Vingjarnlegir veitingastaðir Sigursteinn Másson og Rannveig Grétarsdóttir skrifar 26. ágúst 2013 08:45 Hátt í sextíu veitingastaðir á Íslandi hafa nú límmiða við innganginn þar sem á stendur: Whale Friendly – We don"t sell whale meat. Skilaboðunum er ætlað að vera upplýsandi fyrir mögulega gesti veitingastaðanna sem margir vilja heldur snæða þar sem hvalkjöt er ekki á boðstólum. IFAW-samtökin og Hvalaskoðunarsamtök Íslands standa sameiginlega að verkefninu. Talsmaður hrefnuveiðimanna hefur brugðist illa við og sagt þetta vera atvinnuróg. Víða um bæinn má sjá regnbogafánann í gluggum veitingastaða auk áletrunarinnar Gay Friendly. Það er yfirlýsing viðkomandi staða um að samkynhneigðir séu velkomnir. Ef Whale Friendly er atvinnurógur gagnvart hvalveiðum, hvaða atvinnurógur felst þá í merkingunni Gay Friendly? Gagnrýnin er fráleit. Staðreyndin er sú að með því að merkja sig vingjarnlega gagnvart hvölum eru viðkomandi veitingastaðir einfaldlega að veita viðskiptavinum sjálfsagðar upplýsingar. Samtök ferðaþjónustunnar hafa ítrekað ályktað gegn hvalveiðum. Hrefnuveiðar, sem eru afar lítil atvinnugrein, hafa neikvæð áhrif á ferðaþjónustu og heildarhagsmuni Íslands. Hver og einn veitingastaður setur Whale Friendly-merkimiða við innganginn á eigin forsendum. Sumir eru andvígir hvalveiðum, aðrir vilja einfaldlega upplýsa viðskiptavini sína um að þessi afurð sé ekki á þeirra matseðlum. Það þarf kjark og sjálfstraust til að rísa upp gegn hinum viðteknu ranghugmyndum um ágæti hrefnuveiða við Ísland. Fleiri og fleiri eru að átta sig á því að veiðarnar eru misheppnaðar og eiga sér enga framtíð, enda lýstu hrefnuveiðimenn því sjálfir yfir við upphaf atvinnuveiðanna árið 2006 að þeim yrði sjálfhætt ef ekki fyndust erlendir markaðir. Þeir eru hvergi og ekkert sem bendir til að það breytist. Það væri því nær að menn horfðust í augu við raunveruleikann í stað þess að atast í veitingamönnum sem hafa kjark og vilja til að sýna samstöðu með ferðaþjónustunni í landinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sigursteinn Másson Mest lesið Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum Fida Abu Libdeh Skoðun Bob Marley og íslenskar kosningar Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Örvæntingarfullur maður sker út grasker Þórður Snær Júlíusson Skoðun Kjaftæði Elliði Vignisson Skoðun Stóri grænþvotturinn Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Vitsmunaleg vanstilling í boði ungra Sjálfstæðiskvenna Erna Mist Skoðun Falleinkunn fyrrum forseta Vilhjálmur Þorsteinsson,Viktor Orri Valgarðsson Skoðun Fólk eða fífl? Anna Gunndís Guðmundsdóttir Skoðun Verklausi milljónakennarinn Þórunn Sveinbjarnardóttir Skoðun Ólögleg meðvirkni lækna Teitur Ari Theodórsson Skoðun Skoðun Skoðun Stóri grænþvotturinn Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Örvæntingarfullur maður sker út grasker Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Vill íslenska þjóðin halda í einmenninguna? Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Inngilding eða „aðskilnaður“? Jasmina Vajzović Crnac skrifar Skoðun Vonin má aldrei deyja Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum Fida Abu Libdeh skrifar Skoðun Um áhrif niðurskurðar á fjárlögum 2025 til kvikmyndagerðar og lista Steingrímur Dúi Másson skrifar Skoðun Bob Marley og íslenskar kosningar Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar Skoðun Fólk eða fífl? Anna Gunndís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Eru til lausnir við mönnunarvanda heilsugæslunnar? Gunnlaugur Már Briem skrifar Skoðun Er eitthvað mál að handtaka börn? Elsa Bára Traustadóttir skrifar Skoðun Er ferðaþjónusta útlendingavandamál? Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Íslenska kerfið framleiðir afbrotamenn Ágústa Ágústsdóttir skrifar Skoðun Ekki fokka þessu upp! Gunnar Dan Wiium skrifar Skoðun Kosningaloforð og hvað svo? Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Fólk, fjárfestingar og framfarir Baldur Thorlacius skrifar Skoðun Húsnæðis- og skipulagsmál Anna Sofía Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Falleinkunn fyrrum forseta Vilhjálmur Þorsteinsson,Viktor Orri Valgarðsson skrifar Skoðun Séreignarsparnaður nauðsynlegur valkostur til að létta greiðslubyrði Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Skattlögð þegar við þénum, eigum og eyðum Aron H. Steinsson skrifar Skoðun Kjaftæði Elliði Vignisson skrifar Skoðun Vitsmunaleg vanstilling í boði ungra Sjálfstæðiskvenna Erna Mist skrifar Skoðun Lítið gert úr áhyggjum íbúa Ölfuss og annarra landsmanna Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Kyrrstöðuna verður að rjúfa! Lausn fyrir verðandi innviðaráðherra Sigþór Sigurðsson skrifar Skoðun Íslenskan og menningararfurinn Sólveig Dagmar Þórisdóttir skrifar Skoðun Mannúðlegri úrræði Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Læknar á landsbyggðinni Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Íslensk verðtrygging á mannamáli! Elín Íris Fanndal Jónasdóttir skrifar Skoðun Varðhundar kerfisins Lára Herborg Ólafsdóttir skrifar Skoðun Mótum stefnu um iðn- og tæknimenntun á Íslandi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Sjá meira
Hátt í sextíu veitingastaðir á Íslandi hafa nú límmiða við innganginn þar sem á stendur: Whale Friendly – We don"t sell whale meat. Skilaboðunum er ætlað að vera upplýsandi fyrir mögulega gesti veitingastaðanna sem margir vilja heldur snæða þar sem hvalkjöt er ekki á boðstólum. IFAW-samtökin og Hvalaskoðunarsamtök Íslands standa sameiginlega að verkefninu. Talsmaður hrefnuveiðimanna hefur brugðist illa við og sagt þetta vera atvinnuróg. Víða um bæinn má sjá regnbogafánann í gluggum veitingastaða auk áletrunarinnar Gay Friendly. Það er yfirlýsing viðkomandi staða um að samkynhneigðir séu velkomnir. Ef Whale Friendly er atvinnurógur gagnvart hvalveiðum, hvaða atvinnurógur felst þá í merkingunni Gay Friendly? Gagnrýnin er fráleit. Staðreyndin er sú að með því að merkja sig vingjarnlega gagnvart hvölum eru viðkomandi veitingastaðir einfaldlega að veita viðskiptavinum sjálfsagðar upplýsingar. Samtök ferðaþjónustunnar hafa ítrekað ályktað gegn hvalveiðum. Hrefnuveiðar, sem eru afar lítil atvinnugrein, hafa neikvæð áhrif á ferðaþjónustu og heildarhagsmuni Íslands. Hver og einn veitingastaður setur Whale Friendly-merkimiða við innganginn á eigin forsendum. Sumir eru andvígir hvalveiðum, aðrir vilja einfaldlega upplýsa viðskiptavini sína um að þessi afurð sé ekki á þeirra matseðlum. Það þarf kjark og sjálfstraust til að rísa upp gegn hinum viðteknu ranghugmyndum um ágæti hrefnuveiða við Ísland. Fleiri og fleiri eru að átta sig á því að veiðarnar eru misheppnaðar og eiga sér enga framtíð, enda lýstu hrefnuveiðimenn því sjálfir yfir við upphaf atvinnuveiðanna árið 2006 að þeim yrði sjálfhætt ef ekki fyndust erlendir markaðir. Þeir eru hvergi og ekkert sem bendir til að það breytist. Það væri því nær að menn horfðust í augu við raunveruleikann í stað þess að atast í veitingamönnum sem hafa kjark og vilja til að sýna samstöðu með ferðaþjónustunni í landinu.
Skoðun Um áhrif niðurskurðar á fjárlögum 2025 til kvikmyndagerðar og lista Steingrímur Dúi Másson skrifar
Skoðun Séreignarsparnaður nauðsynlegur valkostur til að létta greiðslubyrði Kolbrún Halldórsdóttir skrifar
Skoðun Lítið gert úr áhyggjum íbúa Ölfuss og annarra landsmanna Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar