Hversu margra lífa er listin virði? Kári Finnsson skrifar 7. september 2013 06:00 Fyrir tæpum tveimur mánuðum óskaði Detroit-borg í Bandaríkjunum eftir gjaldþrotaskiptum og fól sú beiðni í sér stærsta gjaldþrot í sögu Bandaríkjanna. Gjaldþrotið er metið eftir skuldum sem nema tæplega 20 milljörðum Bandaríkjadollara (til samanburðar er verg landsframleiðsla Íslands í kringum 14 milljarðar Bandaríkjadollara). Ljóst þykir að sækja þarf víða í innviði borgarinnar til að greiða upp skuldir hennar, en meðal eigna borgarinnar eru stórmerkileg listaverk í Detroit Institute of Art-safninu. Á meðal þeirra listaverka sem eru í eigu safnsins eru verðmæt málverk eftir Rembrandt, Matisse, van Gogh og Picasso – svo að örfáir listamenn séu nefndir – og það er álitið eitt af stærstu og mikilvægustu söfnum Bandaríkjanna. Safneignin hefur samkvæmt ýmsum heimildum verið metin á yfir milljarð Bandaríkjadollara og safnstjórinn, Graham Beal, hefur látið hafa eftir sér að sala á safneigninni jafngildi lokun safnsins. Engu að síður hafa ýmsir áhyggjufullir borgarbúar Detroit klórað sér í hausnum og spurt sig: „Hversu margra lífa virði er verk eftir Rembrandt?“ Vert er að hafa þessi vandamál Detroit-borgar í huga þegar við lesum nýlegt lesendabréf Kolbrúnar Halldórsdóttur, forseta Bandalags íslenskra listamanna, og ummæli Gríms Gíslasonar, formanns kjördæmisráðs Sjálfstæðisflokksins í Suðurkjördæmi, um niðurskurð til menningarmála. Vandinn er í senn einfaldur og flókinn: Ríkið þarf að skera niður og megnið af menningarstarfsemi Íslands er háð ríkisstyrkjum.Umræða á villigötum Þau hafa bæði rangt fyrir sér. Grímur áttar sig ekki á því að þegar hann skellir sér á popptónleika þá hlustar hann yfirleitt á hljómsveitir sem eru styrktar af ríkinu með einum eða öðrum hætti, hvort sem það er í gegnum styrki til útflutnings eða upptöku á tónlist þeirra. Hann virðist einnig ekki skilja að ef listir eru alfarið háðar duttlungum markaðsafla þá er mjög takmarkaður vettvangur fyrir tilraunamennsku og nýsköpun í listum, sem er einmitt nákvæmlega það sem hefur gert íslenskar listir einstakar og eftirsóknarverðar. Kolbrún nefnir máli sínu til stuðnings að skapandi greinar velti í kringum 190 milljörðum króna, en þar eru meðtaldar greinar sem þurfa mismikinn stuðning frá ríkinu og skila að sama skapi afar mismiklum arði. Þótt þessi háa velta sé fagnaðarefni þá er hæpið að nota hana sem mælikvarða á velgengni lista og menningar á Íslandi í heild sinni. Ástæðan er sú að sumar skapandi greinar, líkt og til dæmis tölvuleikjagerð CCP (sem er stór hluti heildarveltunnar) þrífst mjög vel í markaðsumhverfi og getur skilað miklum arði á meðan aðrar greinar gera það ekki. Ef við skilyrðum styrkveitingu ríkisins til lista út frá veltu þeirra eða útflutningsverðmæti, þá er hætta á að listsköpun sem skilar litlum tekjum og öðlast ekki miklar vinsældir mæti afgangi og hljóti ekki þann stuðning sem hún þarf. Íslensk danslist ætti t.d. ekki auðvelt uppdráttar ef stuðningur við hana væri háður því að hún skilaði háum tekjum. Þessi hugsunarháttur, þótt hann geti jafnvel leitt af sér frekari styrki, gefur til kynna að markmiðið sé alltaf að auka tekjur þjóðarinnar. Möguleg arðsemi í listum og áhugi útlendinga á þeim geta óneitanlega verið ánægjulegir fylgifiskar listsköpunar – þau eru hins vegar ekki forsenda hennar.Niðurskurður er óumflýjanlegur Þótt Ísland sé ekki gjaldþrota eins og Detroit, þá hljóta atburðir síðustu ára að fá okkur til að hugsa tvisvar um