
Vinstristefnan og efnahagskreppan
Illu heilli hefur þrátt fyrir efnahagskreppu enn lítið borið á því að spurt sé grundvallarspurninga um þetta efnahagskerfi. Meðal þess sem ekki hefur verið rætt nægilega er hvort markaðnum séu einhver takmörk sett og hver þau kunni að vera. Enn þrjóskast menn við að færa æ stærri hluta af sameigninni – skóla, heilbrigðisstofnanir, veitukerfi – undir lögmál markaðarins með þjónustusamningum við einkaaðila sem eiga að græða á öllu en bera takmarkaða ábyrgð. Því miður boða ráðherrar nýrrar ríkisstjórnar útvistun, aukin gjöld, minna eftirlit, fjölbreyttari rekstrarform og einkavæðingu í ræðu og riti eins og ekkert hafi gerst árið 2008.
Sömu blindu einsýni má líka sjá í Bretlandi þar sem stórir hlutar heilbrigðisþjónustunnar hafa nú verið settir á markað; spítalar eru reknir af einkaaðilum en fyrir opinbert fé; í nafni þess að auka val sjúklinga. Afleiðingin er aukinn ójöfnuður þar sem hægt er að borga fyrir betri þjónustu, óhagkvæmara ríkiskerfi sem sinnir því sem ekki er hægt að útvista og aukinn gróði fyrir einkaaðila sem fæst í gegnum sjúkdóma annarra. Þessar breytingar hafa orðið fyrst með aðgerðum af hálfu Verkamannaflokksins og síðar með róttækari breytingum af hálfu samsteypustjórnar íhaldsmanna og frjálsra demókrata. Má þá segja að hægrið og vinstrið hafi runnið saman? Svarið við því er nei. Segja má hins vegar að hægristefnan hafi náð þeim hæðum að verða slíkt viðmið í samfélaginu að ýmsir sem kenna sig við vinstri hafi vanrækt að spyrja stóru spurninganna. Er það siðferðilega rétt eða skynsamlegt að einkaaðilar geti hagnast á þeim grunnstoðum sem samfélög hafa byggt upp saman? Er sá hagnaður samfélagsins alls? Eykur það jöfnuð og velsæld í samfélaginu? Svar mitt við því er líka nei. Það skiptir máli nú sem aldrei fyrr að vinstrimenn haldi uppi merki hins sameiginlega sem er ekki endilega arðbært á markaði en er mikilvægur þáttur í að byggja gott samfélag fyrir alla.
Sömu hættumerki hér
Annað dæmi sem sýnir þörfina á öflugri vinstristefnu er launakjör almennings. Á árunum fyrir hrun jókst ójöfnuður mjög hérlendis. Það var réttlætt með því að góðærið væri slíkt að öllum gengi betur en áður. Eftir hrun þegar bent var á að jöfnuður hefði aukist þegar vinstristjórn tók við stjórnartaumunum svöruðu hægrimenn því að „nú hefðu allir það jafn skítt“. Þar var litið fram hjá því að allar rannsóknir sýna að þar sem jöfnuður er mikill er velsæld samfélagsins alls meiri. Þess vegna er mikilvægt að horfa til þess við gerð komandi kjarasamninga að bæta kjör almennings, sérstaklega þeirra verst settu. Þar þarf að hafa sjónarmið jafnaðar í huga.
Nú ber nokkuð á því að kreppan sé notuð til að réttlæta áframhald hægristefnunnar. Þannig virðast forkólfar Evrópusambandsins á borð við Olli Rehn leggja alla áherslu á að jöfnuði verði náð á fjárlögum með niðurskurði en ekki skattahækkunum samkvæmt fréttum sem berast frá Frakklandi þar sem hefur verið farin blönduð leið skattahækkana og niðurskurðar líkt og hér var gert á Íslandi í tíð síðustu ríkisstjórnar. Niðurskurður og samdráttur á samneyslu í kreppunni virðast nú helsta markmið hægrisinnaðra afla sem gæti leitt til vaxandi ójafnaðar og minni lífsgæða á komandi árum fyrir íbúa Evrópu og Bandaríkjanna. Sömu hættumerki eru á lofti hér á Íslandi með nýrri hægristjórn. Viðfangsefni vinstriaflanna er því að standa vaktina, og tryggja að félagsleg markmið og sjálfbærni verði höfð að leiðarljósi við mótun efnahagsstefnu komandi ára til þess að stuðla að bættum hag okkar allra.
Skoðun

Áföll og gamlar tuggur
Gunnhildur Sveinsdóttir skrifar

Billjón dollara hringavitleysa?
Bjarni Herrera skrifar

Svona hafði háskólinn fé af sjúkum manni á tveimur sólarhringum
Ögmundur Jónasson skrifar

Þetta er allt í hausnum á þér! Er þetta eðlilegt?
Karen Ösp Friðriksdóttir,Arnrún María Magnúsdóttir skrifar

Aldursfordómar, síðasta sort
Bjarni Þór Sigurðsson skrifar

Kjaramál eru annað tungumál Þorsteins Skúla
Bryndís Gunnarsdóttir skrifar

Lyf eru EKKI lausnin við svefnvanda
Anna Birna Almarsdóttir skrifar

Fáum Elon Musk lánaðan í viku
Davíð Bergmann skrifar

Á-stríðan og meðferðin
Grétar Halldór Gunnarsson skrifar

Ingibjörg Gunnarsdóttir – Rektor sem skapar nemendum tækifæri
Birna Þórisdóttir skrifar

Valkostir í varnarmálum
Tryggvi Hjaltason skrifar

Magnús Karl er trúverðugur talsmaður vísinda á Íslandi
Hannes Jónsson skrifar

Rænum frá börnum og flestum skítsama
Björn Ólafsson skrifar

Með opinn faðminn í 75 ár
Guðni Tómasson skrifar

Kolbrún lætur verkin tala og fær mitt atkvæði
Vanda Sigurgeirsdóttir skrifar

Ísland 2035: Gervigreind fyrir betra líf og styttri vinnuviku
Sigvaldi Einarsson skrifar

Lokum.is
Alma Hafsteinsdóttir skrifar

Að komast frá mömmu og pabba
Ingibjörg Isaksen skrifar

Draumaskólinn – Skóli fyrir þig, ekki þú fyrir skólann
Einar Mikael Sverrisson skrifar

Upp með olnbogana!
Eliza Reid skrifar

Að missa sjón þó augun virki
Inga María Ólafsdóttir skrifar

Flosi – sannur fyrirliði
Hannes S. Jónsson skrifar

Því miður, atkvæði þitt fannst ekki
Oddgeir Georgsson skrifar

Stigið fram af festu?
Jón Steinar Gunnlaugsson skrifar

Aðalvandamálið þegar þjónusta á íslensku er ekki í boði!
Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar

Óður til Grænlands
Halla Hrund Logadóttir skrifar

Hetjusögur af óþekktum manni – Ég kýs Þorstein Skúla sem formann VR
Sólveig Guðjónsdóttir skrifar

Skrifræðismartröð í Hæðargarði
Dóra Magnúsdóttir skrifar

Afstaða forsætisráðherra til varnar- og öryggismála mikið áhyggjuefni!
Ole Anton Bieltvedt skrifar

Sérhagsmunir Viðskiptablaðsins
Högni Elfar Gylfason skrifar