákarnir eiga nýjan fótboltavöll. Þinn Sigurgeir, bless.Fann sér ekki stað á ÍslandiAllir sem þekktu Sigurgeir vissu hvers kyns var. Það var ekki fyrir honum haft. Sigurgeir var enginn engill frekar en við hin. Hann var hugmyndaríkur og gat verið hrekkjalómur hinn mesti. Flest var það græskulaust grín. Þessi ungi og kvenlegi karlmaður fann ekki sinn stað í tilverunni hér á Íslandi níunda áratugarins. Meðfylgjandi mynd af Sigurgeiri (hér að ofan) tók ég þremur dögum áður en hann fór með vinum sínum í ferð um Evrópu vorið 1986. Hann sagði mér þá að hann hygðist ekki koma aftur til Íslands. Hann varð eftir í Lindau í Þýskalandi og hóf þar störf á hjúkrunarheimili við umönnun aldraðra. Hann bjó hjá aldraðri konu, Adelheid zu Eulenburg, sem reyndist vera systir Richard von Weizsacker, þá forseta Vestur-Þýskalands. Adelheid tók miklu ástfóstri við Sigurgeir og þar var hann í góðu yfirlæti á ættarheimili Weizsacker-fjölskyldunnar uns hann neyddist til að snúa heim fárveikur um haustið. Lést úr eyðni í faðmi fjölskyldunnarSigurgeir lagðist tvisvar inn á sérbúna sjúkrastofu fyrir eyðnismitaða sjúklinga á Landspítala áður en hann lést í faðmi móður sinnar á heimili fjölskyldunnar í Reykjavík 19. febrúar 1987, aðeins 22 ára. Eftir seinni sjúkrahúsinnlögnina var hann staðráðinn í því að hafna rannsóknum og meðferð og fara ekki aftur á sjúkrahús. Hann gat ekki hugsað sér að verða svo veikur að hann myndi ekki þekkja okkur fjölskylduna sem hugsuðum um hann. Rétt fyrir andlátið tók hann af mér nokkur loforð. Eitt var að þiggja boð Adelheid og fara með móður okkar til Lindau og sýna henni það sem hann hafði langað svo mikið til að sýna henni.Söng íslensk vögguljóð fyrir aldraða ÞjóðverjaSumarið 1988 nutum við móðir mín gestrisni og hlýju Adelheid í þessu þrjú hundruð ára gamla húsi Weizsacker-fjölskyldunnar á hæðinni fyrir ofan Lindau. Einn daginn heimsóttum við hjúkrunarheimilið þar sem Sigurgeir hafði unnið og hittum þar forstöðumanninn. Hann sagði okkur að Sigurgeir hefði verið sérstakur starfsmaður. Hann hefði t.d. haft þann sið þegar róa þurfti órólega íbúa heimilisins að taka þá í faðminn og syngja íslensk vögguljóð sem smám saman urðu kunnugleg stef í eyrum íbúanna. Í einni vaktaskýrslunni hafði hjúkrunarkona skráð fyrstu línur ljóðsins: „Sofðu unga ástin mín, úti regnið grætur…“. Þegar ég spurði Adelheid hvort hún vildi vita um dánarorsökina leit hún ákveðin á mig og sagði: „Þú þarft ekki að segja meira. Geiri er dáinn og það er sorglegt. Hann var ljúfur drengur.“ Adelheid er nú látin en vináttan við dóttur hennar og tengdason, Apolloniu og Martin Heisenberg, son Werner Heisenbergs, samstarfsmanns hins danska Niels Bohrs sem leikrit Michael Frayns, Copenhagen, gerði skil, stendur enn. Þessi vinátta sem einkennist af visku, innsýn og æðruleysi þeirra sem mótast hafa af öllu því sem fylgir nálægðinni við völd, áhrif og heimssögulega atburði hefur haft djúp og varanleg áhrif á mig. Þessa vináttu og margt fleira á ég Sigurgeiri að þakka. Umræðan einkenndist af hræðslu og fáfræðiMeðan Sigurgeir beið endalokanna einkenndist umræðan hér á Íslandi af hræðslu og fáfræði um eyðni og eyðnismithættu. Þetta lagðist þungt á Sigurgeir. Oft spurði hann mig hvað hann hefði gert rangt og hvernig hann hefði eiginlega átt að vera. Nokkrum klukkustundum fyrir andlátið bað hann mig fyrir bréf sem hann vildi að ég læsi fyrir fjölskylduna þegar hann væri „farinn“. Mér þykir svo hræðilegt að þetta skyldi koma fyrir. Mér þykir vænt um ykkur öll. Ég missti stjórn á óttanum, ég veit bara ekki hvað verður um mig og það finnst mér hræðilegt. Góður Guð styrki ykkur, í Jesú nafni, amen. Ykkar Sigurgeir.…Ó mamma, fyrirgefðu mér. Ég veit ekkert hvað ég á að segja, ég vona til Guðs að hann styrki ykkur öll.Það var sárt að missa Sigurgeir og erfitt að syrgja hann í felum. Sorgin hefur sinn gang frammi fyrir leyndardómum lífs og dauða, en vitundin um það að Sigurgeir hafi dáið með sektarkennd vegna þess hver hann var og hvernig komið var fyrir honum gerði sorgina að sársauka sem náði langt út yfir missinn og tómið sem tók við að honum gengnum.
Hinsegin Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi Innlent „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Innlent Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Innlent Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Innlent Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Erlent Fleiri fréttir Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Boða verkföll í tíu leikskólum í desember Í beinni frá gosstöðvum, undrun á vegferð seðlabankans og lokasprettur Atburðarás gærdagsins í myndum Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Virkni í þremur gígum og mest í miðjunni Mikill meirihluti vill ekki sjá sjókvíaeldi í Seyðisfirði Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi FA klagar Willum Þór til umboðsmanns Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Bílar og byggingariðnaður losar mest í Reykjavík „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Rokk og ról í Rockville holunni frestast fram í janúar Framsókn með þriggja prósenta fylgi í borginni Gist í um tuttugu húsum í Grindavík Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun Sjá meira