fjárhagslega framtíð okkar. Niðurskurður er óumflýjanlegur, sama hvað okkur kann að finnast og ríkisstyrkir til lista ættu ekki að sleppa undan hnífnum frekar en aðrir liðir fjárlaga. Sama hvað ríkisstjórnin ákveður að gera, þá verður menningarlíf okkar að blómstra til framtíðar. Það mun ekki gerast með rifrildi um hvort ríkið ætti að leggja fé til menningar heldur með einbeittri umræðu um hvernig við getum tryggt öflugt menningarlíf á Íslandi. Við þurfum styrkjakerfi fyrir listir sem er síbreytilegt og í stöðugri endurskoðun en að sama skapi þurfum við kerfi sem er ekki háð því að stjórnmálamenn búi yfir ítarlegri þekkingu á starfsumhverfi Retro Stefsonar eða Ragnars Kjartanssonar. Því fyrir hverja Kolbrúnu Halldórsdóttur sem hefur starfað í menningargeiranum munum við alltaf hafa einhvern Grím Gíslason sem hefur mjög takmarkaða hugmynd um hvernig menning er starfrækt á Íslandi. Það er ekkert einfalt svar við spurningunni um hversu margra lífa listin er virði, enda er spurningin í senn vitlaus og ólíkleg til gefandi umræðna. Við verðum að búa til skýrt og áreiðanlegt styrkjakerfi fyrir listir – bæði með framlögum ríkis og einkaaðila – svo að við neyðumst ekki til að svara henni. Við eigum undarlega ríkan og sterkan menningararf sem við getum verið verulega stolt af. Sóum honum ekki í marklausan skotgrafahernað. Leiðrétting var gerð á nafni forseta Bandalags íslenskra listamanna að beiðni greinarhöfundar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kári Finnsson Mest lesið Síðasti naglinn í líkkistuna? Ragnheiður Stephensen Skoðun Af töppum Einar Bárðarson Skoðun Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun Við höfum tækifæri, sjálfstæðismenn! Kristín Linda Jónsdóttir Skoðun Gervigreind í læknisfræði: Nýjustu tækniframfarirnar sem gætu bjargað mannslífum Sigvaldi Einarsson Skoðun Mannauður er lykilfjárfesting sveitarfélaga Álfhildur Leifsdóttir Skoðun Vandi Háskóla Íslands og lausnir – II – ákvörðun launa Pétur Henry Petersen Skoðun Djarfar áherslur – sterkara VR Þorsteinn Skúli Sveinsson Skoðun Áfastur plasttappi lýðræðisins? Ingunn Björnsdóttir Skoðun Áslaug Arna - minn formaður Katrín Atladóttir Skoðun Skoðun Skoðun Samræmd próf jafna stöðuna Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun VR og við sem erum miðaldra Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Áslaug Arna - minn formaður Katrín Atladóttir skrifar Skoðun Mannauður er lykilfjárfesting sveitarfélaga Álfhildur Leifsdóttir skrifar Skoðun Vandi Háskóla Íslands og lausnir – II – ákvörðun launa Pétur Henry Petersen skrifar Skoðun Djarfar áherslur – sterkara VR Þorsteinn Skúli Sveinsson skrifar Skoðun Við höfum tækifæri, sjálfstæðismenn! Kristín Linda Jónsdóttir skrifar Skoðun Gervigreind í læknisfræði: Nýjustu tækniframfarirnar sem gætu bjargað mannslífum Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Síðasti naglinn í líkkistuna? Ragnheiður Stephensen skrifar Skoðun Af töppum Einar Bárðarson skrifar Skoðun Plasttappamálið og skrækjandi þingmenn Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Áfastur plasttappi lýðræðisins? Ingunn Björnsdóttir skrifar Skoðun Stétt með stétt? Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Áfram kennarar! Kristbjörg Þórisdóttir,Bragi Reynir Sæmundsson skrifar Skoðun Landshornalýðurinn á Hálsunum Hákon Gunnarsson skrifar Skoðun Minni kvenna - lofræða gervigreindar til hinnar íslensku konu Steinar Birgisson skrifar Skoðun Forvarnarsamtök óska skýringa á seinagangi Árni Einarsson skrifar Skoðun Hugleiðing á konudag Sigurður Ingi Arnars Unuson skrifar Skoðun Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir til formanns Sjálfstæðisflokksins -Kraftur nýrra tíma Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hafnaðir þú Margrét Sanders? Páll Erlingsson,María Petrína Berg,Fjóla Ævarsdóttir,Sigrún Gróa Magnúsdóttir skrifar Skoðun Viðbrögð barna við sorg Matthildur Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hvort er meira í anda Sjálfstæðisflokksins? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Áslaug Arna er leiðtoginn sem Sjálfstæðisflokkurinn þarf Hafrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Aðgát skal höfð... Hildur Þöll Ágústsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir skrifar Skoðun Sameinumst – stétt með stétt Sævar Jónsson skrifar Skoðun Opið bréf til bæjarstjóra Kópavogs Ágústa Dröfn Kristleifsdóttir skrifar Skoðun Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga er sama um menntun barna en hvað með foreldra? Helga C Reynisdóttir skrifar Skoðun Söngvakeppnin og hömlulaus áfengisdýrkun Björn Sævar Einarsson skrifar Skoðun Íþróttastarf fyrir alla Guðmundur Sigurbergsson,Ingvar Sverrisson,Hrafnkell Marínósson skrifar Sjá meira
Fyrir tæpum tveimur mánuðum óskaði Detroit-borg í Bandaríkjunum eftir gjaldþrotaskiptum og fól sú beiðni í sér stærsta gjaldþrot í sögu Bandaríkjanna. Gjaldþrotið er metið eftir skuldum sem nema tæplega 20 milljörðum Bandaríkjadollara (til samanburðar er verg landsframleiðsla Íslands í kringum 14 milljarðar Bandaríkjadollara). Ljóst þykir að sækja þarf víða í innviði borgarinnar til að greiða upp skuldir hennar, en meðal eigna borgarinnar eru stórmerkileg listaverk í Detroit Institute of Art-safninu. Á meðal þeirra listaverka sem eru í eigu safnsins eru verðmæt málverk eftir Rembrandt, Matisse, van Gogh og Picasso – svo að örfáir listamenn séu nefndir – og það er álitið eitt af stærstu og mikilvægustu söfnum Bandaríkjanna. Safneignin hefur samkvæmt ýmsum heimildum verið metin á yfir milljarð Bandaríkjadollara og safnstjórinn, Graham Beal, hefur látið hafa eftir sér að sala á safneigninni jafngildi lokun safnsins. Engu að síður hafa ýmsir áhyggjufullir borgarbúar Detroit klórað sér í hausnum og spurt sig: „Hversu margra lífa virði er verk eftir Rembrandt?“ Vert er að hafa þessi vandamál Detroit-borgar í huga þegar við lesum nýlegt lesendabréf Kolbrúnar Halldórsdóttur, forseta Bandalags íslenskra listamanna, og ummæli Gríms Gíslasonar, formanns kjördæmisráðs Sjálfstæðisflokksins í Suðurkjördæmi, um niðurskurð til menningarmála. Vandinn er í senn einfaldur og flókinn: Ríkið þarf að skera niður og megnið af menningarstarfsemi Íslands er háð ríkisstyrkjum.Umræða á villigötum Þau hafa bæði rangt fyrir sér. Grímur áttar sig ekki á því að þegar hann skellir sér á popptónleika þá hlustar hann yfirleitt á hljómsveitir sem eru styrktar af ríkinu með einum eða öðrum hætti, hvort sem það er í gegnum styrki til útflutnings eða upptöku á tónlist þeirra. Hann virðist einnig ekki skilja að ef listir eru alfarið háðar duttlungum markaðsafla þá er mjög takmarkaður vettvangur fyrir tilraunamennsku og nýsköpun í listum, sem er einmitt nákvæmlega það sem hefur gert íslenskar listir einstakar og eftirsóknarverðar. Kolbrún nefnir máli sínu til stuðnings að skapandi greinar velti í kringum 190 milljörðum króna, en þar eru meðtaldar greinar sem þurfa mismikinn stuðning frá ríkinu og skila að sama skapi afar mismiklum arði. Þótt þessi háa velta sé fagnaðarefni þá er hæpið að nota hana sem mælikvarða á velgengni lista og menningar á Íslandi í heild sinni. Ástæðan er sú að sumar skapandi greinar, líkt og til dæmis tölvuleikjagerð CCP (sem er stór hluti heildarveltunnar) þrífst mjög vel í markaðsumhverfi og getur skilað miklum arði á meðan aðrar greinar gera það ekki. Ef við skilyrðum styrkveitingu ríkisins til lista út frá veltu þeirra eða útflutningsverðmæti, þá er hætta á að listsköpun sem skilar litlum tekjum og öðlast ekki miklar vinsældir mæti afgangi og hljóti ekki þann stuðning sem hún þarf. Íslensk danslist ætti t.d. ekki auðvelt uppdráttar ef stuðningur við hana væri háður því að hún skilaði háum tekjum. Þessi hugsunarháttur, þótt hann geti jafnvel leitt af sér frekari styrki, gefur til kynna að markmiðið sé alltaf að auka tekjur þjóðarinnar. Möguleg arðsemi í listum og áhugi útlendinga á þeim geta óneitanlega verið ánægjulegir fylgifiskar listsköpunar – þau eru hins vegar ekki forsenda hennar.Niðurskurður er óumflýjanlegur Þótt Ísland sé ekki gjaldþrota eins og Detroit, þá hljóta atburðir síðustu ára að fá okkur til að hugsa tvisvar um fjárhagslega framtíð okkar. Niðurskurður er óumflýjanlegur, sama hvað okkur kann að finnast og ríkisstyrkir til lista ættu ekki að sleppa undan hnífnum frekar en aðrir liðir fjárlaga. Sama hvað ríkisstjórnin ákveður að gera, þá verður menningarlíf okkar að blómstra til framtíðar. Það mun ekki gerast með rifrildi um hvort ríkið ætti að leggja fé til menningar heldur með einbeittri umræðu um hvernig við getum tryggt öflugt menningarlíf á Íslandi. Við þurfum styrkjakerfi fyrir listir sem er síbreytilegt og í stöðugri endurskoðun en að sama skapi þurfum við kerfi sem er ekki háð því að stjórnmálamenn búi yfir ítarlegri þekkingu á starfsumhverfi Retro Stefsonar eða Ragnars Kjartanssonar. Því fyrir hverja Kolbrúnu Halldórsdóttur sem hefur starfað í menningargeiranum munum við alltaf hafa einhvern Grím Gíslason sem hefur mjög takmarkaða hugmynd um hvernig menning er starfrækt á Íslandi. Það er ekkert einfalt svar við spurningunni um hversu margra lífa listin er virði, enda er spurningin í senn vitlaus og ólíkleg til gefandi umræðna. Við verðum að búa til skýrt og áreiðanlegt styrkjakerfi fyrir listir – bæði með framlögum ríkis og einkaaðila – svo að við neyðumst ekki til að svara henni. Við eigum undarlega ríkan og sterkan menningararf sem við getum verið verulega stolt af. Sóum honum ekki í marklausan skotgrafahernað. Leiðrétting var gerð á nafni forseta Bandalags íslenskra listamanna að beiðni greinarhöfundar.
Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun
Gervigreind í læknisfræði: Nýjustu tækniframfarirnar sem gætu bjargað mannslífum Sigvaldi Einarsson Skoðun
Skoðun Gervigreind í læknisfræði: Nýjustu tækniframfarirnar sem gætu bjargað mannslífum Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir til formanns Sjálfstæðisflokksins -Kraftur nýrra tíma Svanur Guðmundsson skrifar
Skoðun Hafnaðir þú Margrét Sanders? Páll Erlingsson,María Petrína Berg,Fjóla Ævarsdóttir,Sigrún Gróa Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga er sama um menntun barna en hvað með foreldra? Helga C Reynisdóttir skrifar
Skoðun Íþróttastarf fyrir alla Guðmundur Sigurbergsson,Ingvar Sverrisson,Hrafnkell Marínósson skrifar
Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun
Gervigreind í læknisfræði: Nýjustu tækniframfarirnar sem gætu bjargað mannslífum Sigvaldi Einarsson Skoðun